Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 15

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 15
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. 15 Mannkynssagan er ekki skáldsaga Afstaða Kvennalistans í nýaf- stöðnum stjórnarmyndunarvið- ræðum við Sjálfstæðis- og Alþýðuflokk olli miklum vonbrigð- um. Tækifæri var til þess að ná víðtækri samstöðu um nýtt átak til þess að bæta kjör þeirra sem minnst hafa í þjóðfélaginu samfara alhliða atvinnuuppbyggingu og framförum. En einkennileg afstaða Kvennalistans til lögbindingar lág- markslauna varð til þess að ekki náðist saman. Kvennalistinn krafðist lögbindingar þrátt fyrir að slík aðgerð kallaði annaðhvort á verðbólgu eða afnám samningsrétt- ar vegna þess að breytingar á launahlutföllum verða ekki varan- legar nema með víðtæku sam- komulagi allra sem hlut eiga að máli. Vinnumarkaðurinn erfólk Vinnumarkaðurinn á fslandi er ekki eitthvað sem hægt er að horfa á og móta að vild úr einhverjum hægindastól á Seltjarnarnesinu. Vinnumarkaðurinn er lifandi markaður þar sem fólk á í hlut, sem launþegar, sem atvinnurekendur og oft er sami einstaklingurinn í mörgum hlutverkum. Lögmál vinnumarkaðarins eru venjuleg markaðslögmál og mótast af hundruðum þúsunda ákvarðana sem fólkið sjálft tekur. „Réttlæti“ vinnumarkaðarins er ekki ákveðið ofan frá og ekki nema að takmörk- uðu leyti í kjarasamningum. „Rétt- lætið“ er ákveðið á vinnustöðunum KjaUaiirin Viljáimur Egilsson sjálfum þar sem fólkið sjálft starf- ar. Kjarasamningar, sem ekki eru í samræmi við almennan vilja þeirra sem vinna samkvæmt þeim, eru í besta falli marklitlir. Raunveruleg launahlutföll ráð- ast fyrst og fremst í beinum samningum á vinnustöðunum. Þar er ákveðið hvort nýir starfsmenn fara á 5 ára kaup, hvort duglegur starfsmaður á að fá aukabónus o.s. frv. Yfirborganir eða óformleg launakerfi á hverjum vinnustað eru yfirleitt ekki einkamál eða al- farið komin undir geðþótta stjórn- enda, þótt margir þeirra telji að svo sé. Það er undirstöðuatriði í stjórn- un að launahlutföllin verða að vera í samræmi við almenn viðhorf starfsfólksins og einnig í samræmi við það sem almennt tíðkast á vinnumarkaðinum. í ýmsum fyrir- tækjum eru laun hvers einstakl- ings trúnaðarmál en þegar að er gáð geta slík launakerfi ekki geng- ið nema að vera í takt við tímann. Hvaðgerirfólkið? í samningaviðræðum um kaup og kjör á hinum almenna vinnu- markaði snúast málin ekki aðeins um hin beinu áhrif kjarasamning- formaður S ungra sjálfstæ ðmbai Kðism bands smanna „Mannkynssagan er ekki skáldsaga sem hægt er skrifa í næstá kafla að vild. Núverandi launahlutföll á Islandi eiga sér langa sögu og þeim verður allra síst breytt með því að svífa í huga sínum á rósrauðum plusspúðum skýjum ofar...“ „Kvennalistann hefur þvi miður skort þennan skilning. Því miður vegna þess að með rikisstjórn Kvennalista, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefði verið raunverulegt tækifæri til þess að vinna ýmsa góða sigra á tregðulögmálunum." anna. Þau snúast ekki síður um að velta því fyrir sér hvernig fólkið á vinnustöðunum, starfsfólkið og stjórnendurnir, muni bregðast við því sem ákveðið er. Sama mat verð- ur að fara fram þegar lögbinding lágmarkslauna er á dagskrá. Eng- inn ber á móti því að lægstu laun séu afar lág og að það sé meiri háttar reikningsdæmi að komast af á slíkum launum. Og ekki bara ópersónulegt reikningsdæmi, held- ur raunverulegt, þar sem fólk á í hlut. En hinir lægstlaunuðu vinna líka með öðru fólki sem sættir sig ekki við að 16 ára unglingur sé á sama kaupi og starfsmaður með áratuga reynslu, né heldur sættir það sig við að faglærðir séu á sama kaupi og ófaglærðir, eða þá að starf sem alltaf hefur verið greitt með 10% hærra kaupi en annað sé allt í einu metið jafnt. Til þess að hægt sé að hækka hina lægstu umfram aðra þarf almenna samstöðu á vinnumarkaðinum, samstöðu sem myndast ekki með lagaboði heldur með