Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 12

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 12
12 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Neytendur DV Husgögn i garðinn Nú þegar sólin lætur sjá sig dag eft- ir dag fannst okkur sem ekki væri úr vegi að athuga hvar hægt væri að fá garðhúsgögn og hvað þau kostuðu. Við hringdum því á nokkra staði til að fá þessar upplýsingar. í Seglagerðinni Ægi er mikið úrval af garðhúsgögnum. Hægt er að kaupa þau í settum en einnig má fá keypt einstök húsgögn úr flestum settunum. Settin kosta frá kr. 10 þúsund þau ódýrustu upp í kr. 24 þúsund þau dýr- ustu. Ef menn vilja kaupa einstaka hluti kosta borðin írá rúmum þrjú þúsund krónum upp i rúmar fimm þúsund. Hver stóll kostar frá kr. 2.500 upp í kr. 4.100. Sófar kosta um fjögur þúsund krónur. Öll húsgögnin eru úr tré. í Miklagarði fást sólstólar og bekk- ir. Þeir eru úr jámgrind sem á er strengdur dúkur. Hver stóll kostar kr. 1.990 og svefnbekkur kostar kr. 3.990. Borð eru ekki til þessa stundina en eru væntanleg á næstunni. í IKEA fást einnig garðhúsgögn. Þau eru seld stök og kosta stólar kr. 840-1.200. þriggja sæta sófar kr. 3.490, borð kr. 1.470-2.890. Fyrrnefndu borð- in em kringlótt og úr jámi en þau síðamefhdu með sporöskjulagaðri tré- plötu. Verslunin Bústofn í Kópavogi býður mikið úrval garðhúsgagna. Húsgögnin em ýmist úr fum eða hvítmáluðu járni. Þau em seld í settum eða í lausu. Ódýrasta settið kostar kr. 9.500 Garðhúsgagnasett hjá Seglagerðinni Ægi kosta frá kr. 10 þúsundum og upp í 24 þúsund. I Seglagerðinni Ægi er mikið úrval af garðhúsgögnum. DV-mynd Brynjar Gauti • ' jfíf ? m 1 * 1 "'&SM en í því er borð, tveir stólar og sófi. Séu húsgögnin keypt í lausu kostar stóll frá kr. 940 til kr. 4.100, borð frá kr. 2.400-6.700, og sófi frá kr. 3.400 til kr. 8.900. Einnig hefur verslunin á boðstólum sólhlífar sem kosta kr. 2.950 og gas- grill á bilinu 24-29 þúsund krónur. í Hagkaup fást garðhúsgögn úr mál- uðu jámi. Þau fást ýmist í settum eða lausu og eru á ýmsu verði. Þannig kostar borð með fjómm stólum kr. 2.879 og borð með tveimur stólum og tveimur kollum kr. 2.679. Stakur stóll kostar 679-1989 og koll- ur kostar kr. 329. Einnig fást legu- bekkir og kosta þeir kr. 1.989. -PLP Hátíðarterta Marengs með þeyttum rjóma og hnausþykku súkkulaði er ekki beint hitaeiningasnautt en við skeytum ekki um það um helgina. Þessi hátíðarterta, sem við rák- rnnst á í norsku blaði, freistaði okkar og er tilvalin sem eftirréttur um hvítasunnuna, nú eða með kvöld- kaffinu. í tertuna fer eftirfarandi: Botninn 4 eggjahvítur 2 dl sykur 2 matskeiðar kartöflumjöl 'A tsk. hjartarsalt Fyllingin 1 stór banani 4 dl þeyttur rjómi 1 dl bananalíkjör Fersk ber eða frosin Súkkulaðisósan 1 dl kakó 1 dl sykur 1 dl vatn 2 msk. smjör Þeytið eggjahvítumar mjög vel. Látið sykurinn og kartöflumjölið varlega út í og síðast hjartarsaltið. Teiknið tvo hringi á bökunarpappír sem lagður er ofan á plötu úr ofnin- um. Hafið botnana um það bil 25 cm í þvermál. Smyrjið þá marengs jafnt á botnana. Bakið þá við 150°C hita þangað til botnamir em lausir frá og vel þurrir. Takið þá varlega af bréfinu og kælið. Blandið svo öllu sem í sósuna á að fara í pott. Hitið og sjóðið í nokkr- ar mínútur og hrærið stöðugt í á meðan. Þeytið rjómann stífan og bætið bananalíkjömum út í. Skerið banan- ann í þunnar sneiðar og látið ofan á annan botninn. Smyrjið þá helm- ingnum af rjómanum yfir bananana og botninn. Látið svo hinn botninn yfir og smyrjið afganginum af rjóm- anum yfir hann. Raðið berjunum ofan á og rétt áður en tertan er bor- in fram er heit súkkulaðisósan sett á og látin dijúpa út yfir barmana. -A.BJ. Verslanir í Reykjavík lokaðar á laugar- dögum í sumar Á laugardaginn kemur breytist af- greiðslutími verslana í Reykjavík en á undanfömum árum hefur verslunum í höfuðborginni verið meinað að hafa opið á laugardögum yfir sumarmánuð- ina júní, júlí og ágúst. Þetta margumdeilda afgreiðslubann byggist á kjarasamningum milli Kaup- mannasamtaka íslands og Verslunar- mannafélags Reykjavíkur sem samþykktir vom í júní árið 1982. Þess ber einnig að geta að 18. nóv- ember 1983 gerði Borgarráð Reykja- víkur breytingu á samþykkt um afgreiðslutíma verslana í Reykjavík. Samkvæmt breytingu Borgarráðs er verslunum heimilt að hafa opið frá kl. 8 til 20 frá mánudögum til föstudaga, hafa opið til kl. 22 á föstudögum og til kl. 16 á laugardögum allan ársins hring. Kjarasamningar Kaupmannasam- takanna og VR kveða hins vegar á um það að verslunum sé heimilt að hafa opið til kl. 18.30 á mánudögum til föstudaga, til kl. 21 á föstudögum og til kl. 16 á laugardögum. Þó skulu verslanir í Reykjavík vera lokaðar á laugardögum í júni, júlí og ágúst, en á þeim tíma mega verslanir vera opnar til kl. 20 á fimmtudögum. Kjarasamningar Kaupmannasam- takanna og VR þrengja því töluvert að þeim afgreiðslutíma sem Borgarráð heimilar. Það eru einkum samningsaðilar VR sem hafa haft frumkvæðið að því að binda þannig með samningum af- greiðslutíma verslana í Reykjavík en í Kaupmannasamtökunum virðast vera nokkuð skiptar skoðanir um rétt- mæti slíkrar skuldbindingar. Við hér á neytendasíðunni hljótum hins vegar að spyija hvort neytendum komi mál- ið ekki við. Hvað segja þeir um málið? -KGK ntzmkiJI Það hefur oft verið heitt í kolunum vegna lokunartíma verslana í Reykjavík.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.