Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Viðskipti ^ Steinullarverksmiðjan: Ahætta Sauðárkróksbæjar (1) Við kaup á viðskiptavíxlum og við- skiptaskuldabréfum, útgefnum af þriðja aðila, er miðað við sérstakt kaupgengi, kge. Búnaðarbanki kaupir viðskiptavixla gegn 24% ársvöxtum, Samv.banki 25% og nokkrir sparisj. 26%. Skammstafanir: Ab = Alþýðubankinn, Bb= Búnaðarbankinn, lb= Iðnaðarbank- inn, Lb = Landsbankinn, Sb = Samvinnu- bankinn, Úb= Útvegsbankinn, Vb = Versl- unarbankinn, Sp = Sparisjóðirnir. Nánari upplýsingar um peningamarkaðinn birtast i DV á fimmtudögum. Steinullin frá Sauðárkróki þykir góð en rekstur verksmiðjunnar hefur ekki gengið að sama skapi vel. um að reisa steinullarverksmiðju hér á landi hafa verið deilur uppi um arðsemi verksmiðjunnar. Páll Páls- son, forstjóri Iðntæknistofnunar, er einn þeirra sem látið hefur í ljós efa- semdir um arðsemi steinullarverk- smiðjunnar. Páll hefur sagt að í þeirri endurskipulagningu, sem er verið að gera á rekstri verksmiðjunn- ar, dugi engan veginn að auka hlutaféð um 72 milljónir. Auka hefði þurft hlutaféð um 146 milljónir. Páll sagði í samtali við DV að þetta væri „eins og að fara langa leið til að bjarga manni úr sprungu og ganga ekki úr skugga um áður að spottinn sem nota á sé nógu langur". Hann sagði ennfremur að hann teldi að aðstandendur verksmiðjunn- ar hefðu gefið sér rangar forsendur strax í upphafi, bæði hvað varðaði markað, verð, framleiðslukostnað og fleira. Vonast eftir hagnaði eftir fimm til tíu ár Þorbjörn Árnason, forseti bæjar- svipuð tekjum Á nýafstöðnum aðalfundi Steinull- arverksmiðjunnar á Sauðárkróki kom fram að auka á hlutafé fyrirtæk- isins um 72 milljónir króna. Á fundinum var þess einnig getið að ákveðið hefði verið að afskrifa eldra hlutafé um 40%, eða úr tæpum 94 milljónum í rúmar 56 milljónir króna. Sauðárkróksbær ætlar að auka hlutafé sitt um 12,2 milljónir króna. Þar með mun bæjarsjóður eiga hlutafé í verksmiðjunni fyrir nærri 40 milljónir. Auk hlutafjárins hefur bæjarsjóður Sauðárkróks tekið á sig ábyrgðir vegna skulda verksmiðj- unnar fyrir fast að 70 milljónum króna. Hlutafé Sauðárkróksbæjar og ábyrgðir sem bæjarfélagið hefur skuldbundið sig fyrir nema því um 110 milljónum króna. Þetta er mikið fé en hvað þýðir það fyrir bæjarfélag eins og Sauðárkrók? Samkvæmt fjár- hagsáætlun bæjarfélagsins fyrir árið 1987 eru heildartekjur þessa árs áætlaðar 125 milljónir króna. Skuld- bindingar bæjarins vegna verksmiðj- unnar eru því nærri heildartekjum yfirstandandi árs. Hefði þurft að auka hlutafé meira Allt frá því að hugmyndir voru uppi Peningamarkaður INNLÁNSVEXTIR (%) hæst Innlán óverðtryggð Sparisjóðsbækur 10 12 Ib.Lb óbund. Sparireikningar 3ja mán. uppsögn 11 15 Sb 6 mán. uppsogn 12 20 Ib 12 mán. uppsogn 14 25.5 Sp.vél. 18mán. uppsogn 22 24.5 Bb Ávisanareiknmgar 4 10 Ab Hlaupareikningar 4 7 Sp Innlán verðtryggð Sparireikningar 3ja mán uppsógn 1.5 2 Ab.Bb, Lb.Sb. Úb.Vb 6mán. uppsogn Innlán með sérkjörum 2.5 4 Ab.Ub 10 22 Innlán gengistiyggð Bandarikjadalur 5.5 6.5 Ib Sterlingspund 7.5 10 Vb Vestur-þýsk mork 2.5 3.5 Ab.Vb Danskarkrónur 9-9,6 Ab.Sb, Sp.Ub ÚTLÁNSVEXTIR (%) lægst Útlán óverðtryggð Almennirvixlar(forv.) 21 24 Bb.Ub Vióskiptavixlar(forv.)(1) 24 26 eða kge Almennskuldabréf 21.5 25 Ub - Vidskiptaskuldabi éf (1) kge Allir . Hlaupareikningar(vfirdr ) 21.5 25 Ub Utlán verðtryggð Skuldabréf Að 2.5árum 6.57.5 Lb Til lenqri tíma 6.75 7.5 Ub Útlán til framleiöslu isl.krónur 18.5 24 Ab SDR 7.75 8 Bb.Lb, Ub Bandarikjadalir 8 9 Sb Sterlingspund 10,25-11.5 Lb Vestur-þýsk mork 5.25-5.75 Bb.Lb Húsnæðislán 3.5 Lífeyrissjóðslán 5-6.75 Dráttarvextir 33,6 VÍSITÖLUR Lánskjaravisitala júní 1687 stig Byggingavisitala 305 stig Húsaleiguvísitala Hækkaði 3% 1. apríl HLUTABREF Söluverð að lokinni jöfnun m.v. 100 nafnv.: Almennar tryggingar 110 kr Eimskip 248 kr. Flugleiðir 170 kr Hampiðjan 114 kr lónaðarbankinn 134 kr. Verslunarbankinn 116 kr Úgerðarf. Akure. hf. 150 kr. Skagstrendingurhf. 