Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 26

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 26
38 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Smáauglýsingar - Sími 27022 Þverholti 11_____ Fréttir dv Barbiedúkkur í íslenskum búningum. skautbúningur, peysuföt, upphlutur. Fæst aðeins í Leikfangahúsinu, Skólavörðustíg 10, sími 14806. Innrétting unga fólksins, ódýr. stílhrein og sterk. H.K.-innréttingar, Duggu- vogi 23. sími 35609. ■ Verslun Cy/AAXTDfC Barnaskor, barnaskór! Mikið úrval af nýjum skóm í st. 17 til 34. Þið sem ekki komist: mælið fótlengd í cm og við aðstoðum ykkur við að velja réttu skóna. Smáskór, sérverslun með barnaskó, Skólavörðustíg 6B, bakhlið, sími 622812. Póstsendum. VERUM VARKÁR FORDUMST EYDNI Rómeó & Júlía býður pörum, hjónafólki og einstaklingum upp á geysilegt úr- val af hjálpartækjum ástarlífsins í yfir 100 mismunandi útgáfum við allra hæfi. Því er óþarfi að láta tilbreyting- arleysið, andlega vanlíðan og dagleg- an gráma spilla fyrir þér tilverunni. Einnig bjóðum við annað sem gleður augað, glæsilegt úrval af æðislega sexý nær- og náttfatnaði fyrir dömur og herra. Komdu á staðinn, hringdu i*eða skrifaðu. Ómerkt póstkröfu- og kreditkortaþjónusta. Opið alla daga nema sunnudaga frá 10-18. Rómeó & Júlía, Brautarholti 4, 2. hæð, símar 14448 - 29559, pósthólf 1779,101 Rvík. Sænskar innihurðir. Glæsilegt úrval af innihurðum, nýja, hvíta línan, einnig furuhurðir og spónlagðar hurðir. Verðið er ótrúlega lágt, eða frá kr. 8.066 hurðin. Harðviðarval hf., Krókhálsi 4, sími 671010. Norm-X setlaugar, 3 gerðir og litaúrval. Norm-X, Suðurhrauni 1, Garðabæ, simi 53851 og 53822. Nýkomið: Kamínuofnar, arinsett, neistagrindur, ofnakítti, ofnalakk, físibelgir, reykrör og beygjur. Sumar- hús hf., Háteigsvegi 20, sími 12811. Littlewoods pöntunarlistinn hefur aldrei verðið betri en nú. Pantið í síma 656585. Krisco, pósthólf 212, Garðabæ. ■ Bátar til sölu, 40 ha. MARINER mótor og 5 ha. varamótor, talstöð, dýptarmælir, 2 lensidælur og góð kerra, handfæra- rúlla, yfirbreiðsla og ýmislegt fleira fylgir, allt nýyfirfarið og í mjög góðu ásigkomulagi. Verð ca kr. 400.000. Til sýnis hjá Bílatorgi, Nóatúni 2, sími 621033. Nánari uppl. í síma 27611. ■ Bflar tfl sölu 29 manna Benz rúta með hillum, loft- ræstingu og olíumiðstöð til sölu. Uppl. í símum 93-5153 og 93-7577. Just piug "D" Booster into cigflretto lighter... Recharge your 12 voit bðttery fn minutesl Toyota Hiace ’84 dísil til sölu, ekinn 114 þús., mjög góður bíll. Hafið sam- band við auglþj. DV í síma 27022. H-3681. Þetta tæki hleður rafgeyminn í bílnum þínum á 12 mín. "D" Boosterinn er stunginn í samband við kveikjara- innstunguna í bílum, þú bíður í 12 mín. og ræsir síðan þílinn, 8-11 hleðsl- ur í tækinu, árs ábyrgð. Sölustaður Jeppahlutir, sími 79920. Benz 307D sendibíll '83 til sölu. Uppl. á bílasölunni Bílakaup í síma 686010 eða 985-22052. Escort XR3i ’84 til sölu. Rauður, fall- egur bíll, ekinn 70 þús. km, verð 480 þús. Uppl. í