Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 14

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 14
14 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Frjálst.óháð dagblað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift, ÞVERHOLTI 11, SiMI 27022 Setning, umbrot, mynda- og plötugerð: HILMIR HF., ÞVERHOLTI 11 Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 550 kr. Verð i lausasölu virka daga 55 kr. - Helgarblað 65 kr. Sérkennileg deila Ovanaleg deila er risin vestur í Háskóla. Auglýst hefur verið laus til umsóknar lektorsstaða í félagsvís- indadeild og meðal umsækjenda er dr. Hannes Hólm- steinn Gissurarson stjórnmálafræðingur. Lögfræðingur Hannesar hefur fyrir hönd umbjóðanda síns mótmælt skipan dómnefndar sem á að fjalla um hæfni umsækj- enda. Sú krafa er sett fram að umboð dómefndarmanna verði afturkallað á þeirri forsendu að nefndarmenn kunni að reynast hlutdrægir í mati sínu á hæfni Hannes- ar vegna þess að þeir séu ýmist í vinfengi við aðra umsækjendur eða hafi staðið í illvígum persónulegum og pólitískum deilum við Hannes. Frávísunarkrafan er með öðrum orðum ekki byggð á almennum lagareglum um vanhæfni, þar sem ákvörðun- arefni stjórnvalds varðar handhafa stjórnvaldsins sjálfan eða nána venslamenn hans. Enginn skyldleiki mun vera með dómnefndarmönnum annars vegar og umsækjendum um lektorsstöðuna hins vegar, heldur er til þess vísað að kunningsskapur og skoðanaágreining- ur sé til staðar. Það mun fátítt, ef ekki óþekkt, að slíkar forsendur séu hafðar uppi um vanhæfni. Að því leyti er málarekst- ur þessi nýstárlegur og fróðlegur sem fordæmi, hvort heldur mótmælin eru tekin til greina eða ekki. Á ís- landi eru kunningja- og vinatengsl almenn þvers og kruss um þjóðfélagið. Vináttubönd hafa ugglaust átt mikinn þátt í mótun Islandssögunnar, bæði að því er varðar skipan embætta, stuðning við stjórnmálamenn, hvers konar hagsmunagæslu og málatilbúnað á ólíkleg- ustu sviðum. Það hefur lengi verið opinbert leyndarmál og þegjandi samkomulag um að kunningsskapur ráði úrslitum um starfsráðningar, jafnt á hinum almenna vinnumarkaði sem hjá hinu opinbera. Pólitískur kunn- ingsskapur, ættartengsl og venslabönd hafa stundum verið árangursríkari til frama og forráða heldur en hlut- laust mat á menntun og hæfileikum. Þessu hefur þjóðin kyngt. Ekki vegna þess að það sé góð og gild regla, heldur af hinu að flestir hafa eða munu njóta góðs af henni sjálfir. í rauninni er vafasamt að íslendingar geti nokkurn tíma losað sig við áhrif kunningsskaparins, svo fámenn sem þjóðin er og nálægðin mikil manna í milli. Við erum öll alin upp á sömu þúfunni. Einmitt af því nálægðin er þessi þá er návígið óhjá- kvæmilegt þegar skoðanaágreiningur rís. Deilur verða persónulegri og menn taka ekki aðeins afstöðu til mál- efna, heldur einnig til mannanna sem halda þeim fram. Þetta á ekki síst við um þann málaflokk og þau fræði sem umrædd staða í félagsvísindadeild Háskólans snýst um. Kennarar deildarinnar, dómnefndarmenn og um- sækjendur hafa flestir hverjir verið virkir þátttakendur í opinberum umræðum um stjórnmál og stjórnmála- fræði. Skoðanaskipti og skoðanaágreiningur þeirra í milli er jafnvel eðli og inntak þeirra fræða sem mennt- un þeirra snýst um. Undir það skal tekið að Hannes Hólmsteinn hlýtur að geta gert kröfu til þess að hann njóti hlutlægs og óvilhalls dóms þegar umsókn hans er metin. Þá réttlæt- iskröfu eiga allir. Hitt er annað að krafan er byggð á öðrum og nýjum forsendum en áður hafa varðað van- hæfni. Ef þau rök eru tekin gild er hætt við að vandlifað verði fyrir dómnefndir sem önnur stjórnvöld, sem veita eða skipa í opinberar stöður í framtíðinni. Niðurstaða þessa máls er að því leyti fróðleg að hún mun skapa fordæmi á hvorn veginn sem fer. Ellert B Schram „Auövitað er mjög mikilvægt að ríkisvaldið sé ekki að skipta sér af kjarasamningum, sem því miður hefur gerst alltof oft, en hingað til aðeins til launaskerðingar." Þrjú þúsund ára tregðulögmál Þessa dagana er mikið rætt um þá forgangskröfu Kvennalistans í stjómarmyndunarviðræðum að lág- markslaun og lífeyrir dugi til fram- færslu. Það sem kemur mér mest á óvart er hve margir voru hissa