Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 30
42 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. POPPLAG VIKUNNAR STUÐMENN - POPPLAG í G-DÚR Stuðmenn eru komnir aftur og enn sem fyrr bregða þeir á leik eins og í þessu lagi sem er samtím- is að ég held létt grín að iðnaðarrokkinu en um leið stórgott rokklag í þeirri deildinni. Þeir sem ekki fá fiðring í tær og raddbönd við að heyra þetta eru illa staddir... ÖNNUR GÓÐ POPPLÖG U2 - I STILL HAVEN’T FOUND WHAT l’M LOOKING FOR (ISLAND) Bono og félagar í U2 eru tvímælalaust rokkhljóm- sveitin með STÓRU ERRI í heiminum í dag. Og ekki ætti þetta lag að draga úr velgengninni, enda eitt besta lag þlötunnar The Joshua Tree og er þó margt frábærra laga á þeirri plötu. Þetta er lágvært eig- inlega hógvært lag sem býr yfir miklum innri krafti og Bono fer hér hreint á kost- um í söngnum. HERBERT GUÐMUNDSSON - TREYSTU Á SJÁLFAN ÞIG (TÓNLISTARMENN FYRIR VÍMULAUSA ÆSKU) Herbert hefur sýnt það og sannað að hann er lipur lagasmiður þegar hann vill það við hafa og hér hefur honum tekist virkilega vel upp í léttu popplagi sem grípur hlustandann fljótt og lætur vel í eyrum. Lagið er mjög einfalt og sama er að segja um hljóðfæraleik- inn. Hebbi syngur þetta vel að auki. EIRÍKUR HAUKSSON - ÉG ANN ÞÉR ENN (TÓNLISTAR- MENN FYRIR VÍMULAUSA ÆSKU) Gömlum blúshundum hlýnar heldur betur um hjartaræturnar þegar þeir heyra svona lag. Það er Axel Einarsson sem hefur samið lagið og það heyrist langar leiðir að þetta lag hefur hann sett saman af mikilli ánægju. Og það sem enn betra er að Eiríki Haukssyni tekst að yfir- færa ánægjuna og kraftinn í sönginn með glans. Fyrir- taks blússöngvari Eiríkur. HOUSEMARTINS - FIVE GET OVER EXITED (GO DISC) Love Love Love - Hverjir eru svo smekklausir að stela þessu gamla stefi þeirra Bítlanna úr All You Need Is Love og syngja Fun Fun Fun í staðinn? House- martins af öllum; ég er svo aldeilis hlessa. Þetta er ljótur blettur á annars ágætu, hressu rokklagi. -SþS- David Bowie - Never Let Me down: Thompson Twins - Close To The Bone David Bowie er að líkindum sá tón- listarmaður sem flestir geta samþykkt að hafi verið einna merkastur poppara á síðasta áratug. Bowie naut vinsælda íyrir lög eins og Starman, Life on Mars og Heroes, sem fylla flokk klassískra popplaga, en Bowie hlaut einnig ómælt lof gagnrýnenda fyrir listrænt hugrekki, frumleika og sí- fellda endumýjun. Menn gátu treyst því að þótt jörðin hætti að snúast myndi David Bowie halda áfram að þróast í óvæntar og heillandi áttir. Hver gæti annars ímyndað sér að óreyndu að plötur eins og Ziggy Stard- ust, Low og Young Americans séu gerðar af einum og sama manninum? Sá David Bowie, sem hér er lýst, hætti að vera til eftir útkomu hinnar frábæm Scary Monsters árið 1980. Bowie 9. áratugarins er hinn dæmi- gerði rokkari, til þess að gera sáttur við sig og umhverfi sitt og þar með tilbúinn að taka þátt í hrunadansinum kringum rokkljónið án sérstakra fyrir- vara. Never Let Me Down er aðeins þriðja plata Bowies á síðastliðnum 7 árum en Bowie hefur á þessum tfma í aukn- um mæli snúið sér að kvikmyndaleik og kvikmyndatónlist, sbr. Absolute Beginners og Labyrinth. Let’s Dance, 1983, skaut Bowie endanlega upp á stjörnuhimin vinsældalistanna en Tonight, 1984, var hins vegar and- lausasta verk Bowies til þessa. Þótt Bowie hafi glatað sérstæðu sinni í rokkinu er því ekki að neita að