Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 36
FRÉTT ASKOTIÐ Hafir þú ábendingu eða vitneskju um frétt, krónur. Fyrir besta fréttaskotið í hverri viku greið- hringdu þá í síma 62-25-25. Fyrir hvert frétta- ast 4.500 krónur. Fullrar nafnleyndar er gætt. skot, sem birtist eða er notað í DV, greiðast 1.500 Við tökum við fréttaskotum allan sólarhringinn. Ritstjórn - Auglýsingar - Áskrift - Dreifing: Simi 27022 Frjálst,óháð dagblað FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Verfdræðingar í verkfall Verkfall verkfræðinga, sem starfa á verkfræðistofum, hófst á miðnætti og nær það til um 70 manns, samkvæmt upplýsingum sem DV fékk hjá Guðlaugi Þor- valdssyni ríkissáttasemjara. Verkfallið nær ekki til verk- fræðinga hjá ríki og sveitarfélög- um. sem semja sér, en tekur til verkfræðimenntaðra starfsmanna verkfræðistofanna. Að sögn ríkis- sáttasemjara er ekki búist við því að nýr fundur í deilunni verði boð- aður fvrr en eftir hvítasunnu. Hilmar Sigurðsson. formaður samninganefndar ráðgjafarverk- fræðinga. sagði í morgun að samningar strönduðu á launaliðum og væru kröfur verkfræðinga upp á nær 50 % launahækkun frá jan- úarlaunum en þar inni í væri "Sir vinnutímastytting upp á 8.5%. Sagði hann að ráðgjafarverkfræð- ingar hefðu boðið 17-18% launa- hækkun. Ekki bjóst hann við að samningar næðust alveg á næst- unni. þar sem báðir aðilar hefðu lýst því vfir að þeir hefðu gengið eins langt í samnomulagsátt og þeir teldu fært. -ój Gulko vann ' toppuppgjörið Anna Gulko sigraði Tyhala á skákmótinu á Egilsstöðum og tókst þannig að verða ein efst með 4 vinninga. Þeir Sævar Bjarnason, Dan Hansson og Tyhala koma í humátt á eftir með 3 vinninga. Úrslit urðu þau að Gulko sigraði Tyhala, Lárus Jóhannesson og Þröstur Árnason gerðu jafntefli, Sævar Bjarnason sigraði Róbert Harðarson, Dan Hansson sigraði Adelman. Pálmi Pétursson og Per- enyi gerðu jafntefli, Þröstur Þórhallsson og Tómas Björnsson gerðu jafntefli, Jón G. Viðarsson ií jfc og Ólafur Kristjánsson einnig jafn- tefli. Jón Á. Jónsson sigraði Hannes Hlífar Stefánsson, Thuesen sigraði Elvar Guðmundsson, Hrafn Loftsson sigraði Gerald Hund og Gylfi Þórhallsson sigraði Zavan- elli. -JFJ LOKI Fær rebbi ekki lika brún- aðar umframkartöflur? Níu hundrað milljónir i oseljanlegu kjeta - 500 tonn af nautakjöti ofan í refi á 5 krónur kflóið refimir fá innan tíðar, verða aeld á mánuði og nú stefhir í jafhvægi refabændum á 5 krónur kílóið til milli framleiðslu og neyslu. Svína- málamynda. Þetta er hakk fyrir kjötsneysla eykst einnig jafrit og rúmar 100 milljónir króna. Þar af þétt og engar umframbirgðir eru til lenda 30 milljónir á framleiðendum af því. Þá er kjúklingakjötið ótalið beint, 20 milljónir á sláturleyfis- en vitað er, þrátt fyrir torfengnar höfum og 50 milljónir á Framleiðni- upplýsingar, að í þeirri grein hefur sjóði sem hefur tekjur af framleiðslu verið umframframleiðsla síðan í á þessu kjöti og mjólk. haust og að kjúklingabændur og Annars hefúr nautakjötsneysla eggjaframleiðendur beijast í bökk- aukist að undanfömu um 3040 tonn um um þessar mundir. -HERB Hrikalegar umframbirgðir af óseljanlegu kindakjöti liggja nú í frystigeymslum víðs vegar um landið. Það em um 2.000 tonn af lambakjöti og um 1.000 tonn af ær- kjöti, að heildsöluverðmæti hátt í 800 milljónir króna. Nú er verið að hakka 500 tonna umframbirgðir af nautakjöti í refafóður og þar fiúka 100 milljónir. Ærkjötsbirgðimar era að mestu eign Framleiðnisjóðs sem leysti út hjá bændum í haust um 900 tonn. Þetta kjöt átti að selja Sovétmönn- um fyrir lítinn