viðræðum, samningum og jafnvel hugarfarsbreytingu. Er allt betra en Framsókn? Mannkynssagan er ekki skáld- saga sem hægt er að skrifa í næsta kafla að vild. Núverandi launa- hlutföll á íslandi eiga sér langa sögu og þeim verður allra síst breytt með því að svífa í huga sín- um á rósrauðum plusspúðum skýjum ofar og líta niður á hinn vonda heim og ákveða að nú sé kominn timi til að skipta mönnum í réttláta og rangláta. Framfarir og bætt kjör þeirra sem lakast eru settir er eilíf barátta við tregðulög- málin. Árangur i þeirri baráttu næst ekki nema að fyrir hendi sé skilningur á því, hvernig fólkið sjálft hugsar og bregst við þegar tilteknar aðgerðir eru gerðar. Kvennalistann hefur því miður skort þennan skilning. Því miður vegna þess að með ríkisstjórn Kvennalista, Alþýðuflokks og Sjálfstæðisflokks hefði verið raun- verulegt tækifari til þess að vinna ýmsa góða sigra á tregðulögmálun- um. En nú stefnir allt í það að Kvennalistinn hafi fært Framsókn völdin og þá er ljóst að tregðulög- málin verða ofan á. Þetta er hið versta mál, því allt er betra en Framsókn. Nema rugl. Vilhjálmur Egilsson Af hverju Keflavíkurganga? Engin sjálfstæð þjóð sættir sig við erlenda hersetu til langframa. Ein- faldlega vegna þess að þá er hún ekki lengur sjálfstæð. Það er því ekki að ófyrirsynju að á þessu landi hefur verið háð barátta gegn bandarísku herstöðvunum allt frá lokum siðustu heimsstyrjaldar. í 36 ár hefur verið háð barátta gegn herstöðvunum. Ein samtök hafa leyst önnur af hólmi og íyrir réttum 15 árum voru Samtök her- stöðvaandstæðinga stofnuð sem reynst hafa lífseigust. Þau hafa leitt andófið undir kjörorðunum Island úr NATÓ - herinn burt. Þessi kjörorð voru ekki úr lausu lofti gripin, þau voru sprottin úr far- vegi fenginnar reynslu. í þeim kristallaðist sá skilningur að til þess að létta af þjóðinni áþján erlendrar hersetu yrði jaíníramt að berjast gegn hernaðarbandalaginu og aðild Islands að því. í andófinu hafa tvinnast saman þjóðleg hugsjón um sjálfstæði smá- þjóðar og reisn gagnvart stórveldum sem og skilningur á baráttu annarra þjóða fyrir frelsi og sjálfsákvörðun- arrétti. Þannig voru herstöðvaandstæð- ingar á Islandi vakandi fyrir ofbeld- isverkum NATÓ-herforingja sem hrifsuðu til sín völdin í Grikklandi 1967 og afnámu lýðræði í skjóli bandarískra NATÓ-heretöðva þar. Islenskir herstöðvaandstæðingar mótmæltu líka ofbeldisverkum ann- ars stórveldis, er Sovétríkin, í farar- broddi Varsjárbandalagsins, gerðu innrás í Tékkóslóvakíu 1968 og 11 árum síðar innrás þeirra í Afganist- an. Bæði þessi ofbeldisverk voru framin í skjóli hemaðarbandalags og varnarsáttmála. Víetnamstríðið og landhelgis- málið I Suðaustur-Asíu höfðu Bandarík- in komið sér upp sams konar Kjallariim Sveinn Rúnar Hauksson læknir hemaðarbandalagi og NATÓ sem nefhdist SEATÓ. Það var f skjóli þess sem herjað var á þjóðir Indók- ína. Herstöðváandstæðingar mótmæltu því að sami her og framdi þjóðarmorð í Víetnam fengi að at- hafna sig hér á landi. Þeir mótmæltu því að ísland væri aðili að hemaðar- bandalagi sem var samábyrgt fyrir voðaverkunum. Landhelgisbaráttan var annað nærtækt mál sem tengdist baráttu herstöðvaandstæðinga fyrir sjálf- stæði þjóðarinnar. Þar átti Island í höggi við annað NATÓ-ríki, breska heimsveldið á fallanda fæti. Ekki varð séð að Vamarliðið svokallaða hreyfði lið né legg gegn hemaðar- íhlutun Breta í íslenskri landhelgi. og þess var aldrei að vænta. Það þarf engan að undra að Keflavíkur- gangan 1976, þegar landhelgisbar- áttan stóð sem hæst. vrði fjölmenn- ari en dæmi em um fyrr og síðar. Stjórnstöð fyrir kjarnorku- hernað Frá 1980 hefur barátta herstöðva- andstæðinga í æ ríkara mæli tengst víðtækri hrevfingu meðal allra þjóða gegn ógn kjamorkutortímingai-. Rannsókn á innviðum og hlutverki Keflavíkurherstöðvarinnar og ann- arra mannvirkja NATÓ og Banda- ríkjahers hér á landi hefur leitt í ljós að herstöðin hefur smám saman ver- ið að