Never Let Me Down er stór fram- för fi"á Tonight-plötunni. Áþreifanlegust er breytingin til meira rokks og Bowie virðist aftur hafa tekið leikgleði sína. Lögin á NLMD munu hafa verið samin með hljómleikaflutning í huga og skilar það sér vel því yfirbragð skífunnar er létt og hressilegt. Hin nýja átakalausa stefiia Bowies endurspeglast hins veg- ar í vali hans á meðspilurum en þar em m.a. Carlos Alomar, fomvinur Bowies, og gítarleikarinn Peter Frampton sem var upp á sitt besta fyrir rúmum áratug. Þessir menn kom- ast ágætlega frá sínu en leikur þeirra verður seint talinn til nýsköpunar. Hressileg rokklög em sem fyrr segir uppistaða NLMD og ber þar hæst Beat of Your Drum, ’87 and Crý og Zeroes. Glass Spider sker sig nokkuð úr því þar fer Bowie með mystíska dæmisögu um glerkóngulær í Asíu og Time Will Crawl er eitt besta lagið með ágætum texta um vora trylltu veröld. Þegar upp er staðið skortir þessar lagasmíðar þó þá dýpt sem gerir skemmtilega plötu að verulega góðri. Bowie er ekki mikið niðri fyrir á NLMD og platan getur ekki talist til hans bestu en hún er þó allténd skemmtileg áheymar og maður skyldi ekki vanmeta það á þessum síðustu og...tímum. Skúli Helgason Kameljón án litskrúðs Daprir tvíburar Það er erfitt að fóta sig á frægðar- svellinu og ekki einu sinn víst að þó það takist einu sinni að menn haldi jafnvæginu nema stutta stund. Þetta hefur hljómsveitin Thompson Twins fengið að reyna heldur betur. Hljómsveitin er tæpra tíu ára og framanaf gekk hvorki né rak en uppúr 1980 fór að rofa til og hátindinum náði hljómsveitin með plötunni Into The Gap sem kom út 1983. Þá var hljómsveitin tríó og var það enn þegar næsta plata kom út en hún fékk frek- ar dræmar viðtökur. Síðan hefur það gerst að einn lítill negrastrákur er hættur í hljómsveitinni og þau skötu- hjúin Tom Bailey og Alannah Currie tvö eftir. Og enn liggur leiðin niður á við því þessi fyrsta plata Thompson Twins eftir fækkun er ekki uppá marga fiska. Tónlistin er að miklu leyti innantómt og líflaust tölvupopp og nær aldrei að komast á flug. Útsetningar eru flatneskjulegar og þegar við bætist að tónsmíðamar eru í lakari kantinum er ekki við miklu að búast. Síðasta lagið sem Thompson Twins gerðu vinsælt var King For A Day og virðist nafhið hafa orðið að áhrínsorð- um fyrir hljómsveitina. -SþS- Bernie Taupin - Tribe Textahöfundur tekur lagið Nafh Bemie Taupin er þekkt í tón- listarheiminum. Ekki fyrir það að hann sé söngvari eða lagasmiður held- ur er hann einn þekktasti textahöf- undur sem um getur. Þótt textar hans hafi víða farið þá er hann aðallega frægur fyrir að vera höfundur lang- flestra texta Eltons John. Nær sam- starf þeirra allt til ársins 1969 þegar báðir vom í leit að frægð og frama. Hefúr samstarf þeirra síðan verið mjög farsælt og á Bemie Taupin texta við öll þekktustu lög Elton John. Textar Taupin rista kannski ekki mjög djúpt en hann er leikinn með orð og snyrtilegri textar finnast varla í poppheiminum. Einhvem veginn hafði maður aldrei hugsað út í það að Bemie Taupin gæti sungið og einn daginn mundi koma út plata frá honum með hans eigin tónlist. Það kom því á óvart þeg- ar plata hans, Tribe, kom út fyrir stuttu. Það var því fyrst og fremst forvitni sem réð þvi að Tribe var sett á fóninn við fyrsta tækifæri. Sú forvitni dofnaði samt fljótt. Eins og vænta mátti em textamir hinir boðlegustu en varla verður sama sagt