Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 14
14
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
Frjálst,óháÖ dagblaö
Útgáfufélag: FRJALS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÖLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÖNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÚNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PÁLL STEFANSSON og INGOLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJOLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ARVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð i lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Vonarglæta
Ekki þarf að fara mörgum orðum um þær blikur sem
nú eru á lofti í efnahagsmálum. Þær blasa við hvert sem
htið er. Viðskiptahalli er geigvænlegur, útflutningsat-
vinnuvegirnir eru að sligast undan fastgengisstefnunni,
vaxtakostnaður og vaxtakjör eru helsi um háls flestra
fyrirtækja, verðbólgan fer stighækkandi og ríkisstjórnin
hefur ekki önnur ráð við vanda ríkissjóðs en leggja
nýja og háa skatta á almenning. Síðast en ekki síst eru
kjarasamningar lausir nú um áramót og mikið bil á
milli viðsemjenda í þeim efnum.
Fjármálaráðherra hefur viðurkennt að í ljósi þessa
ástands verði ríkisstjórnin að grípa til víðtækra efna-
hagsaðgerða strax að lokinni afgreiðslu íjárlaganna.
Þessi yfirlýsing kemur engum á óvart, en er þó merki
þess að ríkisstjórnin, eða að minnsta kosti einn ráð-
herra hennar, gerir sér grein fyrir að ekki verður lengur
flotið sofandi að feigðarósi. Við slíkar aðstæður þarf
þjóðin á forystu að halda, forystu sem þorir, forystu sem
skilur, sitt hlutverk. Það er litill vandi að stjórna þegar
aht leikur í lyndi. En þegar syrtir í álinn, reynir á þolrif-
in, þá reynir á hvort þeir sem til forystu eru valdir
hafa kjark og samstöðu til að leiða þjóðina og sjálfa sig
út úr ógöngunum. Það er þá og þá fyrst sem í ljós kem-
ur hvort forystan er einhvers megnug og einhvers virði.
Á sama tíma og fjármálaráðherra er nógu hreinskil-
inn til að viðurkenna vandann og erfiðleikana framund-
an berast þær fréttir að aðilar vinnumarkaðarins séu
farnir að tala saman af alvöru. Það mun gert vegna
þess að bæði atvinnurekendur og launþegar gera sér
grein fyrir að langvarandi kjaradeilur og átök á vinnu-
markaðinum skapa nýtt öngþveiti. Þeir gera sér líka
grein fyrir því að kjarasamningar, sem sprengja laun
upp úr öllu valdi, leiða af sér nýja verðbólguöldu, sem
kemur þeim sjálfum verst. Fyrirtækjunum í auknum
kostnaði sem ekki er á bætandi og launþegunum í pen-
ingaseðlum sem brenna upp á verðbólgubálinu.
Óskandi er að raunsæið og skynsemin ráði ferðinni
í þeim viðræðum. Með því kviknar von. Von um að
hægt sé að ná valdi á þróun efnahagsmálanna og snúa
vörn í sókn. Skynsamlegir kjarasamningar eru forsenda
fyrir árangri í efnahagsmálum, en auðvitað verður þá
að gera þá kröfu til ríkisstjórnarinnar að hún misbjóði
ekki vinnumarkaðinum með ráðstöfunum sem ögra at-
vinnulífinu og efnahag einstaklinga. Matarskattur og
aðrar skattaálögur, vitlaus gengisskráning og vaxtaokur
hafa fyrir löngu fyllt mæhnn. Ríkisstjórnin sækir ekk-
ert lengur í vasa fyrirtækja eða einstakhnga. Ríkis-
stjórnin verður að taka sjálfa sig taki.
Ein meginorsökin fyrir alvarlegum efnahagsvanda
er sú staðreynd að ríkisvaldið hefur látið vaða á súðum.
