Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 2
2 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Fréttir Tekjuöflun nkissjóðs eitt erfíðasta ágreiningsmáiið - Alþýðuflokkur og Framsóknaiflokkur samstíga gegn Sjálfstæðisflokki Fyrstu aðgerðir í ríkisfíármálum, peninga- og vaxtamálum, svo og skatt- ar og önnur tekjuöflun ríkisins verða með erfiðustu málum í stjómarmynd- unarviðræðum Alþýðuflokks. Sjálf- stæðisfiokks og Framsóknarflokks. Það varð Ijóst eftir fundinn í gær. Alþýðuflokkur og Framsóknar- flokkur eru samstíga gegn Sjálfstæðis- flokki í kröfum í þessum málaflokkum. Sjálfstæðismenn tóku afar dræmt í hugmyndir þeirra í gær. Það hefur ekki orðið til að auka bjartsýni manna um að úr verði ríkisstjórn. Til að levsa þennan ágreining var ákveðið að setja á stofn undimefnd. Agreiningurinn er meðal annars um það hversu stór skref eigi að stíga til að rétta af halla ríkissjóðs og hvemig afla eigi ríkissjóði þeirra tekna. Hugmyndir Alþýðuflokks og Fram- sóknarflokks í skattamálum eru um aukna skatta á atvinnui-ekstur. svo sem með fækkun undanþáguákvæða. Þeir tala einnig um hærri eignaskatt, nokkuð sem sjálfstæðismenn em lítt hrifnir af. Athygli hefur vakið hversu samstíga alþýðuflokksmenn og framsóknar- menn em í ríkisfjármálum gegn sjálf- stæðismönnum. Sneiðir Framsóknar- flokkur með því að fjármálastjórn Þorsteins Pálssonar. I þessu sambandi er vert að gefa gaum orðum sem Steingrímur Her- mannsson lét falla eftir fund með Jóni Baldvini Hannibalssyríi á miðvikudag. Steingrímur sagðist halda að á milli flokkanna tveggja væri ekki langt bil í ríkisfjármálum eða félagsmálum. Húsnæðiskerfið Alþýðuflokkurinn hefur harðlega gagnrýnt hvemig ríkisstjómin hefur haldið á húsnæðismálum. Telur hann flárþörf kerfisins stórlega vanáætlaða. Hefur hann sett fram kröfu um kaup- leiguíbúðir. Kröfur Alþýðuflokksins f húsnæðis- málum standa bæði í Framsóknar- flokki og Sjálfstæðisflokki, sem stendur fast á séreignarstefríunni. Er ljóst að þetta verður þungt og erfitt mál í stjómarmyndunarviðræðunum. Lífeyrissjóðir Alþýðuflokkurinn setur fram kröfu um einn sameiginlegan lífeyrissjóð og samræmd lífeyrisréttindi fyrir alla landsmenn. Þingmenn flokksins fluttu í vetur frumvarp um að þjóðarat- kvæðagreiðsla skyldi fara fram um það mál. Þorsteinn Pálsson lýsti fyrir kosn- ingar yfir andstöðu Sjálfstæðisflokks- ins við þessar hugmyndir. I kosninga- yfirlýsingu Sjálfstæðisflokksins er boðað að starfsemi lífeyrissjóða og al- mannatrygginga skuli endurskipulögð með það fyrir augum að allir lands- menn njóti sambærilegra lífeyrisrétt- inda. Tryggt verði sjálfstæði einstakra lífeyrissjóða. Kosningastefriuskrá Framsóknai-- flokksins boðar samræmt lífeyris- sjóðakerfi þannig að sjóðimir myndi eina lífeyrisheild. Menn búast ekki við að lífeyrismálin verði eins erfið og húsnæðismálin. Flokkamir tala allir um samræmingu lífeyrisréttinda og að fjármagn lífeyr- issjóðanna nýtist á heimaslóðum. Landbúnaöur ekki útræddur Þótt alþýðuflokksmenn hafi gleypt búvömsamninginn er landbúnaðurinn ekki útræddur. Búast má við að bæði Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur muni reyna að sækja gegn Framsókn- arflokki á um aukið ffjálsræði í sölukerfi lanabúnaðarins. Sjálfstæðismenn þrýsta á um frekari þróun í frjálsræðisátt í viðskiptalífi. Þeir fá stuðning Alþýðuflokks til að ganga lengra en þeir komust með Framsóknaiflokki. I utanríkismálum er stefría þessara flokka hvað