Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 27

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 27
FÖSTUDAGUR 5. JUNÍ 1987. 39 Merming Ákafur myndskeri Yngve Zakarias í Norræna húsinu Frumlegasta listsýning borgarinnar virðist hafa farið íram hjá þorra mynd- listaráhugamanna, nefnilega sýning hins norska listamanns, Yngve Zakar- ias, í Norræna húsinu. Stórt orð Hákot, en sýning Zakarias er frumleg fyrir þær sakir að hann hefur þróað nýja og gjöfula tækni upp úr gömlum hefðum og sú tækni hefur svo aftur þróað með listamanninum nýja hæfi- leika. Einföldustu hugsmíðir eru ævinlega þær bestu og það á einnig við um hugmyndir Zakariasar. Allir norskir listamenn þekkja tréristur Munchs, en fáir virðast hafa gaumgæft tækni- legar hliðar þeirra eins rækilega og Zakarias. Það vill nefhilega svo til að hin út- skoma þrykkplata er oft engu áhrifa- minna myndverk heldur en þrykkið sem það getur af sér. Þetta varð mér fyrst ljóst er ég hitti pólska tréristu- snillinginn Jerzy Panek sem nú er hættur að þrykkja nema nokkur ein- tök eftir tréplötum sínum þar sem hann vill ekki skemma á þeim skurð- inn. Listræna verðleika þrykkplötunnar, hins svokallaða „matrix", þekkja menn yfirleitt ekki, því í flestum tilfell- um er hún ekki til sýnis á söfnum nema að einhverju sérstöku tilefni. Allt um það hefur Zakarias komið auga á fegurð og tjáningarmöguleika hinnar útskomu plötu og á grundvelli hennar leggur hann á listrænan bratt- ann. Með vélbor og juðara Listamaðurinn fær sér sem sagt tré- plötur af öllum stærðum og gerðum, og þá einnig gamlar hurðir og ýmis- lega spýtnaafganga, grunnar þessi aðföng í einum eða tveimur litum, teiknar á grunninn með vélbor og hnykkir á teikningunni eða fyllir upp í hana með juðara. Síðan er ekki óal- gengt að Zakarias fari aftur ofan í útskurðinn með málningu. Eiginlega ætti Iðnskólinn að gera út hóp til að grandskoða vinnubrögð listamannsins. Vinnuslys, þ.á m. rifúr, óvæntir gall- ar í viðnum, og annað í þá vem, fá ekki par á listamanninn, heldur snýr hann þeim sér í hag, gerir þá að hlut- takendum í myndverkunum. Að þessu loknu gæti Zakarias síðan þiykkt eftir tréflötum sínum, kærði hann sig um það. Hvaða kostir fylgja svo þessum vinnumáta? Jú, Zakarias sameinar í honum ýmsa helstu kosti tréristunnar og málverksins, gott ef ekki lágmynd- arinnar líka. Úr tréristunni fær hann hina bein- skeyttu línu sem tjáð getur helstu tilfinningamál hreint og umbúðalaust en færir henni í staðinn aukið hreyfi- afl og galdur tilviljunarinnar. Síðan hefur hann litinn, samfelldan eða yrjóttan, til þess að ítreka það sem gerist í ærslafullri teikningunni eða dempa það niður ef það ætlar úr bönd- unum. Snöfurlegur teiknari Og þar sem línuteikningin er dýpst í viðnum myndast einnig þrívídd sem kallar á frekari nýtingu, kannski upp- hleyptar myndir, hvað veit ég. En allt þetta færi fyrir lítið ef Zakar- ias væri ekki sá snöfúrlegi teiknari sem hann er. Jafnt í stórum verkum sem smáum tekst honum að vekja til lífsins hvert viðfangsefni með því að halda teikningunni opinni fyrir sér- hverri hugdettu, sérhverju viðbragði tauga og vöðva. Síðan má velta fyrir sér að hve miklu leyti teikning lista- mannsins ræðst af því verkfæri sem hann notar, rafbomum, sem hann riss- ar með báðum höndum. Atburðir í myndverkum Zakariasar geta því þróast á ótal marga vegu, allt eftir því hvernig áhorfandinn vill leggja út af þeim. Zakarias getur sett af stað feikilegt Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson umrót með tveimur . kyrrstæðum mannverum, eins og í stúlkumyndum sínum, eða þá að hann honum tekst með einni brotinni linu að vekja stór- an flöt til lífs, sjá