Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Qupperneq 12
12 FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. Neytendur Á myndinni eru Jón Karlsson útgefandi, Valdimar Jóhannsson, Sigurður Thorlacius læknir, ritstjóri bókarinn- ar, og Guðmundur Bjarnason heilbrigðisráðherra. Allt sem þú þarft að vita um sjúkdóma og heilbrigði Heimilislæknirinn, vandað rit fýrir almenning Alfræðirit um heilbrigði og sjúk- dóma fyrir almenning, Heimilis- læknirinn, er komið út hjá bókaútgáfunni Iðunni. Bækur þessar eru árangur samvinnu 52 lækna og sérfræðinga en að frum- útgáfunni stóðu 40 enskir læknar og sérfræðingar. Tólf íslenskir læknar og sérfræðingar unnu að íslensku útgáfunni undir ritstjórn Sigurðar Thorlaciusar læknis við að þýða og staðfæra, semja íslenska sérkafla og búa ritið sem best í hendur íslenskra notenda. Ólafur Ólafsson landlæknir skrifar form- álá bókarinnar. Verkið er í þrem bindum og skipt- ist í fjóra hluta. í fyrsta hluta er rætt um holla lífshætti, heilsu- vernd og fyrirbyggjandi ráðstafan- ir. í öðrum hluta er hægt að lesa um greiningu sjúkdóma og þar er að finna sjúkdómsgreiningarkort sem auðveldar fólki að finna af hveiju hin ýmsu sjúkdómsein- kenni stafa. Þriðji kaflinn, sem einnig er stærsti hluti bókarinnar, inniheldur skýrar og nákvæmar upplýsingar um hundruð kvilla og sjúkdóma. Þar er leitast við að svara fimm grundvallarspurning- um um hvem einstakan sjúkdóm, hver séu einkenni, hvort vanda- málið sé algengt, hverjar séu afleið- ingar, hvað eigi að gera og hver meðferðin sé. í þessum kafla er sjúkdómum lýst og þar eru einnig vandaðar og auðskiljanlegar skýringarmyndir. Þar er einnig að finna kafla um sérstök vandamál kvenna, karla, barna, unglinga og aldraðra og auk þess sérstakur kafii um meðgöngu og fæðingu. Þá skrifar Siguröur Guðmundsson læknir sérstakan kafla um alnæmi. í íjórða kafla bókarinnar em kaflar um íslenska heilbrigðiskerf- ið eftir Guðjón Magnússon aðstoð- arlandlækni. Þar sem m.a. er greint frá þjónustu heilsugæslustöðva, sérfræðinga og sjúkrahúsa. Þar er fjallað um heimahjúkrun, legu sjúklinga í heimahúsum og sér- stakur kafli er um dauðastríð og dauða. í þessum kafla er einnig fræðiorðaskrá þar sem ýmis lækn- isfræðileg heiti og hugtök eru útskýrð, lyfjalisti þar sem finna má upplýsingar um flest algeng lyf, notagildi þeirra og aukaverk- anir. Loks er í bókinni sérkafli um slys og neyðartilvik þar sem leita má í skyndi ráða og leiðbeininga um hvernig bregðast skuli viö þeg- ar slys ber að höndum. Heimilislæknirinn hefur m.a. ve- rið gefinn út í flestum löndum Vestur-Evrópu og þá undantekn- ingarlaust í samprenti margra landa. Vegna sérkaflanna er ís- lenska útgáfan talsvert frábmgðin hinum erlendu útgáfum svo bókin var unnin í prentsmiðjunni Odda. Prentsmiðjan Prisma í Hafnarfirði setti bækurnar og filmuvann. Þetta veglega rit kostar með sölu- skatti 13.980 kr. út úr búð. -A.Bj. HeiIIaráð Katta- og hundahár Hár af elsku heimilisdýrunum okkur, hundum og köttum, vill sitja eftir á stoppuðum stólsetum ef dýrin fá sér þar blund. Þaö getur farið illa með áklæðið að bursta það eða skrúbba til að ná hárunum af. Á dögunum datt okkur það snjall- ræði í hug að ná kattarhárum af með grófu límbandi. Við hreinlega lögðum límbandið yfir þvera set- una eins og við ætluðum að líma það fast og tókum það síðan upp. Hvert einasta hár sat eftir á lím- bandinu og stólamir urðu eins og nýir á eftir. Stirðir gluggar og skúffur Ef opnanlegu gluggamir eru eitt- hvað stiröir getur verið gott að nugga kerti í falsinn á gluggakarm- inum. Sama