líkust. Þó má búast við röddum vinstra megin úr Framsóknar- flokki um betri undirtektir við kröfu um kjamorkuvopnalaus Norðurlönd og skyld mál. I viðræðunum við Kvennalista virt- ust Alþýðuflokkur og Sjálfstæðis- flokkur hafa komið sér niður á leið til að bæta hag þeirra sem verst hafa kjörin. Er ekki að sjá að þessi mála- flokkur verði erfiður í viðræðunum nú. Kvótakerfið er þverpólitískt mál. Afstaða manna til þess fer fremur eftir því úr hvaða kjördæmi þeir koma. Allir flokkar eru opnir fyrir lagfæring- um en ekki er talið að kröfum um grundvallarbreytingar verði haldið lengi á lofti. -KMU Seðlabankinn viii ekki gengisfellingu: Uppgjöf að fella gengið - segir Bjami Bragi Jónsson aðstoðarbankastjóri Margir hagfræðingar óttast nú að gengislækkun sé framundan. Eins og skýrt var frá í DV í gær er sagt í hagfræðiritinu Vísbendingu að það liggi í augum uppi „að gengislækkun krónunnar sé framundan til að draga úr frekari halla á viðskiptum við útlönd." Eins sagði Sigurður B. Stefánsson, framkvæmdastjóri Verð- bréfamarkaðs Iðnaðarbankans h£, í blaðagrein í gær að nú gerðist „æ áhættusamara að halda gengi krón- unnar föstu áfram.“ Seðlabankamenn virðast hins veg- ar alls ekki vera á þeim buxunum að fella gengið, ef marka má um- mæli Bjama Braga Jónssonar, aðstoðarbankastjóra Seðlabankans, í samtali við DV í gær. „Það væri óþarfi og alger uppgjöf ef gengið væri fellt. Það eru til íjölmargarleið- ir til að takast á við þann vanda sem er fyrir hendi ef menn eru ekki í vinsældaleit heldur ætla sér að ná tökum á efnahagsmálunum. Gengisfellingin er einfaldlega eng- in lausn. Hinir einstöku þættir efnahagslífsins þurfa að vera í skap- legu jafrívægi innbyrðis og vanda- málið eru ríkisfjármálin. Fyrir alla meginhluta atvinnuveganna er gengið hins vegar í lagi. Okkar afstaða er að þetta sé um- frameftirspumarhalli. Það er stað- reynd að skuldastaða ríksins er orðin ákaflega slæm. Það er alger nauðsyn að takast á við þann vanda. Því held ég að ef menn virkilega beina sjónum sínum að því að leysa vandann muni gengisfelling ekki verða nauðsynleg. Ef ekkert verður að gert má hins vegar gera ráð fyrir að eftirspumin þiýsti á gengið og veikji það og einnig er hugsanlegt að háir vexir hafi sömu áhrif. En að gengisfelling sé einhver lausn er ákaflega frumstætt viðhorf. Menn verða að fara að átta sig á því að það eru til fleiri en ein hagstjómar- aðferð,“ sagði Bjami Bragi Jónsson, aðstoðarbankastjóri Seðlabankans. Þeir hagfræðingar, sem rætt var við í gær, voru sammála um að ástæðan fyrir þessari umræðu nú um gengisfellingu væri sú braut sem mönnum sýndust stjómarmyndun- arviðræðurnar hafa snúist að sumu leyti inn á. Talið er að grípa þurfi ti! harka- legra aðgerða í ríkisfjármálum í því skyni að rétta stöðu ríkissjóðs af. í stað þess hafa stjómarmyndunarvið- ræðumar snúist hingað til að miklu leyti um aukin útgjöld. Því höföu menn áhyggjur af því að ekki yrði gripið til nauðsynlegrar aðhaldssemi heldur vandinn jafnvel aukinn. Þetta myndi að þeirra mati óhjá- kvæmilega kalla á gengisfellingu. Hvort nýhafiiar stjómarmyndun- arviðreeður Sjálfstæðisflokks, Alþýðuflokks og Framsóknarflokks verða þessu marki brenndar er hins vegar ekki ljóst enn. -ES Útvegsbankamálið: Sævar Haraldsson og Kjarni. DV mynd E.J. Kjami skaust í efsta sætið Hvítasunnukappreiðar Fáks hófust í gær með keppni i B flokki. í dag verður keppni í A flokki og á morgun góðhestakeppni barna og unglinga og kappreiðar. Á