Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 05.06.1987, Blaðsíða 10
10 FÖSTUDAGUR 5. JÚNÍ 1987. Útlönd Átökin á Sri Lanka geta skipt sköpum fyrir S-Asíu Hermenn á Sri Lanka lyfta særðum félaga sínum um borð i herflugvél. Hann var einn fjörutíu hermanna sem særðust er skæruliðar tamíla réðust á herbækistöð á Jaffna. Þrír hermenn biðu bana. - Simamynd Reuter Jón Onruir HaMóissan, DV, Landon; Síðast í þessari viku birtust í blöð- um í Evrópu auglýsingar þar sem fólk er hvatt til að heimsækja para- dís á jörð. Þetta eru leifar af margra ára auglýsingaherferð flugfélagsins á Sri Lanka. Slagorðið um paradís var heldur ekki gripið úr lausu lofti því þessi litla eyja við suðurodda Indlands hefur verið kölluð paradís í margar aldir af þeim sem þangað hafa farið en gamlar sögur herma að aldin- garðurinn Eden hafi verið þar sem nú skilur sjór milli Indlands og skag- ans Jaffha sem flestir munu nú þekkja af verri tíðindum. Á Sri Lanka aðhyllast menn líka þau tvenn trúarbrögð heims sem umburðarlyndust eru. það er búdda- trú og hindúatrú. Meirihlutinn aðhyllist búddatrú sem kennir mein- leysi afdráttarlausar en nokkur önnur trúarbrögð. Frá Sri Lanka berast nú hins vegai' daglegar fréttir af hroðalegum fjöldamorðum, blóð- hefndum og bardögum. Fluttir af Bretum Það mun enn þá vera friðsamlegt um að litast á miðhálendi Sri Lanka þar sem hundruð þúsunda tamíla vinna við hlið singhalesa á víðáttu- miklum plantekrum þar sem ræktað- ur er fimmtungur alls þess tes sem drukkið er í heiminum. Bretar fluttu þessa tamíla frá Suð- ur-Indlandi til þess að láta þá tína te fyrir markaðinn í London. Tam- ílar höfðu flutt í nokkrum mæli áður til eyjarinnar en eins og víðast hvar um heiminn þar sem kynþáttadeilur hafa blossað upp má rekja rætur vandræðanna til afskipta evrópsku stórveldanna á síðustu öld. Á Sri Lanka búa nú um sautján milljónir manna og þar af eru aðeins þrjár milljónir tamíla frá Indlandi en þeir tala annað mál, líta öðruvísi út og stunda önnur trúarbrögð en meirihlutinn. Fyrir utan þessa tvo hópa er svo hálf önnur milljón ísl- amskra tamíla sem byggja einkum eyjuna að austanverðu en þó þeir séu flestir tamílar að uppruna standa þeir við hlið singhalesa í borgara- stríðinu og vilja ekki sjálfstætt ríki tamíla. Barist á Jaffna Eyjan er lítil, aðeins sextíu og sjö þúsund ferkílómetrar að stærð eða eins og tveir þriðju af Islandi. Tam- ílar hafa á síðustu árum safnast í auknum mæli til nyrsta héraðs eyj- arinnar en talsverður fjöldi þeirra býr þó á eyjunni austanverðri og vilja baráttumenn fyrir sjálfstæðu ríki tamíla sameina norðurhéruð við austurhéruð en ganga með þvi gegn meirihluta íbúa þeirra héraða. Sjálf- stæðisbaráttan hefur ekki náð til miðhluta eyjunnar. Það er á Jaffhaskaganum, sem er nyrsti oddi Sri Lanka, þar sem nú er barist og heita má að allir íbúar skagans séu nú tamílskir. Skaginn er mjór, sums staðar eins og eyri, og ekki lengri en sjötíu kílómetrar. Flóttamenn hafa streymt til skagans og þama mun búa um ein milljón manna, fólk króað inni af herjum stjómarinnar og skæmliða. Þessu fólki vildi stjórnin á Indlandi hjálpa með matarsendingum sem snúið var við í fyrradag. Það er þó varla fyrst og fremst af mannúðarástæðum að indverska stjórnin lék þann áhættusama leik að efna til þessarar ferðar sem svo ekki var farin. Sundið, sem skilur milli Jaffna og Indlands, þar sem sögð er áður hafa staðið paradís Biblíunnar, er mjótt svo fara má yfir það á fáum klukkutímum á hægfara báti. Stjórnirnar áhyggjufullar Norðan þess búa sextíu milljónir tamíla í fylkinu Tamílnadu sem er eina fylkið á Suður-Indlandi þar sem Kongressflokkur Rajivs Gandhi á einhvem hlut að stjóminni. í fylkinu þar við hliðina, Kerala, þar sem þrjá- tíu milljónir manna búa, náðu kommúnistar meiri hluta á þingi í nýlegum kosningum og norður af þessu fylki er svo Andra Pradesh þar sem sextíu milljónir manna búa und- ir stjóm mjög andvígri Kongress- flokknum. Allir þessir kjósendur valda ind- versku stjóminni áhyggjum. Um leið veldur allt þetta mannfólk, tvö hundmð milljónir manna á Suður- Indlandi, fólk skylt tamílum og trúbræðrum þeirra, stjóminni i Colombo ekki litlum áhyggjum enda em íbúar Sri Lanka færri en flestra fylkja Indlands sem nú telur meira en sjö hundruð og fimmtíu milljónir manna. Ógnunin að norðan hefur gert meira en flest annað til þess að þjappa saman singhalesum en mikil ólga hefur ríkt að undanfomu í stjórnmálum landsins. Hefur stjóm- in síður en svo verið föst í sessi síðustu mánuði. Þingræði