Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Iþróttir Valur Ingi- mundarson er búinn að gera munnlegt sam- komulag um að halda áfram þjálfun Njarðvíkurliðsins í körfuknattleik. „Ég mun leika með liðinu eins og endranær." sagði Valur í spjalli við DV. „Við höldum sama mannskap sem spilaði með liðinu á síðasta vetri þó að nokkur félög hafí ve- rið að reyna að fá ýmsa leikmenn til sín." sagði Valur Ingimundar- son í samtali við DV. Valur náði frábærum árangri rneð Njarðvikurliðið á síðasta keppnistímabili en liðið varð þá bæði íslands- og bikarmeistari. Þrátt fyrir að Valur hafi leikið með liðinu samhliða þjálfuninni átti liann sjálfur mjög gott tíma- bil. Margir leikmenn í öðrum félög- um hugðust brevta til og fara í önnur félög en eftir að samþykkt var að fjölga liðum í úrvalsdeild- inni hættu margir við þau áform sín. -JKS Um síðustu helgi fór fram undirbún- ingskeppni hvítasunnubikarsins, á vegum Golfklúbbs Reykjavíkur. Keppni þessi er elsta golfkeppni hérlendis en þetta mót var fyrst haldið árið 1937. 53 þátttakendur voru í undir- búningskeppninni sem var 18 holu höggleikur, en 16 bestu komust áfram í holukeppnina. Úrslit urðu sem hér segir: 1. YzuruOgino............67 2. Gunnar P. Þórisson.....69 3. Gunnlaugur Reynisson...69 Besta skor átti Ivar Hauksson, 73 högg. Sl. sunnudag fór fram öldunga- mót hjá GE í Grafarholti. Leikin var punktakeppni í karla- og kvennaflokki. Urslit urðu þessi: Karlar: 1. Eyþór Fannberg........46 2. Júlíus Ingibergsson....39 3. Guðjón Einarsson.......37 Konur: 1. Gyða Jóhannsdóttir....43 2. Hanna Aðalsteinsdóttir.29 3. Guðríður Guðmundsdóttir ....27 -JKS Juanito Co- mes, sem Real Madrid dæmdi í 4 ára keppnisbann vegna alvarlegs brot í Evrópuleik gegn Bayem Múnchen á dögunum var í gær seldur til 2. deildar liðsins Malaga. Ákvörðun Rea! Madrid vakti mikla athygli. Juanito, sem hafði leikið um ellefu ára skeið með Real Madrid, samdi til eins árs við Malaga. -JKS Mun marka- regnið fylgja Valsliðinu? - 3. umferðin leikin um helgina Þriðja umferðin í 1. deild íslandsmóts- ins í knattspymu hefst á morgun og verða þá leiknir íjórir leikir en síðasti leikur umferðarinnar fer íram á mánu- dagskvöldið. Einnig fer fram heil umferð í 2. deild um helgina. • Valsmenn halda norður yfir heið- ar á morgun og leika gegn KA á Akureyrarvelli og hefst leikurinn kl. 14.00. Valsmenn hafa ekki tapað leik á mótinu til þessa og reyna örugglega að halda áfram á sömu braut. Leikur- inn verður þeim örugglega erfiður því KA-liðið er alltaf erfitt heim að sækja. Þeir unnu mikilvægan sigur í síðustu umferð á útivelli gegn Víði og eru greinilega á réttri leið. • FH-ingar fá Víði í heimsókn í Hafnarfjörðinn kl. 14.00. Leikir þess- ara liða hafa ávallt verið jafnir og spennandi. FH-liðið heíúr ekki unnið leik á mótinu enn sem komið er og leggja þeir líklega allt í sölumar í þessari viðureign til að hljóta sín fyrstu stig í deildinni. Víðismenn hafa hlotið eitt stig, þeir gerðu jafntefli við Valsmenn í fyrsta leik mótsins og em frægir fyrir sína miklu baráttu. • Völsungar og Akumesingar leika á Húsavík kl. 14.00. Völsungar sigmðu Þórsara á Akureyri í síðasta leik og