Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Page 7

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Page 7
MÁNUDAGUR 9. MARS 1987. 7 Atviimumál Kafað eftir ígulkerjum og þau seld til Japans bestu miðin í Kollafirði og Hvatflrði „Við höfum unnið að undirbúningi þess að selja ígulkeijahrogn í Japan og lifandi ígulker til Frakklands. Jap- anir hafa komið til okkar og fylgst með veiðunum og framleiðslunni og við höfum sent prufusendingar til Jap- ans. Þetta hefur líkað alveg sérstak- lega vel. Aftur á móti stendur á innflutningsleyfum til Frakklands en þau koma, það tekur bara sinn tíma,“ sagði Birgir Kristinsson, kafari í Sandgerði, í samtali við DV. Birgir og félagi hans, Steinþór Gunnarsson, hafa unnið að þessu máli og eru nú tilbúnir til að veiða og fram- leiða en þeir geta þó ekki úr þessu hafist handa fyrr en í september. ígul- kerin eru með hrognum frá því í september og fram í febrúar. Birgir sagði að hrognin yrðu flutt flugleiðis héðan til New York og samdægurs færu þau með flugvél þaðan til Tokýo. Hrognin verða að vera fersk, það mega líða tveir sólarhringar frá því að þau eru veidd og þar til að þau eru komin til Japans. Að sögn Birgis geta þeir félagar ve- rið að í 4 tíma á dag. Þeir verða að kafa eftir ígulkeijunum og eru bestu miðin í Kollafirði og Hvalfirði. Þeir geta aflað 8 til 10 þúsund ígulkerja á þessum fjórum tímum og síðan þarf á milli 20 og 30 manns til að taka hrogn- in úr þeim. Það fást svona 100 til 150 kíló af hrognum úr þessum fgulkeija- fjölda. Japanir vilja hrogn úr minni gerð ígulkeijanna sem lifa í þara uppi við land. Aftur á móti vilja Frakkar fá ígul- kerin lifandi. Þau eru borin þannig á borð á frönskum veitingastöðum og hrognin borðuð hrá úr lifandi dýrinu. Hrognin eru líka borðuð hrá í Japan. Þau ku vera sæt á bragðið og eru drukkin með þeim sæt, japönsk vin. Þetta þykir hið mesta lostæti. Birgir segir að verðið sem fyrir ígulkerin fá- ist sé mjög gott en aftur á móti sé flugfragtin til Japans hroðalega dýr og taki sinn toll af verðinu. -S.dór Upplýsingarit um fyrirtæki júKa fmsland, DV, Höfa; Iðnþróunarfélag Austurlands mun í vor gefa út upplýsingarit um fyrir- tæki, stofnanir og félagasamtök á svæðinu frá Gunnhólmsvíkur^alli að Skeiðarársandi. Ritinu verður skipt niður eftir póstnúmerum og í upphafi hvers kafla verður kort af viðkomandi þéttbýli. Á kortinu verða flest fyrirtæki er taka vilja þátt í þessu ásamt nánari upplýsing- um um þau. Þessa dagana er verið að kanna þátttöku Austur-Skaftfellinga sem mun vera mjög góð. Ritinu, sem kemur út i vor, verður dreift ókeypis til allra fyrirtækja og sent á hvert heimili á Austurlandi. Spennubreytir fyrir ferbaútvarpið, segulbandið, reiknivélina o.s.frv. Model MW 88 v/„ \ Model MW 108 v/„ • Verð aðeins 440,- kr. • Verð aðeins 460,- kr. SKIPHOLTI 19 SÍMI 29800 VIÐTÖKUM VELÁMÓTIÞÉR Hambot? kræsingarnar sem fram- reiddar eru á 3000 veitinga- húsum borgarinnareru slíkar aö nokkur hreyfing er nauö- synleg. (Viö gerum nú ekki ráð fyrir aö þú boröir á þeimöllum í sömu helgarferðinni). Djamm, djamm Um skemmtanalífið skulu ekki höfö mörg orð. En fyrir utan „skemmtistaðina" sem Hamborg er frægust fyrir, er mikill fyöldi af notalegum krám og eidfjörugum dans- stööum. Ef þú kannt aö jóðla ertu sérstaklega vel- kominn. Er eftir nokkru að bíða? Hringdu snöggvast og pant- aöu miða. Vaknaðu til lífs- ins meö Hamborg. Vorí Meö hækkandi sól færist lífið í Hamborg út á götur, torg og garða. Og nú, þegarvorið er á næsta leiti býður borgin græna upp á svo ótrúlegt úrval alþjóðlegra skemmt- ana og listviðburða að það hálfa væri nóg. Sumartískan Sumartískan er komin í versl- anir og verslanirnar í Ham- borg eru kapítuli útaf fyrirsig. Þar finnur þú allt það besta sem kemur frá tískuhúsum í París, London og New York. Og á hagstæðu verði. Jafnvel þótt þú bítir á jaxl- inn og skiljir VISA-kortið eftir heima þá er gaman að fara um verslunargöturnar því þær eru svo einstaklega fall- egar og snyrtilegar. (Og svo er jú alltaf hægt að hlaupa heim á hótel og ná í blessað kortið). Namm, namm Þú hefur nú bara gott af því að hlaupa dálítið því Flug og bíll frá kr. 15.190.- Flug og hótel frá kr. 18.510.- {Frá fimmtudegi til mánudags). ARNARFLUG Lágmúla 7, slmi 84477

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.