Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Síða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Síða 10
10 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Útlönd Áhafnaskipti í geimnum Þremur sovéskum geimförum verður skotið út i geiminn í dag frá Miö-Asíu þar sem þeir munu taka við af áhöfn þeirri er verið hefur um borð í geimstöðinni Mir. Þeir sem fyrir eru eru haidnir af heim- þrá en munu þó starfa í viku með þeim nýkomnu. Verður þetta í fyrsta skipti sem skipt er um áhöfn úti í geimnum. Taiið er að nýja áhöfnin muni reyna að vera um borð í geimstöð- inni eins iengi og Romanenko sem í dag hefur verið 317 daga úti i geimnum. Kaunda míðlar málum Kenneth Kaunda, forseti Eining- arsamtaka Afríkuríkja, OAU, hyggst reyna aö miðla málum í landamæraátökunum milli Ug- anda og Kenya. Ætlar Kaunda að hafa samband viö leiðtoga rikjanna tveggja í náinni framtíð í því skyni. Kenya og Uganda hafa staðið í síharðnandi deilum undanfarið ár og hefur hvað eför annað komið til átaka á landamærum ríkjanna. Kenyamenn segjast hafa feilt þijá- tíu hermenn frá Uganda á undan- förmun dögum, en Ugandamenn segja að Kenyamenn hafi fellt tiu almenna borgara. Hóta slúðurbemm öllu illu Stóvsókn fyrir friðawiðræður Kontraskæruliðar í Nicaragua sögðust í gærkvöldi hafa hrundið af stað mestu sókninni hingað til gegn stjórn sandinista. Réðust um sjö þús- Vestur-Þjóðverjinn og sósialdemókratinn Wischnewski sem mun aðstoða við friðarviðræðurnar í Nicargua. Símamynd Reuter und skæruliðar á þrjár stórar námuborgir í norðausturhluta landsins. Talsmenn stjórnarinnar segja að skæruliðar ýki þegar þeir greina frá fjölda árásarmanna. í útvarpi kontraskæruliða var greint frá því að árásirnar hefðu ver- ið árangursríkar þar sem tekist hefði að eyðileggja radarstöð, flugbrautir og raforkustöð. Einnig kváðust skæruliðar hafa komist yfir vopna- birgðir. Að sögn leiðtoga árásar- manna voru um hundrað skæruliðar felldir en hann vissi ekki um fjölda handtekinna. í dag var áætlað að báðir stríðsaðil- ar settust niður við friðarviðræður í Santo Domingo. í síðustu viku sam- þykktu báðir aðilar tveggja daga vopnahlé um jólin. Vestur-þýskur stjórnmálamaður og tveir Bandaríkjamenn munu verða milligöngumenn í friðarvið- ræðunum. Vestur-Þjóðverjinn Wischnewski nýtur trausts sandin- istastjórnarinnar. Hann aðstoðaði við að fá látna lausa dóttur forseta E1 Salvadors þegar hún var gripin af vinstri sinnuðum skæruhðum árið 1985. f fyrra aðstoðaði hann við frels- un átta V-Þjóðverja sem kontra- skæruhðar rændu. Bandaríkjamennirnir tveir eru prófessor við Harvardháskólann og lögfræðingur sem var fulltrúi Nic- aragua gegn Bandaríkjunum fyrir alþj óðadómstólnum. Bandaríkjaþing og Hvíta húsið komust aö samkomuiagi um helgina um að veita kontrahreyfingunni í Nicaragua rúmlega átta milljónir dollara í aðstoð þar til í febrúar. Stjórnvöld í Suður-Kóreu hótuðu þvi í morgun að hart yröi tekiö á þeim sem ala á óróa i landinu með því að bera út getgátur um svindl og pretti í forsetakosningunum sem fram fóru þar i síðustu viku. Saksóknari s-kóreska ríkisins, Lee Jong-nam, sagði í gær aö orðrómur um svindl í kosningunum hefði breiðst hratt út eftir tap stjórnarandstöð- unnar í forsetakosningunum, sem voru hinar fyrstu í sextán ár. Sagði saksóknarinn að orðrómur þessi væri upprunninn meöal stúdenta og andófsmanna sem vildu koma af stað sem mestum óeirðum i landinu. Leiðtogar tveggja stærstu stjómarandstöðuflokkanna í S-Kóreu hafa báðir fullyrt að stjómarflokkurinn hafi haft rangt við í kosningunum og hafa lýst sig reiðubúna til að beijast fyrir því að úrshtin veröi dæmd ógild. Undanfarna fjóra daga hefur hvað eftir annað komið til harðra átaka mhh mótmælenda og lögreglu í Suöur-Kóreu. Um helgina sendi Ronald Reagan, forseti Bandaríkjanna, sigurvegara kosninganna, Roh Tae-Woo, hamingjuóskir. Kvaðst Reagan í skeyti sínu hlakka til að starfa með Roh og lýsti