um tónlistina. Ekki Nýjar plötur veit ég nákvæmlega hvað mikinn hlut Taupin á í gerð laganna. Ásamt hon- um er Martin Page titlaður höfundur laga og er ekkert nánar getið um þá samvinnu. Martin Page er annars allt í öllu. Hann stjómar upptökum og leikur á ýmis hljóðfæri. Elton John kemur lítið við sögu, syngur aðeins í bakröddum, varla greinanlegur. I heild em lögin á Tribe frekar dauf, em flest léttrokkuð og ekki eftirminni- leg, þótt eitt og eitt nái aðeins uppfyrir meðalmennskuna. Rödd Taupin er ekki mikil. Ekki verðurt annað sagt en að hann nýti rödd sína allsæmi- lega. Aftur á móti kemur Bemie Taupin víða við í textagerð. Fjallað er um látnar persónur í Desperation Train, fjallað um villta vestrið í The New Lone Ranger og eitt lagið heitir Billy Fury og fjallar um þekktan popp- söngvara sem var upp á sitt besta í byijun Bítlatímabilsins. Minnisstæð- asta lagið á Tribe er Corrugated Iron. í ágætu lagi fjallar Taupin um kjör svartra í Suður-Afríku. Ekki hef ég trú á að Bemie Taupin öðlist frægð sem söngvari og get ég ekki bent á eitt lag sem líklegt er til vinsælda af Tribe. Áftur á móti hlýtur það góða orð, sem fer af honum sem textahöfundi, að standa óbreytt. POPP SMÆLKl Sæl nú!.. .Þessa dagana stendur yfir niikil styrjöid i biaðaheiminum i Bretlandi milli poppblaðanna annars vegarog dagblaðanna i Fleet Street hins vegar. Deilurnar snúst um fréttaflutning af framkomu hinnar umdeiidu bandarisku hljómsveitar The Beastie Boys á tónlistar- hátiðinni f Montreauxi Sviss nú fyrir skemmstu. Sum bresku dagblaðanna, siefpressan svonefnda, hafa birt hverja forsiöuf réttína eftir aðra þar sem segir frá viðbjóðslegri framkomu Beastie Boys í Sviss og sér- staklega framkomu þeirra við fötluð börn, sem voru sérstaklega boðin á hátíð- ina. Eiga þeir að hafa gert grin að krökkunum og hæðst að fötlun þeirra og þar fram eftír götunum. Breska popp- pressan tók upp hanskann fyrir Beastie Boys og hrakti allar tröllasögurnar lið fyrir lið og reyndust þær ekki eiga við nein rök að styðjst. Er nú frekar grunnt á þvi góða milli Fleet Street og popp- pressunnar og segir í Melody Maker að önnur eins ófrægingarherferð á hendur einni hljómsveit hafi ekki verið farin síðan Sex Pistols voru og hétu. Beastie Boys eiga raunar ekki einungis við bresku slefpressuna að glima því einn þingmanna jhaldsfokksins hefur beitt sér fyrir því að þeim verði bannað að koma til Bret- lands til hljómleikahalds. . .Gary Glitter virðist hafa niu líf eins og kötturinn; margir töldu þegar honum var stungið inn á síðasta ári fyrir Ölvun víð akstur að fer- illinn væri á enda, en þá var skammt liðið frá því Gary gerðí enn eina tilraunina til að endurvekja gamla frægð. En Gary er ekki á þeim bux- unum að gefa sig og hyggst halda i hljómleikaferð um Bretland á næstunni.. ,0g fleiri gamlingjar staulast fram á sviðið á nýjan leik um þessar mundir; Roy gamli Orbison sem stóð á hátindi frægðarinnar um 1965 hefur gert samning við Virgin Records i Bretlandi og fyrsta smáskífan er vænt- anleg; lagið In Dreams sem hanngaffyrstút1963!. . . Tom Petty varð fyrir því á dögunum að einbýlishús hans i Kaliforníu branntil kaldra kola. Rokkarinn var heima við ásamt fjölskyldu sinni er eidurinn braust út en enginn meiddist. Lögregl- an telur mögulegt að einhver hafi kveiktí húsi Pettys... sjáumst... -SþS-

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.