trvggðu sér um leið sín fyrstu stig í deildinni. Mikil barátta er í liðinu og stefha þeirra að halda sér í deildinni í sumar og gott betur. Akumesinga bíður því eidiður leikur en þegar mest á ríður em þeir til alls líklegir. • Keflvíkingar og Þór frá Akureyri leika í Keflavík kl. 14.00. Keflvíkingar fengu stóran skell í síðasta leik gegn Val og má ætla að leikmenn liðsins geri allt til að sú saga endurtaki sig ekki. Þórsliðið kom vemlega á óvart í fyrstu umferð þegar þeir lögðu Fram að velli en komu svo niður á jörðina aftur eftir tapið gegn Völsungi. Þessi viðureign verður ömgglega tvísýn og spennandi. • Síðasti leikur þriðju umferðar verður svo á mánudagskvöldið og leiða þá saman hesta sína, Fram og KR og verður örugglega um hörku viðureign að ræða. KR-ingar koma mjög sterkir til þessa móts og em til alls líklegir í deildinni í sumar. Þeir hafa sigrað í báðum leikjum sínum á mótinu. Framarar töpuðu fyrsta leikn- um en unnu síðan Akumesinga í síðasta leik og sýndu þar sitt rétta andlit. Bæði lið munu berjast til síð- asta blóðdropa í þessum leik, enda mikið í húfi fyrir bæði lið. Leikurinn hefst á aðalvelli Laugardalsvallar á mánudagskvöld kl. 20.00. • Þrír leikir fara fram í 2. deild í kvöld og hefjast þeir allir kl. 20.00. KS-ingar frá Siglufirði fá Víkinga í heimsókn en Víkingur er eina liðið í deildinni sem er taplaust til þessa. Á Laugardalsvelli leika ÍR-ingar og Vestmannaeyingar og á Kópavog- svelli leika Breiðablik og Selfyssingar. • Á morgun leika svo ÍBÍ og Leiftur á Isafirði og á Vopnafirði Einherji og Þróttur og hefjast báðir leikimir kl. 14.00. -JKS • íslandsmótiö hefst á nýjan leik um helgina. Hér sjáum við landsliðsmann- inn Pétur Arnþórsson í kröppum dansi. DV-mynd Brynjar Gauti EM í körfubolta Úrslitakeppni A-þjóða í körfubolta stendur nú sem hæst í Grikklandi. Sovétmenn, núverandi meistarar, em sigurstranglegir að þessu sinni. Úrslit hafa orðið sem hér segir: Spánn - Frakkland...........111-70 Rússland - Frakkland 107-78 Spánn - Rúmenía 116-98 ísrael - Tékkóslóvakía 99-83 Pólland—Holland 91-84' ítalía - V-Þýskaland 84-78 X l'- ^ V W fi V **■ Á b Stórsigur LA Lakers Los Angeles Lakers vann ótrúlega léttan sigur á heimavelli yfir Boston Celtics í fyrsta úrslitaleiknum á milli þessara liða. Lokatölur leiksins urðu 126-113 Lakers í vil. Leikurinn var eign Lakers frá upphafi til enda. Lakers komst eftir stuttan tíma í 9-0 og fljótlega í annarri lotu varð staðan 51-30. Mótspyrna Boston var lítil sem engin og virkuðu leikmenn liðsins þreyttir enda búnir að standa í erfiðum leikjum á undan gegn Detroit Pistons. Hins vegar léku leikmenn Lakers við hvem sinn fing- ur, úthvíldir og fyrir löngu búnir að tryggja sér rétt í úrslitum. James Worthy var stigahæstur hjá Lakers og skoraði 33 stig, Magic Johnson skoraði 29 stig. Hjá Boston var fuglinn Larry Bird sá eini sem lék af eðlilegri getu og skoraði 32 stig. Næsti leikur liðanna verður í dag og einnig í Los Angeles. Ef með þarf fara næstu þrír leikimir fram í Bost- on Garden. -JKS • Boston Celtics tapaði illa í fyrsta urslitaleiki um gegn Los Angeles Lakers.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.