Dagblaðið Vísir - DV - 10.08.1987, Síða 33
MÁNUDAGUR 10. ÁGÚST 1987.
45
Stakkur tók því vel þegar Diðrik Jóhannsson ieiddi hann út undir bert loft fyrir Ijósmyndara DV.
Stakkur á BÚ 87
Á sýningunni BÚ 87 verður þessi
myndarlegi tuddi til sýnis. Hann er
nú
vistaður í Nautastöð Búnaðarfé-
lags Islands að Hvanneyri. Hann er
2 Zi árs og að sögn Diðriks Jóhanns-
sonar, framkvæmdastjóra stöðvar-
innar, eru nautin, sem þarna eru,
alin upp að Laugardælum í Árnes-
sýslu. Þar eru nautin alin til 12-15
mánaða aldurs áður en þau koma að
Hvanneyri. Úr þeim eru teknir 7500
skammtar af sæði. Um 1500 hundruð
þeirra eru notaðir á fyrsta ári en
afgangurinn er djúpfrystur. Ef af-
kvæmi þeirra reynast vel eru þessir
6000 skammtar notaðir, en annars
er þeim hent.
Nautið heitir Stakkur og er ekki
að efa að margt borgarbarnið verður
fróðara eftir um lífsins gang. því
þrátt fvrir nútímatækni er ekki enn-
þá farið að framleiða mjólk i verk-
smiðjum. Ó.G.
„Hættið að kalla hana Fergie“
l I /, ’-'SS' V
Lisa Minnelli er hér með manni sínum Mark Gero. Skrautleg og ánægð
að fara að taka á móti viðurkenningu sem New York borg veitti henni
fyrir velheppnað tónleikahald.
Lukkulega Lisa
Kabarettsöngkonan ágæta Lisa Minnelli er ánægð með lífið og tilver-
una þessa dagana. Hún hefur síðustu vikur gert stormandi lukku í
Carnegiehöllinni í New York. Þar hefur hún haldið tónleika eins og
henni einni er lagið. Höllin hefur troðfyllst á augabragði á hverju kvöldi
undanfarnar vikur.
Lisa hefur víst aldrei verið betri og hrífur áhorfendur upp úr skónum
kvöld eftir kvöld. Yfirvöld borgarinnar voru svo hrifin af framtaki söng-
konunnar að henni var veitt sérstök þakkargjöf rétt áður en hún hætti
tónleikahaldi.
Lisa var að vonum stolt og ánægð þegar hún tók á móti viðurkenning-
unni. Við athöfnina hló hún og veifaði til viðstaddra á sinn einstaka og
barnalega máta.
En ánægðust er hún þó með það að vera laus úr viðjum vímuefna sem
gert höfðu henni lífið leitt um tíma.
- segir Andrew prins
Eins og lesendur DV hafa fengið fregnir af er Sarah Ferguson. hertoga-
ynjan af York með barni. Eftir að þessi tíðindi voru kunngerð almenningi
vill eiginmaðurinn, Andrew. að ýmsu verði brevtt. Sérstaka áherslu hef-
ur hann lagt á það að fólk og breskir fjölmiðlar hætti að kalla frúnna
Fergie.
Honum leiðist mjög þessi uppnefning og segir hana alls ekki við hæfi
á hertogaynjunni sjálfri. Hann vill að henni verði sýnd meiri virðing.
Ekki síst þegar hún á nú von á barni.
Fergie, eða öllu heldur Sarah, nýtur mikilla vinsælda hjá Bretum. Bresk-
ur almenningur virkilega dáir hana og öll hennar verk. Hvar sem hún
kemur er hrópað: „Fergie, Fergie". Einmitt það fmnst prinsinum óviðeig-
andi.
Annars er Andrew mjög ánægður með konu sína og eru þau bæði full
tilhlökkunar vegna barnsins væntanlega. Þau hafa tilkvnnt að takmark-
ið sé að eignast þrjú börn. Gamanið'er því rétt að byrja hjá þeim skjötu-
hjúunum.
Nú þegar hertogaynjan er barnshafandi finnst manni hennar tími til
kominn að hætt verði að kalla hana Fergie. Enda á hún ágætis nafn;
Sarah.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Frank Sinatra
á í einhverjum vandræðum
með aukakflóin eins og margir
aðrir. Hann er alls ekkert sátt- <• |
ur við „björgunarhringinn"
sem stækkar og stækkar fram-
an á honum. Núna ráðgerir
hann megrun og segist ætla
að losna við tiu kfló. Svona tfl
að flýta fyrir syndir harrn eins
og óður maður á hverjum degi
í einkalaug sinni. Vonandi að
honum gangi vel.
_________________
Kalli prins
hefur vist fengið nýtt áhuga-
mál. Prinsinn af Wales er
farixm að framleiða sitt eigið
vín og hefur mjög svo gaman
af. Stundunum saman er hann
að dútla við þessa nýju dellu;
prófa, bæta og breyta. Afurð-
unum kemur harrn svo fyrir á
mjólkurflöskum. Díana prins-
essa er auðvitað búin að fá að
smakka og því miöur varð hún
ekkertXLLyfir sig hrifin af
framleiðslu bónda síns. En
kannski hefur hún ætlast tfl of
Brigitte
Neilson
fyrrum húsfrú Sylvester Stall-
one varð heldur betur fyrir
vonbrigðum um daginn. Hún,
í sakleysi sínu, brá sér inn á
hárgreiðslustofu tfl að láta
flikka dálítið upp á útíitið. Da-
man bað um að láta lita á sér
hárið rautt. Henni leist nú ekki
á blikuna þegar hún steig úr
stólnum. Útkoman var hræði-
leg; hárið var orðið bleikt en . „
ekld rautt. Hún hreinlega tryllt-
ist og bað vinsamlega eða
óvinsamlega um að hárið yrði
lagað í snatri. Aumingja hár-
greiðslustúlkan reyndi að stflla
Gitte og tjáði henni að svona
lagað kæmi stundum fyrir. En
með lagni tókst henni að ná
litnum úr hári fyrirsætunnar.
Hún varð að aflita hárið og
varð það þannig lflcara nátt-
úrulegum háralit fómarlambs-
ins.