Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 7

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 7
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. 7 Atviimumál Hiti í Kína og Tíbet: Þorsteinn ræð- ir við Zhu Xun Á döfinni er að íslenskir jarðvís- indamenn og jarðhitasérfræðingar taki að sér veruleg verkefni í Kína og Tíbet. Hér er stödd sendinefnd að aust- an og hafa þeir Þorsteinn Pálsson iðnaðarráðherra og Zhu Xun, jarð- fræði- og jarðauðlindaráðherra Kínverja, átt vinsamlegar samræður um þessi mál. Sérstök sendinefnd iðnaðarráðu- neytisins fÓB til Kína fyrir ári og kynnti hún sér meðal annars jarð- hitamál í Tíbet og Tjanjin. 1 framhaldi af því var staðfest viljayfirlýsing um gagnkvæmar heimsóknir til þess að fjalla um hugsanleg verkefni, um þjálf- un fleiri kínverskra nemenda í Jarð- hitaskóla Sameinuðu þjóðanna hér á landi og loks um sérstök rannsóknar- verkefhi og áætlanagerð við jarðhita- virkjun Islendinga í Kína. Þetta var áréttað í heimsókn Stein- gríms Hermannssonar til Kína. Ferð Kínverjanna hingað nú er liður í því að koma fyrirhuguðum samskiptum á. -HERB Samskiptaörðug- leikar í kaupfélaginu? „Þessi nýi kaupfélagsstjóri kom fyrir 2 árum þegar kaupfélagið var mjög illa statt. Hann ætlaði heldur betur að redda málunum og gerir 'það með því að reka fólk eða gera því ómögu- legt að starfa. Virðist hann njóta dyggrar aðstoðar sumra heima- manna, einkum oddvitans," sagði Viggó Einarsson, fyrrverandi starfs- maður Kaupfélags Skaftfellinga. Um nokkurn tíma virðist hafa ver- ið um samskiptaörðugleika að ræða í kaupfélaginu í Vík í Mýrdal og nokkur kurr verið í mönnum. „Eg er ekki eina dæmið, þetta hefur snert 10-12 manns og menn hafa fengið nóg. Ég tók við rekstri Víkurskálans og átti að reka hann fram í júní og sýna fram á hagnað. Hann var rétt- um megin við strikið hjá mér sem er ekki auðvelt á þessum árstíma. Samt átti að láta mig hætta og ég var sakaður um að stela vinnutíma fyrir mig og starfsfólk mitt, tíma- fjöldinn væri óeðlilega mikill. Þá fékk ég nóg.“ Hagræðing í rekstri „Þegar ég tók við stefndi fast í gjaldþrot, meðal annars vegna þess að kaupfélagið var ofmannað. Til að ná fram hagræðingu í rekstri ýmissa deilda varð að láta eitthvað af fólki hætta,“ sagði Friðbjörn Níelsson kaupfélagsstjóri. Friðbjörn vildi ekki kannast við neitt ósætti meðal sinna starfsmanna né almennan kurr í bænum. „Þetta eru sárindi af hálfu manna sem ekki hafa uppfyllt þær kröfur sem gerðar hafa verið til þeirra. Viggó var ráðinn vegna mikils þrýst- ings um að taka hann inn og þá í stuttan tíma, sem ekki er venjulegt. Hann stóð sig ekki.“ -JFJ Látúnsbarkinn góði, unninn af Jóni Snorra á gullsmíðaverkstæði Jens Guðjónssonar. DV-mynd Brynjar Gauti Látúns- barka- lertinni lokið á Vest- fjörðum Um helgina var haldin fyrstu undanúrslit í keppninni á vegum Stuðmanria og ríkissjónvarpsins um látúnsbarkann, sem er að sögn mesta stjörnuleit síðan leitin var gerð að kvenhetjunni í kvikmynd- inni „Gone with the wind“. Fyrstu undanúrslitin voru á Vestfjörðum; á Patreksfirði og í Hnífsdal. Sigurvegarinn á Patreks- firði var ungur Tálknfirðingur , Jóhann Jónsson að nafni. Jóhann, sem er starfsmaður Hraðfrystihúss Tálknafjarðar, hlaut 82 stig af 100 mögulegum. A Hnífsdal sigraði eini fulltrúi kvenþjóðarinnar, Málfríður Hjaltadóttir. Hún hlaut einnig 82 stig af 100 mögulegum. Vegna þess að aðeins einn fulltrúi frá hverju kjördæmi kemst í úrslit í sjón- varpssal þann 5. júlí varð að varpa hlutkesti milli Jóhanns og Málfríð- ar. Upp kom hlutur Jóhánns Tálknfirðings og verður hann því fulltrúi Vestfjarðakjördæmis í úr- slitum látúnsbarkakeppninnar. Til undanúrslita í keppninni velj- ast þeir fimm er fyrst láta skrá sig á hverjum stað. Tveir keppnisstaðir eru í hverju kjördæmi og að sögn Jakobs Magnússonar stuðmanns eru enn laus sæti í undanúrslitum. PV 1ft Fhig og bíll í Amsterdam - og öll Evrópa er þér opin Þegar þú ert stiginn upp í bílaleigubíl í Amsterdam átt þú greiða leið um alla Evrópu. Bílaleigubílar eru ódýrari í Amsterdam en í öðrum borgum og því er hentugt að fara þangað hvort sem um er að ræða stutta viðskiptaferð eða lengri sumarleyfisferð með alla Qölskylduna. Bílaleiga sú sem Arnarflug skiptir við er Interrent, stórt og traust fyrirtæki með þjónustustöðvar um alla Evrópu. Verð frá kr. 12.810 miðað við hjón með 2 börn í viku. Bifreið: Ford Fiesta. ^fARNARFLUG Lágmúla 7, sími84477 rvo’; • s\ð°sta,vs^ SÖ09>S\ 0rri \>r'ú . ör \,0r S!^súe't0Í' V^&t ° \ac\91 VrcA' fyr^0 ,c *** rr^ BYRJAR í EVRÓPU! Það má til sanns vegar færa að allt byrji í EVRÓPU. Fjölmörg hjónabönd hafa byrjað í EVRÓPU. Um næstu helgi byrjar tónleikaferð Mezzoforte í EVRÓPU og í kvöld byrjar pottþétt hvítasunnuhelgi! Ath. aðeins opið til kl. 23.30 annað kvöld - laugardagskvöld.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.