Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Page 8

Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Page 8
8 MANUDAGUR 10. AGUST 1987. Útlönd Gervihnottur hrapar til jarðar Sovéskur gervihnöttur mun að öll- um líkinaam hrapa tíl jarðar í dag og talið er að hann tnuni lenda í sunnanvérðu Kyrmhafi. nálægt Suðurpólnum. Gervihnötturinn, sem um ræðir, er Cosmos-hnöttur sem: skotíð var á loft þann 1. ágúst. Hann vegur um tíu tonn og ber mikið af vísíndaleg- um búnaði og fiarskiptatækjum. Sovétmenn gáfu engar skýringará því hvers vegna gervihnötturinn væri að hrapa. Fréttastofan Tass sagði í gær að mjög lítil hætta stafaði af braki úr hnettínum því að hann myndi falla á svæði þar sem mjög lítið er af fólki. Tali er að brak úr hnettinum muni dreifast um mjög stórt svæði. Fögnuður meðal Tamila Mikill fögnuður ríkir nú meðal þeúra skæruliða úr röðum Tamila á Sri Lanka sem látnir hafa verið lausir úr fangelsum landsins í samræmi við aðgerðir í framhaldi af friðarsamningum þeim sem 'Sri Lanka og Indveijar gerðu með sér um málefhi Tamila á eyjunni. Um helgina voru þrjú hundruð Tamilar látnir lausir úr fangelsum en alls er áætlað að fjögui- þúsund verði sleppt. Við komuna úr fangelsinu urðu miklir fagnaðarfundir með Tamilunum og fjölskvldum þeirra. Sumir fanganna höföu á orði að þeir myndu aldrei aftur láta flækja sér í skæruliðastarfsemi. Önnur hrtabylgja á Grikklandi önnur hitabylgja hófst á Grikk- landi nú um helgina þegar hitastig skreiddist að nýju upp fyrir fiörutíu gráður og hundruð þúsunda íbúa Aþenu flúðu hið snarasta úr borg- inni til staða þar sem þeir höfðu betri von um að finna svala. Ekki er búist við erfiðleikum neitt svipuðum þeim sem áttu sér stað í síðasta mánuði þegar tíu daga liita- bylgja varð hundruðum manna að bana í Grikklandi. Þá komst hiti í forsælu upp í fiörutíu og fiórar gráð- ur á Celsíus. Heilbrigðismálaráðherra Gríkklands sagði þó í gær að sjúkrabús i landinu vrðu í viðbragðsstöðu þar til hitar rénuðu að nýju. Veðurfræðingar spá kólnandi veðri á morgun, þriðjudag. Mynd með Ronnie og Ollle Þrátt fyrir öll þau mótmæli sem vopnasalan til íran og ólöglegur stuðningur við kontraskæruliða f Nigaragúa hefiir valdið er mikill fiöldi þeirra sem fara um Washing- tonborg reiðubúinn að greiða um hundrað og sextíu krónur fyrir ljós- mynd af sér með dúkkulísum af Ronnié (Ronald Re&gan) og Ollie (Oliver North) í fullri líkamsstærð. Áðspurðir segja f'ei-öamennimir það ekki skipta máli hvort þeir séu sammála stefnu og aðgérðum forset- ans og þessa fyrrverándi starfs- raanns þjóðaröryggisráðsíns. Mymd af þeirn sjálfura með frægu fóiki sé jafn mikils virði hvort sem fræga fólkið sé gott eða illt. Flóð af EMs-aðdáendum Meira en eitt hundrað þúsund aödáendur rokkkóngsins Elvis Pres- ley hafa nú safnast saman í fæðing- arþorg hans, Mamphis í Tennessee, til þess að minnast þess að í þessari viku em tíu ár liðin frá dauða söngv- arans. Búist er við að tugþúsundir aðdá- enda taki þátt í minningarathöfn næsta laugardag en þá verða liðin tíu ár frá því að