gráa myndröð hans frá íslandi (nr. 13-16). Með þessum hætti hefur Zakarias búið sér og öðrum í haginn fyrir frek- ari tilraunir með málverk á trégrunn. Þar með höfúm við nálgast uppruna vestrænnar myndlistar því eins og mörgum er eflaust kunnugt voru fyrstu olíumálverkin einmitt máluð á tré. -ai Yngve Zakarias að störfum. Freyja (Lilja Þórisdótlir) ásamt fylgisveinum. „Asa- og jötnabandið" í leikritinu. AF guðum og jötnum í tilefni af M-hátíðinni á ísafirði frumsýndi Þjóðleikhúsið nýtt, ís- lenskt verk í félagsheimilinu í Hnífsdal í gærkvöldi. Leikritið Hvar er hamarinn?, eftir Njörð P. Njarð- vík, er „gleðileikur fyrir eldri börn og fullorðna" og á æfingu, sem ég átti kost á að sjá, áður en leik- hópurinn pakkaði niður og flaug vestur, var að sjá og heyra að þessi lýsing væri vel við hæfi. Bæði böm og fullorðnir, sem viðstaddir vom, skemmtu sér hið besta. Brynja Benediktsdóttir leikstýrir verkinu og hefur fengið til liðs við sig þá Sigmjón Jóhannsson, sem hannar leikmynd og búninga (og það eru nú búingar, sem sjón er að sjá) og Hjálmar H. Ragnarsson höfund tónlsistar. Verkinu er ætlað að vekja hlátur og gleði, svo vitnað sé í orð leikstjór- ans, Brynju, en líka forvitni og löngun til að kynnast þeim bók- menntum, sem að baki þvf liggja. Fantasían fær að blómstra í úr- vinnslu Brynju og Sigurjóns og eins og áður sagði er heldur betur sjón að sjá liðið í Ásgarði og þursaflokk- inn í neðra, því að búningar eru hannaðir af miklu fjöri og litagleði. Farið verður með verkið í leikför um Vestfirði nú eftir sýningarnar á M-hátíðinni og það síðan tekið til sýninga hér syðra í haust. Sviðs- búnaður er einfaldur. leikararnir bregða sér í ýmis hlutverk og leggja gjörva hönd á margt í sýningunni, allt til þess að einfalda framkvæmd- ina. Tónlistin eftir Hjálmar H. Ragn- arsson er sérstaklega samin fyrir verkið og skapar mikla stemnningu. Fimm hljóðfaeffaleikarar leika á fjölda hljóðfæra, auk þess sem þeir bregða sér i ýmis gervi. Njörður P. Njarðvík sækir efnivið í Þrymskviðu, þetta gamansama fomkvæði, sem margir þekkja (að minnsta kosti efni þess). I kvæðinu sjálfu er vissulega feitt kjöt á beini og þar er brugðið upp skemmtilegum andstæðum. Þór, með alla sína krafta, getur lítt aðhafst án ráð- snilldar og slægðar Ix)ka. Hinni fögm Freyju em teflt gegn foráttu- ófrýnilegum þursanum Þrymi. Og Þór (Öm Árnason) og Loki (Randver Þorláksson) ræöast viö. Leiklist Auður Eydal Ásgarður. bústaður guðanna. er bjartur og hlýr, andstæða ótótlegra heimkynna jötnanna. með sinni bláu birtu. Njörður semur ágætlega leikhæf- an texta og með leikritinu bvggir hann brú á milli þessara fomu sagna og nýja tímans. guðir og jötnar ganga fyrirhafnarlaust inn í nú- tímann og þar sem handriti höfundar slepgir tekur úrvinnsla leikhússins við. I allri sýningunni kallast á gamli og nýi timinn. svo ég noti aftur orð leikstjórans. og það má vera dauður maður. sem ekki skemmtir sér við að fylgjast með tilbui'ðum gtuða og þursa. í helstu hlutverkum em þau Öm Ámason (Þór). Randver Þorláksson (Loki). Lilja Þórisdóttir (Frevja) og Erlingur Gíslason (og fleiri) sem þursinn tvíhöfðaði, sjálfur Þrymur. Efnistök í Hvar er hamarinn? em á léttum nótimi eins og i Þryms- kviðu. og Brvnja Benediktsdóttir leikstjóri gjörþekkir leiðir leikhúss- ins til að gera sýningu sem þessa spennandi og forvitnilega. Já. hvar er hamarinn? Þetta er góð spuming. og þeir sem þekkja efúi Þiymskviðu vita. að á ýmsu gengur áður en Mjölnir. hamar Þórs. kemst i réttar hendur um síð- ir. Hjá hinum vekur sýningin vonandi forvitni og löngun til að lesa sér til um bakgmnn hennar. AE

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.