Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Side 2

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Side 2
2 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Fréttir Þrennir tvíburar á sama sólartiringnum Þrennir tvíburar fæddust á sama sólahringnum á fæöingardeild Landspítalans í síðustu viku. Eftir því sem næst verður komist mun slíkt aldrei hafa gerst á íslandi fyrr að þrennir fleirburar fæðist á sömu fæðingardeild á einum og sama sólarhringnum. Miðvikudagurinn 16. desember er því nokkuð sérstakur í sögu fæð- ingardeildar Landspítalans. Þegar DV kom í heimsókn í gærkvöld var í mörgu að snúast. Pabbatími stóö sem hæst. Helgi Ingason, nýorðinn tvíburapabbi, var í óðaönn að gefa börnum sínum. Hann hafði þá ný- lokið við að skipta á ungunum báðum. Sigríður Jónsdóttir var inni á stofu ásamt gestum. Hjá henni voni tvær nýfæddar drottningar. Hólmfríður Þorvaldsdóttir liggur á annarri deild. Kom hún yfir til hinna ásamt tveimur nýfæddum drengjum, eiginmanni sínum og tveimur eldri bræðrum. Eldri, en ekki gömlum, Sjö og tveggja ára. „Má ég halda á,“ sagði Sigurður Ágúst, 2ja ára, þegar verið var að undirbúa myndatöku. Hanna Bára Guðjónsdóttir og Helgi Ingason frá Fáskrúðsfirði eignuðust fyrstu tvíburana. Þau eignuðust telpu og dreng. Telpan fæddist á undan. Var það klukkan 8.24 að morgni 16. desember. Hanna Bára og Helgi eiga fyrir 8 ára gaml- an strák, Jóhann Inga. Hanna Bára er enn veik eftir fæðinguna, en hún er á batavegi. Helgi sagðist ekki eiga von á að þau kæmust heim til Fáskrúðsfjarðar fyrir jóL Báðum bömunum heilsast vel. Sigríöur Jónsdóttir og Páll Val- geirsson frá Blönduósi eignuöust tvær telpur. Sigríður og Páll eiga fyrir tvö böm, Valgeir 6 ára og Maríu 4ra ára. Sigríður sagöist vongóð um að hún yrði komin heim til Blönduóss fyrir jól. Sigríði og telpunum heilsast vel. Hólmfríður Þorvaldsdóttir og Gunnar Sigurðsson frá Hafiiarfirði eignuðust tvo drengi. Fæddust þeir síðastir af fleirburunum þennan eftirminnilega dag á fæðingardeild Landspítalans. Fæddust þeir með einnar mínútu millibili. Sá fyrri klukkan 17.59 og sá síðari klukkan 18.00. Fyrir áttu þau Hólmfríður og Gunnar tvo stráka, Þorvald Sævar, 7 ára, og Sigurð Ágúst, 2ja ára. Hólmfríði og drengjunum iíður öll- um vel. -sme Þrennir foreldrar með sex börn, þrjá drengi og þrjár telpur. Börnín faeddust öll á sama sólarhringnum. Lengst til vinstri situr Hólmfríður Þorvaldsdóttir með drengina sína tvo. Næst kemur Sigriður Jónsdóttir með telpurnar sinar tvær og lengst til hægri Helgi Ingason með telpuna og drenginn. DV-mynd Brynjar Gauti í upphafi fundar framkvæmdastjórnar Verkamannasambandsins í gær. Þar var tekið fálega í hugmyndir VSÍ. Fulltrúar VMSÍ á fúnd ríkisstjórnar „Menn fóru bara yfir stöðuna eins og hún blasir við og voru menn sam- mála um að enn væri biðstaða í málinu. VSÍ hefur ekkert sett fram sem gefur tilefni til formlegra við- ræðna,“ sagði Karvel Pálmason, varaformaður VMSÍ, um fram- kvæmdastjómarfund Verkamanna- sambandsins í gær sem stóð í þijá og hálfan tima. Undir þetta tók form- aðurinn, Guðmundur J. Guðmunds- son, sem sagði að rætt hefði um hvernig heföi gengið hjá þeim félög- um sem sem hefðu staðið í óformleg- um viðræðum. Á meðan á fundi