Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 4
4 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Fréttir Milljónatjón á Selfossi Hitaveituvatnið tærir upp ofna í húsum Kristján Einaissan, DV, SeHbssi; Ofnar leka og skemma innbú vegna tæringar sem hitaveituvatnið veldur. íbúar Selfoss hafa orðið fyrir millj- ónatjóni vegna þess að ofnar í húsum þeirra tærast og göt koma á þá. Dæmi eru um að þurft hafi að skipta um alla ofha í 10 ára gömlu íbúðarhúsi. Hitaveituvatnið á Selfossi inniheld- ur mikið magn súrefnis og salts sem valda tæringu. Forráðamenn hitavei- tunnar hafa allt frá 1970 haldið því fram að vatnið sé nægilega gott til að tengja það beint í hitakerfi húsa. Ann- að hefur komið í ljós þvi þeir einir sem hafa svokallaðan forhitara sleppa við skemmdir af völdum tæringu. For- hitari gerir það að verkum að það er alltaf sama vatnið sem er í hitakerfi húsa. Án forhitara er stöðugt inn- streymi á vatni sem veldur tæringu. Um það bil 500 hús á Selfossi eru án forhitara og getur kostnaður við endumýjun ofna og uppsetningu for- hitara numið allt að 170 þúsund krónum á hús. Samtals gerir þetta 85 milljónir króna. Þá eru skemmdir á innanstokksmunum vegna leka ekki teknar með í reikninginn. Trygginga- félög á Selfossi hafa ekki farið var- hluta af kröfúm um bætur á innanstokksmunum. Rætur vandans Kunnugir telja að rætur vandans liggi i borholu sem tekin var í notkun á hitaveitusvæðinu við Laugardæli fyrir um það bil þremur árum. Úr bor- holunni er tekið vatn sem inniheldur þetta salta og súrefnisríka vatn sem tærir ofnana. Forráðamenn hitaveitunnar hafa allan tímann vitað af þessu og tvisvar hefur málið verið tekið fyrir í veitu- nefnd en einhverra hluta vegna hafa húseigendur ekki verið aðvaraðir. Nokkur urgur er í fólki vegna þess að ekkert hefúr heyrst frá hitaveitunni og em nú þegar í gangi umræður manna á milli um að setja fram bótakr- öfúr. Telur fólk að því sé seld gölluð vara sem valdi tjóni á eigum þeirra. Að sögn pípulagningamanna er eina ■ örugga leiðin til að forðast tæringar- skemmdir að setja upp forhitará. Sú fi'amkvæmd, ásamt nýjum ofnum, get- ur kostað allt að 170 þúsund krónur fyrir venjulegt hús. Fyrrverandi staifsmaður embættis byggingafulltrua: ~í Forhitari, sem nauðsynlegur er til að komast hjá tæringu, kostar 70 þúsund krónur uppsettur. Ijósm; KE Byggingafulltrúi taldi heppilegra að menn tækju sjálfir út eigin hús Björgvin Víglundsson, fyrrverandi starfsmaður hjá embætti byggingafull- trúans í Reykjavík, segir að Gunnar Sigurðsson byggingafulltrúi hafi sagt við sig og fleiri að hann teldi heppi- legra að þeir starfsmenn sem hönnuðu hús sæju sjálfir um úttekt á þeim hús- um. Björgvin sagði líka að Gunnar hefði ekki viljað að menn sæju sjálfir um að stimpla eigin teikningar, það gerði hann sjálfur en í forfollum Gunnars sá skrifstofustjóri embættisins um stimplunina en hann er ekki tækni- menntaður. Varðandi grein í DV á þriðjudag, þar sem rakin var byggingarsaga húss- ins númer 18 við Eldshöfða, vildi Björgvin koma að athugasemd en Björgvin annaðist teikningar að hús- inu. Varðandi reikninginn sem lögmaður sinn hefði sent húsbyggjend- unum sagði Björgvin að hann hefði verið sendur einfaldlega til að reyna að fá greitt. Björgvin sagði að vissu- lega væru deilur á milli aðila um upphæðir, því hefði hann talið nauð- synlegt að reyna þessa leið í inn- heimtunni. Reikningurinn hefði verið settur upp samkvæmt gjaldskrá. Taf- imar, sem orðið hefðu á byggingunni, vildi Björgvin ekki kenna sér um og sagði að aldrei hefði verið haft sam- band við sig vegna styrkingar á húsinu og auk þess taldi hann að ekki þyrfti að styrkja húsið. Sagðist hann ætla að telja svo vera þar til einhver af- sannaði það með haldbærum rökum. -sme Húsin falla í verði Það var skoðun þeirra sem álits var leitað hjá að eftir að kunngert hafði verið á hvaða tíu byggingum burðar- þol var kannað að viðkomandi hús gætu orðið erfið í sölu ef á það