Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Side 6
6
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987.
Viðskippti
Góðærið
fór til
fólksins
að minnsta kosti að einhverju leyti
I kosningabaráttunni var því gjarn-
an haldið fram að almenningur hefði
í engu notið þess góðæris sem ríkt
hefur í efnahagslífi íslendinga að und-
anfömu. Greinargerð Þjóðhagsstofn-
unar sýnir hins vegar að góðærið
hefur skilað sér til fólksins, að minnsta
kosti að einhverju marki.
Athyglisverðustu upplýsingarnar
hvað þettá varðar felast án efa í spá
um þróun kaupmáttar atvinnu- og ráð-
stöfunartekna. Þar er hægt að sjá hve
miklu meira fólk ætti að bera úr býtum
miðað við fyrra ár þegar búið er að
taka tillit til verðbólgu.
Þannig er því spáð að kaupmáttur
atvinnutekna á mann muni í ár hækka
að meðaltali um 8,5-10% frá síðasta
ári. í febrúarspá Þjóðhagsstofnunar
var áætlað að kaupmátturinn ykist
um 7%. Til samanburðar má nefna að
í fyrra er áætlað að kaupmátturinn
hafi aukist um 11% og 7,5% árið þar
á undan. Þannig er ljóst að kaup-
máttur atvinnutekna hefur aukist
verulega undanfarin ár og sama má
segja um kaupmátt ráðstöfunartekna.
Ein afleiðing þessa er að nú er gert
ráð fyrir mun meiri viðskiptahalla við
útlönd en áður og munar þar mestu
um gífurlega aukningu í innflutningi
bifreiða. -ES
r. ' m vw
mm », 4
Nú er spáð mun meiri halla á viðskiptum við útlönd en áður var búist við.
Þar munar einna mest um gífurlega aukningu í innflutningi bifreiða.
Peningamarkaður n>v
INNLÁNSVEXTIR (%) hæst
Innlán óverðtryggð
Sparisjóðsbækur 10-11 Lb
óbund. Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 10-15 Sb
6mán. uppsögn 11-19 Vb
12 mán. uppsögn 13-23 Sp.vél.
18 mán. uppsögn 21 -24,5 Bb
Ávísanareikningar 4-10 Ab
Hlaupareikningar 4-7 Sp
Innlan verðtryggð Sparireikningar
3ja mán. uppsögn 1,5-2 Ab.Bb, Lb.Sb. Úb.Vb.
6 mán. uppsögn 2,5 4 Ab.Úb
Innlán með sérkjörum 10-22
Innlán gengistryggð
Bandarikjadalur 5.25-5,75 Ab
Sterlingspund 8.5-10,25 Ab
Vestur-þýsk mörk 2,5-4 Ab
Danskar krónur 9-10.25 Ab
ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst
Útlán óverðtryggð
Almennir vixlar(forv.) 19-21 Lb
Viðskiptavíxlar(forv.)(1) 22-23 eða kge
Almenn skuldabréf(2) 21-22 Lb.Sb. Úb
Viöskiptaskuldabréf(1) kge Allir
. Hlaupareikningar(vfirdr.) Útlán verðtryggð 20-22 Lb
Skuldabréf
Aö 2.5árum 6-7 Lb
Til lengri tíma 6,5-7 Bb.Lb, Sb.Úb
Útlán til framleiðslu
isl. krónur 16,25-21 lb
SDR 7.75 8.25 Bb.Lb. Úb.Vb
Bandaríkjadalir 7,5-8,75 Sp
Sterlingspund 11,25-13 Bb.Vb
Vestur-þýsk mörk 5,5-6,5 Bb.Lb. Úb.Vb
Húsnæðislán 3,5
Lífeyrissjóðslán 5-6,75
Dráttarvextir 30
VÍSITÖLUR
Lánskjaravísitala apríl 1643 stig
Byggingavísitala 305 stig
Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. april
HLUTABREF
Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 ríafnv.:
Almennar tryggingar 110kr.
Eimskip 242 kr.
Flugleiðir 168kr.
Hampiðjan 162 kr.
Iðnaðarbankinn 112 kr.
Verslunarbankinn 113 kr.
(1) Við kaup á viðskiptavixlum og við-
skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja
aðila, er miðað við sérstakt kabpgengi,
kge. Búnaðarbanki og sparisjóðir kaupa
þó viðskiptavíxla gegn 21 % ársvöxtum. (2)
Vaxtaálag á skuldabréf til uppgjörs vanskil-
alána er 2% bæði á verðtryggð og óverð-
tryggð lán, nema í Alþýðubanka og
Verslunarbanka.
Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn,
Bb = Búnaðarbankinn, Ib = Iðnaðarbank-
inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu-
bankinn, Úb = Útvegsbankinn, Vb = Versl-
unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir.
Innlán með sérkjörum
Alþýðubankinn: Stjörnuroikningar eru fyrir 15
ára og yngri og 65 ára og eldri. Innstæóur þeirra
yngri eru bundnar þar til þeir veröa fullra 16 ára.
65-69 ára geta losað innstæöur sínar meó 9 mán-
aöa fyrirvara, 70-74 ára meó 6 mánaöa fyritvara
og 75 ára og eldri meö 3ja mánaöa fyrirvara. Reikn-
ingarnir eru verötryggöir og meö 8% vöxtum.
Þriggja stjörnu reikningar eru meö hvert inn-
legg bundið í tvö ár, verótryggt og meö 9%
nafnvöxtum.
Lífeyrisbók er fyrir þá sem fá lífeyri frá lífeyrissjóð-
um eöa almannatryggingum. Innstæður eru
óbundnar og óverðtryggðar. Nafnvextir eru 15,5%
og ársávöxtun 15,5%.
Sérbók. Viö innlegg eru nafnvextir 10% en 2%
bætast við eftir hverja þrjá mánuði án úttektar upp
í 16%. Ársávöxtun á óhreyfðu innleggi er 13,64%
á fyrsta ári. Hvert innlegg er meóhöndlaö sérstak-
lega. Áunnið vaxtastig helst óbreytt óháð úttektum
en vaxtahækkun seinkar um þrjá mánuöi ef inn-
leggið er snert. Á þriggja mánaöa fresti er geróur
samanburöur viö ávöxtun þriggja mánaða verð-
tryggös reiknings, nú meó 1 % vöxtum, og sú tala
sem hærri reynist færö á höfuöstól. Úttekt vaxta
fyrir undangengin tvö vaxtatímabil hefur ekki áhrif
á vaxtahækkanir.
Búnaöarbankinn: Gullbók er óbundin meö 20%
nafnvöxtum og 21% ársávöxtun á óhreyfðri inn-
stæöu eóa ávöxtun verðtryggós reiknings meö
3,5% vöxtum reynist hún betri. Af hverri úttekt
dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleiöréttingu. Vextir
færast misserislega.
Metbók er meö hvert innlegg bundið í 18 mán-
uði á 24,5% nafnvöxtum og 26% ársávöxtun, eöa
ávöxtun verðtryggðs reiknings meö 3,5% vöxtum
reynist hún betri. Hvert innlegg er laust aö 18
mánuðum liönum. Vextir eru færðir misserislega.
lönaöarbankinn: Bónusreikningur er óverð-
tryggður reikningur og ber 17% vexti meó 17,7%
ársávöxtun á óhreyföri innstæðu. Verötryggð bón-
uskjör eru 2,5%. Á sex mánaða fresti er borin saman
verðtryggð og óverðtryggö ávöxtun og gildir sú
sem haerri er. Heimilt er aö taka út tvisvar á hverju
sex mánaöa tímabili. Hreyföar innstæöur innan
mánaöarins bera sérstaka vexti, nú 0,75% á mán-
uði, og veröbætur reiknast síöasta dag sama
mánaöar af lægstu innstæðu. Vextir færast misser-
islega á höfuöstól.
18 mánaöa bundinn reikningur er meö 21%
ársvöxtum og 22,1% ársávöxtun.
Landsbankinn: Kjörbók er óbundin meö 20%
nafnvöxtum og 21,0% ársávöxtun. Af óhreyfðum
hluta innstæðu frá síðustu áramótum eöa stofn-
degi reiknings síðar greiöast 21,4% nafnvextir
(ársávöxtun 22,4%) eftir 16 mánuöi og 22% eftir
24 mánuói (ársávöxtun 23%). Á þriggja mánaöa
fresti er gerður samanburður á ávöxtun 6 mánaða
verðtryggðra reikninga og gildir hærri ávöxtunin.
Af hverri úttekt dragast 0,8% í svonefnda vaxtaleið-
réttingu. Vextir færast misserislega á höfuöstól.
Vextina má taka út án vaxtaleiðréttingargjalds
næstu tvö vaxtatímabil á eftir.
