Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Side 12
12
FIMMTUDAGUR 7. MAÍ 1987.
Neytendur_______________________________________________________________________________x>v
DV kannar verð á hótelgistingu:
Gisting eða gisting með baði
Hó(el ísafjörður.
Nú styttist óðum í sumarfríin og þau
ferðalög sem þeim gjarnan fylgja. Auð-
vitað eru þeir til sem segja að heima
sé best þegar menn loksins fái næði
til að hvíla sig. En hinir, sem leggja
land undir fót, eiga svo um ýmsa kosti
að velja eins og best sést á auglýsing-
um ferðaskrifstofanna.
Ferðamönnum má skipta í tvo hópa
eftir því hvort útþráin lokkar þá til
annarra landa, eða hvort þeir láta sér
nægja að ferðast hér innanlands og
kynnast betur landi sinu og þjoö. Þeir
síðamefndu verða svo að gera það upp 4000 -|
við sig hvort þeir ætla að tjalda úti í
guðsgrænni náttúrunni eða leita á
náðir þeirra hótela sem ferðamönnum 3000
standa til boða. Velji menn nú enn
síðari kostinn, kemur auðvitað til álita
hvað gistingin kostar. 2000-
Við hringdum þess vegna í nokkur
helstu hótel landsbyggðarinnar og for-
vitnuðumst um verðið á gistingu til 1000 -
einnar nætur á eins og tveggja manna
herbergjum.
Forsvarsmenn allra hótelanna nema
Hótel Isaíjarðar gáfu upp tvenns kon-
ar verð sem þá fór éftir því hvort
herbergjunum fylgir bað. Eins og sjá
má á niðurstöðum okkar (sjá töflu og
súlurit) getur reynst æði kostnaðar-
samt að baða sig úti á landi ef menn
eru svo vandlátir að vilja einkabað.
En einkaböðin eru sennilega ekki
heldur gefin á höfuðborgarsvæðinu.
Af þeim hótelum sem við höfðum
samband við hafði einungis Gestgjaf-
inn í Vestmannaeyjum morgunverð-
inn innifalinn í gistiverðinu. Þar var
okkur einnig tjáð að símar og hljóð-
varpstæki væru í öllum herbergjum
og sjónvarp í sumum þeirra.
Tveggja manna herbergi með morgunverði
|0
CQ
0)
U
HÓTEL herberai 1 manns herbergi án baðs 1 manns herbergi með baöi 2ja manna herbergi án baðs 2ja manna herbergi með baði morgun- matur
Hótel ísafjörður 1.915,- 2.450,- 250,-
Hótel Blönduós 1.500,- 2.300,- 1.900,- 2.800,- 300,-
Hótel Stefanía 1.893,- 2.511,- 2.550,- 3.091,- 232,-$
Hótel Húsavik 1.550,- 2.195,- 2.150, 2.900,- 275,-
Valaskjálf 1.490,- 2.035,- 2.035,- 2.700,- 360,-
Hótel Höfn 1.449,- 2.164,- 1.970,- 2.627,- 309,-$
Gestgjafinn 1.860,- 2.635,- 2.635,- 3.565,- innifalinn
Hótel Edda 1.450,- 1.900,- 1.850,- 2.500,- 300,-
Hótelverð í dollurum
Áhrif frá leiðtogafundinum?
Þegar við vorum að kanna hótel-
verð í landinu voru margir aðeins
með verð í Bandaríkjadölum og voru
jafhvel smeykir við að gefa það upp
vegna þess að dalurinn fer lækkandi.
Þetta þykir neytendasíðu skrýtin
verðlagning, sérstaklega þegar haft
er í huga að opinber gjaldmiðill hér
á landi er íslensk króna.
Sumir voru því ekki tilbúnir með
verð í krónum heldur er það aðeins
bráðabirgðaverð og verður að hafa
þann fyrirvara að það geti hækkað
þegar kemur fram á sumarið.
A meðfylgjandi súluritum sést vel
hver þróunin er í gistikostnaði víða
um landið.
