Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 9
FÖSTUDAGUR 5. JUNÍ 1987. 9 Utlönd y tt . Margaret Thatcher er nú spáð áttatíu sæta meirihluta á þingi, Simamynd Reuter Bob Hawke, forsætisráðherra Astralíu, kveðst öruggur sigurvegari kom- andi kosninga þar i landi. Símamynd Reuter Efnahagsstefna Hawkes vinsæl meðal kaupahéðna Kaupahéðnar í Ástralíu veita Bob Hawke forsætisráðherra ótvíræðan stuðning. Er það niðurstaða skoð- anakönnunar sem fjánnálatímant lét gera í tilefni kosninganna sem haldnar verða þann 11. júlí næst- komandi. Helmingur kaupahéðnanna sagði efnahagsstefnu Verkamannaflokks Hawkes traustvekjandi en aðeins þrettán prósent studdi stefriu stjóm- arandstöðunnar í efriahagsmálum. Stjómarandstaðan sundraðist fyr- ir tveimur mánuðum er sambands- stjóri Queenslands, Bjelke-Petersen. reyndi að afla Þjóðarflokki sínum meiri stuðnings. Hann dró sig úr baráttunni fyrr í þessari viku og reyna nú Fijálslyndi flokkurinn og Þjóðarflokkurinn enn á ný að standa saman gegn Verkamannaflokknum. Aukið fylgi íhaldsflokksins Skoðanakönnun breska blaðsins Guardian sem birt er í dag, sýnir að íhaldsmenn njóta nú stuðnings 44 pró- senta kjósenda, verkamannaflokkur- inn er með 34 prósent og kosninga- bandalagið 20 prósent. Greint var frá niðurstöðu skoðana- könnunarinnar fyriríram í gær, skömmu eftir að sex milljörðum punda var kippt burt af hlutabréfamarkaðn- um eftir að orðrómur barst um aðeins tveggja prósenta meirihluta íhalds- flokksins. Samkvæmt þessum nýjustu tölum hlyti Margaret Thatcher forsætisráð- herra, áttatíu sæta meirihluta á þingi. Er þessi niðurstaða samkvæmt því sem spáð var áður en kosningabaráttan hófst en skoðanakannanir síðustu daga hafa gefið til kynna að bilið milli íhaldsflokksins og Verkamanna- flokksins færi stöðugt minnkandi. Kaupmannahafnarbúum þykir ónotalegt að halda kjötkveðjuhátið i kalsaveðri og hafa að þessu sinni ákveð- ið að biða til hvitasunnu. Skarpari skil í dönsk- um stjómmálum Haukur L. Haukssan, DV, Kaupmaraiahö&u Lokaumræður áttu sér stað í danska þinginu á miðvikudag. Einkenndust þær mjög af komandi kosningum sem boðað verður til við opnun þingsins í október og líklega verða í nóvember. Reyndu flokkarnir að hrósa sér fyrir afrek sín á kjörtímabilinu og gera lítið úr verkum annarra flokka. Þegar á heildina er litið virðast vera skarpari skil í dönskum stjómmáhmi nú en áður. Er um að ræða hægri og vinstri blokkir. Stjómarflokkamir standa ásamt stuðningsflokki sínum. Róttæka vinstn flokknum. og með Framfaraflokkinn til hægri. Hefur Róttæki vinstri flokkurinn lofað áframhaldandi stuðningi sinum við stjórnina þannig að ekkert verður um samstarf yfir miðjima. það er við jafn- aðarmenn. Jafhaðamienn og sósíalistar virðast hafa náð saman og segjast vera sam- mála um níu af tíu atriðum er sett verða á oddinn í kosningabaráttunni. Vinstri flokkamir munu aðallega boða úrbætur á hinni félagslegu skekkju sem orðið hefur á valdatíma ríkisstjómarinnar þar sem bilið milli ríkra og fátækra hefur síaukist. Poul Schluter forsætisráðherra hafnar slíku tali og segir viðskiptavini félagsmálastofnananna aldrei hafa verið færri en nú. Virðist hann ætla að heyja sína kosningabaráttu með því að vara fólk við rauðri stjóm, ef slík stjóm kæmist til valda yrði allt jafnslæmt og fyrir 1982 þegar jafhaðar- menn vom við völd. Svo virðist sem Poul Schluter, (orsæt- isráðherra Danmerkur, muni i komandi kosningabaráttu vara fólk við rauðri stjóm. Reyndar er ekki friður á stjómar- heimilinu og ber þar hæst átök vinstri manna, sem em talsmenn bænda og kristilegra, og talsmanna umhverfis- vemdar um umhverfisvemd og þá sérstaklega þátt bændanna. Þarf Schluter að koma á ró fyrir nýtt þing í haust. í þingumræðunum á miðvikudag kom fram tillaga frá vinstri flokkunum um kosningar nú en hún var felld. Verður sumarið heitt í meira en einum skilningi fyrir danska stjómmála- menn. Komandi kosningabarátta mun án efa skerða sumarfrí margra þeirra.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.