Samvinnubankinn: Hávaxtareikningur hefur
stighækkandi vexti á hvert innlegg, fyrstu 3 mánuö-
ina 11%, eftir 3 mánuði 15,5%, eftir 6 mánuöi
19%, eftir 24 mánuói 20%. Sé ávöxtun betri á 3ja
eöa 6 mánaöa verðtryggðum reikningum gildir hún
um hávaxtareikninginn. Vextir færast á höfuðstól
síðasta dag hvers ársv
Hóvaxtabók er óbundin bók sem ber 19,5%
nafnvexti og 20,4% ársávöxtun á óhreyföri inn-
stæðu. Ef ávöxtun 6 mánaöa verötryggös reiknings
reynist betri gildir hún. Vextir færast misserislega.
Af útttekinni upphæö reiknast 0,75% úttektargjald,
nema af uppfærðum vöxtpm síóustu 12 mánaða.
18 og 24 mánaða reíkningar eru bundnir og
verötryggöir og gefa 7,5 og 8% vexti.
Útvegsbankinn: Abót ber annaðhvort hæstu
ávöxtun óverötryggöra reikninga í bankanum, nú
17,72% (ársávöxtun 18,36%), eöa ávöxtun 3ja
mánaöa verðtryggös reiknings, sem reiknuö er eft-
ir sérstökum reglum, sé hún betri. Samanburöur
er geröur mánaðarlega en vextir færöir í árslok.
Sé tekið út af reikningnum gilda almennir spari-
sjóösvextir, 10%, þann mánuö. Heimilt er að taka
út vexti og vaxtaábót næsta árs á undan án þess
að ábót úttektarmánaðar glatist. Ef ekki er tekiö út
af reikningnum í 18-36 mánuði tekuí* hann á sig
kjör sérstaks lotusparnaöar meö hærri ábót. Óverö-
tryggö ársávöxtun kemst þá í 19,49-22,93%,
samkvæmt gildandi vöxtum.
Verslunarbankinn: Kaskórelknlngur. Megin-
reglan er aö innistæða, sem er óhreyfð í heilan
ársfjóröung, nýtur kjara 6 mánaöa bundins óverö-
tryggs reiknings, nú meó 20,4% ársávöxtun, eða
6 mánaða verðtryggðs reiknings, nú meö 2% vöxt-
um, eftir því hvor gefur hærri ávöxtun fyrir þann
ársfjórðung.
Vextir og veröbætur færast á höfuöstól í lok
hvers ársfjórðungs, hafi reikningur notiö þessara
„kaskókjara". Reikningur ber kaskókjör, þótt teknir
séu út vextir og veröbætur, sem færöar hafa verið
á undangengnu og yfirstandandi ári. Úttektir um-
fram þaö breyta kjörunum sem hér segir:
Viö eina úttekt í fjórðungi reiknast almennirspari-
sjóðsvextir af úttekinni fjárhæö, en kaskókjör af
eftirstöðvum. Viö fleiri úttektir fær öll innistæöa
reikningsins sparisjóósbókarvexti.
Sé reikningur stofnaöur fyrsta eða annan virkan
dag ársfjóröungs, fær innistæðan hlutfallslegar
veröbætur m.v. dagafjölda í innleggsmánuöi, en
ber síðan kaskókjör út fjóröunginn. Reikningur,
sem stofnaður er síðar fær til bráðabirgða almenna
sparisjóðsbókavexti en getur áunniö sér kaskókjör
frá stofndegi aö uppfylltum skilyrðum.
Sparisjóðir: Trompreikningur er verötryggður
og með ávöxtun 6 mánaöa reikninga meö 3,5%
nafnvöxtum. Sé reikningur oröinn 3ja mánaða er
geröur samanburöur á ávöxtun meö svokölluðum
trompvöxtum, 21% meö 22,41% ársávöxtun. Miö-
að er viö lægstu innstæöu í hverjum ásfjóröungi.
Reynist trompvextir gefa betri ávöxtun er þeim
mun bætt á vaxtareikninginn. Hreyföar innstæöur
innan mánaöar bera trompvexti sé innstæðan eldri
en 3ja mánaöa, annars almenna sparisjóösvexti,
9%. Vextir færast misserislega.
12 mánaöa reikningur hjá Sparisjóði vélstjóra er
meö innstæöu bundna í 12 mánuöi, óverötryggöa
en á 22% nafnvöxtum og 23,3% ársávöxtun. Miss-
erislega er ávöxtun 6 mánaöa verðtryggös reikn-
ings, nú meö 3,5% vöxtum, borin saman viö
óverðtryggða ávöxtun, og ræöur sú sem meira
gefur. Vextir eru færöir síðasta dag hvers árs.
