Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 28
40 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Andlát Elenora Þórðaidóttir, Þórufelli 10, Reykjavík, lést á Vífilsstaðaspítala miðvikudaginn 3. júní. Sigurður Már Pétursson, Borgar- holtsbraut 78, Kópavogi, lést í Uandspítalanum þriðjudaginn 2. júní. Jón B. Ólafsson, áður bóndi, Fífu- stöðum, Arnarfirði, lést í sjúkrahúsi ísafjarðar 29. maí. Jarðarförin fer fram frá Bíldudalskirkju laugardag- inn 6. júní kl. 14. Gísli Sighvatsson, Birkihvammi 13. Kópavogi, sem lést miðvikudaginn 27. maí, verður jarðsunginn frá Langholtskirkju í Reykjavík í dag, föstudaginn 5. júní, kl. 13.30. Ólafur Nikulásson, Kirkjuvegi 22. Selfossi, sem lést 27. maí sl., verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laug- vtrdaginn 6. júní kl. 16. Ingibjörg Marinósdóttir, sem lést þann 29. maí. verður jarðsungin frá Landakirkju í Vestmannaevjum laugardaginn 6. júní kl. 14. Eyjólfur Helgi Þórarinsson raf- virkjameistari. Tjarnargötu 41. Keflavík. sem lést laugardaginn 30. maí. verður jarðsunginn frá Kefla- víkurkirkju laugardaginn 6. júní kl. 14. Utför Benedikts Benediktssonar, er lést i Borgarspítalanum 27. maí. fer fram frá Fossvogskapellu föstu- daginn 5. júní kl. 13.30. Útför Odds Ella Ásgrímssonar verður gerð frá Hveragerðiskirkju laugardaginn 6. júní kl. 14. Sýningar Sumarsýning listasafn ASÍ Laugardapinn 6. júní kl. 14 verður opnuð í listasafni ASÍ sumarsýning safnsins. sem hefur hlotið heitið Áning. Á sýningunni verða verk eftir ellefu listamenn á sviði glerlistar. leirlistar. málmsmíði. fatahönn- unar og vefnaðar. Sýningin verður opin alla virka daga kl. 16-20. en um helgar kl. 14 22. Sýningunni lýkur 19. júlí. Tónleikar Tónleikar i Selfosskirkju Föstudaginn 5. júní kl. 20.30 munu Nora Kornblueh sellóleikari. Óskar Ingólfsson klarínettuleikari og Snorri Sigfús Birgis- son píanóleikari halda tónleika í Selfoss- kirkju. Á efnisskrá tónleikanna eru einleiks- og kammerverk eftir Lutoslaw- ski. Webern. Schumann. Stravinsky. Beethoven og Snorra Sigfús. Grafík á ísafirði og í Reykjavík Hljómsveitin Grafík verður með tónleika í Uppsölum á Isfirði laugardagskvöldið 6. júní og hefjast þeir kl. 21. Munu þeir leika efni aé1 væntanlegum hljómplötum. Þess má geta að meðlimir sveitarinnar eru frá ísafirði og verða þetta einu tónleikarnir þar á þessu ári. Mánudagskvöldið 8. júní spila þeir á Hótel Borg og kemur Sniglabandið einnig þar fram. Tilkynriingar „Skógardagur" Aðalfundur Skógræktarfélags Islands sam- þykkti fyrir nokkrum árum að fyrsta laugar- dag í júm' skyldi vekja sérstaka athygli á trjá- og skógrækt hér á landi. Þessi „skógar- dagur“, sem svo hefúr verið nefndur, er að þessu sinni 6. júní nk. en þá marka skógrækt- arfélögin víðs vegar um land daginn hvert með sínu móti, efha til gróðursetningar, skoð- unarferða, eða halda fræðslufundi fyrir félaga sína og áhugafólk. Húnvetningafélagið í Reykjavik verður við skógræktarstörf