þróast úr því sem kallað var orkuhemað. Herþotiu í Keflavík em til þess gerðar að bera kjamorku- vopn og þar er að finna annan vígbúnað í samræmi við það. Og þótt reynt sé að bera það á borð fyr- ir íslendinga, að nýju ratsjárstöðv- amar á Vestfjörðum séu reistar til að þjóna öryggi vegfarenda í lofti og á legi, og séu helst einhvers kon- ar slysavamatæki, þá er raunin allt önnur. Um það vitna best ummæli Wesley McDonalds sem var yfirhers- höfðingi bæði hjá NATÓ og Atlants- hafsflota Bandaríkjanna. McDonald lét svo um mælt fvrir hennálanefrid öldungadeildar Bandaríkjaþings í febrúar 1984 að nýju ratsjárstöðv- amar á íslandi mvndu hafa ..úrslita- þýðingu fvrir sjóhemaðarstefnu okkar á Atlantshafi". Kjarnorkuvopnalaus Norðurlönd Samtök herstöðvaandstæðinga hafa nú um árabil unnið í náinni samvinnu við norrænar friðarhrevf- ingar að tillögum imi kjamorku- vopnalaust svæði á Norðurlöndum. I skoðanakönnun. sem gerð var 1983. fengu þessar hugmvndir fylgi 86°0 þjóðarinnar. Og nú. í mars síðast- liðnum. eftir að Morgunblaðið og helstu forystumenn Sjálfstæðis- og Alþýðuflokks höfðu í fjögur ár bægslast gegn þessum hugmyndum í takt við talsmenn Atlantshafs- bandalagsins. kom í ljós í nýrri skoðanakönnun að þessi yfirgnæf- andi meirihluti þjóðarinnar hefur ekki aðeins staðið af sér þennan áróður heldur styrkst. Níu af hverj- um tíu (89.6%) lýstu sig hlvnnta aðild íslands áð kjarnorkuvopna- lausu svæði á Norðmrlöndimi. NATÓ-fundurinn Nú er verið að vísa starfsfólki bændasamtakanna úr húsi sínu á Hótel Sögu og raunar gott betur. flytja það til útlanda. Rýma á fvrir utanríkisráðherrum NATÓ-ríkjanna og öryggisliði þeirra. Minnir þetta á tiltektimar í Háskóla íslands í júní 1968 af sama tilefhi, þegar stúdent- um, kennurum og öðm starfandi fólki í Háskólanum var vísað á dyr til að rýma fyrir Dean Rusk, Pippin- elli og félögum. Þá stóð Vfetnam- stríðið sem hæst og í Grikklandi ríkti einræðisstjórn NATÓ-herforingja. Tryggja þurfti herrunum öryggi til að leggja á ráðin. í dag þurfa NATÓ-herramir að leggja á ráðin um hvemig best verði hamlað gegn kröfum um afnám kjamorkuvígbúnaðar í Evrópu. Morgunblaðið hefur síðustu vikum- ar verið helsta áróðursmálgagn herstöðvaandstæðinga. því þar má nú lesa dag eftir dag feitletraðar for- siðufréttir frá Atlantshafsbandalag- inu um nauðsyn kjamorkuvopna. Blað allra landsmanna minnir þann- ig þjóðina. sem vill ekki kjamorku- vdgbúnað. á nauðsyn þess að berjast gegn NATÓ og áformum þess. Fram hefúr komið hjá Weinberger. hermálaráðherra Bandaríkjanna. og starfsbræðrum hans að ef NATO neyðist til samninga um kjamorku- afvopnum á meginlandi EvTÓpu þá hafi þeir áform um að efla kjam- orkuvígbúnað í Norður-Atlantshafi. Minnug kjamorkuslvsa á liðnum árum. allt frá Thule í Grænlandi til Chernobyl. þurfuin við ekki að velkj- ast í vafa um. hvilík ógn þetta yrði íslendingum. Færeyingum og öðrum sem byggja tilveru sína á lífríki þessa hafs. og það jafnvel þótt aldrei kæmi til kjarnorkustvTjaldar. ísland úr NATÓ - herinn burt Framlag til friðar og afvopn- unar Kjörorð herstöðvaandstæðinga eiga því sem fvrri daginn brýnt er- indi við þjóðina. Um allan heim er háð barátta fyrir friði og afvopnun, gegn hemaðarbandalögum og ógn- inni sem stafar af vígbúnaði þeirra. Framlag Islendinga til hennar er barátta gegn bandarfsku NATÓ her- stöðvunum og gegn kjamorkuvíg- væðingu í höfúnum. Jafnframt berjumst við fyrir kjamorkuvopna- lausum Norðurlöndum sem skrefi í átt að útiýmingu allra kjamorku- vopna. Við krefjumst framtíðar án kjamorkuvígbúnaðar, framtíðar án erlendrar hersetu og hemaðar- bandalaga. Þess vegna tökum við þátt í Keflavíkurgöngu á morgun. Sveinn Rúnar Hauksson „Við krefjumst framtíðar án kjarnorkuvíg- búnaðar, framtíðar án erlendrar hersetu og hernaðarbandalaga. Þess vegna tökum við þátt í Keflavíkurgöngu á morgun.“ eftirlitsstöð í stjómstöð fyrir kjam-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.