Topp-bók nokkurra sparisjóða er meö innstæöu
bundna í 18 mánuöi óverðtryggða á 22% nafn-
vöxtum og 23,3% ársávöxtun eða á kjörum 6
mánaða verðtryggðs reiknings, nú meö 3,5% vöxt-
um. Vextir færast á höfuöstól misserislega og eru
lausir til útborgunar á næsta vaxtatímabili á eftir.
Sparisjóóirnir í Keflavík, Hafnarfiröi, Kópavogi,
Borgarnesi, á Siglufiröi, Ólafsfiröi, Dalvík, Akureyri,
Árskógsströnd, Neskaupstað, Eyrarbakka, og
Sparisjóður Reykjavíkur, bjóöa þessa reikninga.
Almenn verðbréf
Fasteignatryggö veröbréf eru til sölu hjá verö-
bréfasölum. Þau eru almennt tryggö meö veöi
undir 60% af brunabótamati fasteignanna. Bréfin
eru ýmist verðtryggö eöa óverðtryggð og meö
mismunandi nafnvöxtum. Algengustu vextir á
óverðtryggöum skuldabréfum vegna fasteignaviö-
skipta eru 20%. Þau eru seld með afföllum og
ársávöxtun er almennt 12-16% umfram verðtrygg-
ingu.
Húsnæðislán
Nýbyggingarlán frá Byggingarsjóöi ríkisins getur
numiö 2.562.000 krónum á 2. ársfjóröungi 1987,
hafi viðkomandi ekki átt íbúö á síðustu þrem árum,
annars 1.793.000 krónum. Út á eldra húsnæöi
getur lán numiö 1.793.000 krónum, hafi viðkom-
andi ekki átt íbúö á sl. þrem árum, annars 1.255.000
krónum.
Undantekningar frá þriggja ára reglunni eru
hugsanlegar vegna sérstakra aðstæðna.
Lánin eru til allt aö 40 ára og verðtryggð. Vext-
ir eru 3,5%. Fyrstu tvö árin greiðast aöeins verö-
bætur og vextir, síðan hefjast afborganir af
lánunum jafnframt. Gjalddagar eru fjórir á ári.
Útlán lífeyrissjóða
Um 90 lífeyrissjóðir eru í landinu. Hver sjóður
ákveóur sjóðfélögum lánsrétt, lánsupphæðir, vexti
og lánstíma. Stysti tími að lánsrétti er 30-60,mán-
uöir. Sumir sjóöir bjóöa aukinn lánsrétt eftir lengra
starf og áunnin stig. Lán eru mjög mishá eftir sjóð-
um, starfstíma og stigum. Lánin eru verðtryggð
og meö 5-6,75% vöxtum. Lánstími er 15-42 ár.
Biðtími eftir lánum er mjög breytilegur. Hægt
er aö færa lánsrétt viö flutning milli sjóöa eða safna
lánsrétti frá fyrri sjóöum.
Nafnvextir, ársávöxtun
Nafnvextir eru vextir í heilt ár og reiknaðir í einu
lagi yfir þann tíma. Séu vextir reiknaðir og lagöir
við höfuöstól oftar á ári veröa til vaxtavextir og
ársávöxtunin veröur þá hærri en nafnvextirnir.
Ef 1000 krónur liggja inni í 12 mánuöi á 10%
nafnvöxtum veröur innstæðan í lok tímabilsins
1100 krónur. Ársávöxtunin verður því 10%. Sé
innstæðan óverðtryggö í veröbólgu dregur úr raun-
ávöxtun-sem því nemur og hún getur jafnvel oröiö
neikvæð.
Liggi 1000 krónurnar inni í 6 + 6 mánuöi á 10%
nafnvöxtum reiknast fyrst 5% vextir eftir 6 mán-
uði. Þá veröur upphæöin 1050 krónur og ofan á
þá upphæö leggjast 5% vextir seinni 6 mánuöina.
Á endanum veröur innstæðan því 1.102,50 og
ársávöxtunin 10,25%.
Dráttarvextir
Dráttan/extir eru 2,5% á mánuöi eöa 30% á ári.
Vísitölur
Lánskjaravisitala í apríl 1987 er 1643 stig en
var 1614 stig í febrúar. Miðað er viö grunninn 100
í júní 1979.
