Dagblaðið Vísir - DV - 28.03.1987, Qupperneq 7
LAUGARDAGUR 28. MARS 1987.
7
_______Útlönd
Konur
teknarfram
yfir hæfari
karia
Ólafur Amaison, DV, New Yarfc
Hæstiréttur Bandaríkjanna úr-
skurðaði í gær að atvinnurekendur
mættu undir vissum kringumstæðum
taka konur og fulltrúa minnihluta-
hópa fram yfir karla og hvíta, sem
hæfari eru, við ráðningar í störf og
stöðuhækkanir.
Með sex atkvæðum gegn þremur
staðfesti rétturinn að borgaryfirvöld í
borg einni í Kalifomíu stæðu i fúllum
rétti með misréttisáætlun sem sett var
á laggimar til að fjölga konum og full-
trúum minnihlutahópa á launaskrá
borgarinnar. Dómurinn féll í máli sem
maður nokkur höfðaði gegn borgar-
yfirvöldum eftir að konu var veitt
stöðuhækkun sem hann hafði sótt um.
Karlinn var með meiri starfsreynslu
og hafði staðið sig mun betur á hæfnis-
prófi en konan.
Þessi dómur er mikið áfall fyrir Re-
aganstjómina sem aðhyllist það að
hinir hæfustu skuli landið erfa. Kven-
réttindasamtök og minnihlutahópar
fögnuðu yfirlýsingunni hins vegar
ákaft.
Dómurinn markar mikil tímamót því
þetta er í fyrsta skipti sem hæstiréttur
Bandaríkjanna úrskurðar að leyfilegt
sé að vinnuveitendur mismuni vegna
kyns og litarháttar. Án þess að sann-
anir liggi fyrir um að áður hafi átt sér
stað hefðbundin mismunun.
Þeir sem andvígir em þessum dómi
hér vestra óttast að í kjölfar hans
breytist mælikvarði við ráðningar á
starfsfólki, að hæfnin verði hér eftir á
undanhaldi.
Ýmsir efast jafnvel að dómur þessi
sé réttur samkvæmt stjómarskrá
Bandaríkjanna þar sem stendur að
ekki megi mismuna fólki vegna kyns,
kynþáttar og fleiri atriða. Það skiptir
reyndar ekki máli því að hér er það
hæstiréttur sem hefúr það í hendi sér
hvemig menn skilja stjómarskrána á
hverjum tíma.
Haust-
tísku
stolið
Öllum hausttískufatnaði ítalska
tfskufrömuðarins Krizia var stolið tir
sýningarsal hans í Mílanó aðfaranótt
þriðjudags. Flíkumar, sem vom sext-
án hundmð talsins, vom metnar á sex
hundmð og fimmtán þúsund dollara.
Haldin hafði verið sýning á þeim
fyrr í þessum mánuði og er nú óttast
að þjófamir ætli sér að framleiða eftir-
líkingar af hausttísku Krizia og verði
á undan honum á markaðinn.
IPORTOROZ
bnógernó^-
HÓPFERD
20.-27. HIAÍ
Bridgekeppendur, áhugamenn, fjölskyldur
og aðrir sem vilja skjótast í ódýrt og
skemmtilegt sólarfrí!
Stjórnandi G. Belladonna
Dagana 20.-24. maí verður hið heimsþekkta
alþjóðlega bridgemót í Portoroz haldið, - og
enn á ný undirstjórn snillingsins sjálfs, G. Bella-
donna. Öllum er heimil þátttaka og við minn-
um á að margur íslendingurinn hefur gert garð-
inn frægan á þessum mótum á undanförnum
árum. Nokkrir hafa þegar tilkynnt þátttöku og
fleiri munu vafalaust bætast við. Nú er um að
gera að sameina sólarfrí og bridge við frábær-
ar aðstæður. Ferðin stendur yfir frá 20.-27. maí
en bæði er hægt að framlengja dvölina í
Portoroz eða á Rimini/Riccione til 8. júní gegn
vægu aukagjaldi.
Dagskrá:
Gisting:
20. maí: Brottförfrá Keflavík. Kl. 21:00: Stutturtvímenning
ur(Buttler).
21. maí kl. 17:00: Sveitakeppni, 4 umferöir.
22. maí kl. 14:00: Sveitakeppni, 6 umferöir.
23. maí kl. 16:00: Tvímenningskeppni (Mitchel).
24. maí kl. 20:00: Verðlaunaafhending.
25. -26. maí: Dvalist í Portoroz.
27. maí: Haldiö til Rimini og flogiö þaöan til (slands.
Grand Metropole kr. 27.800
Hotel Roza kr. 22.300
Verð miðast viö gistingu í 2ja manna herbergi. Innifalið er
flug, akstur til og frá flugvöllum erlendis og gisting meö
morgunveröi.
Þátttökugjald í mótinu er aöeins kr. 300 á
hvern spilara í tvímenningskeppni og kr.
1.100 á hverja sveit í sveitakeppni. Heild-
arverölaun nema um kr. 175.000.-.
Samvinnuferdir-Landsýn
Austurstræti 12 • Símar 91 -27077 & 91 -28899
Hótel Sögu viö Hagatorg • 91 -622277. Akureyri: Skipagötu 14 • 96-27200
LADA
SKUTBÍLL 1500
Höfum þennan frábæra farkost til afgreiðslu á
mjög stuttum tíma.
Verð aðeins 216.000,-
Góð greiðslukjör.
Opið virka daga frá kl. 9-18 og laugardaga frá
kl. 10-16. Beinn sími í söludeild 31236.
Verið velkomin.
BIFREIÐAR & LANDBUNAÐARVELAR <
Suðurlandsbraut 14 107 Reykjavík, sími 38600 10 línur HlWílíi