í Þórdísar- lundi laugardaginn 6. júní. Upplýsingar í síma 38211. í gærkvöldi Guðjón Tómasson framkvæmdastjóri: Stjaman ósköp svipuð Orlof húsmæðra í Reykjavík í sumar mun orlofsnefnd húsmæðra í Reykjavík starfrækja orlofsheimili. að Hvanneyri í Borgarfirði. Dvalið verður eina viku í senn í sex hópum frá 20. júní til 1. ágúst. Hægt er að velja um eins eða tveggja manna herbergi sem hvert hefur sérsnyrtingu. „Heitur pottur", gufubað og gott sólskýli er á staðnum. Leikfimi er á hverjum morgni. Bókasafn staðarins er til afnota fyrir gesti. Guðsþjónusta er í Hvanneyrarkirkju hvern sunnudag. Á miðvikudögum er farið í skoðunarferð um Borgarnes og nágrannasveitir. Frá og með þriðjudeginum 9. júní verður tekið á móti umsóknum á skrifstofu Orlofsnefndar að Traðarkotssundi 6. Fyrstu tvo innritunar- dagana, 9. og 10. júní, hafa þær konur forgang sem ekki hafa áður notið dvalar á vegum nefndarinnar. Skrifstofan verður opin frá kl. 15 18 máiíudaga til föstudaga. Gjald fyrir vikudvöl í tveggja manna her- bergi er kr. 4.700 og í eins manns herbergi kr. 5.200. Allt innifalið. Samtök psoriasis og exemsjúklinga hafa fengið gistiaðstöðu í verbúð Fisknes hf„ Grindavík, fyrir þá sem vilja stunda Bláa lónið. Upplýsingar hjá Sigurgeir sími 92-8280 og hjá Spoex sími 258k). Kvennaráðgjöfin, Hlaðvarpanum. Vesturgötu 3. er opin alla þriðjudaga kl. 20-22. Sími: 21500. símsvari. Sjálfshjálparhópar þeirra sem orðið hafa fyrir sifjaspellum. sími 21500. símsvari. Ég hlustaði minna á útvarp í gær en til stóð. Ég hlustaði þó aðeins á nýju útvarpsstöðina, Stjömuna og mér heyrðist hún vera ósköp svipuð og Rásin og Bylgjan. Maður er yfirleitt aldrei kominn heim íyrr en klukkan sjö og þá er hlustað á fréttirnar. Það finnst mér bestu þættimir á öllum miðlum. Sjónvarpið var ekki með fréttir í gær, en ég horfði á fréttimar á Stöð 2. Ég verð að segja það að oftar en hitt þá finnst mér fréttimar á Stöð 2 betri en hjá Ríkissjónvarpinu. Ég minnist þess til dæmis þegar Bylgjan var með svokallaða Bylgjuvöku til að safna fyrir Vímulausa æsku, að sjónvarpið sagði bara einu sinni frá því í lokin, en þá var búió að segja frá þvi tvisvar á Stöð 2. Stöðvamar taka mismunandi á á fréttunum og yfirleitt líkar mér betur við Stöð 2. Ég horfði ekki á annað í sjónvarpi í gær. Ég fylgist yfirleitt lítið með föstum þáttum í sjónvarpinu, það er helst að maður kveiki þegar Fyrir- myndarfaðir er, það em frábærlega Guðjón Jonsson leiknir þættir. Aðrir þættir sem ég reyni að missa aldrei af em náttúm- og dýralífsmyndir. Það held ég að séu vinsælir þættir. Unglingamir á mínu heimili vilja til dæmis aldrei missa af slíku efni. Auk fréttanna þá hlustaði ég á útvarpsleikritið og fannst það bara nokkuð gott. Síðan hlustaði ég svona með öðm eyranu á Stjömuna á meðan ég dúllaði mér úti í garði. Eins og ég sagði þá fannst mér þetta ósköp svipað og á hinum stöðvunum. Það var kannski helst umræðuþátt- ur um verðlag á sólarlandaferðum sem var eitthvað