Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 16

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 16
16 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Spumingin Hvað langar þig til að verða þegar þú ert orð- inn „stór“? Klara Helgadóttir: Ég veit það eigin- lega ekki, það er nógur tími til að ákveða það. Það kemur bara svo margt til greina að ég á erfitt með að gera það upp við mig endanlega. Hanna Loftsdóttir: Mig langar að vera leikari og ég ætla í leiklistar- skólann þegar ég er orðinn eldri. Það er örugglega skemmtilegt. Halldóra Svavarsdóttir: Ég er sko alveg ákveðin í að vera hjúkrunar- kona, það er svo gaman að vera í læknaleik og þá er ég alltaf hjúkr- unarkonan. Það er samt soldið erfitt að vera hjúkrunarkona þegar það eru margir veikir. Hörður Lárusson: Ég veit, mig lang- ar til að verða kafari og ég ætla læra það þegar ég er orðinn stór. Mig langar svo að kikja í sjóinn og sjá alla fiskana. Þorvaldur Gilbertsson: Ég held ég vilji vera einkaspæjari svona eins og Derric. Það er svo spennandi starf. Pálmi Sverrisson: Ég vil sko miklu frekar vera fræg fótboltastjarna heldur en einkaspæjari það er sko miklu merkilegra. Ég passa það að æfa mig mikið í fótbolta svo ég verði nú örugglega stjama einhvern tím- ann. Lesendur „Það er svo sem ekkert nýtt þó Jón Helgason komi aftan að fólki með ótrú- lega afturhaldssamar aðgerðir i þágu lítilla sérhagsmunahópa...." Leyndardómar landbúnaðar- ráðuneytis Höskuldur S. skrifar: Á dögunum fréttist að Jón Helgason hefði verið að pukrast með innflutn- ingshömlur á grænmeti síðan í febrúar án þess að nokkur vissi. Þama á ég að sjálfsögðu við „innan- hússplagg" það úr landbúnaðarráðu- neytinu sem fjallað var um í fjölmiðl- um um helgina. Þar kom fram að þetta væri reglugerð, sett af Jóni Helgasyni í febrúar síðastliðnum, um vemdun íslenskra landbúnaðarafurða með inn- flutningshöftum. Það er svo sem ekkert nýtt þó Jón komi aftan að fólki með ótrúlega aftur- haldssamar aðgerðir í þágu lítilla sérhagsmunahópa. Mönnum ætti að vera í fersku minni samningar þeir sem gerðir voru við bændur rétt fyrir kosningar. Þá voru þeir almennt for- dæmdir. En nú er öldin önnur. Fram hefur komið að samningurinn nýtur mikilla vinsælda á nýkjömu Alþingi, já svo mikilla að líklegt er talið að meirihluti þingmanna muni sam- þykkja hann, sé þess nokkur kostur. Svona hagsmunapot er lítt sæmandi ráðherra. Og það að enginn skyldi hafa vitneskju um áðumefhda reglu- gerð frá því hún var sett í febrúar þar til Neytendasamtökin upplýstu málið í lok maí sýnir vel hug ráðherra. Þama er helbert pukur á ferðinni, leyndar- dómur sem alls ekki mátti vitnast fyrir kosningar. Skíðaskálinn í Hveradölum: Frábær veitíngastaður Geir R. Andersen skrifar: Það er kannski vegna þess að Skíða- skálinn í Hveradölum er ekki í nokkurra húsalengda fjarlægð eða innan borgarmarkanna að manni dett- ur hann ekki allra fyrst í hug þegar maður hefur í huga að skreppa á veit- ingahús. En auglýsingar eru máttugar og ekki þurfti nema eina áminningu frá Skíðaskálanum um að enn þjónaði hann íbúum á Stór-Reykjarvíkursvæð- inu og fleirum, til að láta sannfærast um að þangað væri skemmtilegt að aka eitt fagurt sumarkvöldið. Ekki dró úr að Skíðaskálinn aug- lýsti einnig að hljómsveit Hauks Morthens væri á staðnum og létti undir með gestum og starfsliði. Skíðaskálinn býður gestum upp á hlaðborð sem er áreiðanlega með þeim betri sem gerast hér á landi. Þar má velja úr fjölmörgum réttum, heitum og köldum og það sem meira er, matur- inn er tilreiddur með næmum smekk fyrir bragði og samsetningu. Ekkert annað en úrvals hráefni virðist vera þar notað. Það var fyrir tilviljun að borð hafði verið pantað og kom það sér afar vel því allir salir skálans voru þétt setnir gestum og var fólk að fara og koma fram eftir kvöldi. Hljómsveit Hauks Morthens er góð og leikur þama hugnæma og vinsæla tónlist sem eykur á annars þægilegt og óvenjulegt umhverfi. Haukur sjálf- ur kann manna best að umgangast gesti sem vilja njóta sín á veitinga- stöðum og sýnir það þama sem endranær. Það er talsvert mikil tilbreyting að fara upp í Skíðaskála og borða þar í rólegu umhverfi þar sem frábær þjón- usta er innt af höndum. Og sanngjamt verð á veitingum er enn eitt aðdráttar- aflið sem sannar