Byggingarvísitala á 2. ársfjórðungi 1987 er 305
stig á grunninum 100 frá 1983.
Húsaleiguvísitala hækkaöi um 3% 1. apríl. Þessi
vísitala mælir aöeins hækkun húsaleigu þar sem
viö hana er miðað sérstaklega í samningum leigu-
sala og leigjenda. Hækkun vísitölunnar miöast viö
meóaltalshækkun launa næstu þrjá mánuöi á und-
an.
Spáð 15%
verðbólgu
í ár 2-4% í
nágranna
löndunum
Greinargerð Þjóðhagsstofnunar um
ástand og horíúr í efnahagsmálum var
send formönnum stjómmálaflokkanna
í gær eins og skýrt var frá í DV. Und-
anfarið hefúr þessarar greinargerðar
verið beðið með nokkurri óþreyju og
hafa stjómmálamenn margir haldið
að sér höndum í óformlegum stjómar-
myndunarviðræðum þar til þessar
upplýsingar lægju á borðinu.
I þessari frægu greinargerð kemur
m.a. fram að samkvæmt nýrri spá
verður fjárlagahalli ríkissjóðs 1987
mun meiri en gert var ráð fyrir við
afgreiðslu fjárlaga. Þannig segir í
greinargerðinni að tekjuhalli ríkis-
sjóðs 1987 verði allt að 3,4 milljarðar
króna eða rúmlega 7,5% af áætluðum
tekjum ríkissjóðs á árinu. Við af-
greiðslu fjárlaga var hallinn hins
vegar áætlaður 2,8 milljarðar króna.
Þessi auknu útgjöld stafa að stórum
hluta til af launahækkunum opinberra
starfsmanna umfram það sem gert var
ráð fyrir við afgreiðslu fjárlaga.
I gréinargerðinni kemur einnig fram
að nú er búist við því að verðbólgan
1987 verði u.þ.b. 15% en í febrúarspá
Þjóðhagsstofnunar var hún áætluð
nokkm lægri. Erfitt er þó að segja
nokkuð til um hvert líklegt verðbólgu-
stig ársins sé því að sjálfeögðu er óljóst
til hvaða efnahagsráðstafana ný ríkis-
stjóm muni grípa.
Til samanburðar má nefna að verð-
bólgustig nágrannaþjóðanna mun á
þessu ári verða algengast 2-4%.
-ES
Þórður Friðjónsson:
Aðgerða
er þörf
„Það er ljóst að aðgerða er þörf á
sviði efnahagsmála," sagði Þórður
Friðjónsson, forstjóri Þjóðhagsstofn-
unar, í gær þegar D V spurði hann álits
á stöðu efnahagsmála.
„Aðalniðurstöður greinargerðar
Þjóðhagsstofnunar em þær að það
stefiii í meiri neyslu og meiri útgjöld
hjá þjóðinni en æskilegt getur talist.
í framhaldi af því gætum við þurft að
glíma við aukinn viðskiptahalla og
vaxandi verðbólgu.
Aðalverkefnið nú er að ákveða
hvaða leiða skuli gripið til í þeim til-
gangi að draga úr neyslu og útgjöldum
þjóðarinnar. Þá liggur einna beinast
við að reyna að takast á við mikinn
halla á íjárlögum enda getur ekki tal-
ist skynsamlegt, á þessum hagstæðu
tímum, að reka ríkissjóð með miklum
hallasagði Þórður.
í gær var haft eftir Jóni Baldvin
Hannibalssyni, formanni Alþýðu-
flokksins, í útvarpi að hann gæfi ekki
mikið fyrir greinargerð Þjóðhags-
stofnunar en væri að bíða eftir alvöm-
tölum frá íjármálaráðuneyti. Þórður
var spurður hvort hann vissi hvað
skorti á til að tölur Þjóðhagsstofnunar
væm taldar alvömtölur af öllum.
„Ég átta mig bara ekkert á því hvað
hann var að meina. Allir gjaldaliðir
em fengnir beint frá fjármálaráðu-
neytinu og afgangurinn er samantekt
af okkar hálfú á stöðunni. Ég sé enga
ástæðu til að ætla annað en að emb-
ættismenn fjármálaráðuneytisins hafi
staðið faglega að því að vinna þessar
tölur.
Því átta ég mig alls ekki á því hvað
er átt við með því að þetta séu ekki
alvömtölur,“ sagði Þórður Friðjóns-
son, forstjóri Þjóðhagsstofúunar.
-ES