síma 688771 e.kl. 19. M. Benz 300 D ’84 til sölu, hvítur, sjálf- skipting, jafnvægisbúnaður, ekinn 144.000. Uppl. í síma 32269. Nú er hann til sölu þessi, árg. ‘76. Góð- ur vagn, ný dekk. Verð 350 þús. Uppl. í síma 50271. Þarft þú að selja bílinn þinn strax? Hringdu í síma 689990 og skráðu bíl- inn í blaðið sem selur bílinn þinn. Næsta blað kemur út á föstudaginn og er dreift á öll heimili á Reykjavík- ursvæðinu. Einnig á allar Olís bensín- stöðvar á landinu. ■ Vagnar Sem nýr Bella Camp tjaldvagn til sölu. Uppl. í síma 91-50561. Móttaka SMÁ- auglýsinga Þverholti 11 Opið virka daga kl. 9-22, laugardaga kl. 9-14, sunnudaga Verðlaunahafarnir i MK. F.v.: Elin Ögmundsdóttir, Haukur Guðmundsson, Guðrún Lára Pálmadóttir, Jón Hersir Elíasson, Margrét Hjaltadóttir, Davíð Aðalsteinsson, Alma Dögg Jóhannsdóttir, Jón Kristinn Snæhólm, Hjalti Ástbjartsson og Kristinn Jónsson. 65 stúdentar braut- skráðir í Kópavogi Sextíu og fimm stúdentar braut- skráðust frá Menntaskólanum í Kópavogi en honum var slitið við há- tíðlega athöfn í Kópavogskirkju fyrir helgina. Alls hafa 705 stúdentar út- skrifast frá skólanum siðastliðin tólf ár. Skólameistari, Ingólfur A. Þorkels- son, flutti skólaslitaræðuna, afhenti stúdentum skírteini og verðlaun fyrir ágætan árangur í einstökum greinum. Einn úr hópi nýstúdenta, Magnús Öm Stefánsson, flutti ávarp, og sömuleiðis Jakob Líndal arkitekt, fulltrúi tíu ára stúdenta sem gáfu skólanum alfræði- orðabók. Tíu nemendur hlutu verðlaun fyrir ágætan námsárangur. Flest verðlaun fengu Davíð Aðalsteinsson úr eðlis- fræðideild og Elín Ögmundsdóttir úr máladeild. Skólameistari skýrði frá því að ferðamálabraut væri í burðarliðnum við Menntaskólann i Kópavogi en í sumar fara fram gagngerar endurbæt- ur á húsi skólans. Skólameistari, Ingólfur A. Þorkelsson, i hópi nýstúdenta. Folaldið sem stolið var um síðustu helgi. Það er tvístjömótt eins og sjá má. Folaldaþjófnaðurínn: Eigandinn heitir verðlaunum I DV í fyrradag var sagt frá því að um síðustu helgi hafi fjögurra daga gömlu folaldi verið stolið úr girðingu við bæinn Þjóðólfshaga í Holtum. Eig- andi folaldsins, ung stúlka, hefúr heitið þeim sem kemur með vísbend- ingu, sem upplýsir málið, verðlaunum. Eru það tíu þúsund krónur. Eins og sagt var frá í blaðinu er til ljósmynd af folaldinu og birtist hún hér. Folaldið auðþekkt, brúnt og tvístjör- nótt. -sme Seyðisfjorður: Fluttur til Reykjavíkur eftir umferðarslys í fyrrinótt varð það óhapp á Seyðis- firði að bíl var ekið á spennustöð sem stendur við Austurveg. Ökumaðurinn var einn í bílnum. Slasaðist hann nokkuð og var fluttur til Reykjavíkur. Fór hann úr mjaðmarlið og lærbrotn- aði. Talið er að slysið hafi orðið á milli klukkan tvö og þrjú um nóttina. Ekki varð vart við slysið fyrr en fólk fór að fara til vinnu um klukkan sjö um morguninn. Ökumaðurinn var þá fastur í bílnum og með fulla meðvitund. Bíllinn, sem er nýlegur Fiat, er talinn gjörónýtur. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.