yrði reynt. Þórólfúr Halldórsson, formaður Fé- lags fasteignasala, sagðist reikna með að erfitt gæti reynst að selja húsin, að minnsta kosti fyrst um sinn eða þar til gerðar hefðu verið nauðsynlegar endurbætur á húsunum. Stanley Pálsson verkfræðingur tók að nokkm leyti undir skoðun Þórólfs. Stanley sagði að ef sú yrði raunin yrði fjárhagslegt tap eigenda húsanna mik- ið. Sem dæmi má nefúa að hugsanlegt söluverð hússins númer 50C við Skip- holt er rétt um eitt hundrað milljónir. Nú er verið að byggja hús við hlið þess fyrmefnda eftir sömu teikningum. Ef söluverð hvors húss fellur um tíu til tuttugu prósent falla þessar eignir í verði um tuttugu til fjörutíu milljón- ir króna. Halldóra Viktorsdóttir hjá Frjálsu framtaki sagði að eftirspum eftir leigu í hinu nýja húsi við Skipholt hefði ekki minnkað þrátt fyrir niðurstöður burðarþolsskýrslunnar. En Frjálst framtak á stóran hluta í húsunum Skipholti 50B og 50C og hefur auglýst að undanfomu húsnæði til leigu í öðru húsinu. í máli Þórólfs Halldórssonar, for- manns Félags fasteignasala, kom fram að þegar hús væri selt og ágallar kæmu fram síðar væri um leyndan galla að ræða. Það er að segja ef selj- anda hefði ekki verið kunnugt um ástand hússins. Hins vegar væru það hrein svik ef seljandi vissi um galla húss en segði ekki frá þeim við sölu. -sme Viðtaliö 13 v ,Ætli ég dundi ekki við uppboðsréttinn um helgar" segir Már Pétursson, nýskipaður bæjarfógeti í Hafnarfirði Már Pétursson, bæjarfógeti í Hafnarfirði, á skrifstofu sinni. DV-mynd KAE „Bæjarfógetaembætti, dómstólar og stjómsýslustofnanir taka sem betur fer ekki stökkbreytingum en þar er jafnan um nokkra þróun að ræða. Ég hef ekki hugsað mér að gera neinar umbyltingar á embætti bæjarfógetans í Hafnarfirði," sagði Már Pétursson, nýskipaður bæjar- fógeti í Hafnarfirði, í samtali við DV þegar hann var spurður að því hvort breytinga væri að vænta á embætt- inu með skipan hans í það. „Skyldur, eða hlutverk, embættis bæjarfógeta em í raun tvíþættar. Þær felast annars vegar í því að hann er umboðsmaður ríkisvaldsins í héraðinu og hins vegar er bæjarfóg- eti umboðsmaður fólksins gagnvart ríkisvaldinu. Síðustu áratugina hef- ur tilhneigingin verið sú að valdið hefur verið flutt frá bæjarfógeta- og sýslumannsembættunum til annarra stofnana ríkisvaldsins, valdið hefur með öðrum orðum verið flutt úr hér- aði til miðstjómarvaldsins í Reykja- vík,“ sagði Már. „Nú em menn hins vegar famir að sjá að raunhæfasta leiðin til stofnanaflutnings er sú að flytja yerkefnin til sýslu- og bæjarfógeta- embættanna en ekki að setja upp nýjar ríkisstofnanir utan Reykjavík- ur. Á þessu áttuðu menn sig fúrðu seint,“ sagði Már. „Embætti bæjarfógetans í Hafhar- firði hefúr verið vel rekið undanfarin ár og em þar flestir hlutir í góðu lagi. Hér stendur yfir tölvuvæðing og hún tekur yfir æ fleiri svið emb- ættisins og auðveldar störfin. Nú er öll innheimtan orðin tölvuvædd, uppboðsrétturinn er kominn á tölvu og rekstrarbókhaldið fer á tölvu um áramótin. Þó em mikilvægir þættir eftir, svo sem þinglýsingar, skipta- réttur og málaskrár. Síðasta verk fráfarandi bæjarfógeta var að taka í notkun nýja lögreglustöð hér í Hafriarfirði sem menn em sammála um að sé með þeim glæsilegustu hér á landi," sagði Már. „Bæjarfógetaskrifstofan er þó enn í of þröngu húsnæði en fyrir liggur nýtt aðalskipulag fyrir Hafnarfjarð- arbæ og samkvæmt því er bæjarfó- getaembættinu ætluð lóð á glæsilegum stað í miðbænum. Við getum gert okkur vonir um að innan örfárra ára verði hafin bygging nýs húss fyrir bæjarfógetaembættið,“ sagði Már. „Ég hef verið bæjarþingsdómari í 20 ár og margir í þessari stétt gera það sér til gamans að setja saman lausavísur, líta í bók, labba á fjöll og renna fyrir fisk. Mér skilst að fógetamir héma á suðvesturhominu dundi sér aðallega við uppboðsrétt- inn um helgar - ætli það fari ekki eins með mig,“ sagði Már Pétursson að lokum. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.