er hægt að gera ef skúffur eru eitthvað stirðar. Nugg- ið kerti utan á skúffurnar og þær verða liprari á eftir. Enginn grátur yfir lauk Þú losnar við að tárast yfir laukn- um ef þú stingur honum í svona 10 mín. í frysti áður en hann er, skorinn. Hreinsun á töflu Margir krakkar eiga töflur sem þau nota í skólaleik. Hægt er að hreinsa töflur mjög vel með ediki. Þá verða þær eins og nýjar. Edikí gufiijámið Ef gufustraujámið þitt er eitt- hvað farið að stíflast er gott ráð að láta svolítið edik í vatnstankinn. Það hreinsar allar stíflur úr járn- inu. Plast til húsgagna- flutninga Það getur verið mikið vandamál að færa þung húsgögn til á gólf- teppi þegar á að mála eða hreinsa teppið. Góð lausn á því er að láta hveija löpp á sóffanum í plastpoka og ýta síðan viðkomandi sófa til á auðveldan hátt. Suma hluti getur verið hægt að draga til, t.d. með því að breiða stórt baðhandklæði á gólfið undir hlutinn, kannski stóra pottaplöntu, og draga síðan eftir gólfinu á hand- klæðinu. -A.Bj. Meðal- Lægsta Hæsta Mismunur verð verð verð i% Kellogs com flakes 375 g pakki 106.66 102.80 112.00 8,9% Koilogs com flakes 500 g pakki 131,34 124,80 138.00 10,6% Kellogs corn flakes 500 g pokl 108.21 104.20 114.00 9,4% Cheerios7oz 69.11 66.50 74.00 11,3% CheerioslSoz 140.72 137.00 146.00 6,6% CocoPuffs12oz 145.02 139.00 150.00 7,9% CocoPuffs17oz 196.93 189.00 205.00 8,5% Þarna má sjá meðalverð á morgunkorni úr verðkönnun Verðlagsstofnunar sem gerð var í október si. Morgunkomið 8% dýrara í Hagkaup en Nýjabæ „Þetta em mínir peningar og ég vil ekki greiða hærra verð fyrir vör- una en ég nauðsynlega þarf,“ sagði maöur nokkur er heimsótti okkur á Neytendasíðunni. Hann hafði veriö að snæða morgunverð með fjöl- skyldu sinni og á borðum var Cheerios. Sá pakki hafði verið keypt- ur í Nýjabæ og kostaði 129,50 kr. Er ekki að orðlengja það að pakkinn kláraðist og tekinn var annar pakki sem keyptur haföi verið í Hagkaupi. Sögumaður okkar hugðist nú sjá hve mikið hann hefði sparað sér með því að kaupa í ódýrustu búðinni í höfuð- staðnum. Mikil var undrun hans er í ljós kom að Hagkaupspakkinn kost- aði 139 kr., eða rétt um 8% meira en í „dýrustu" búðinni, Nýjabæ. Sögumaður okkar fór þá á stúfana til þess að athuga hvort þetta hefði verið einangrað fyrirbæri, en í Ijós kom að stóreflisstæða af 425 g Cheer- ios pökkum var verðmerkt með 139 kr. í Hagkaupi. Þá athugaði hann einnig verðið á 500 g af Kelloggs komflögum sem kostaði 118,50 í Nýja Bæ en 127 kr. í Hagkaupi. 375 g Kel- logspakki kostaði 96,50 kr. í Nýja Bæ. en 104 kr. í Hagkaupi. Það má því segja að engum sé alls varnað og e.t.v. ekki alltaf aö treysta því að verðiö sé lægst í Hagkaupi á öllum vömm sem þar fást. Meðalverð á Cheerios í 15 oz pakka (425 g) í verðkönnun Verðlagsstofn- unar í október reyndist vera 140,72 kr„ lægsta verð var 137 kr. og það hæsta 146 kr. Sjá nánar á meðfylgj- andi töflu. Nýibær virðist hafa lækkað verð á Cheerios síðan verð- könnunin var gerð í október. -A.Bj. Morgunkornið, sem keypt var i Nýjabæ, var um það bil 8% ódýrara en í Hagkaupi. DV-mynd KAE Upplýsingaseðill til samanburðar á heimiliskostnaði Hvað kostar heimilishaldið? Vinsamlega sendið okkur þennan svarseðil. Þannig eruð þér orðinn virkur þátttak- andi í upplýsingamiðlun meðal almennings um hvert sé meðaltal heimiliskostnaðar ijölskyldu af sömu stærð og yðar. Nafn áskrifanda j Heimili Sími ! Fjöldi heimilisfólks i Kostnaður í nóvember 1987: J Matur og hreinlætisvörur kr. 1 Annað kr. Alls kr. . DV

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.