Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 32
44 FÖSTUDAGUR 5. JUNÍ 1987. Sviðsljós Ólyginn sagði... Tony Curtis hefur snúið baki við leiklistinni og haslar sér nú völl sem mynd- listarmaður á Hawaii. Berfættur með upplitað hárið málar karl- inn allt mögulegt sem fyrir augu ber og þarf engan að undra að listamennirnir Matisse og Van Gogh eru hans stærstu fyrir- myndir. Karlinn segist láta frá sér málverk með því hugarfari að það sé hans eigið afkvæmi og er því fullur trega við hverja sölu. Þessi hressi leikari hefur ekki einungis snúið baki við Thaliu heldur er Bakkus kominn á svartan lista líka. Ekki fer vín- dropi eða pillubrot inn fyrir hans varir framar að eigin sögn og J útlitið fer stórbatnandi í takt við nýupptekið lífernið. Victoria Principal á ekki að sleppa auðveldlega við bílslysin hérna megin grafar. Þegar Victoria var um tvítugt lenti hún í alvarlegu slysi sem gerði það að verkum að hún sagðist hafa áttað sig á því að maðurinn ,er ekki eilífur. Við þrottför hennar úr Dallasþáttun- um hafa framleiðendur komist að þeirri niðurstöðu að svið- setningin á förinni muni einna Ahelst verða framkvæmanleg í bílslyssformi. Hún á aö brenna huggulega til bana í logandi flakinu en að því loknu má svo alltaf síðar lifga kvenmanninn við, blanda í atburðina minnis- leysi og skella henni í plastikað- gerð. Rainier fursti hefur ekki farið varhluta af þessa heims áhyggjum enda tekur lífið sjálft lítið mark á því hvort menn búa í hreysi eða höll. Karl held- ur sér samt allvel líkamlega, stundar enda markvissa líkams- þjálfun daglega. Aukapundin vilja þó safnast utan á hans hátignarlega skrokk enda er Rainier sælkeri hinn mesti og naslar í öll möguleg sætindi milli mála. í slíkum tilvikum koma barnabörnin sér ágæt- lega, þau er sumsé hægt að taka í fangið og gefa ammin- ammi að smjatta á - og þá er ekki mikið við því að segja þótt einn og einn biti ruglist upp í afann góða og gjafmilda. I>V ís- skápur r 1 sólbaði Jón G. Hauksson, DV, Akureyri: Það eru ekki allir íssskápar sem anda köldu. Þessi ísskápur, sem sést á myndinni, er ættaður frá Akur- eyri og í sumarblíðunni á dögunum brá hann sér eins og aðrir Akur- eyringar út í sólina og hitaði sig upp. Annars virðist þetta hafa verið stutt sumar á Akureyri því það var eins og við manninn mælt - mánu- daginn fyrsta júní var kominn norðankaldi og rigning. Hitastigið fór niður í fjögur stig og vinur okkar á svölunum brá sér því inn í eldhús aftur og fór aftur að anda köldu. Kvenmanns- lausir Rotarymenn Rotarymenn hérlendir hafa ekki fengið á sig salómonsdóm eins og bræð- ur þeirra vestra og koma því saman kvenmannslausir enn um sinn. í henni Ameríku féll hins vegar dómur fyrir skömmu þess efnis að óheim- ilt væri að reka klúbb þann úr heildarsamtökunum sem hafði stigið það örlagaríka skref að hleypa kventegundinni inn á fundina - og skrá kvens- urnar sem fullgilda félaga að auki. A Islandi er ódæmt ennþá og því haldast Rotaryfundir kyngreindir enn um sinn. Á meðfylgjandi DV-myndum BG eru félagsmenn í Rotaryklúbb- um Garða og Seltjarnarness - en síðarnefndir buðu fyrrnefndum til teitis á Nesinu. Ræðumaður kvöldsins var Vernharður Bjarnason en honum var klappað lof í lófa að tölu lokinni. Einar Elísson kaupmaður, Jón Sveinsson framkvæmdastjóri, Örn Eiðsson, forseti Rotaryklúbbsins i Görðum, Jón B. Stefánsson starfsmannastjóri og Ólafur G. Einarsson alþingismaður. Hann lét fara vei um sig á svölunum í sólinni. DV-mynd JGH Vernharöur Bjarnason, fiskvinnslu- og innflutningsmaður, og Jóhannes Benedikt Blöndal hrl., Halldór E. Sigurðsson, fyrrum ráðherra, og Guðjón Ástvaldsson bílasali. Jónatansson vélsmiður og Gróttuvörður. jón Sveinsson framkvæmdastjóri, Börkur Thoroddsen tannlæknir og Magn- ús Valdimarsson í Pólum. Gunnar Bjarnason, vélaverkfræðingur og formaður klúbbsins á Seltjarnar- nesi, og Örn Smári röntgenlæknir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.