Dagblaðið Vísir - DV - 24.10.1987, Page 18
18
LAUGARDAGUR 24. OKTÓBER 1987.
Sjötug ekkja borin út úr íbúð sinni vegna fasteignasölusvika:
,t»að er ömurlegt að þrnfe að
setja heimili átt ofen í kassa“
Mál sjötugrar ekkju, sem borin hefur veríð út úríbúð sinni vegna fasteignasvika
fyrirfunm árum, hefur vakiðmikla athygli. Konan ersíðastihlekkurísvikamyllu
fasteignasala sem keypti ogseldi íbúðirfyrirfimm árum án þess að borga þær. Afleið-
ingarmálsinsergeigvænlegar. Saklausfómarlömbmissaaleigusína vegnamanns
sem áríð 1983 var gerður gjaldþrota. Þessi maðurhefur þó komið opinberlega fram
semeiganditveggja veitingastjaðaíReykjavík. Hannrakásínum tima veitingahúsið
Málþetta hefur veríðnokkuráríkerfinu og virðistmiða hægt, dómarí sem hafði
með málið að gera lést, ogþað hlóðst upp ásam t öðrum óafgreiddum málum. A með-
an
* >» * ♦
hlýturað vera krafa almennings að dómurfaBi íþví sem fyrst. Þá fyrstgeturfólk
áttað sigárétti sjnum í slíkum málum oghvers beraðgæta íkaupum ogsölu fast-
eigna. DVfékkAstuEinarsdóttur, semnúhefurorðiðaðflytja úríbúðsinni, tilað
segja frá þessari hörmulegu Mfsreynslu.
„Ég hef lagt aleigu mína í þessa íbúð
og þegar mér var gert að greiða af
henni dýra húsaleigu gerði ég það.
Ég hef borgað húsaleigu af minni
eigin íbúð frá því ég fékk hana af-
henta en núna, þegar átti að hækka
húsaleiguna úr 20 þúsund krónum á
mánuði í ég veit ekki hvaö mikið, var
mælirinn fullur. Ég ákvað þá frekar
að fara úr henni,“ sagði Ásta Einars-
dóttir, sjötug ekkja sem sárasaklaus
hefur orðið fyrir barðinu á óprúttn-
um fasteignasala, Val Magnússyni,
þrátt fyrir að hún hafi aldrei átt við-
skipti við þann mann. DV bað Ástu
að segja frá viðskiptum sínum og
þeim raunum sem hún hefur mátt
þola undanfarin ár vegna íbúðar-
kaupanna. Ásta var í fyrstunni ekki
tilbúin að tjá sig um málið en eftir
frekaii umhugsun sá hún að slíkt
gæti orðið öðrum til vamaðar í þeim
frumskógi sem fasteignaviðskipti
geta verið.
Vel stæð - nú allslaus
Ásta var gift Kristjáni Sigmjóns-
syni, yfirvélstjóra á varðskipunum
og síðar móttökustjóra í utanríkis-
ráðuneytinu. Þau áttu stóra og fall-
ega hæð í Skaftahlíð í Reykjavík.
„Þegar ég missti manninn minn í
febrúar 1982 ákvað ég að selja íbúð-
ina okkar, bæði til að minnka við
mig og einnig til að borga bömum
Kristjáns frá fyrra hjónabandi fóður-
arfinn. Ég seldi mína íbúð strax í
gegnum fasteignasöluna Huginn og
þeir unnu síðan í því að finna aðra
íbúð fyrir mig. Ég var búin aö skoða
margar íbúðir áður en ég skoðaði
íbúðina í Fumgrundinni en þegar ég
sá hana heillaði hún mig strax. Ég
sá að þessi íbúð myndi henta mér vel
og ákvað að festa kaup á henni.
Tengdasonur minn, sem er verk-
fræðingur, aðstoðaði mig við kaupin
og Óskar Michaelsson hjá Huginn
margítrekaði við okkur aö þó aö kon-
an, sem var að selja mér, væri ekki
þinglýstur eigandi þá yrði þetta allt
„Það getur enginn ímyndað sér hvað þaö er mikíð átak að þurfa að flytja burt úr eigin ibúð og tapa aleigu sinni,
sem maður er búinn að vlnna tyrir allt sit Iff.
í lagi því hún yröi þaö eftir stuttan
tíma. Við margspurðum hvort það
væri ömggt og hann svaraði því til
að við skyldum engar áhyggjur hafa
því þetta yrði í lagi og að ég fengi
mitt afsal að ári liönu. Seljandinn
sagðist hafa taiaö við lögfræðing sem
sagði að hennar kaupsamningur
sannaði að hún væri löglegur eigandi
íbúðarinnar. Ég trúði þessu fólki í
barnaskap mínum," segir Ásta. Hún
keypti íbúðina á 1,6 milljónir. Henni
bar að greiða 1,1 milljón og eftir-
stöðvar vom á áhvílandi lánum sem
Ásta tók við og greiddi aUtaf af á
greiðsludögum. „Þegar ég flutti inn
í íbúðina sumarið 1982 gerði ég ýms-
ar endurbætur á henni. Keypti
innréttingu í baðherbergið, nýjan
vask og flísar auk þess sem ég teppa-
lagði íbúðina. Ég kom mér vel fyrir
og mér leið vel í þessari fjögurra
herbergja íbúð,“ segir hún ennfrem-
ur.
Ekkert afsal
„Ég borgaði mína útborgun á rétt-
um tíma enda hef ég aldrei viljað
skulda neinum neitt. Og þegar kem-
ur að því að ég átti að fá afsal af
íbúðinni ári síðar kom í ljós að ekk-
ert afsal var til. Það kom samt ekki
í ljós strax því ég var dregin í langan
tíma á þeim svömm að þetta vær
að koma. Ég beið bara og trúði hveiju
orði sem þetta fólk sagði mér. Það
hvarflaði aldrei að mér að ég ætti
eftir að fara út úr íhúð sem ég var
búin að borga. Löngu síðar kemur
hið sanna í ljós. Konan, sem seldi
mér, átti ekki að fá neitt afsal vegna
svika fasteignasalans sem seldi
henni á sínum tíma. Eigandinn á
undan þeirri konu sem er læknir
hringdi hins vegar í mig og sagði: „Ég
er með afsalið og þú verður nú eitt-
hvaö að borga.“ Það fauk í mig við
þetta símtal og ég gerði mér ekki al-
mennilega grein fyrir því hvað það
væri sem ég ætti að borga. Ég sagði
við hann að ef hann ætlaði að fá ein-