350 kr. Flugleiðir Stefnir í sama hagnað og í fyrra Matthías Bjarnason samgönguráðherra, Gisli Konráðsson, forstjóri Útgerðarfé- lags Akureyringa og Sigurður Helgason, stjórnarformaður Flugleiða, á hátíða- fundi Flugleiða á Akureyri. DV-mynd JGH Jón G. Hauksson, DV, Akureyn: Það stefnir í svipaðan hagnað hjá Flugleiðum og var í fyrra, eða um 450 milljónir króna, að sögn Sigurðar Helgasonar forstjóra. Forstjóri Flug- leiða hefur áhyggjur af launahækkun- um undanfarið og segir að launakostn- aður hafi hækkað mun meira en tekjur af starfsemi félagsins. Að sögn Sigurðar er spá Flugleiða sú að aukning á Evrópuflugi félagsins verði um það bil 6% á ári næstu ár. Boeingvélamar, sem Flugleiðir tryggðu sér í fyrradag, verða einmitt notaðar til Evrópuflugsins. Flugflotinn innanlands verður að mestu endumýjaður á næstu 3-5 árum, þegar flugvellir hafa batnað, sagði Sigurður Helgason forstjóri. Flugleiðir eiga 8 flugvélar í milli- landaflugi og 5 í innanlandsflugi. Meðalaldur flugvélanna er um það bil 20 ár. Meiri fjárfestingar Flugleiðir em með fleiri fjárfestingar á döfinni. í tengslum við flugvélakaup- in em uppi hugmyndir um að byggja flug- og viðhaldsskýli á Keflavíkur- flugvelli. Ennfremur em líkur á að Flugleiðir byggi 160 herbergja viðbótarbyggingu við Hótel Esju. Ákvörðun um þessar fjárfestingar verður tekin á næstunni. Flugvélakaupin, flugskýlið og við- byggingin við Hótel Esju myndu kosta Fiugleiðir 6 milljarða króna. Ástand hval- kjötsins kannað fyrir helgi „Við erum ekki farnir að kíkja á gámana, dagurinn fór í að koma þeim í gegnum tollinn," sagði Kristján Loftsson, forstjóri Hvals hf., þegar hann var spurður um ástand hvalkjötsins sem kyrrsett var í Hamborg. Svo sem kunnugt er kom leigu- skip Eimskipsfélagsins með sjö gáma afhvalkjöti hingað til lands á mánudag en kjöt þetta var kyrr- sett í höfninni í Hamborg vegna nýrra reglna um flutninga. Hval- kjötið var á leiðinni til Japan. Kristján sagði að í fyrradag hefði verið gengið frá farmbréfum og kjötinu komið í gegnum toll- inn og bjóst hann við því að ástand kjötsins yrði kannað fyrir helgina. Þá myndi skýrast hvort á því hefðu orðið einhverjar skemmdir en talsvert verk væri að ganga úr skugga um ástand kjötsins. Hann kvaðst ekki telja að markaðurinn fyrir hvalkjöt í Jap- an hefði skaðast vegna þessa. Ekki sagði hann að Hvalur hf. væri tryggður tyrir þeim skemmdum sem kjötið kynni hugsanlega að hafa orðið fyrir. -ój þessa ávs stjórnar Sauðárkróks, sagði að ekkert bæjarfélag á landinu hefði gert eins mikið fyrir eitt fyrirtæki og Sauðárkrókur fyrir steinullar- verksmiðjuna. Þegar Þorbjörn var inntur eftir því hvort staðreyndin um mikinn taprekstur í fyrra og skuld- bindingar bæjarfélagsins væri ekki sú að-;verr hefði verið af stað farið en heima setið sagði Þorbjörn svo ekki vera. „Það voru ekki mistök að byggja verksmiðjuna. Að vísu hefði hlutafé þurft að vera meira í upp- hafi. Ein af ástæðunum fyrir þessari afkomu er eflaust sú að á árinu 1983 kostaði tonn af steinull 60 þúsund krónur en kostar í dag 40 þúsund krónur." Þorbjörn nefndi fleiri þætti sem haft hefðu neikvæð áhrif á rekstur- inn. Fastgengistefnan hefði komið verksmiðjunni illa, einnig að sam- keppnisaðilar erlendis hefðu undir- boðið verksmiðjuna stórlega. Um það sagði Þorbjörn: „Við gætum keypt glerull út úr búð hér á landi, flutt hana til Þýskalands og selt hana síðan á markaðsverði þar. Þessi þróun, sem hefur orðið, hefur komið húsbyggjendum hér mjög vel. Þetta hefur sparað tugi ef ekki hundruð milljóna fyrir húsbyggjendur." Páll Pálsson hjá Iðntæknistofnun var sammála Þorbirni um að tilkoma Steinullarverksmiðjunnar hefði sparað húsbyggjendum stórar upp- hæðir. Menn eru einnig á einu máli um að gæði steinullarinnar frá verk- smiðjunni sé mjög góð. Þegar Þorbjörn Árnason var spurður um hvort bjartsýni ríkti meðal Sauðkrækinga um afkomu verksmiðjunnar sagði hann svo vera. „Við erum búin að hætta gífurlegum fjárhæðum í verksmiðjuna þannig að það skiptir okkur miklu máli hvernig fyrirtækinu reiðir af. Það mundi hryggja mig ef við þyrftum að auka hlutafé okkar aftur á næsta ári. Við yrðum sátt ef verksmiðjan skilað hagnaði eftir fimm til tíu ár,“ sagði Þorbjörn Árnason, forseti bæj- arstjómar Sauðárkróks, að lokum. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.