framkvæmda- nefndarinnar stóð kom boð símleiðis frá ríkissjóminni um að fulltrúar VMSÍ kæmu til fundar við fulltrúa ríksstjómarinnar. Afstaða til þessa boðs skiptist í tvennt og var Karvel á móti því að fara. „Ég neitaði aö fara á fund ríkis- stjórnarinnar en það vom tilnefndir fiórir aðilar til fararinnar,“ sagði Karvel. Ríkistjómin bauðst til að hætta við söluskatt á fisk og sagði Karvel að vissulega fagnaði VSMÍ því en ítrekuð hefðu verið mótmæh við söluskatti á matvæli. -SMJ Ragnar Aðalsteinsson hæstaréttariögmaour: „Það sem ég t „Rannsóknarlögreglan telur að verjandi hafi trúnað við sig og dóm- stólana en ekki nema að óverulegu leyti við sökunaut. Ég hef htið þann- ig á að trúnaðurinn sé fyrst og fremst á milli veijanda og sökunauts. Það rís því sú spuming hvers konar sam- band verður á milh veijanda og sökunauts ef veijandi veit hugsan- lega atriöi sem hann má ekki ræða • við sökunaut,“ sagði Ragnar Aðal- steinsson hæstaréttarlögmaður. Ragnar krafðist dómsúrskurðar vegna þess að honum var gert óheim- Ut að ræða við sökunaut sem hann er skipaður veijandi fyrir, annað en það sem sökunautur segir honum sjálfur. Sakadómur Reykjavíkur hef- ur feht úrskurð í máhnu og sam- kvæmt honum er Ragnari óheimUt að ræöa viö sökunautinn annað en það sem sökunautur ræðir við hann Idi skyldu mína er að fyrra bragði. „Það hefur ekkert reynt á þetta fyrr í mínu starfi svo ég muni. Mér var bannað að segja manninum nokkurn skapaðan hlut, sama hvort það var eitthvað merkUegt eöa ekki. SennUega þýðir þetta það að veijandi má ekki ræða neitt við sökunaut annað en það sem sökunautur hefur sagt honum sjálfur. Dómsúrskurðurinn gekk rann- sóknarlögreglunni í vU. Ég hef kært þennan úrskurð tíl Hæstaréttar. Á meðan get ég ekki rætt þessa efni við sökunautinn. Ég get átt von á aUt að þriggja ára fangelsi geri ég það. Það verður nfiög erfitt fyrir veijendur að vinna hér eftir, þeir verða að muna hvað þeir fengu að vita hjá söku- nautnum og hvað þeir fengu að vita annars staðar frá. Þetta mun þýða það að sökunautar geta Skki lengur talið lagabrot" litið á verjendur sem sína trúnaðar- menn. Það er þá spurning hvort ekki megi leggja verjendur niður. Það kom upp fyrir tilviljun aö ég hafði ekki sagt honum þetta. Ég fékk gögn óumbeðið og það var algjör til- vifiun að ég hafði ekki sagt honum það sem í þeim stóð. Veijandi fær gögn óumbeðið og má ekki ræða það sem í þeim stendur við þann aðUa sem þeir eru aö veija. Ég hafði aldr- ei heyrt þessa kenningu fyrr. Samkvæmt þessu eigum við veijend- ur aö fara í fangelsi. Þaö sem ég hélt vera skyldu mína telja þeir vera laga- brot. Ef Hæstiréttur er sammála þessu þá verð ég að gera upp við mig hvort ég tel mér fært að vera veij- andi að óbreyttum lögum,“ sagði Ragnar Aðalsteinsson. -sme Frá Alþingi: Spillir samningum með yfirtýsingum Talsverðar umræður urðu um efnahagsmál í efri deUd Alþingis á laugardag en tílefni þeirra voru orð sem Jón Baldvin Hannibalsson fiármálaráöherra lét falla í umræð- um þar sem hann sagði að mótmæU verkalýðshreyfingarinnar vegna skattahækkana væru kokhreysti og gífuryrði og innihaldslaus orð. Gagnrýndu þeir Karvel Pálma- son og Svavar Gestsson ráðher- rann harkalega vegna þessara ummæla og sagði Karvel að það væru engin