Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 33

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 33
FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. DaÉ í Cannes Frændur vorir Danir hafa vit á að halda sig þar sem fjörið er og að sjálf- sögðu lögðu þeir allnokkrir leið sína til Cannes á kvikmyndahátíðina. Kirsten Lehfeldt skemmti sér greini- lega ágætlega á ströndinni en til þess að létta lund hennar og nær- staddra ljósmyndara var fyrirsætan frá Fjóni - Jette Mailand - eins og ábyrgðarsending af himnum. Belgíski kraftajötunninn Luc Van Lierde reyndi fyrir skömmu að setja nýtt heimsmet með því að draga tíu tonna vörubíl eftir aðalgötunni í heimabæ sínum á sem stystum tíma. Lierde tókst að draga bílinn 25 metra en var þá svo óheppinn að renna illilega á hálli götunni og meiða sig þannig að hann varð að gefast upp. Metið bíður betri tíma. IMM Símamynd Reuter Rainier meö föðurnum sem meðal annars lagði á ráðin um að ræna synin- um. Mónakó: Ódæl furstamóðir Eplið hefur ekki fallið langt frá eikinni þegar Stefanía af Mónakó fæddist. Hún þvkir minna allmjög á ömmu sína - Charlotte - móður Ra- iniers. Sú góða kona var fjöllynd mjög - reyndar svo að til vandræða horfði fvrir eiginmanninn Pierre de Polignac. Elskhugar Charlotte voru meðal annars fangar sem voru skjólstæð- ingar hennar - en Charlotte starfaði mikið að fangahjálp. Bílstjórinn. nuddarinn, allmargir dansarar og leikarar - að óglevmdum franska fjöldamorðingjanum Mad Pierrot - lentu í náðinni reglubundið. Að lok- um var eiginmaðurinn fullsaddur á tilteþtum eiginkonunnar og þau skildu eftir níu ára hjónaband. Charlotte hélt Rainier litla og barðist faðir hans árum saman fyrir því að fá soninn til sín. Hann taldi Charlottu óhæfa móður og ein af til- raunum Pierre til þess að ná syninum var mannránsáætlun sem lögfræð- ingar töldu hann á að leggja til hliðar - gegn talsverðri fjárupphæð frá Charlotte. Karl lét til leiðast og þáði aurana. Lyktir urðu þær að afi Rainiers ól hann upp heima í Mónakó og korn- ungur tók Rainier við furstadæminu. Þykir honum hafa tekist stjórnin vel en erfiðleikarnir með Stefaníu prins- essu ræna kappann lífsgleði og heilsu. Hún þykir ótrúlega lík ömmu sinni og er því kvöl furstans allt ft-á æskuárunum framlengd með fram- ferði dótturinnar. Þar er varla nokkuð að breytast ef að likum lætur því Charlotte var á sínum tíma bana- hress allt fram i andlátið. Charlotte, móðir Rainiers fursta, var ódæl mjög og hamstraði elskhuga eins og hver dagur væri hennar síð- asti. 45 __________,t - Sviðsljós Ólyginn sagði... </ Játvarður prins er kominn með eina huggulega kvenveru sér við hlið. Sú heitifc ^ Elanor og hefur það helst sér til' ágætis að vera lifandi eftirmynd hinnar bráðhressu Fergie. Svo líkar eru kvensurnar í útliti að það þarf fleira en eitt tillit til þess að átta sig á að þarna er ekki eiginkona Andrews á ferð- inni. Annars var Játvarður helst að halla sér að Ijóskunni Romy Adlington en það samband var snarlega rofið þegar i Ijós kom að Romy hafði fleiri en einn í takinu í einu. Að sjálfsögðu voru það dagblöðin sem fyrst voru með þær fréttir og sam- dægurs var Romy tekin af gestalista hallarinnar. x J Karl Bretaprins*1 er í slæmu máli núna. Flugu- fregnir herma að hann hafi eytt allmörgum dögum á Italíu einn á ferð með þarlendri þokka- gyðju og hvín nú hressilega í hans vel klæddu eiginkonu. Bretar segja þau hjónin fjar- lægjast hvort annað óðfluga og á Diana ekki góða daga á heimavelli. Hún varð einnig fyr- ir því áfalli fyrir skömmu að uppáhaldslífvörðurinn hennar lenti í bílslysi og lét samstundis lífið. Þegar í Ijós kom hversu náið samband hans og Diönu var orðið á síðasta ári var kapp- anum sagt upp störfum en eitthvað mun Diana samt hafcF' ‘ leitað til hans í erfiðleikum eftir það - enda maðurinn trúnaðar- vinur númer eitt, tvö og þrjú. Nú er hann sumsé ekki til stað- ar lengur og því heldur lítið við að vera í hallargarðinum. Sean Connery er farinn að eldast og næmi karlsins fyrir fögrum Ijóskum dofnar dag frá degi. hiann er góðu vanur i hlutverki þess eldklára núllnúllsjö og fagrar konur flykkjast ennþá í kring- um kappann eins og mý á mykjuskán. Meðfylgjandi mynd sýnir eftirlaunanjósnar- ann með jaggerljóskuna Jerry Hall sér við hlið og augljós- lega verður hún að hafa sig alla við ef takast á að vekja á orðræðunum einhverja at- hygli. Jerry lætur samt ekki slá sig út af laginu enda brosmild og geðgóð kona með afbrigð- um.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.