mánudaginn verða úr- slit kappreiða, úrslit í A og B flokki góðhesta og verðlaunaafhending. Nokkrir hestar skám sig úr í B flokks keppninni í gær. Það var Kjami Har- alds Sigurgeirssonar, sem Sævar sonur hans sýndi. Kjarni stendur efstur þeirra fimm hesta sem fara i úrslita- keppnina en þeir em þessir: B flokkur gæðinga Einkunn 1. Kjarni Haraldar Sigurgeirssonar 8,72 Knapi Sævar Haraldsson 2. Brjánn Sigurbjöms Bárðarsonar 8,67 Knapi eigandi 3. - 4. Stelkur Ragnars Petersen 8,58 Knapi eigandi 3. - 4. Stjömublakkur Rögnu Boga- dóttur 8,58 Knapi Reynir Aðalsteinsson 5. Isak Sigurbjörns Bárðarsonar 8,37 Knapi Hafliði Halldórsson. E.J. Hallvarður vanhæfur - vegna setu bróður hans í bankaráði Meirihluti Hægtaréttar vísaði í gær frá Sakadómi ákærum á hendur sjö fyrrum bankastjórum Útvegsbanka íslands vegna vanhæfis ríkissaksókn- ara, Hallvarðs Einvarðssonar, í málinu. Er Hallvarður talinn van- hæfur vegna setu bróður hans í bankaráðinu en enginn bankaráðs- maður var ákærður. Þá staðfesti Hæstiréttur í gær dóm Sakadóms um að ekki væri rétt að kveðja þá Hallvarð Einvarðsson og Albert Guðmundsson til að gefa vitna- skýrslu fyrir dómi og upplýsa þar um samskipti sín og lánveitingar til Hall- varðs úr Lífeyrissjóði starfsmanna ríkisins en Hallvarður fékk sem kunn- ugt er lán af svokölluðum „ráðherra- kvóta" lífeyrissjóðsins fyrir milligöngu þáverandi fjármálaráðherra. í kröfugerð lögmanna bankastjóra Útvegsbankans segir að þau tengsl sem vom milli ríkissaksóknara og Alberts Guðmundssonar og Jóhanns Einvarðssonar hafi verið þess eðlis að ríkissaksóknari sé vanhæfur til að taka ákvörðun um ákæm í málinu og Hallvarður hafi af sömu ástæðu verið vanhæfur til að stýra rannsókn máls- ins sem rannsóknarlögreglustjóri ríkisins. Dóm Hæstaréttar kváðu upp hæsta- réttardómararnir Magnús Thorodd- sen, Guðrún Erlendsdóttir, Gaukur Jömndsson og Guðmundur Jónsson. Halldór Jónsson skilaði hins vegar sératkvæði í málinu. Samkvæmt lögum á dómsmálaráð- herra nú að skipa sérstakan saksókn- ara í málinu sem tekur ákvörðun um áframhaldið, hvort rannsaka eigi mál- ið frekar og hvort og þá hverja eigi að ákæra. Samkvæmt upplýsingum DV er þetta í fyrsta skipti í sögu lýðveldisins sem ríkissaksóknari er dæmdur van- hæfur til meðferðar opinbers máls. -ój Waldheim tilnefndur til friðarverðlauna Kurt Waldheim, forseti Austurríkis sem undanfarna mánuði hefur sætt harðri gagnrýni vegna meintrar þátt- töku hans í ógnarverkum nasista í síðari heimsstyijöldinni, hefur verið tilnefrídur til friðarverðlauna Nóbels. I frétt í norska fréttablaðinu Dag- bladet, í morgun segir að Waldheim sé meðal þeirra sem tillögur hafa bo- rist um sem friðarverðlaunahafa árið 1988. Hefur blaðið þetta eftir heimild- armönnum í friðarverðlaunanefrídinni og segir jafnframt að tilnefningin hafi borist frá Hans Koechlcr, prófessor í stjómmálaheimspeki við háskólann í Innsbruck. fjy Mikil vopnalen er Norræna kom Lögreglan á Seyðisfirði sagði að þegar Norræna lagðist að bryggju á Seyðisfirði um klukkan átta í gær- morgun hefði hafist nákvæm leit á komufarþegum. Alls komu um 300 far- þegar með skipinu og 80 til 100 bílar. Leitin stóð í fimm klukkustundir. Auk lögreglunnar á Seyðisfirði voru við leitina lögreglumenn frá Egilsstöð- um, vegalögreglunni og útlendingaeft- irlitinu. Ekkert ólöglegt fannst. Á milli fjögur og fimm hundruð far- þegar fóru með skipinu út. -sme

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.