Viðskiptahallinn stafar af rangri fjármálapólitík. Verð-
trygging og vextir eru afleiðing af hnkind ríkisstjórnar-
innar í slagnum við verðbólguna. Glíman við hahalaus
fjárlög stafar af eftirlátssemi stjórnmálamanna gagn-
vart gæluverkefnum og óarðbærum framleiðslusgrein-
um. Þjóðin hefur ekki efni á fjáraustri í atvinnurekstur
og Kröfluævintýri og enda þótt dæmið um byggingu
flugstöðvarinnar sé ekki stórt á mælikvarða Qárlag-
anna, þá er bruðhð og ábyrgðarleysið í sambandi við
flugstöðvarbygginguna lýsandi vottur um það aðhalds-
leysi sem einkennir aha flármálastjórn hins opinbera.
Það yrði góð jólagjöf ef aðilum vinnumarkaðarins
tekst að gera hófsama kjarasamninga. Að því loknu á
ríkisstjórnin leikinn. Með því stendur hún og fehur.
EUert B. Schram
„Verkfall
af IWu tllefhi
Það hefur eðlilega vakið athygli
að Jóhanna Sigurðardóttir félags-
málaráðherra lagði ráðherradóm
sinn undir i síðustu viku ef frum-
varp til breytinga á húsnæðislög-
gjöflnni yrði ekki afgreitt sem lög
frá Alþingi fyrir áramót. Ýmsir
hafa talið þetta bera vott um mikla
fylgni og pólitískt áræði og ganga
þá út frá því að mikið hafi legið við.
Að metta 5000 með engu!
í þessu sambandi hefur því mjög
verið haldið á lofti að í húfi sé að
Húsnæðisstofnun leysi skjótlega úr
vanda hvorki meira né minna en
6000 umsækjenda en það er nokk-
urn veginn sá fjöldi sem bíður eftir
svari við lánsumsóknum. En „hús-
næðisfrumvarpið" bætir þar lítið
úr skák. Nú þegar hefur Húsnæðis-
málastjórn ráöstafað nær öllu því
fjármagni sem ríkisstjórnin ætlar
henni á árinu 1988. Búið er að veita
umsækjendum, sem voru á undan
í biðröðinni, bindandi og tímasett
lánsloforð og þeir fylla nú þegar
upp í kvóta ársins 1988. Af marg-
umræddum 6000 umsækjendum er
talið að aðeins sé unnt að veita um
200 (tvö hundruð) jákvætt svar um
lán á næsta ári. Hinir 5800 verða
að bíða eftir úrlausn, að minnsta
kosti til ársins 1989.
Þessar upplýsingar dró Kristín
Einarsdóttir fram í dagsljósið í
umræðum um húsnæðismálin á
Alþingi laugardaginn 12. desember.
í þeim umræðum kom það fram
enn og aftur að andstaðan við úr-
bætur í húnsæðismálunum er
innanmein í ríkisstjórninni og
þingliði hennar. í Neöri deild
studdi stjórnarandstaðan þær
Endanleg svör um afgreiðslutíma
láns og lánsupphæð berist eigi síðar
en einu ári áður en fyrsti hluti láns
kemur til afgreiðslu."
Skynsamleg
breytingartillaga
Rétt er að vekja athygli á að tíminn,
sem líður milli svars eftir þrjá mán-
uði og tilkynningar um greiðslu
lánsins með ársfyrirvara, er óráðin
gáta. Umsækjandi, sem leggur t.d. inn
umsókn um áramót og fær jákvætt
svar 1. apríi, getur síðan þurft að bíða
í langan tíma, marga mánuði og jafn-
vel ár, eftir seinna bréfinu þar sem
honum er sagt að nú sé.eitt ár í út-
borgun lánsins.
Menn hljóta að spyrja til hvers
slíkur leikur sé gerður og ekki síð-
ur hvaða vit sé í því fyrir ráðherra
KjaUaxinn
Hjörleifur Guttormsson
alþingismaður fyrir
Alþýðubandalagið
„Menn hljóta aö spyrja til hvers slíkur
leikur sé gerður og ekki síður hvaða
vit sé í því fyrir ráðherra að hóta af-
sögn af ekki stærra tilefni.“
óverulegu lagfæringar seih er að
finna í „húsnæðisfrumvarpinu"
margumrædda. Jafnhliða flettu
talsmenn stjórnarandstöðunnar
rækilega ofan af því hversu létt-
vægt þetta mál er og illa undirbúið.