á því að við værum svo fastar fyrir varð- andi þessa kröfu. Við lögðum einnig áherslu á að sérstakt átak yrði gert varðandi laun og kjör kvenna. Til að þessu marki yrði náð töldum við ekki neina aðra leið öruggari en að lögbinda lágmarkslaun þótt það hefði ekki verið skilyrði af okkar hálfu ef aðrar færar leiðir fyndust. Vangaveltur hagfræðinganna Eitt af því sem kom fram í stjómar- myndunarviðræðum Kvennalista, Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks var álit frá hagfræðingi ASÍ og fram- kvæmdastjóra Verslunarráðs og fyrrverandi hagfræðingi VSl um lág- markslaun. Þetta álit hefur nú verið birt i dagblöðunum. Það er tekið fram í álitinu að þetta séu þeirra eigin sjónarmið en ekki þeirra sam- taka sem þeir vinna fyrir. í áliti þeirra finna þeir lágmarks- launum allt til foráttu og telja engan veginn hægt að komast hjá því að hækkun lægstu launa muni leiða til sömu hækkunar upp allan launa- stigann. Það er auðvitað deginum ljósara að ef vilji er ekki fyrir hendi til að hækka lægstu laun sérstaklega þó tekst það ekki. Það þarf enga spekinga til að sjá að það þarf að gera vissar ráðstafanir til að slíkt takist og þá ættu hagfræðingar að geta notið sín. En eins og segir í greinargerð hagfræðinganna: „Breytingar ó launahlutföllum hin- um lægstlaunuðu í hag kalla ekki aðeins á tæknilega útfærslu, heldur ekki síður á almenna samstöðu verkalýðshreyfingar og vinnuveit- enda bæði í kjarasamningum og í ákvörðun um greidd laun.“ Auðvitað er nauðsynlegt að aðilar vinnumark- aðarins vilji taka þátt í þessu átaki, eða eigum við að segja byltingu? Launalögmál landsins milli vatnanna Kjallaiinn Kristín Einarsdóttir þingkona Kvennalista þúsund árum fyrir Krists burð hafi launahlutföll í Mesópótamíu verið svipuð og á íslandi nútímans. Ég hélt að þar hefði jafhvel tíðkast þrælahald. Varla eru hagfræðing- amir að tala um slíkt. Eða hvað? Hvaða sögu hafa þessir menn verið að lesa? Það þarf ekki að fara mörg ár aftur í tímann til að sjá að breyt- ingar hafa orðið á launastiganum. Kennarar hafa t.d. lækkað í launum miðað við aðrar stéttir undanfarinn áratug. Tölvufræðingar og kerfis- fræðingar hafa hins vegar hækkað á sama tíma. Einnig hefur launa- munur milli karla og kvenna aldrei verið meiri en nú og hefur farið vax- andi undanfarin ár. Hvaða launalög- mál er það? íhlutun í kjarasamninga óæskileg íhlutun í kjarasamninga. Auðvitað er mjög mikilvægt að ríkis- valdið sé ekki að skipta sér af kjarasamningum, sem því miður hef- ur gerst allt of oft, en hingað til aðeins til launaskerðingar. Við lítum einnig á það sem neyðarráðstöfún að setja lög um lágmarkslaun. Best væri ef aðilar vinnumarkaðarins í samvinnu við ríkisvaldið kæmu sér saman um leið til að fólk fái laun er duga til framfærslu. Það getur varla verið að þeir sem um launin semja telji að fólk geti skrimt á tæp- um 28 þúsundum á mánuði og að konur eigi um aldur og ævi að sætta sig við lægri laun en karlar. Þjóðarsátt Þegar sú ríkisstjóm tók við sem enn situr var gerð mjög gróf íhlutun í kjör fólks með því að fella niður vísitölubindingu launa en láta láns- kjaravísitölu æða áfram. Það var gert með víðtæku samkomulagi sem kallað var þjóðarsátt. Hvers vegna sameinumst við ekki og gemm aðra þjóðarsátt um það að hækka lægstu launin án þess að þeir sem mest bera úr býtum þurfi að fá sömu prósentu- hækkun eins og hinir og því meiri hækkun í krónum talið? Það er borin von að breytingar verði ef helstu aðilar vinnumarkað- arins hafa sömu skoðun og starfs- menn samtaka þeirra varðandi tregðu launalögmáls Mesópótamíu. Kvennalistakonur em ekki hræddar við að takast á við tregðu- lögmál, jaíhvel þótt þau séu þrjú þúsund ára gömul og komin frá fjar- lægum löndum. Við verðum að fá fleiri til liðs við okkur. Með sam- stöðu og vilja hefst það. Kristín Einarsdóttir Einhliða hækkun lægstu launa Hagfræðingamir benda okkur, - með eða án lögbindingar af hálfu sem minna erum lesin í sögu, á að ríkisins hefur af sumum verið talin „Kvennalistakonur eru ekki hræddar við að takast á við tregðulögmál, jafnvel þótt þau séu þrjú þúsund ára gömul og komin frá fjarlægum löndum.“

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.