frábmgðinn. Þessi þáttur bar heitið Hvers eiga bam- lausu hjónin að gjalda og þar ræddu fulltrúar neytenda, ferðaskrifstof- anna og auglýsingastofa um hvort þessar auglýsingar væm rangar. Mér fúndust þetta góðar umræður, en þetta hefur kannski ekki náð til margra. Skólaslit Fjölbrautaskóla Suðurnesja Ellefta skólaári Fjölbrautaskóla Suður- nesja lauk með skólaslitum laugardaginn 23. maí sl. Sú venja hefur skapast að láta athöfn þessa fara fram í þeim sveitarfélög- um sem að skólanum standa. Að þessu sinni fór brautskráningin fram í íþrótta- húsinu í Sandgerði að viðstöddu fjöl- menni. Dagskrá var með hefðbundnum hætti en var um annað nokkuð óvenjuleg. Þannig var brautskráningarhópurinn stærri nú en nokkru sinni áður eða sam- tals 92 nemendur þar á meðal var afhent 1000. brautskráningarskírteinið frá skól- anum. Margir stúdentanna hlutu braut- skráningu af fleiri en einni braut, þó sló Viktor Kjartansson öll met en hann tók við skírteinum af átta námsbrautum. Óvenju mörg verðlaun voru veitt að þessu sinni enda námsárangur með besta móti. Aðstoðarskólameistari FS er Ingólfur Halldórsson og skólameistarí er Hjálmar Árnason. Magnús með skemmtidagskrá í sumar Nú, þegar sumaríiðringurinn hríslast um landann, fara menn að huga að dansleikja- haldi og útiskemmtunum. Skemmtikraftar taka á sprett og raða saman skemmtidag- skrá. Einn þeirra er Magnús Ólafsson sem undanfarin sumur hefur ferðast um landið og skemmt ásamt öðrum. Nú hefur Magn- ús sett saman eigin skemmtidagskrá sem er sérstaklega gerð fyrir dansleiki og úti- skemmtanir. Hér er um að ræða söng, grín og gleði fyrir alla. Einnig er Magnús með Bjössa bollu á sínum snærum fyrir bömin og er hann farinn að syngja þónokkuð líka. Þeir sem hafa áhuga á að fá þessi skemmtilegheit geta haft samband við Auglýsingastofu Magnúsar Ólafssonar, Austurströnd 10, Seltjarnarnesi. Símar 611533 og 51332. Einnig er Pétur rakari umboðsmaður Magnúsar í síma 16520. Lífið veltur á beltunum 1 þessum mánuði kemur hingað til lands nokkuð sérstakur fólksbíll frá Danmörku á vegum Almennra trygginga hf. en hann er festur á sérsmíðaðan vagn með velti- tækjum. Bílinn verður notaður til að leyfa almenningi að sanreyna hvernig það er að velta heilan hring í fólksbíl ólaður nið- ur í öryggisbelti. Það er danska trygging- arfélagið Baltica sem lét útbúa bílinn, sem er af Toyota-gerð, og hafa tugþúsundir Dana þegar farið í slíka bílveltu og vakti bílinn gífurlega athygli þar í landi. Al- mennar fá danskan sérfræðing með bílnum, sem kemur á þjóðhátíðardaginn, en verður fyrst sýndur 18. júní nk. og þá getur fullorðið fólk fundið út með einni veltu hversu nauðsynlegt það ér að spenna sætisólamar. Kynningarherferð Al- mennra ber yfirskriftina „Lífið veltur á bílnum“ og verður bílinn til sýnis á höfuð- borgarsvæðinu og væntanlegar víðar á suðvesturhomi landsins í stuttan tíma. Er það von tryggingarfélagsins að sem flestir noti þetta tækifæri og gangi úr skugga