Dagblaðið Vísir - DV - 25.09.1987, Síða 33
FÖSTUDAGUR 25. SEPTEMBER 1987.
45,
Jón Þórarinsson tónskáld, sem varð sjötugur um daginn, hefur haft i mörgu
að snúast á kvikmyndahátiðinni. Hér er hann ásamt konu sinni, Sigurjónu
Jakobsdóttur, og borgarstjórahjónunum, þeim Davið Oddssyni og Ástríði
Thorarensen.
Kristinn Hallsson söngvari og Valsmaður heilsar hér Sieglinde Kahmann
sönkonu með virktum en eiginmaður hennar, Sigurður Björnsson fram-
kvæmdastjóri, fylgist með álengdar.
Jón Óttar Ragnarsson sjónvarpsstjóri var auðvitað mættur á opnunina en hér er hann ásamt Valgerði Matthías-
dóttur arkitekt og Jóhanni Sigurjónssyni sjávarlíffræðingi. DV-myndir S
Ettore Scola var heiðursgestur við
opnun kvikmyndahátíðar.
Sviðsljós
Ólyginn
sagði...
Bruce Willis
getur svo sannarlega glaðst
þessa dagana. Hann er á
góðri leið með að verða ein
helsta stjarna kvikmyndanna
en það var frammistaða hans
í sjónvarpsþáttunum Moon-
ligting sem tryggði ferilinn.
Nýlega fékk hann hin virtu
Emmy-verðlaun fyrir leik sinn
í þáttunum en þau eru nokk-
urs konar óskarsverðlaun
meðal sjónvarpsfólks
Michael J. Fox
þykir nú allra manna vinsæl-
astur í Hollywood ef mælt er
i aðdáendabréfum sem hon-
um berast á viku. Hann fær
sem nemur 20500 bréfum á
viku en segist því miður ekki
geta svarað þeim öllum enda
hætt við að hann fengi
krampa í höndina ef hann
gerði það. Linda Evans er í
öðru sæti með 18000 bréf.
Tony Danza fær 15000 bréf,
Bill Cosby 14500 og Joan
Collins fær 12000 bréf.
Kvikmyndahátíð
með pomp og prakt
Það hefur líklega ekki farið fram
hjá neinum að nú er kvikmyndahátíð
hér í bæ en Listahátíð stendur nú
fyrir sinni 8. kvikmyndahátið í Laug-
arásbíói. Þar eru sýndar yfir 30
myndir frá 17 löndum og margar
þeirra hin forvitnilegustu kvik-
myndaverk. Nú fer hver að verða
síðastur að njóta þeirra hstaverka
sem er boðið upp á þarna því að há-
tíðinni lýkur um helgina, nánar
tiltekið á sunnudagskvöld.
Opnun hátíðarinnar fór fram síð-
asta laugardag að viðstöddu miklu
flölmenni. Um leið og hátíðin var
sett voru afhent verðlaun í handrita-
samkeppni listahátíðar. Að lokinni
setningarathöfninni var sýnd mynd
ítalans Ettore Scola, Makkaróní, en
Scola var einn af mörgum erlendum
gestum hátíðarinnar. Ljósmyndari
DV lét sig ekki vanta á þetta manna-
mót og festi atburðinn á filmu.
Jón Helgason landbúnaðarráðherra
og kona hans, Guðrún Þorkelsdóttir.
Jón Sigurðsson viðskiptaráðherra
ásamt önnu Kristínu, dóttur sinni.
Lárus Ýmir Óskarsson var einn af verðlaunahöfum í handrltakeppni llstahá-
tiðar en eítthvað er hann skritinn á svip yfir því. Með honum á myndinni
eru þau Guðrún Gisladóttir leikkona og Friörik Þór sem var í dómnefndinni
M\
MÆTIR
MEÐ
KASSAGÍTARINN
I
rn m m — rn
Blfflil
SUÐURLANDSBRAUT 26
23.30
VERÐ KR. 400