hefur ver- ið á Sri Lanka allt frá því að landið fékk sjálfstæði frá Bretlandi fyrir tæplega fjömtíu árum. Áhrifamikil átök Þó að stjómin á lndlandi hafi vegna pólítískra aðstæðna stjómar- flokksins heima fyrir tekið afstöðu með tamílum á síðustu dögum er Indlandsstjórn sennilega mjög í mun að ekki komi til stofnunar sjálfstæðs ríkis tamíla á Sri Lanka. Ástæðan fyrir því er sú að í einum átta hémð- um Indlands í það minnsta fer fram öflug barátta fyrir aðskilnaði frá Indlandi. Er stjóminni umhugað um að fólk fái ekki siðferðilegan stuðn- ing vegna sundurlimunar Sri Lanka í sjálfetæð ríki. Það er hins vegar mikilvægt fyrir stjórnina að um leið og hún heyr baráttu við aðskilnaðarsinna í aust- ur- og vesturhémðum Indlands eftir að hafa tapað fyrir kommúnista- flokki landsins í Kerala og Vestur- Bengal þá haldi stjómarflokkurinn áhrifum á Suður-Indlandi. Ef ekki er Kongressflokkurinn úr sögunni sem sameiningartákn um landið allt. Átökin á Sri Lanka munu því hafa veruleg áhrif á framvindu mála um alla Suður-Asíu, það heimssvæði sem áður var breska Indland og nú eru heimkynni meir en eins milljarðs manna. Engar friðarhorfur í El Salvador Með grjótkasti mótmæltu námsmenn í San Salvador skotárás á leiðtoga stéttarfélags kennara á sunnudaginn en hann hafði tekið þátt í mótmæla- aðgerðum fyrir utan fangelsi í höfuðborginni. Fullyrtu námsmenn að stjórnin, sem nýtur stuðnings Bandarikjanna, stæði á bak við atburðinn. - Símamynd Reuter Jose Napoleon Duarte hefur verið við völd í E1 Salvador í þrjú ár. Hann hefur þó ekki getað staðið við kosningaloforð sín um frið og hag- sæld í landinu. Rúmlega sextíu þúsund manns hafa fallið í stríðinu við skæruliða sem staðið hefur í átta ár. Almenn Hart er nú vegið að forseta El Salvador, Jose Napoleon Duarte, vegna úrræðaleysis hans. óánægja ríkir vegna eínahags lands- ins sem er í rúst og vonir um þjóð- félagslegar umbætur eru að engu orðnar. í ræðu, er Duarte hélt á þingi í síðustu viku, fór hann orðum um slæman efhahag landsins og hvatti skæruliða til þess að leggja niður vopn. Þykir ræða forsetans einungis staðfesta úrræðaleysi hans og hefur henni helst verið líkt við baráttu- ræðu. „Þetta var sama gamla tuggan. Ekki er um neina stefhu að ræða sem gæti breytt ástandinu í E1 Salvador," segja vestrænir stjóm- arerindrekar þar í landi. Mótlæti Duarte átti við mikið mótlæti að stríða á síðasta ári. Jarðskjálftar ollu miklum skemmdum í höfuð- borginni, íhaldssamir kaupsýslu- menn beindu spjótum sínum að forsetanum, hægri flokkamir reyndu að hvetja til uppreisnar hersins og verkalýðshreyfingunni óx fiskur um hrygg. Það var 1984 sem Duarte var kjör- inn forseti landsins, sá fyrsti borg- aralegi í fimmtíu ár. Lá þá nánast við stjómleysi vegna styrjaldar og undirokunar. Samkvæmt bandarískum upplýs- ingum er þriðji hluti vinnufærra í E1 Salvador atvinnulaus. Nauð- synjavömr hafa hækkað um þrjátíu prósent og meðalárslaun em 864 dollarar. Viðskiptamenn fara fram á lægri skatta og einkarekstur banka. Auk þess krefjast þeir að ríkið hætti eftirliti með útflutningi á kaffi og sykri. Þeir heimta einnig gengisfell- ingu en Duarte hefur lýst sig andvígan henni. f viku hverri flykkj- ast verkamenn út á strætin og krefjast vinnu eða launahækkunar. Bandarískur stuðningur Herinn, sem Bandaríkjamenn hafa þjálfað og stutt Qárhagslega, kveðst hafa stöðvað sókn skæmliða. Þeir unnu aftur á móti meiri háttar sigur í mars þegar þeir réðust á bækistöð hersins í E1 Paraiso. Rúmlega sextíu hermenn féllu ásamt bandarískum hemaðarráðgjafa. Skömmu eftir að herinn lýsti því yfir að allir skæmlið- ar hefðu verið hraktir burtu frá svæði kringum virki hersins í norð- austurhluta landsins gerðu skæm- liðar árás þar. Samt sem áður er stuðningur Bandaríkjanna við stjóm Duartes meiri en nokkm sinni. Á þessu ári nemur fjárhagslegur stuðningur þeirra sjö hundmð og sjötíu milljón- Um dollara. Friður langt undan Friðarviðræður við uppreisnar- menn hafa þrisvar farið út um þúfur. Duarte hafhaði nýlega tillögu skæmliða um að gera styrjöldina „mannlegri" með því að reyna að koma í veg fyrir að óbreyttir borgar- ar verði fómarlömb hennar. Einnig 'stungu skæruliðar upp á nýjum við- ræðum. Báðir aðilar standa fast við sitt. Skæmliðar fara fram á þátttöku í stjórninni og telja það vænlegustu leiðina til þess að sætta stríðandi öfl. Stjómarerindrekar em sammála um að ástandið í landinu fari versn- andi og friðarviðræðna sé ekki að vænta næstu tvö árin.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.