Það mætti haida að félagsmála-
ráðherrann og flokksbræður
hennar teldu sig geta fetað í fótspor
Krists og mettað 5000 manns'af nær
engu og ráðherrann leggur starf
sitt að veði.
Óvissan síst minni en áður
í stað þess að draga úr óvissu
fólks, sem er að koma yfir sig hús-
næði, stefnir „frumvarpið" jafnvel
í öfuga átt. Samkvæmt gildandi lög-
um skulu umsækjendur fá bind-
andi svar um lánsfjárhæð og
afgreiðslutíma láns innan tveggja
mánaða frá því að umsókn var lögð
fram. Mikið hefur vantað á að hægt
væri að greiða lánin út strax og
umsókn er samþ'ykkt. Þannig hafa
myndast hinar margumtöluðu
biðraðir eftir útborgun lána og
lánsloforð Húsnæðisstofnunar orð-
ið söluvara á veröbréfamörkuðum
með tilheyrandi affollum.
Lítum nú í sjálft „frumvarpið",
en þar segir í 2. grein sem félags-
málaráðherra telur mestu máli
skipta:
„Umsækjendur sem uppfylla
skilyrði laga þessara um lánveit-
ingu.. .skulu innan þriggja mánaða
frá því aö umsókn var lögð fram
fá svar um hvort þeir eigi rétt á
láni. í svari Húsnæðisstofnunar til
umsækjanda skal koma fram að
lánið sé háð því að lífeyrissjóður
eða sjóðir, sem umsækjandi er fé-
lagi í, hafi fullnægt samningi við
Húsnæðisstofnun um ráöstöfun-
arfé til Byggingasjóðs ríkisins.
að hóta afsögn af ekki stærra til-
efni.
Fulltúar Kvennalistans og Al-
þýðubandlagsins í félagsmála-
nefnd, þau Kristín Einarsdóttir og
Steingrímur J. Sigfússon, lögðu til
svofellda breytingu á 2. grein frum-
varpsins:
„Umsækjendur sem ekki upp-
fylla skilyrði laga þessara um
lánveitingu.. .skulu innan þriggja
mánaða frá því að umsókn er lögð
inn fá svar, ef um synjun er að
ræða. Endanleg svör um af-
greiðslutíma láns og lánsfjárhæð
berist eigi síðar en ári áður en
fyrsti hluti láns kemur til af-
greiðslu."
Þessi breytingartillaga var felld
af ríkisstjórnarliðinu í þingdeild-
inni. Með samþykkt tillögunnar
heíði hins vegar mátt koma í veg
fyrir mikið amstur hjá Húsnæðis-.
stofnun og girða fyrir þá hættu að
fyrra lánsloforðiö frá stofnuninni
fari út á „gráa markaðinn". Það er
engu líkara en félagsmálaráðherr-
ann og allt stjórnarliðið sé með
bundið fyrir bæði augu þegar það
tekur ekki undir slíkar ábendingar.
Alexander og Jóhanna í
einni sæng .
Það er kostulegt að sjá núverandi
og fyrrverandi félagsmálaráðherra
í einni sæng í þessu máh eftir það
sem á undan er gengið. Alexander
er formaður í félagsmálanefnd
Neðri deildar og notaði sér þá að-
stöðu tii að gefa Jóhönnu mörg
olnbogaskot. Þannig hæðist hann
undir rós að öllu saman í nefndará-
liti ríkisstjórnarmeirihlutans en
þar má m.a. lesa eftirfarandi:
„Mikilvægastá grein frumvarps-
ins er þó fyrir margra hluta sakir
2. grein þess. Þar er kveðið á um
breytta skipan varðandi svör Hús-
næðisstofnunar til umsækjenda.