yfir stuðningi við hann í þeim erf- iöu verkefnum sem bíða hans. Heim á fyrsta fanými Bandarískur örn, sem fannst ör- magna á írlandi fyrir nokkru síðan, eftir að hafa flogið yfir Atlants- hafið, heftir nú náð heilsu og kröftum aö nýju og er reiðubúinn tíl að snúa heim. Heimleiöin verður þó væntanlega auðveldari, þar sem hann fer hana á fyrsta faiTými í fiugi Aer Lingus á morgun, beina leiö tíl New York. 100 þúsund manna brúðkaup Að minnsta kosti eitt hundrað þúsund Pakistanar komu til brúð- kaups Benazir Bhutto í Karachi, höfuðborg Pakistan, síðasthðinn fóstudag. Mikið var um dýrðir í veislunni, en mest bar þó á flugeldum, tónlist og póhtískum slagorðum. Raunar voru haldnar tvær veisl- ur brúðhjónunum tU heiðurs. Önnur var á heimili brúðarinnar, sem er einn af helstu leiðtogum stjórnarandstöðu landsins. Þar voru mættir helstu ættingjar og embættismenn. Hin veislan var svo í fátækrahverfi í Karachi þar sem brúöhjónin heilsuðu upp á almúg- ann. Gizur HfeJgasan, DV, Löbedc V-þýska lögreglan gerði itarlega húsleit á þijátíu og þremur heimil- um og skrifstofum um land aht í fyrradag í leit að hryðjuverka- mönnum. Pjórtán manns voru handteknir en þar af fengu þrettán leyfi tíl heimferðar af lokinni yfir- heyrslu. Lögregiuherferðin kom tveimur dögum eftir að tveir menn, sem tahð var að væru úr hryöjuverka- samtökunum Rauða hernum, voru handteknir í Dusseldorf. Lögi-eglan neitar hins vegar að nokkurt sam- band sé á milli húsleitarinnar og handtakanna í Dusseldorf. Rúmlega tvö hundruö lögreglu- menn tóku þátt í húsleitinni sem fram fór i átta borgum samtímis. Sjónarvottar segja aö lögi-eglan hafi í sumum tilfellum framkvæmt húsleit án þess að hafa haft húsleit- unarheimfld frá dómsyfirvöldum. Dagblaðiö Die Tageszeiturig, sém þykir hallast nokkuð langt tU vinstri í skrífum sínum, lenti í rannsókninni og vom skrifstofur þess í tveimur borgum rannsakaö- ar hátt og lágt og á annarri skrif- stofunni var dyram sparkað upp. Lagði lögreglan hald á verulagt hald af skrUuðum gögnum. Taliö er víst að þessar aðgerðir hafi beinst að meðlimum tveggja hryðjuverkasamtaka sem tekið hafa á sig ábyrgö á fjölmörgum skemmdarverkum og ikveikjum. Hundruð féllu í Irak írakar segjast hafa brotið á bak aftur stórsókn írana um tvö hundruð kílómetra fyrir norðaustan borgina Basra í írak. Báðir stríðsaðilar hcifa greint frá því að hundruð manna úr liðum þeirra hafi fallið í bardögunum á laugardagskvöld og sunnudags- morgun. Yfirvöld í Bagdad segja að tvö írönsk herfylki, sem venjulega eru um fjögur þúsund manns, hafi hafið sókn með aðstoð skriðdreka en hafi verið hrakin á brott eftir tólf klukku- stunda bardaga. Samkvæmt upplýs- ingum íraskra heryfirvalda liíðu fáir sóknarhermannanna af bardagana. írönsk heryfirvöld fullyrða að aðeins hafi verið um skyndiárás að ræða og að herfylki séu aidrei send í slíkar árásarferðir; írakar séu aðeins að reyna að hressa upp á móralinn meðal sinna nianna. Stjómarerindrekar og hernaðar- sérfræðingar á svæðinu hafa lengi spáð því að íranir væru að því komn- ir að hefja stórsókn og að þeir myndu reyna að hertaka hafnarborgina Basra. Eru íranar taldir vera að reyna vamir íraka með þessari árás Bandariska orrustuskipið lowa að æfingum á Persaflóa. Simamynd Reuter áður en allsheijarsóknin 'verður. Emn stjórnarerindreki í Bagdad full- yrðir að írana skorti vopn og skot- færi og að líklega verði ekkert úr allsherjarsókninni fyrr en í febrúar. í Kuwait greindi breskur ráðherra, sem þar er í heimsókn, frá að Sovét- menn væru nú reiðubúnir til þess að taka þátt 1 tilraunum Sameinuðu þjóðanna að koma á vopnasölubanni gegn íran í refsingarskyni fyrir að hafa ekki gengið að vopnahlésálykt- un öryggisráðs Sameinuðu þjóð- anna. Utanríkisráðherrar sex Persaflóa- ríkja hittast í dag í Saudi-Arabíu til þess að undirbúa toppfund þar sem varnarmál verða á dagskrá.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.