Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Page 33

Dagblaðið Vísir - DV - 10.12.1987, Page 33
FIMMTUDAGUR 10. DESEMBER 1987. 33 Smáauglýsingar Nýjar bækur ■ BOar til sölu VW Transporter disil turbo, árg. ’85, til sölu, nýsprautaður og nýyfirfarinn. Mjög traustur vinnuþjarkur. Góð greiðslukjör. Skipti - skuldabréf. ÍJppl. á bílasölunni Bliki, Skeifunni 8, símar 686477, 687178 og 686642. Scout II 74 til sölu, 8 cyl., sjálfskiptur, vökvastýri, upphækkaður, ný 35x12,5 Marsghall dekk, klæddur að innan, sportstólar, góð greiðslukjör. Uppl. í síma 39675. esr;i rvtr Nýinnfluttur Chevrolet Eurosport ’86 til sölu, með beinni innspýtingu, V6 vél 2.8 FI, selst á mjög hagstæðu verði, skuldabréf koma til greina. Aðalbíla- salan, sími 15014,17171 og eftir lokun 53344, 54263. VW Golf, árg. 1981, rauður, ekinn 88 þús„ útborgun 10 þús., eftirst. á 10-12 mán., góður bíll. Uppl. í síma 78822 og 985-21270. ■ Ymislegt KOMDU HENNI/HONUM ÞÆGILEGA Á ÓVART. Áttu i erfiðleikum með kynlff þitt, ertu óhamingjusamur(söm) í hjóna- bandi, leið(ur) á tilbreytingarleysinu eða haldin(n) andlegri vanlíðan og streitu? Leitaðu þá til okkar, við eig- um ráð við því. Full búð af hjálpar- tækjum ástarlífsins í mörgum teg. við allra hæfi, einnig sexí nær- og nátt- fatnaður í úrvali. Ath., ómerktar póstkröfur. Vertu ófeimin(n) að koma á staðinn. Opið frá 10-18 mán.-fös. og 10-16 laug. Erum í Veltusundi 3, 3. hæð (v/Hallærisplan), 101 Rvk, sími 29559 - 14448. ■ Þjónusta Falleg gólf! Gólfslípun og akrylhúðun [AÉdafí Slípum, lökkum, húðum, vinnum park- et, viðargólf, kork, dúka, marmara, flísagólf o.fl. Hreingemingar, kísil- hreinsun, rykhreinsun, sóthreinsun, teppahreinsun, húsgagnahreinsun. Fullkomin tæki. Vönduð vinna. För- um hvert á land sem er. Þorsteinn Geirsson verktaki, sími 614207, farsími 985-24610. srORii DflRraffiOKm KVÆÖUflklR Stóra barnabókin endur- útgefin Frjálst framtak hf. hefur endurútgef- ið Stóru barnabókina en hún kom út fyrir nokkrum árum, seldist þá upp á skömmum tíma og hefur verið ófáanleg síðan. Stóra barnabókin hefur að geyma sígilt íslenskt úrvals- efni fyrir böm. Þar em m.a. gamal- kunnug ævintýri og sögur, ljóö og vísur, gátur, þrautir og leikir. Þá er einnig efni um föndur í bókinni. Jó- hanna Thorsteinsson fóstra valdi efnið og bókin er myndskreytt af Hauki Halldórssyni - myndlistar- manni. Bókin er prentuð í Prentstofu G. Benediktssonar og bundin hjá Arnarfelli hf. Verö kr. 795. Ný bók á markaðinn: Skákstríð við Persaflóa Skáksamband íslands hefur gefið út bók eftir Jón L. Ámason stórmeist- ara sem hann nefnir Skákstríð viö Persaflóa. Þar greinir Jón frá ferð íslenska skáklandsliðsins á ólympíu- mótið í Dubai í fyrra. Að auki em í bókinni allar skákir íslensku sveitar- innar með skýringum eftir skák- meistarana sjálfa. Bókin skiptist í tvo meginkafla. í fyrri hlutanum segir Jón frá aðdrag- anda ólympíumótsins í Dubai, undirbúningi íslenska liðsins, feröa- laginu til Dubai og lífi skákmann- anna á þessu spennandi skákmóti. í síðari hlutanum em svo skákir ís- lendinganna meö skýringum og nokkrar valdar skákir frá mótinu. Liðsstjóri og þjálfari sveitarinnar, Kristján Guðmundsson, skrifar kafla um þann þátt undirbúningsins og ferðarinnar. Bókin er prýdd fjölmörgum ljós- myndum frá ólympíumótinu. -S.dór Imatreiðslubókin PIZZA XjRVSTA Matreiðslubókin Pizza og pasta Itölsku réttimir pizza og pasta hafa farið sigurfór um heiminn og eru komnir hingað til a’ð vera, enda holl- ir og fjölbreytilegir réttir sem skemmtilegt er að matreiða. Þessi vandaða bók, sem Ari Garðar Georgsson matreiðslumeistari hefur