um í eitt skipti fyrir öll að lífið veltur á beltum í umferðinni. Stjórnmálin eru eins og veðhlaupahestur. Góður knapi verð- ur að kunna að detta þannig af baki að hann saki sem minnst. Edouard Herriot Spakmælið Nýr framkvæmdastjóri Heilsuhælis NLFÍ í Hveragerði. Eiríkur G. Ragnarsson, skrifstofustjóri Sjálfsbjargar, hefur verið ráðinn fram- kvæmdastjóri Heilsuhælis Náttúrulækn- ingafélags Islands í Hveragerði frá 1. júlí nk. þegar Friðgeir Ingimundarson lætur af störfum fyrir aldurs sakir. Átta umsækj- endur voru um starfið. Heilsuhæli Nátt- úmlækningafélags íslands í Hveragerði er heilbrigðisstofnun sem á sér enga hlið- stæðu hér á landi. Hælið cr byggt upp af félagslegu átaki og rekið í anda náttúm- lækningastefnunnar sem leggur áherslu á vernd heilsunnar með heilbrigðu líferni. 1 Hveragerði er reynt að endurhæfa fólk með neyslu jurta- og mjólkurfæðis ásamt böðum af ýmsu tagi og hvíld. Heilsuhælið er í fögru umhverfi og koma sjúklingar þaðan endurnærðir á sál og líkama. Aðalfundur Leiklistarsambands Islands var haldinn þriðjudaginn 19. maí sl. Á fundinum urðu miklar umræður um varð- veislu leiklistargagna, þ.e. upptökur af sýningum og aðrar heimildir sem hafa leiklistarsögulegt gildi. Stjórn Leiklistar- sambandsins var endurkjörin en hana skipa: Sveinn Einarsson, Pétur Einarsson, Sigrún Valbergsdóttir, Arnór Benónýsson og Kjartan Ragnarsson. Aðild að Leiklist- arsambandi Islands eiga fulltrúar frá Félagi íslenskra leikara, Félagi leikstjóra á Islandi, Ríkisútvarpi/sjónvarpi, Þjóð- leikhúsinu, Leikfélagi Reykjavíkur, Leikfélagi Akureyrar, Alþýðuleikhúsinu, Bandalagi íslenskra leikfélaga, Leiklistar- skóla Islands, Félagi íslenskra listdansara, Samtökum leiklistargagnrýnenda, Leik- skáldafélagi Islands og Félagi leikhús- fræðinga. Skák Boðsmót Taflfélags Reykjavikur hefst mánudaginn 15. júní kl. 20. Tefldar erða sjö umferðir eftir Monrad-kerfi. Öll- um er heimil þátttaka í boðsmótinu. Umhugsunartími er 1 'A klst. á fyrstu 36 leikina, en síðan 'h klst. til viðbótar til að ljúka skákinni. Engar biðskákir. Skráning þátttakenda í boðsmótið fer fram i síma Taflfélags Reykjavíkur á köldin kl. 20-22. Lokaskráning verður sunnudag 14. júní kl. 20-23. Afmæli 80 ára afmæli á í dag, 5. júní, frú Helga Ásta Guðmundsdóttir frá Stóra-Kálfalæk, Arahólum 4, Reykjavík. Eiginmaður hennar er Ólafur Magnússon, húsasmíðameist- ari. Munu þau að taka á móti gestum á heimili dóttur sinnar í Vesturbergi 115 eftir kl. 16 í dag. 50 ára verður á morgun, 6. júní, Bjarni Gíslason, Borgartanga 5, Mosfellssveit. Hann tekur á móti gestum í Kiwanishúsinu, Smiðjuvegi 13 a, Kópavogi á milli kl. 16-19 á afmælisdaginn. 70 ára verður sunnudaginn 7. júní, Gunnar Ásgeirsson, forstjóri, Efstaleiti 14, Reykjavík (áður Star- haga 14). Hann og kona hans, Valgerður Stefánsdóttir, munu taka á móti gestum í Oddfellowhúsinu á afmælisdegi Gunnars, milli kl. 16 og 18.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.