pening en það tókst ekki. Enginn markaður er fyrir þetta kjöt né lambakjötið nema þá á broti af skráðu heildsöluverði hérlendis. Þetta má því teljast að miklu leyti tapað fé en enginn veit ennþá hvem- ig á að bregðast við þessum skelli. Þau 500 tonn af nautakjöti sem Tafðist Mikil leit fór fram í gær að fimm tonna báti. Báturinn fór frá Vest- mannaeyjum klukkan hálfsex á miðvikudag, á leið til Hafnarfjarðar. Þegar ekkert hafði heyrst til ferða bátsins á fimmtudagsmorgun óskaði Slysavamafélagið eftir aðstoð Land- helgisgæslu. Þyrla Landhelgisgæsl- unnar hóf leit skömmu eftir hádegi í gær. Leitað var á venjulegri sigl- ingaleið. Veður var mjög gott á þessum slóðum. Um miðjan dag varð þyrla að fara til Reykjavíkur til að ná í meira eldsneyti. Þá fór flugvél Flugmálastjómar ásamt þyrlunni til áframhaldandi leitar. Báturinn fannst klukkan 19.30 í gærkvöld. Var hann þá á siglingu undan Staðarbergi á Reykjanesi á leið til Hafharfjarðar og virtist allt vera í stakasta lagi um borð í bátn- um. Einn maður var um borð. Hann sagði við DV í morgun að þegar hann hefði verið búinn að sigla í fjóra tíma frá Vestmannaeyjum hefði drepist á vél. Hefði hann verið á reki í sjö til átta klukkustundir og rekið í suðvesturátt, og þar með af venjulegri siglingaleið. Talstöðin í bátnum datt út þegar vélin bilaði og tókst manninum ekki að koma henni í gang á ný. Þegar báturinn fannst vora félagar í Slysavamafélaginu famir að ganga fjörar, allt frá Landeyjarsandi að Reykjanesi. Hálfdán Henrysson hjá Slysavamafélaginu vildi fá að koma þakklæti til allra sem aðstoðuð við leitina. -sme Mikil lert að báti: t* .; * ;j> ;a S T'l h? :: !-^*i ■>. * Kristbjörg Sveinsdóttir VE í Hafnartjaröarhöfn. DV-mynd S létt yfir landslýð Veður helst áfram með betra mót- inu og á morgun verður hæg, breytileg eða norðaustlæg átt. Víða verður léttskýjað til landsins en sums staðar skýjað við ströndina - einkum norðantil. Hiti 8-13 stig nema á annesjum fyrir norðan. Þar verður heldur svalara. Steingrímur í utan- ríkismál Skipting ráðuneyta er talin verða umræðuefhi fljótlega á milli Alþýðu- flokks, Framsóknarflokks og Sjálf- stæðisflokks. Forystumaður í Framsóknarflokkn- um kvaðst í gærkvöldi búast við að Sjálfstæðisflokkur sætti sig ekki við annað en að hafa forsætisráðuneytið. Á móti yrði hann að fallast á að hafa þrjá ráðherra eins og hinir. Steingrímur Hermannsson tæki þá utanríkisráðuneytið en fengi einnig undir sig utanríkisviðskipti við það að viðskiptaráðuneytið yrði lagt nið- ur. Fjármálaráðuneytið kæmi í hlut Alþýðuflokks. Viðmælandi DV bjóst við að sjávar- útvegsráðuneytið gæti orðið bitbein Framsóknarflokks og Sjálfstæðis- flokks en Alþýðuflokkurinn kæmi ekki til greina í það frekar en land- búnaðarráðuneytið. -KMU Innflutn- ingsbann á grænmeti Einokunarvofan er farin að sýna sig í grænmetismálunum. Innflutnings- bann á ellefu tegundir gengur í gildi á þriðjudaginn kemur og Sölufélag garðyrkjumanna neitar að afgreiða einn dreifingaraðilann vegna þess að hann vill ekki lofa því að versla ekki beint við bændur. „Þetta era skýlaus lagabrot og við höfum kvartað undan þessu við við- komandi yfirvöld," sagði Gísli V. Einarsson hjá Mata í samtali við DV. Gísli sagði einnig að þessar aðgerðir Sölufélagsins væra beinlínis til þess fallnar að halda verði á grænmeti miklu hærra en eðlilegt gæti talist. „Yfirvöld tolla grænmeti óþarflega hátt þegar ekki er um innflutta fram- leiðslu að ræða á markaðinum, í sumum tilfellum hátt í 100%,“ sagði Gísli V. Einarsson. -A.BJ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.