Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Page 9
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987.
9
Utlönd
Fiat eykur
veldi sitt
Baldur Róbertssan, DV, Genúa;
Fiatverksmiðjumar á Ítalíu ætla að
fjárfesta í tveimur Alfa Romeo verk-
smiðjum sem illa hefur gengið að reka.
Mun Fiat leggja fram andvirði hundr-
að og fjörutíu milljarða íslenskra
króna á næstu þremur árum.
Peningunum verður varið til end-
umýjunar á tækjum og vélum verk-
smiðjunnar því þær em mjög gamlar
og úr sér gengnar. Ekki verður bætt
við fólki vegna þess að nýju vélamar
em tölvuvæddar og fækkar handverk-
um um fjögur þúsund á næstu þremur
árum. Nú vinna rúmlega þrjátíu þús-
und manns í verksmiðjunum.
Nýtt dauðahugtak
samþykkt í Svíþjóð
Gurmlaugur A Jónssan, DV, Lundi;
Eftir sex klukkustunda harðar deilur
samþykkti sænska þingið í gær, með
216 atkvæðum gegn 96, frumvarp ríkis-
stjómarinnar um nýtt dauðahugtak.
Frá og með næstu áramótum gildir
ekki lengur hið hefðbundna að maður
skuli úrskurðaður látinn þegar hjarta
hans hættir að slá. Samkvæmt nýja
dauðahugtakinu skal maður úrskurð-
aður látinn er öll starfsemi heilans er
hætt.
Hin nýju lög munu hafa þýðingu í
þeim tvö hundmð til sjö hundmð til-
fellum á ári þar sem deyjandi sjúklingi
er haldið á lífi í öndunarvélum þrátt
fyrir að starfsemi heilans sé endanlega
stöðvuð.
Lögin opna nýja möguleika varð-
andi hjartaígræðslur í Svíþjóð. All-
nokkrar slíkar aðgerðir hafa þegar átt
sér stað í landinu en í öllum þeim til-
fellum hefur orðið að sækja hjörtun
til útlanda.
Andstaðan gegn nýju lögunum var
mest meðal íhaldsmanna. Sjötiu pró-
sent þeirra greiddu atkvæði gegn þeim
en yfirgnæfandi meirihluti jafnaðar-
manna greiddi atkvæði með frum-
varpinu.
Ahorfendapallar vom troðfullir
meðan á umræðunum stóð og þar vom
flestir þeirrar skoðunar að þingmenn
hefðu að þessu sinni færst of mikið í
fang. Þeim væri ekki ætlað að taka
ákvarðanir um líf og dauða.
Þar sem
PLUS° og MINUS
mætast í frystihúsinu, vöruskemmunni
eða iðnaðarhúsnæðinu er lausnin að nota
MAX/lLiðnaðarplasthengi
til varnar hita- og kuldatapi.
Hljóðeinangrandi og gegnsæ.
Leitið
upplýsinga
ASTRA
Austurströnd 8
- sími 61-22-44
Edgar M. Bronfman, forseti alþjóðasamtaka gydinga, hvatti Kurt Waldheim, forseta Austurríkis, til þess að segja af sér.
Bronfman bar hvatninguna fram i setningarræðu sinni á fundi framkvæmdanefndar samtakanna í Búdapest i gær.
Segja Waldheim-
málinu lokið
Edgar M. Bronfman. forseti alþjóða-
samtaka gyðinga. krafðist þess í
setningarræðu á fimdi framkvæmda-
nefndar samtakanna í Búdapest í gær
að Kurt Waldheim. forseti Austurrík-
is, segði af sér vegna ásakana um að
hann hefði tekið þátt í striðsglæpum
nasista í síðari heimsstvijöldinni.
Bronfinan vakti svo síðar undrun
áhevrenda með því að lýsa-yfir. bæði
í ræðum og váð fréttamenn. að hann
teldi herferð gv'ðingasamtakanna á
hendiu’ Waldheim lokið og nú bæri
að leita eftir sáttum við Austurríki.
Lögfræðingai- Waldheim sögðu í Vín
í gær að þeir íhuguðu nú meiðvrðamál
á hendm Bronfman. Hann brást við
með því að lýsa vfir vilja sínum til að
mæta fy-rir rétt í Austurríki. þar sem
Waldheim gæti ekki farið til Banda-
ríkjanna. vegna þeiirar ákvörðunar
bandaríska dómsmálai'áðuneytisins að
setja fometann á svartan lista. meðal
glæpamanna. kynvillinga og smitbera
sem ekki fá að koma inn í Bandaríkin.
