Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Síða 15
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
15
Var þýski nasisminn áframhald kaprtalismans?
Fyrir nokkrum vikum reit ég
grein hér í blaðið, þar sem ég benti
á sögufolsun eina (af mörgum) í
bók Lofts Guttormssonar og
tveggja félaga hans, Mannkyns-
sögu 1914-1956. Þeir höfðu haldið
því fram, að þýskir stórkapítalistar
hefðu komið Hitler til valda. En
rannsóknir sagnfræðinga hafa leitt
það hvort tveggja í ljós, að stórkap-
ítahstar veittu Hitler og félögum
hans sáralítið fé í samanburði við
það, sem þeir lögðu til annarra, og
að nasistar voru alls ekki háðir
þessu fé.
Nú hefur ungur þýskunemi í
Freiburg, Einar Heimisson, birti
grein hér í blaðinu (15. desember),
þar sem hann tekur undir þetta og
nefnir því til frekari stuðnings
nokkur verk, sem mér var ekki
kunnugt um, og þakka ég honum
hjálpina. En Einar bætir við, að ég
hafi aðeins sagt hálfa sögima, þar
sem ég hafi ekki getið þess, hversu
dyggilega stórkapítahstar hafi stutt
Hitler, eftir að hann komst til
valda.
Nú er því til að svara, að varla
er sanngjarnt að deila á mig fyrir
að fara ekki til Akureyrar, þegar
ætlunin var að fara th Ákraness.
Ég hlýt að minna Einar á, að grein
mín bar nafnið: „Komu þýskir stór-
kapítalistar Hitler til valda?“ Mér
dettur ekki í hug að neita því, að
þýskir stórkapítalistar hafi unniö
með Hifler eftir valdatöku hans.
En grein mín var um það, sem gerð-
ist fyrir 1933.
Það liggur í eðli kapítahsta, eins
og ég tók skýrt fram í grein minni,
að keppa að hagnaði, en vinna ekki
að hugsjónum. En skrif Einars er^
mér kærkomið tilefni til að ræða í*
örstuttu máh um þá söguskoðun
Eymd félagshyggjunnar
Kjallarinn
Dr. Hannes
Hólmsteinn
Gissurarson
stjórnmálafræðingur
margra vinstrisinnaðra sagnfræð-
inga, að nasisminn hafi verið
áframhald eöa lokastig kapítahsm-
ans, en Brynjólfur Bjamsort kom
skýrustum orðum að henni í tíma-
ritinu Rétti árið 1933: „Fasisminn
lætur alla spádóma gamla Marx
rætast um vilhmennsku þá, sem
borgarastéttin hlyti að sökkva nið-
ur í á dauðstundum hennar."
Ættarmótið leynir sér ekki
Þessi söguskoðun er furðuleg,
þar eð nasistar drógu aldrei dul á,
að þeir væru félagshyggjumenn
eða sósíalistar. Þeir nefndu flokk
sinn Hinn þjóðernis-sósíahska
verkamannaflokk Þýskalands,
hömuðust í ræðu og riti gegn
„gróðaöflum" og „vaxtaokri" og
kröfðust skipulagningar atvinnu-
lífsins. Og þeir tóku skipulag flokks
síns og alla starfshætti eftir hinum
hefðbundnu sósíahstaflokkum,
eins og Friedrich A. Hayek benchr
á í Leiðinni til ánauðar. Það voru
ekki nasistar, heldur sósíalistar,
sem smöluðu fyrstir óhörðnuðum
unglingum inn í flokksfélög sín.
Það voru ekki nasistar, heldur sós-
íahstar, sem stofnuðu fyrstir sér-
stök bókmenntafélög og íþróttafé-
lög fyrir flokksmenn til þess að
tryggja, að þeir yrðu ekki fyrir
neinum óæskilegum áhrifum. Það
voru ekki nasistar, heldur sósíal-
istar, sem tóku upp á því að heilsa
aö flokkssið og ganga í sérstökum
einkennisbúningum. Hvaða mun-
ur var annar á rauðhðunum og
svartstökkunum, sem skálmuðu
bísperrtir um götur Berlínarborgar
í lok þriðja áratugarins, en liturinn
á einkennisbúningunum?