það enn og aftur að góður matur þarf ekki endilega að kosta morð fjár eins og er á mörgum veitingastöðum. Skíðaskálinn í Hveradölum minnir um margt á góða veitingastaði í Mið- Evrópu þar sem boðið er upp á frábæran mat í þægilegu andrúmslofti í sígildum húsakynnum. Kattamartröð Páll G. skrifar: á það. Svo sækja kettimir í bama- Það er víst ekki hægt að segja að vagna og gætu ef til vill kæft ung- hér sé kattahallæri því að í borginni bömin er sofa í vögnunum. er varla hægt að þverfóta fyrir köttum. Mér finnst ekki ná nokkurri átt að Hvert sem maður fer og hvar sem kattaeigendur skuli láta þá nánast maður er þurfa þessi kattakvikindi að ganga sjálfala. vera fyrir manni. Þar sem ég er alls ekki gefinn fyrir En það er ekki nóg með þetta. Hafi ketti stendur mér alls ekki á sama um maður glugga opinn á heimili sínu er heimsókn kattanna sem hræða úr þar fyrr en varir allt orðið fullt af manni líftóruna er maður vaknar við köttum. Kattaskítur og för eftir loppur þá á fótum sér. Einnig hef ég áhyggjur em hreinlega út um allt. Þetta er far- af bömunum sofandi úti í vagni. ið að minna mann á Hitchcock Þvíviléghérmeðbiðjakattaeigend- myndina Birds þar sem fólki var ekki ur að hugsa um kettina sína og sjá til lengur óhætt vegna fugla sem réðust þess að þeir séu ekki að angra aðra. „Kattaeigendur, hugsið sjálfir um ykkar ketti og sjáið til þess að þeir séu ekki að angra aðra!“ „Margir töluðu um fyrir kosningar að Kvennalistakonur virtust einlægari en hinir pólitikusarnir og væri treystandi til að halda fast í stefnu sína í stað þess aö selja hana fyrir ráðherrastóla." Málefni flokkanna skipta Ágústa J. skrifar: Ég má til með að leggja orð í belg út af þessum stjómarmyndunarvið- ræðum. Mér finnst alltaf hálfskrýtið þegar menn em að tala um ábyrgðar- leysi hjá Kvennalistanum og að þær séu að reyna að koma sér undan því að fara í stjóm með því að setja ófrá- víkjanleg skilyrði fyrir stjómarþátt- töku. Það er eins og málefhin skipti minnstu og um allt megi semja, aðalat- riðið sé að komast í stjóm. Mín skoðun er sú að flokkamir beri ábyrgð gagn- vart kjósendum sínum. Og kjósendur mestu Kvennalistann kusu flokkinn meðal annars út á það að konumar ætluðu að beita sér fyrir hækkuðum launum, lengra fæðingarorlofi og fleim sem stuðlaði að bættum hag kvenna og bama. Og margir töluðu um fyrir kosningar að þær virtust einlægari en hinir pólitíkusamir og væri treystandi til að halda fast í stefnu sína, í stað þess að selja hana fyrir ráðherrastóla. Það væri því ábyrgðarleysi og svik við kjósendur Kvennalistans ef konumar fæm í ríkisstjóm án þess að tryggja að þessi mál næðu firam að ganga. Óhvein flugstöð Sigríður skrifar: Fyrir stuttu átti ég leið um nýju flug- stöðvarbygginguna og var allt gott um það að segja nema eitt, borðin vom öll óhreinsuð og það snemma morg- uns. Það var hálfleiðinlegt að setjast í fallegan leðursófann í fallegu blóma- stofúnni og geta ekki lagt kaffibollann sinn á borð fyrir flöskum, bréfarusli og glösum. Reyndar höfðu einhverjir tekið sig til fyrr um morguninn og hreinsað borðið því fríhafnarpoki lá á gólfinu fullur af tómum glerjum og bréfarusli. Ég skimaði í kringum mig í leit að ruslafötum en sá enga. Þetta er ekki nógu gott og á ekki að láta sjást í svo glæsilegri byggingu. Ég var ekki ein um að undrast þennan sóða- skap, fólk í kringum mig var að ræða þessi mál og hneykslast á þessu. Og ég vil geta þess að sóðaskapurinn var ekki flugfarþegum að kenna heldur starfsfólki sem ekki virtist sjá sóma sinn í að þrífa. Þá vil ég einnig koma því að í leið- inni að þeim megin í flugstöðvarbygg- ingunni sem kaffiaðstaðan er er enginn skermur þar sem hægt er að fylgjast með flugi. Þar sem seinkun var á mínu flugi þótti mér miður að þurfa sífellt að standa upp og labba yfir í hinn endann til að athuga með breytingar. Vonandi að þetta verði lagað sem fyrst. Að öðru leyti var ákaflega skemmtilegt að ferðast til og frá landinu um þessa nýju flugstöð og ég held bara að Islendingamir hafi verið stoltir er þeir komu heim að eiga slíkt hús. „Það var hálfleiðinlegt að setjast i fallegan leðursófann i fallegu blómastofunni og geta ekki lagt kaffibollann sinn á borð fyrir flösk- um, bréfarusli og glösum..."

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.