Presley lést. Ætlun- in er að fólkið gangi í þögn, í einfaldri röð, með kertaljós í hönd- um, framhjá garðinum þar sem Preslcy er grafinn. x>v Líbýumenn til- búnir í stórátök Hersveitir Muammar Gaddafi, leið- toga Líbýu, virtust í gær reiðubúnar til stórátaka við stjómarher ná- grannalandsins Chad vegna eyði- merkursvæðis sem kallað er Aouzou-ræman. Stjómarher Chad fagnaði í gær sigri eftir að hafa náð á sitt vald stjórnar- farslegri miðstöð svæðisins, bænum Aouxou, á laugardag. Svæði þetta hefur verið hernumið af Líbýumörin- um undanfarin ár. Skömmu eftir þennan sigur stjómar- hersins hófu Líbýumenn sprengjuá- rásir á Aouzou og þorp í nágrenni bæjarins. Að sögn stjómarhersins í Chad vörp- uðu líbýskar flugvélar brotasprengjum og napalmsprengjum á svæðinu. Sendiherra Chad í París, Ahmed All- am-Mi, sagði ennfremur að til mikilla sprengjuárása hefði komið á svæðið um helgina. í tilkynningu til Öryggisráðs Sam- einuðu þjóðanna og til aðalritara Einingarsamtaka Afríkuríkja, sagði líbanski utanríkisráðheiTann, Jad- allah Azzouz Al-Talhi, að Líbýa hefði fullan rétt til að hrinda árás-Chad og uppræta þá sem að henni, stæðu. Ráðamenn í Chad kváðust í gær fyllilega búast við gagnaðgerðum af hálfu Líbýumanna þvi stjómvöld þar væru greinilega ekki reiðubúin til að láta af útþenslustefnu sinni gagnvart Chad. Líbýumenn hertóku Aouzou- ræmuna árið 1973 og innlimuðu Líbýskurhermaðurliggurfallinnfyrirframanskriðdrekaeffirbardaga viðsfjórn- svæðið í Líbýu. arher Chad. Simamynd Reuter Lenti á þyriu Ung kona lét lífið skammt frá borginni Andover á Bretlandi um helgina þegar hún lenti beint ofan á skrúfublöðum þyrlu. Konan var fallhlífarstökkvari og var þátttakandi í æfingarstökki fimm félaga úr fallhlífark lúbbi í Andover á Englandi. Hún hafði tölu- verða reynslu í fallhlífarstökki og hafði áður tekið þátt í svipuðum æfingum. í stökkinu um helgina lenti hún af einhverjum orsökum beint ofan á þyrlu sem var á flugi í lítilli hæð og lét lífið samstundis er hún varð fyrir skrúfublöðunum. Engan af þeim sem tóku þátt í stökkinu með konunni sakaði. W;; / Wý W.'-. WJ'-'-' ? '/rfrv f 'C* 'WC* ’ '. -C' h * Olíuflutningaskipið Sea Isle City frá Kuwait siglir undir bandarískum fána fram hjá litlum fiskibáti á leið sinni gegnum flóann. Simamynd Reuter Tundur duflSn frá íran Floti olíuflutningaskipa frá Kuwait og bandarískra herskipa lá við akkeri í nótt undan ströndum Saudi-Arabíu á meðan slætt var eftir tundurduflum síðasta spöl leiðarinnar gegnum fló- ann. Vamarmálaráðherra Bandaríkj- anna, Caspar Weinberger, sagði í sjónvarpsviðtali í gær að tundurdufl, er fundist hefðu fyrir utan höfn í Kuwait, væru frá íran. Sendiherra ír- ans hjá Sameinuðu þjóðunum sagði við sama fréttamann í gær að íranir hefðu ekki komið fyrir tundurduflum á þeirri leið sem bandarísk herskip sigla. Hins vegar hefðu bæði íranir og Irakar komið fyrir tundurduflum f flóanum þar sem þeir líti á hann sem styijaldarsvæði. Umsjón: Ingibjörg Bára Sveinsdóttir og Halldór Valdimarsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.