Það var tæplega nein tilviljun
heldur, að margir kunnustu fasist-
ar í Norðurálfunni komu úr röðum
sósíalista. Benító Mússóhni hafði
til dæmis verið ritstjóri flokksblaðs
sósíahsta á ítalíu, Vidkun Quishng
fylgt norska Verkamannaflokkn-
■ um að málum og Oswald Mosley
hinum breska bróðurflokki hans
og Jacques Doriot verið frammá-
maður í Alþjóðasambandi komm-
únista. Laval hinn franski var hka
gamall sósíahsti. Ýmsir mennta-
menn komu úr sömu átt, svo sem
Henrik de Man og Werner Somb-
art. Þessir menn sameinuðust alhr
í hatri á vestrænni fijálshyggju.
Þeir skildu ekki þá sjálflcrafa sam-
stillingu í atvinnulífmu, sem Adam
Smith hafði lýst í Auðlegð þjóðanna
árið 1776, og viðurkenndu ekki, að
einstakhngarnir ættu sjálfa sig,
eins og John Locke hafði leitt rök
að í Ritgerð um ríkisvald árið 1689.
Hvort sem þeir voru hefðbundnir
sósíalistar, kommúnistar eða nas-
istar, trúðu þeir á valdið, en ekki
frelsið - á hópinn, en ekki einstakl-
ingana.
Akurinn plægður
Auðvitað var margt ólíkt með
hefðbundnum sósíahstum og nas-
istum. Sósíahstar voru alþjóða-
hyggjumenn og skirskotuðu til
einnar stéttar, en nasistar þjóðern-
issinnar og vísuðu til einnar
þjóðar. Sósíahstar voru að sumu
leyti skynsemistrúar, en nasistar
hins vegar rökhatarar. Sósíahstar
sóttu fylgi sitt einkum til verka-
manna í þéttbýli, en nasistar til
bænda, eftirlaunamanna og von-
svikinna smáborgara. Fyrir sósíal-
istum var borgarastéttin aöalóvin-
urinn, en gyðingar fyrir nasistum.
Nasistar virtu séreignarréttinn,
þótt þeir væru á móti frjálsri sam-
keppni, en sósíahstar voru andvíg-
ir hvoru tveggja. Það fór ekki
heldur fram hjá neinum, að þessar
„Hvort sem þeir voru hefðbundnir sós-
íalistar, kommúnistar eða nasistar,
trúðu þeir á valdið, en ekki frelsið - á
hópinn, en ekki einstaklingana.“
tvær fylkingar bárust á banaspjót.
En við skulum ekki láta vopnaskak
viha um fyrir okkur. Aðalatriöið
var, að nasistar beittu sömu úrræð-
um og aðrir sósíahstar. í staðinn
fyrir að takmarka ríkisvald eins og
frjálshyggjumenn vildu reyndu
þeir að beita því í þágu markmiða
sinna. í staðinn fyrir að treysta á
sjálfstýringu á markaöi reyndu
þeir að reka áætíunarbúskap, þar
sem munurinn var, aö Hitler gerði
áætlanir til fjögurra ára, en Stalín
til fimm ára.
Ég held, að valdataka þýskra nas-
ista hafi orðið fyrir slysni, röð
tilvhjana, en ekki sögulega nauð-
syn. En sósíalistar og íhaldsmenn
í anda Bismarcks höfðu í samein-
ingu plægt þann akur, sem nasistar
sáðu síðan í. Þeir höfðu stofnað
velferðarríki upp úr 1870 og þannig
fjölgað því fólki, sem var háð ríkinu
um afkomu sína. Þeir höfðu reist
tollmúra í kringum Þýskaland og
þannig eflt einokunarfyrirtæki og
komið í veg fyrir frjálsa sam-
keppni. Verkalýðsfélög höfðu
raskað tekjuskiptingunni félögum
sínum í vil og þannig valdið
óánægju þeirra hópa, sem voru
óskipulagðir og urðu því útundan.
Þeir höfðu svipt sparifjáreigendur
innistæöum sínum í óðaverðbólgu
eftirstríðsáranna. Smám saman
hvarf það viðnám við valdinu, sem
fólgið er í sjálfstæðum einstakling-
um með heilbrigða siðferðisvitund.
Nasisminn var því áframhald sós-
íalismans - að vísu ekki óumflýjan-
legt áframhald hans, en þó
mögulegt. Og skiptir það öllu máh,
hvort útrýmingarbúðirnar heita
Dachau eða Kolyma?