gífuryrði að halda því fram að álagning matarskatts tor- veldaöi samningagerð. Taldi hann fiármálaráðherra spUla fyrir samningum með yfirlýsingum af þessu tagi. í framhaldi þessara umræðna spunnust umræður um viðtal sem Tíminn átti við Steingrím Her- mannsson þar sem fram kom að „fijálshyggjan væri að fara með aUt til andskotans", að annað hvert fyrirtæki væri að komast í þrot vegna vaxtastefnunnar. Steingrímur sagði við umræð- umar að skoðanir hans hefðu aUtaf verið fiósar og að hann teldi að eft- irUt Seðlabankans með vaxtamál- um hefði bragðist og engin fyrirtæki þyldu til lengdar slíka vexti sem nú væru á markaðinum. -ój Kvótafrumvarpið - sjávarútvegsnefnd Sjávarútvegsnefnd efri deUdar er fiórklofin í afstöðu sinni til kvóta- frumvarpsins svokaUaða og skUaði nefndin fiórum áUtum en reiknað er með að önnur umræða um mál- ið verði á Alþingi í dag. Meirihluta nefhdarinnar skipa þeir Guðmundur H. Garðarsson, sem er framsögumaður meirihlut- ans, HaUdór Blöndal, Stefán Guðmundsson og Jóhann Ein- varðsson. Minnihlutinn er síðan þrískiptur og skilaði hver sérstöku áUti, þar með formaður nefndar- innar, Karvel Pálmason. Auk hans skUuðu séráUti Danfríður Skarp- héðinsdóttir og SkúU Alexanders- son. Meirihlutinn gerir nokkrar breytingartUlögur við frumvarpið en þær felast í þvi að gildistíminn verði þrjú ár í stað fiögurra, að feUt verði út ákvæði um 10% álag á afla sem fluttur er óunninn á markað erlendis hafi hann ekki verið veg- inn hér á landi. Einnig leggur meirihlutinn tU að smábátar undir 10 lestum þurfi eingöngu að sæta tímabundnum veiðibönnum eins og verið hefur. Þá leggur meirihlut- inn tíl að lagt verði í fyrsta sinn meðalaflahámark á kaflaafla tog- til umræðu í dag efri deildar fjórklofin ara og karfaaflahámörkin verði hækkuð frá því sem lagt er tíl í drögum að reglugerð um stjóm botnfiskveiða fyrir næsta ár. Karvel Pálmason heldur sig við þær breytingartiUögur sem hann og Matthías Bjarnason lögðu fram í nefndunum. Skúh Alexandersson boðar breytingartUlögu um breytta skipan um skiptingu á milli norð- ur- og suðursvæðis og að veiöi- heimUdum verði úthlutað tU byggðarlaga, þannig að % hlutar heimUdarinnar verði byggðarlags- ins en 'A hluti útgerðar á skip. Við sölu skipa úr byggðarlagi færist því aðeins þriðjungur brott með skip- inu en tveir þriðju hlutar verði eftir á staðnum. í séráhti Danfríðar Skarphéðins- dóttur kemur fram að breytingart- Ulögur KvennaUstans miði að því að ijúfa óeðUlegt samband á milli skips og veiðUieimUdar, tekið sé tUUt tU byggðasjónarmiða, dregið verði úr ofstjóm og miðstýringu, hvatt verði til betri nýtingar og bættrar meðferðar, rannsóknir verði efldar og að betur verði búið að starfsfólki í sjávarútvegi. -ój Húsnæðisfrumvaipið að lögum Húsnæðisfrumvarpið varö að lögum á laugardag eftir að neðri deUd Alþingis hafði samþykkt það með 26 samhfióða atkvæðum að viðhöfðu nafnakalU. Þingmenn Borgaraflokksins sátu hjá við atkvæðagreiðsluna. Frum- varpið hafði áður verið afgreitt ffá deUdinni en þar sem prentvUla hafði slæðst inn í frumvarpið þurfti það að faTa frá efri deUd aftur til þeirrar neðri þar sem það var síðan samþykkt við eina umræðu í end- anlegri mynd. -ój

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.