-PLP
Röng verðmerking
Pappirinn sem merktur var „ódýrt“ reyndist nær þrefalt dýrari
Til okkar kom kona sem að hafði
keypt álpappír á kr. 232,80, í verslun-
inni Miklagarði. Nokkrum dögum
síðar var hún í versluninni Hagkaup
og sá þá sama pappírinn á kr. 79,90.
Að vonum fannst henni sem nokkuð
mikið bæri í milli, sérstaklega í ljósi
þess að í Miklagarði hafði varan verið
auðkennd með áletruninni „ódýrt“ og
hafði því samband við okkur.
Við höfðum samband við Jón Sig-
urðsson, verslunarstjóra í Miklagarði,
og spurðum hann hvemig þetta háa
verð væri til komið. „Þetta em mistök
í merkingu, við notum sjálfir Safeway
álpappír í kjötpökkun og minnir mig
að hann kosti eitthvað í kringum 80
krónur. Þegar svona nokkuð kemur
upp á fólk ekki að hika við að hafa
samband við okkur, það fær endur-
greitt eins og skot.“
Einnig kom fram í máli Jóns að á
kassastrimlum kemur fram hvað keypt
hefur verið og er það gert til að fólk
geti betur áttáð sig á innkaupunum
þegar heim er komið.
Við viljum árétta það að svona mi-
stök geta alltaf átt sér stað og er eina
leiðin til að veija sig gegn þeim að
athuga vel öll verð þegar keypt er; að
láta ekkert ofan í körfuna án þess að
athuga vel hvort pakkinn við hliðina
sé á sama verði, jafnvel þótt hann sé
sömu gerðar. Rétt verð á Safeway ál-
pappír í Miklagarði er kr. 83.80.
-PLP
Ólögmætir viðskipta-
hættir hjá hjólbarða-
verkstæðum
Það er ekki gott að umfelga sjálfur. Þess vegna er góðæri hjá hjólbarða
verkstæðum nú þegar allir þurfa að skipta yfir á sumardekk.
Nú þegar allir eru í óðaönn að
rífa vetrardekkin undan bílum sín-
um og setja sumardekkin undir
fannst okkur tilvalið að gera könnun
á því hvað hjólbarðaverkstæðin
tækju fyrir þessa þjónustu.
Við höfðum samband við sjö verk-
stæði og er skemmst frá því að segja
að öll tóku þau sama verð fyrir sína
þjónustu.
Þama er þvi augljóslega um sam-
eiginlega gjaldskrá að ræða enda
sögðu starfsmenn tveggja verkstæða
að svo væri. Slíkt stangast á við lög
um samkeppnishömlur og ólögmæta
viðskiptahætti en í 21. grein segir:
„Samningar, samþykktir og annað
samráð milli fyrirtækja um verð og
álagningu er óheimilt, þegar verð-
lagning er frjáls."
Við hringdum í FÍB og leituðum
álits félagsins á þessum viðskipta-
háttum. Þar varð fyrir svörum Jónas
Bjamason og sagði hann:
„Okkar afstaða er alveg ljós í þessu
máli. Við getum að sjátfsögðu ekki
sætt okkur við slíka viðskiptahætti,
þama er auðsjáanlega um lögbrot
að ræða.“
Við höfðum samband við Verð-
lagsstofnun. Kristinn Briem fer með
samkeppnismál þar og sagði hann
að verðlagning á þjónustu hjól-
barðaverkstæðanna hefði verið gefin
frjáls fyrsta október síðastliðinn. Þá
hefði það verið brýnt fyrir verkstæð-
unum að allt samráð væri óheimilt
og lagt blátt bann við útgáfu gjald-
skrár.
Einnig kom fram í máli Kristins
að stofnunin hefði verið að athuga
þetta nýlega og komist að þessari
sömu niðurstöðu.
„Það stendur til að gera eitthvað
í þessu, það er bara ekki alveg ljóst
hvemig við komum til með að taka
á þessu máli.
Verð á umfelgun er nú samkvæmt
umræddri gjaldskrá kr. 180 á hvert
dekk. Ef skipt er um öll fjögur kost-
ar þjónustan kr. 1.880 og er þá
jafhvægisstillinginnifalin. -PLP