Dr. Hannes Hólmsteinn
Gissurarson
Heiðarleg ríkisstjórn
Þjóðartekjur okkar stefna nú í það
að verða 220 milljarðar króna á
árinu. Þetta eru um 22.000 doharar
á mann eða eitt það alhæsta sem
þekkist í veröldinni. Fimm manna
fjölskylda ætti þá að hafa um
hundrað og tíu þúsund dollara eða
um fjórar milljónir króna. Reikni
svo hver sem betur má hvort hann
er meðaljón eða ekki.
Að vísu sér ríkisvaldið um 40%
af eyðslu okkar og eitthvað þarf í
fjárfestingu til að halda öhum þess-
um tekjum við og svo borgum við
auðvitað útlendingum vexti. Ráð-
stöfunartekjur meðalheimihshalds
á íslandi ættu þó að vera um tvær
mihjónir.
Vandasöm meðaltöl
Oft hefur verið bent á hversu
meðaltöl og óvönduð tölfræði séu
hættuleg í ahri þjóðfélagslegri um-
ræðu. Sagt er í gríni að tölfræðin
sé sú fræðigrein sem haldi því fram
að standi maður með annan fótinn
á logandi eldi, en með hinn ofan í
frystikistu, þá hafi hann það að
meðaltali mjög gott. Þannig geta
heilu þjóðfélagshóparnir haft það
mjög slæmt tekjulega séö þótt með-
altahð sé mjög hátt.
Hitt er svo augljóst að miklar
meðaltekjur þjóðar gefa til kynna
miklar almennar tekjur, þannig að
margir hafi það í rauninni mjög
gott efnahagslega. Séu meðaltekjur
lágar er einnig hætta á að margt
' sé um fátækhnga meðal þjóðarinn-
ar.
Rýmri búskapur
Þessar miklu tekjur gera ýmis-
legt í efnahagsmálum þjóðarinnar
léttbærara en ella. Þannig lækka
erlendar skuldir þjóðarinnar hlut-
fallsíega af þjóðartekjum og hinar
gífurlegu vaxtagreiðslur verða
auðveldari. Skuldhindingar ríkis-
valdsins verða einnig auðveldari
viðfangs þar sem meira er til skipt-
KjaHarinn
Guðlaugur Tryggvi
Karlsson
hagfræðingur
ráðast á mannfólkið. Þá þurfa öldr-
unarmáhn meira fé, slysavamir og
ýmsar verklegar framkvæmdir
. sem tengjast öryggi þegnanna með
opinberu þjónustunni. T.d. vega-
gerð, bygging flugvalla, hafnarbæt-
ur ásamt húsnæðismálunum. Þá
hefur þjóðin sett metnað sinn í að
viðhalda hinni miklu og almennu
menntun landsmanna og má hik-
laust telja það hestu fjárfestingu
sem sérhvert þjóðfélag á völ á.
íslensk velferðarhugsjón
Það er því í mörg horn að líta en
gleði vekur að hinar gífurlega háu
þjóðartekjur þetta árið ættu að
gera ýmislegt kleift án þess að
koma illilega við pyngjuna. ís-
lenska velferðarhugsjónin setur
metnað sinn í það að sérhver lifi
hamingjusömu lífi hér á landi, án
tillits til efnahags, fjölskyldu
„Þannig lækka erlendar skuldir þjóö-
arinnar hlutfallslega af þjóðartekjum
og hinar gífurlegu vaxtagreiöslur verða
auðveldari.“
anna og auðveldara að ná fénu.
Undanfarin ár era t.d. fallnar 8,4
milljarða skuldbindingar á ríkið
úr orkugeiranum einum saman og
sér hver og einn í hendi sér hvort
slík arðlaus skuld sé til þess fallin
að auðvelda ríkisbúskapinn.
í mörg horn að líta
Ríkisvaldið stendur einnig núna
frammi fyrir tiltölulega lágum
launum ríkisstarfsmanna og ættu
þeir að fá leiðréttingu launa sinna.
Átakanlegast er að ekki skuh hægt
að manna sjúkrahús landsins, t.d.
yfir sumarfrístímann, enda spyrja
sjúkdómar ekki að því hvort það
sé sumarfrí eða ekki þegar þeir
tengsla eða þjóðfélagsstöðu yfir-
leitt.
Verðbólgan, sem nú er áætíuð
stefna á um 30%, vekur áhyggjur.
Það er því.ánægjulegt hvernig rík-
isstjórnin berst um á hæl og
hnakka að stuðla ekki að verö-
bólgunni sjálf. Takist ríkisstjórn-
inni að ná hallalausum fiárlögum,
eða því sem næst, í gegnum þingið,
þá hefur hún svo sannarlega lyft
grettistaki til þess að hafa verð-
bólgudrauginn undir.