Alþjóðasamtök gv'ðinga heiðra í dag
Svíann Raoul Wallenberg og að því
loknu nnm framkvæmdanefndin taka
fvrir tillögu imi nýja herferð sem bein-
ist að því að draga fyrir dóm þá
stríðsglæpamenn úi' röðvmi nasista
sem enn ganga lausir.
Meðal þeirra sem gv'ðingamir von-
ast til að ná fy'rir rétt er Alois Brunnar.
sem var aðstoðarmaður Adolf Eich-
mann. Talið er að Bmnner sé búsettur
í Sýrlandi en Svh'lendingar hafa hafn-
að ölhmi tilmæhmi vun að fi'amselja
hann.
Haft er eftir heimildum i Búdapest
að Bandaríkjamenn liyggist nú krefy-
ast þess að skýrslur imi stríðsglæpi
nasista. sem hingað til hafa einungis
verið aflientai' ríkisstjónumi. verði
gerðar opinberar. 1 skýrshun þessimi
mun vera að finna upplýsingar um
þúsundir Þjóðveija sem talið er að
ivafi gerst sekir um stríðsglæpi.
Bandaríska utamíkisráðunevtið
neitaði í gær að tjá sig um málið en
einn embættismanna þess sagði að svo
virtist sem breytinga væri von á stefnu
Bandaríkjanna og myndu þær verða
tilkvnntar innan tíðar.
Caseys minnst sem
foðurlandsvinar
Ólafur Amaison, DV, New York:
William Casey, fyrrum forstjóri banda-
rísku leyniþjónustunnar, andaðist í
gær, 74 ára að aldri. Banamein hans
var lungnabólga.
Casey var forstjóri leyniþjónustunn-
ar þar til í febrúar síðastliðnum.
Hlutdeild hans í vopnasölumálinu til
írans var mjög umdeild og bandaríska
þingið er meðal annars að rannsaka
þátt hans í því máli.
Casey lést innan við sólarhring eftir
að fyrsta vitnið í vitnaleiðslum þings-
ins sagði við yfirheyrslur að hann
hefði aðstoðað við að koma vopnum
til kontraskæruliðanna eftir að þingið
hafði bannað slíka aðstoð.
Áður en Casey tók sæti i Reagan-
stjóminni, sem forstjóri leyniþjón-
ustunnar, hafði hann verið formaður
nefndar sem hefúr eftirlit með við-
skiptum á verðbréfamarkaðnum í
Wall Street og einnig aðstoðarvamar-
málaráðherra. Hann var lykilmaður í
kosningabaráttu Reagans á sínum
tíma.
Casey fékk heilablóðfall og var lagð-
ur á sjúkrahús í Washington þann 15.
desember síðastliðinn, daginn áður en
hann átti að bera vitni fyrir þingnefnd
um hlutdeild leyniþjónustunnar í
vopnasölunni til Irans. Þremur dögum
seinna var fjarlægt úr honum heila-
æxli. Eftir nokkrar vikur á sjúkrahúsi
sagði hann af sér embætti sínu hjá
leyniþjónustunni.
Casey vakti fyrst athygli er hann var
yfirmaður njósna Bandaríkjanna í
Evrópu í síðari heimsstyrjöldinni. Eft-
ir stríð hóf hann eigin atvinnurekstur
og auðgaðist vel á honum. Hann varð
forstjóri leyniþjónustunnar árið 1981.
Stjómmálamenn í Washington
minntust Caseys í gær sem mikils föð-
urlandsvinar. Daniel K. Inouye,
demókrati frá Hawai og formaður
rannsóknarnefndar öldungadeildar-
innar í Iransmálinu, sagði að hver sem
niðurstaða rannsóknarinnar yrði
varðandi Casey mættu menn ekki
gleyma því að hann hefði átt glæsileg-
an feril í þágu síns lands.
Reagan forseti sagði í gær að Casey
hefði verið óþreytandi baráttumaður
Fyrrum yfirmaður bandarisku leyni-
þjónustunnar, Willam Casey, lést i
gaer. Símamynd Reuter
fyrir frelsi í heiminum og að hann
hefði fært margar fórnir fyrir þann
málstað og föðurland sitt.