Með þeirri tilhögun, sem frum-
varpið gerir ráð fyrir, er komiö 'í
veg fyrir að útgáfa svonefndra
lánsloforöa verði áfram uppspretta
efnahagslegrar þenslu og hækkun-
ar á fasteignamarkaðnum sem
verið hefur. Auk þess er stofnun-
inni ekki gert að skuldbinda sig
íjárhagslega nokkur ár fram í tím-
ann. Frá sjónarmiði almennrar
efnahagsstjórnar er hér um mjög
mikilvægt atriði að ræða þótt hitt
sé rétt að með þessu móti fá um-
sækjendur ekki jafnskjótt og áður
örugga vitneskju um það hvenær
þeir fá lán sín afgreidd. Það er galli
sem þó vegur ekki upp kosti þessar-
ar breytingar.“!
Það væri ekki út vegi að einhver
spyrði hvers vegna í ósköpunum
slík ærsl hefðu orðið á stjómar-
heimilinu út af ekki merkilegra
máli. „Verkfall" félagsmálaráð-
herra kallaði Þorsteinn Pálsson
raunar „sprell“ í Morgunblaðinu
enda stóð það ekki nema dagpart
og á meðan „frestaði" forsætisráð-
herrann fundi í ríkisstjórn, að því
er hann upplýsti á Alþingi tveimur
dögum síðar.
Engar reglugerðir! Engar
vaxtaákvarðanir!
„Meiri hluti nefndarinnar (þ.e.
félagsmálanefndar) leggur áherslu
á að reglugeröir um framkvæmd
þessarar lagabreytingar veröi gefn-
ar út jafnskjótt og auðið er eftir að
lög þessi hafa verið samþykkt."
Þetta gullkorn er ásamt mörgum
ámóta að finna í áliti Alexanders
og félaga. Jafnframt var upplýst að
Jóhanna hefði verið ófáanleg að
leggja fram svo mikið sem drög að
slíkum reglugerðum fyrir nefndina.
Svipaða sögu er að segja um vexti
á lánum Húsnæðisstofnunar. Fé-
lagsmálaráðherra vildi sl. haust fá
lagaheimild til að ákvarða þá en
félagar hennar í ríkisstjórn sögðu
slíkt þarflaust með öllu og létu
Alexander botna vísuna með svo-
felldum orðum:
„í fyrsta lagi ber að nefna nauð-
syn þess að tryggja fjárhagsstööu
húsnæðislánakerfisins til fram-
búðar þar sem nú er sýnt að
vaxtamunur er orðinn meiri en
talið hefur verið að kerfið þyldi.
Raunar er brýnt að þegar verði
gerðar ráðstafanir til að minnka
þann mun sem er á teknum og
veittum lánum Húsnæðisstofnun-
ar. Ákvörðun um það er á valdi
ríkisstjórnarinnar og kallar ekki á
lagabreytingu." - Rétt er í þessu
sambandi aö minna á að flokks-
bræður Jóhönnu skipa sæti
bankamála- og fjármálaráðherra
svo aö ekki ætti að þurfa að bíða
lengi þessarar brýnu ákvörðunar.
Úlfaldi úr mýflugu
Sjaldan hefur jafnlítið mál valdið
slíku fjaðrafoki og að því leyti hafa
fjölmiðlar og fólk látið blekkjast.
Þetta gildir einkum ef litið er á hinn
gífurlega óleysta vanda húnsæðis-
kerfisins sem þingmaðurinn
Jóhanna hafði mjög hátt um und-
anfarin ár. Það á einnig við þegar
htið er á loforð en litlar efndir af
hálfu Alþýðuflokksins gagnvart
„misgengishópnum" svonefnda,
sem fastur er í skrúfstykki láns-
kjaravísitölunnar.
Einhverjum kann að detta í hug
aö félagsmálaráðherrann sé að
dreifa athygli manna um sinn.
Fjárhagsvandi húsnæðiskerfisins
er óleystur sem fyrr, óvissa um-
sækjenda um húsnæðisstjórnarlán
er síst minni en áður. Kannski var
ráðherrann helst til fljótur aö beita
verkfallsvopninu gagnvart sam-
ráðherrum sínum, að minnsta
kosti virðist hilla undir stærri til-
efni handan áramóta.
Hjörleifur Guttormsson