Heiðarleiki og vitsmunalegt
hugrekki
Slík tök á ríkisfiármálunum
krefiast mikhs heiðarleika af
stjórnarforustunni. Ekki er komið
á bakið á þjóðinni með verðbólguna
sem afleiðingu af vönkuðum hugs-
unarhætti i stjórn peningamála og
ríkisfiármálanna. Lofað upp í erm-
ina á sér án þess að vera menn tíl
að segja þjóöinni hvað það kostar
í raun og veru. Stjórnarherrar sem
segja sannleikann eru menn að
meiri þótt það kosti átök og vits-
munalegt hugrekki meðan á því
stendur. Þótt æpt sé að þeim í orra-
hríðinni mun sagan minnast þeirra
sem mikhmenna sem ekki voru th-
búnir að aka sér í hægindum
hugsunar og grautarlegrar eftir-
gjafar á kostnað aga og framtíðar-
hagsmuna þjóðarinnar.
„Það er hart að heita Briem og
hafa ekki th þess unnið,“ stendur
einhvers staðar. Það getur enginn
búist við því að koma þjóð sinni th
manns án þess að það næði um
tindinn. Sérstaklega þegar ljós
rennur upp fyrir ýmsum grautar-
hausum hvernig þeir voru búnir
að klúðra þjóðarhag en reyna að
klóra í bakkann og kalla úlfur, úfl-
ur, th þess aö beina athygli þjóðar-
innar frá heimsku eigin ákvarðana.
Áhugi á skattinum
Staðgreiðsluseðlamir streyma
nú heim til fólks og nú eru allir
íslendingar orðnir skattmeistarar.
Reikna og reikna og fléstir virðast
komast að því að skattkerfiö er
orðið miklu einfaldara og tekju-
skattsbyrðin lækkar.
Söluskatturinn er einnig til um-
ræðu, einfoldun hans og fækkun
undanþága. Rikisvaldið haíði val
að lækka söluskattsprósentuna og
minnka niðurgreiðslur á innlend-
um matvælum, en valdi þá leið að
auka niðurgreiðslur og halda sölu-
skattsstiginu óbreyttu. Þetta var
hárrétt ákvöröun því nógar eru
raunir íslensks landbúnaðar þótt
ekki hækki afurðimar enn meir.
Niðurgreiðslur efnahags-
stórveldanna
Sannleikurinn er auðvitað sá að
niðurgreiðslupóhtík Efnahags-
bandalagsríkjanna og Bandaríkj-
anna á eigin landbúnaðarvörum er
orðiö hreint thræði við sjálfstæðan
landbúnað þjóðríkja um víða ver-
öld. Tveir þriðju hlutar tekna
Efnahagsbandalagsins fara í þaö
að greiða niður matvæli í ríkjun-
um. Styrkur á hvern bónda þar er
um hálf milljón króna og ekki er
þetta minna í Bandaríkjunum þótt
allt þetta sé víst hátíð hjá því sem
það er í Japan þar sem innflutning-
ur matvæla er með öllu bannaður.
Samanburður á verðlagi á heims-
markaði á matvælum er því algjör-
lega út í hött, þar sem umfram-
framleiöslu niðurgreiddra
matvæla ríkustu þjóða heims er
„dúmpaö“ á heimsmarkaðinn. Af-
leiðingin er sú að mhljónir
smábænda um víða veröld flosna
upp og þiggja ódýra matinn á möl-
inni sem upphaflega hafði eyðilagt
þeirra eigin afkomu.
Takk fyrir matinn
Fyrir okkur hér á Fróni kann
þetta einfaldlega að vera spurning
um það hvort við viljum spyija
hvítflibbana í Brússel og Washing-
ton að því hvort við fáum að éta
eða ekki. Þótt þetta sé kannski
nokkuð ýkt mynd, þá er svo sann-
arlega hægt hér í skammdeginu á
norðurslóð að þakka ríkisstjóm-
inni fyrir það að eyðileggja ekki
landbúnaðarframleiðsluna í
landinu. Meðan við afkomendur
Einars Þveræings höfum eitthvaö
að éta þá verðum við ekki svo glatt
hraktir frá sjálfstæði lýðveldisins
okkar. Þótt það kosti undanþágu-
lausan söluskatt einhvern tíma hjá
einni teKjuhæstu þjóð veraldar.
Guðlaugur Tryggvi Karlsson