Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 11
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. 11 Utlönd Einn í Belfast Breskur hermaður var skotinn til bana í fyrirsát á götu í Belfast á sN- írlandi í gær. Hermaðurinn var við eftirlitsstörf í bifreið þegar skotið var é hann. Hermaðurinn var fertugasti og níundi aðilinn sem lætur lífið í átökum á N-Írlandi á þessu ári. írski lýðveldisherinn, IRA, sagðist í gær ábyrgur fyrir morðinu. Tveir í Napolí Fjórir vopnaðir menn brutust í gær inn á veitingastað í Napolí á Ítalíu og myrtu tvo eigendur staðarins. Morðingjamir flúðu síðan á tveim bifreið- um. Að sögn lögreglunnar létust eigendur veitingahússins samstundis og ber árásin á þá öll einkenni þess að vera liður í uppgjöri milli stríðandi afla innan maJfiunnar á staðnum. Báðir hinna látnu höfðu komið við sögu lögreglunnar í Napolí. Bróðir þeirra var laminn til bana á sjúkrahúsi í Róm fyrir nokkru. I Washington stóðu friðarsamtök fyrir mótmælum vegna afskipta Indverja af málefnum tamila á Sri Lanka. Simamynd Reuter Jaffnaskaginn: _________________________ Fordæma flug Indverja Stjórnarandstaðan á Sri Lanka tek- ur undir fordæmingu stjómarinnar þar vegna flugs Indveija yfir Jafina- skagann í gær. Hefur stjómarandstaðan hvatt yfir- völd til þess að mótmæla á alþjóðleg- um vettvangi. í trássi við yfirvöld á Sri Lanka vörp- uðu Indverjar tuttugu og fimm tonnum af matvælum og lyfjum niður til tamíla á Jaffnaskaganum. Þeir eru sagðir svelta þar sem þeir eru um- kringdir af stríðandi herjum stjómar- innar og aðskilnaðarsinna tamíla. Ymsir leiðtogar á Sri Lanka hafa sakað indversk yfirvöld um tvöfeldni varðandi vandamál aðskilnaðarsinna á Indlandi annars vegar og á Sri Lanka hins vegar. BIFREIÐA- VARAHLUTA- VERSLUN Við höfum opið á morgun, laugardag, frá 9.00 til 12.00. VARAHLLlfAVERSLUNIN SlMAR: 34980 og 37273 Þrír í Líbanon Vopnaðar sveitir úr röðum þeirra sem ísraelar styðja í Líbanon felldu þriá skæmliða á öryggissvæði í suðurhluta Líbanon í gær. Oryggissvæði þetta var sett upp árið 1985 og er þess gætt af liðlega tvö þúsund mönnum úr her Suður-Líbanon, SLA, sem og um átta hundmð ísra- elskum hermönnum. Fjórir í Tyrklandi Þrír hermenn og fjárhirðir vom felldir í gær þegar skæmliðar Kúrda réð- ust á eftirlitssveit tyrkneska hersins við þorp í Tunceli-héraði í austanverðu Tyrklandi. Sjö hermenn særöust í árásinni en hersveitin var að leíta skæruliða sem rændu nær þrjátíu skógarhöggsmönnum á þriðjudagskvöld. Mikið mannfall hefur orðið í átökunum á Rlippseyjum undanfarið. Á þess- ari mynd er lögreglustjórinn i Navota á líkbörunum. Simamynd Reuter Fimm á Filippseyjum Fimm manns hafa verið m>Ttir í aðgerðum vegna stjórnmáladeilna á Filippseyjum undanfarinn sólarhring. Talið er að þar hafi verið á ferð aftöku- sveitir, hugsanlega sendar út af.kommúnistum, sem fyrr í vikunni lýstu því yfir að grípa þyrfti til stefkari meðala í baráttunni gegn Corazon Aquino, forseta landsins. Meðal þeirra sem myrtir voru í gær var yfirmaður úr lögreglu Filipps- eyja. Að sögn lögreglunnar sátu þrír ungir menn fyrir honum á leið hans til vinnu. Hófu þeir skothríð úr skammbyssum á bifreið hans þegar hann hægði á sér til að beygja. í Manila er talið að sömu aðilar hafi verið að verki aftur í gær þegar lögreglustjóri í útborg