þýtt og staðfært, leiðir okkur um leyndardómana að baki pizzunnar og pöstunnar með myndskreytingum og nákvæmum skýringum þannig að matreiðslan verður léttur leikur og árangurinn ótrúlega ljúffengur og fjölbreyttur. Utgefandi er Setberg. Glæsileg, lit- prentuð matreiðslubók. Verð kr. 1.680. Mönimusögur Bamabók með 366 sögum og 468 ht- myndum. Stuttar sögur, bamavísur eða þekkt ævintýri fyrir hvem ein- asta dag ársins. Hvorki afi né amma, pabbi eða mamma veröa lengur í vandræðum með söguefni. Falleg Ut- prentuð bók sem er í stóm broti, 240 blaðsíður. Útgefandi er Setberg. Þór- ir S. Guðbergsson og Hlynur Öm Þórisson þýddu og staðfærðu. Verð kr. 1.250. Hringsól Mál og menning hefur ^efið út skáldsöguna Hringsól eftir Álfrúnu Gunnlaugsdóttur. Álfrún rekur í þessari bók örlaga- sögu íslenskrar konu. Sagan hefst í Utlu þorpi við sjó á öndverðum fjórða áratugnum þegar soguhetjan leggur upp í sína ævireisu. Leiöin Uggur til Reykjavíkur og síðar til meginlands Evrópu en ferðinni lýkur þar sem hún hófst - fimm áratugum síðar. Álfrún Gunnlaugsdóttir hefur áður Þjóð bjarnarins mikla Skáldsagan Þjóð bjamarins mikla er nú komin út í nýrri útgáfu frá Vöku- HelgafelU. Þetta er einstætt skáld- verk sem farið hefur sigurfór um heiminn og hvarvetna fengiö stór- kostlegar viötökur. Þjóð bjamarins mikla er upphafiö á hinni hrífandi sögu Aylu, stúlku af ætt Krómagnonmanna fyrir 35.000 ámm, sem verður viðskila við fólk sitt og elst upp í helU hjá fornri kyn- kvísl Neanderdalsmanna, sem ekki getur náð lengra á þróunarbraut- inni. Ayla er frábrugðin þessi fólki og það magnar upp spennu og hefur áhrif á samfélagið allt. Fríða Á. Sigurðardóttir rithöfundur þýddi bókina. Þjóð bjamarins mikla er 492 blaðsíöur og kostar 1.890 krón- ur með söluskatti. sent frá sér tvær bækur, smásagna- safnið Af manna völdum og skáldsög- una Þel en fyrir þá síðamefndu hlaut hún menningarverðlaun DV. Hringsól er 308 bls. að stærð, prent- uð í Prentstofu G. Benediktssonar. Verð kr. 2.190. Franskbrauð með sultu Verölaunabókin Franskbrauð með sultu eftir Kristínu Steinsdóttiu- er meðal jólabókanna hjá Vöku-Helga- felU. Bókin var vaUn úr fjölda handrita sem bárust í árlega sam- keppni Verölaunasjóðs íslenskra bamabóka sem stofnaður var 1985 af Bókaútgáfunni Vöku og fjölskyldu Ármanns Kr. Einarssonar rithöfund- ar. Franskbrauð með sultu gerist á Austurlandi fyrir 30 árum á tímum sUdarævintýrisins. Söguhetjan T.illa fer í heimsókn til ömmu sinnar og afa, kynnist nýju umhverfi og skemmtfiegum leikfélögum og öðlast nýja lífsreynslu. Fyrr en varir lendir hún í margvíslegum ævintýrum. Krakkarnir í Guðjónsenshúsinu eru engu líkir, EmU bíóstjóri sýnir Tarz- an í þijúbíó, leyndardómar loft- vamabyrgisins í hlíðinni hejlla og heyskapur og vinna á sUdarplaninu opna borgarbaminu nýja veröld. Franskbrauð með suítu er prýdd fjölda mynda eftir Brian Pilkington sem jafnframt teiknaði kápumynd. Bókin er í kiljubandi og kostar 685 krónur með söluskatti. Stálnótt Stálnótt heitir skáldsaga eftir Sjón sem bókaforlag Máls og menningar hefur gefið út. Þetta er fyrsta skáldsaga höfundar- ins, óvepjuleg og sterk eins og viö mátti búast. Hún er í anda vísinda- skáldsagna, framtíöarsýn þar sem notaðir eru þættir úr ævintýrabók- um og hryllingssögum í bland við bíómyndir samtímans. Sjón hefur áður sent frá sér fjöl- margar ljóðabækur og starfað í súrrealistahópnum Medúsu. Stál- nótt er 104 bls. að stærð, prentuö í Prentsmiðjunni Odda. Hrafnkell Sig- urðsson sá um útlit bókarinnar. Verö kr. 1.980. . Alves meirí háttar kaffi.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.