Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 09.03.1987, Page 14
14 MÁNUDAGUR 9. MARS 1987. Neytendur Dæmi um „frjálsa“ verðlagningu: Verð á gleraugum samkomulags- atriði gleraugnasala Verð á gleraugnaglerjum í jan. 1987 140Q-1 Styrkleiki 2 RUr 6c;-66mm Gler 70mm Plast 65-66 Plast 70nim Filt.65-66 Filt.70miri e; Q Þessa dagana er verið að upplvsa almenning um alls kyns „svindl" sem neytendur eru beittir. Gleraugnasalar koma sér saman um verð á gleraugum sem þeir selja, nærri því allir sem einn. Ofan á þetta bætist að lyfsalar „græða" á sjúkdómum neytenda mjög ótæpilega með því að selja lyf með óhóflega hárri álagningu. Þetta er ekki beint til þess að auka traust neyt- enda á þeim sem selja þeim vöru og þjónustu. Hvernig myndast samkeppni? Verðlagsstoínun hefur gert athugun á verði sjónglerja í gleraugnaverslun- um landsins. í ljós kom að gleraugna- salar fara eftir verðlista sem samtök þeirra gefa út. Beinir félagið þeim til- mælum til félagsmanna að þeir víki ekki frá verðlistanum. Tilgangurinn getur ekki verið annar en sá að tak- marka verðsamkeppni. Verðlagning í verslunum hefur á A þessu súluriti má sjá verðlista félags gleraugnasala en nánast nákvæm- lega sama verð var í tíu verslunum. Þrjár verslanir skáru sig úr að nokkru leyti þannig að þær virtust vera með sitt eigið verð, í það minnsta á hluta vörunnar. Það þýðir sem sé lítið fyrir neytendur að labba á milli verslana og leita eftir hagstæðu gleraugnaverði. Það er nánast eins alls staðar. undanfömum árum að mestu verið gefin ftjáls. Það var gert á grund- velli þess að samkeppni ríkti sem Gleraugu eru tískuvarningur eins og flest annað og verður að endurnýja þau hægt að spara sér búðaráp i leit að hagstæðum innkaupum. með reglulegu millibili, auk þess sem gleraugu slitna við notkun. En það er tryggði æskilega verðmyndun og sanngjamt verðlag. En forsenda þess að samkeppni stjómi verðlagningu með eðlilegum hætti er að hún sé virk og óhindmð. Það er ekki sjálfgefið að samkeppni komi til þótt verðlagning sé án afskipta stjómvalda. Sú hætta er ávallt fyrir hendi að þeir, sem eiga að keppa, telji sér hag í að hafa samkeppnina sem minnsta. Til að spoma við þessu er lagt bann við slíku samkomulagi í lögum um verðlag, samkeppnishömlur og órétt- mæta viðskiptahætti. Það er einmitt þetta sem gleraugna- verslanimar hafa gert. En samkvæmt upplýsingum verðlagsstjóra liggur ekki ljóst fyrir á þessu stigi hvað verð- ur gert í málinu annað en að það verður lagt fyrir verðlagsráð. Hins vegar er fyrir hendi sá mögu- leiki að sótt sé um undanþágu frá lögunum og em þess dæmi að slík undanþága hafi verið veitt ef það er talið vera í þágu neytenda. Má nefha dæmi um bóksölu en bækur em seldar á sama verði um allt land og er það talið til hagsbóta fyrir neytendur og menningu í landinu. Nú er talað um að gefa sölu á lyfjum „frjálsa" í þeim tilgangi að lækka álagningu á lyfjum og þar með verð á þeim. En er það svarið að gefa verðlag- ið frjálst? Reynslan hefur sýnt okkur annað á mörgum sviðum. -A.BJ. Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð j>ér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar fjölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda Heimili Hægtaðfá undanþágu ef það er í þágu neytenda * Sími Fjöldi heimilisfólks ' Kostnaður í febrúar 1987: Matur og hreinlætisvörur kr. Annað kr. Alls kr. - segir Georg Olafsson verdlagsstjóri „Verðlagsráð mun fjalla um þetta mál og ég veit ekki hverja afstöðu það tekur,“ sagði Georg Ólafsson verðlags- stjóri er DV spurði hann um lögbrot gleraugnasala sem gefa út verðlista sem flestar gleraugnaverslanir fara eftir. Það er skýlaust brot á lögum um óréttmæta viðskiptahætti. En verð- lagsstjóri sagði að þetta væri algengt víða. „Samkeppnismál hafa komið upp áður og hafa þá verið leyst, en því miður er þetta algengt víða í þjónustu- greinum. Má einnig nefna taxta háskólamenntaðra manna. Ýmsir hafa breytt þessu í „leiðbeinandi“ taxta,“ sagði verðlagsstjóri. „Við höfum velt þessu mikið fyrir okkur en ákveðið var að sjá hver við- Georg Ólafsson verðlagsstjóri brögð almennings yrðu og koma af stað umræðu um málið. Það hefur verið lögð mikil vinna í að skoða alla útreikninga gleraugnasala. Það er ekki nokkur spuming um að þeir hafa rúmar tekjur og öll álagningin er mið- uð við að sá sem lakastur er geti lifað góðu lífi. Þannig lifa hinir enn betra lífi og hafa þeir ekki séð sér hag í að hafa þetta öðruvísi. En það eru til ýmsar undanþáguleið- ir, t.d. var bókaútgefendum gefið leyfi til þess að hafa sama verð á bókum um allt land. Það mál er hins vegar í athugun hvort taka eigi upp fijálst verðlag á bókum. Því miður er þetta með gleraugna- salana ekki einangrað fyrirbæri og vil ég benda á að samkeppni verður ekki til af sjálfu sérsagði Georg Ólafsson verðlagsstjóri. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.