Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Side 32

Dagblaðið Vísir - DV - 07.05.1987, Side 32
32 FIMMTUDAGUR 7. MAl 1987. Erlend myndsjá IAlbaníu mætast nýir og gamlir tímar. Að mörgu leyti hefur marxiskum stjórnvöldum landsins gengið treg- lega að koma þjóðinni inn í tuttugustu öldina þótt hún hafi tileinkað sér ýmsar tækninýjungar. Sjónvarpið er útbreiddur og vinsæll miðiil í Albaníu sem annars staðar en þegar flytja skai tækið milli húsa geta farartækin verið með frumstæðara móti. Af og til gefst stund milli stríða, jafnvel hjá hatrömmum andstæðingum. Fyrr í vikunni gaf Zail Singh, forseti Indlands, sér tíma til að fá súkkulaðibita hjá Rajiv Gandhi, forsætisráðherra landsins. Singh átti 71 árs afmæli þennan dag og ákváðu þeir félagar að efna til vopnahlés af því tilefni. Þeir hafa undanfarið staðið í bitrum deilum sín í milli og væntanlega halda þær áfram eftir afmælið. Illpil óhannes Páll páfi er mikið á ferðinni og ekki nema von að maður- Jinn þreytist öðru hvoru. Svo var við upphaf messunnar sem hann söng á ólympíuleikvanginum í Munchen meðan á Þýskalands- heimsókninni stóð nú nýverið. Páfa varð þá á að geispa ferlega og að sjálfsögðu þurfti ljósmyndari að festa geispann á filmu. Það kom að því að erkiengillinn Mikael flaug, það er að segja stytt- an af honum sem staðið hefur um langt árabil á toppi fjallsins Mont Saint Michel. Erkiengillinn naut raunar aðstoðar þyrlu í fluginu en hann hafði verið fluttur niður af fjallinu til viðgerðar og hreinsunar í fyrsta sinn í níutíu ár. Líf nautabana er ekki alltaf dans á rósum og hér lá við að illa færi í Sevilla á Spáni fyrir nokkru þegar naut hugðist snúa leiknum við. Tókst bola að hafa einn af aðstoðarmönnum nautabanans undir en var dreginn frá áður en honum tókst að beita hornunum með einhverjum árangri. Líklega hafa lífdagar nautsins ekki orðið langir. helgum ritum er nauðsynlegt að hafa til þess gott næði. Þessi Pakistani fann sér griða- Pstað til að lesa kóraninn við upphaf hins helga mánaðar Ramadan. Hann býr raunar á Filippseyjum en leiðir þessa stundina ekki hugann að aðskilnaðarstríði því sem staðið hefur milli múslima og krist- inna manna í fimmtán ár. Átökin hafa þó kostað að minnsta kosti fimmtíu þúsund mannslíf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.