höfuðborgarinnar og tveir undirmenn hans voru myrtir. Þá er talið líklegt að aftökusveitir kommúnista hafi verið á ferð þegar hermaður var myrtur í borginni í gær. Þótt enginn hafi lýst ábyrgð á morðunum bera þau ýmis einkenni aftöku- sveita kommúnista sem kallaðar eru „spörvamir", vegna þess hversu hratt þær ráðast á fómarlömb sín, koma þeim fyrir og flýja. Meðal annars tóku tilræðismennimir í gær vopn fómarlamba sinna en það gera sporvamir alltaf. Hörð átök milli hústaka og lögreglu Haukur L. Hauksson, DV, Kaupmannahöfn: Hörð átök áttu sér stað milli hús- taka og lögreglu á Vesterbrogade í Kaupmannahöfn aðfaranótt fimmtu- dags. Hafði fjöldi hústaka tekið hús eitt ofarlega í götunni traustataki en sú hústaka á að hafa verið i bígerð lengi. í fréttatilkvnningu frá hústökunum sagði að þetta væri gott hús sem stað- ið hefði autt í tvö ár. „Við munum veija húsið með valdi sem ekki mun falla öllum í geð.“ Það vom orð að sönnu. Þegar hópur lögreglu revndi að komast að húsinu rigndi \’fir hann múrsteinum. steinum úr teygjubvssum og mólótovkokkteilum. Lögreglunni tókst þó að brjóta gat á húsið með brynvörðum bíl og vom hústakar síð- an handteknir hver á fætur öðrum. Tólf lögreglumenn slösuðust í átökun- um og þurftu að fara á sjúkrahús. Lögreglan hafði lokað Vest- erbrogade við aðalstöðvar hústakanna skammt frá og þar rigndi einnig stein- um og mólótovkokkteilum yfir lög- reglumennina. Reyndar köstuðu þeir steinum og öðm til baka að hústökun- um en slíkt hefur ekki gerst áður. I Norrebrohverfinu áttu sér einnig stað átök milli hústaka og lögreglu en hústakar þar héldu að lögreglan ætlaði að rvðja hús þeirra þegar hún birtist en ekki varð af því. Talsmaður hústaka segir að þeir hafi lært frá Ryesgade átökunum í haust að ofbeldi sé það eina sem dug- ir. „Við erum einungis tekin alvarlega þegar átök eiga sér stað. Þegar ekkert gerist segja stjómmálamenn að ekkert húsnæðisvandamál sé fyrir hendi og hústakar fvrirfinnist ekki." Hreinlætistæki Fyrir handhafa VISA eðaEUROCARD allt að 12 mánaða greiðslutimabil. Við erum austast og vestast í bænum. E3 Byggingavörur, Stórhöfða, s. 671100. E3 Byggingavörur, Hringbraut, s. 28600. snyrtivörur Útsölustadir: Reykjavik: Arbæjarapótek - Brá - Iðunnarapótek - Kjalfell - Lólý - Mosfellsapótek - Regnhlífabúóin - Hafnarfjörður: Sandra Kefiavik: Dana Akureyri: Heilsuhorniö Akranes: Lindin Borgarnes: Monsy Neskaupstaöur: Apótekiö Vestmannaeyjar: Ninja Sauðárkrókur: Skagfiröingabúö Husavik: Snót Hveragerði/Þorlókshöfn: Olfusapótek Höfn: Hafnarap>ótek, Snyrtivörur úr alpajurtum og ávöxtum. PatreKsiiBrður: Apótekia. Frábærar vörur sem þú heldur áfram að nota ár eftir ár enda eru þær þekktar fyrir gæði. Viðkvæmasta húð þolir EVORA því ilmefnin eru náttúrulegs eðlis og valda ekki of- næmi. Ilmurinn er mildur og ferskur. EVORA kremin eru bæði fyrir konur og karlmenn og hafa karlmenn með bólótta eða viðkvæma húð nú fengið lausn á rakstursvandamálum sínum. Papaya kremið er það milt að þú mátt nota það á ungbarn. AVOCADO handáburðinn má ekki vanta á neitt heimili. Hann smitar ekki, fer vel inn í húðina og hefur hjálpað mörgum sem eru með exem. Verslunin Ingrid Heiidsöiubi,^, Hafnarstræti 9. Póstsendum. Sími 91-621530. Hallgrímur Jónsson, s. 24311.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.