Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 16

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Page 16
16 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Spumingin Finnst þér vanta jólasnjó? Dröfn Hreiðarsdóttir: Nei, alls ekki. Ekki ennþá, kannski helst á aðfanga- dag. Þuríður Guðjónsdóttir: Ég er nú eig- inlega ánægð með þetta svona eins og það er. Guðjpn Guðmundsson: Að sjálf- sögðu, maður var því vanur. En þaö er alveg hægt að lifa við þetta svona. Erla Garðarsdóttir: Jú, mér finnst það jólalegra. Eirný Ásgeirsdóttir: Mér finnst vanta jólasiyó, stemningarinnarvegna. Hákon Bjarnason: Nei, mér er alveg sama um hann. Lesendur Einokun lögfræðinga LögfræðiX. upplýsingar: | 32. Jarð a: Af b: Ei c: H1 mmmmm 1 eignir - kaup sal mm mam Qnaréttur unnindi rsjá bls. 236 - Bréfritari leggur til að hið opinbera komi upp tölvubanka þar sem fólk getur átt aðgang að upplýsingum um lögfræðilegt efni. Daglaunamaður skrifar: Lögfræðingar og dómstólar landsins valda ekki hlutverki sínu. - Seinagangur kerfisins hjálpar skuldarefum til að draga umsamd- ar greiðslur á langinn og setur saklausa kröfuhafa (þá er eiga skuldir útistandandi) á vonarvöl, andlega og fjárhagslega. Mannorð þessara aðila er troðið í svaðið - maður sem þarf í mála- ferh vegna innheimtuaðgerða er oftar en ekki talinn vafasamur að skipta við, hversu heiðarlegur sem hann annars er. Þess vegna veigra margir sér við því að láta inn- heimta útistandandi skuldir. Auk þess kostar þaö mikinn tíma og álag (,,stress“), því lögfræðingar vinna seint og gefa sér lítinn tíma í að kryfja málin til mergjar. Þeir safna hins vegar að sér málum oft og tíðum og velta þeim á undan sér, eins lengi og þurfa þykir. Seinagangurinn þjónar hags- munum hins seka og ýtir undir svik og pretti sem oft blunda með fólki. - Eg legg til að hið opinbera hlutist til um að komið verði upp tölvubanka sem gæti veitt almenn- ingi upplýsingar um rétt hans í einstökum málum og gang þeirra í réttarkerfinu. Þarna væri á auðveldan hátt hægt að fletta upp í rykföllnum lagabálkum er tengjast því máli, er viðkomandi þarf aðstoðar við, ásamt yfirliti um dómsmái í skyld- um efnum. Þess konar aðstoö þyrfti ekki að vera ómagi á hinu opin- bera, heldur ætti að selja aðgang aö þessari þjónustu, en gegn vægu gjaldi. Til þess að hægt sé að fylgja landslögum þarf fólk að þekkja þau. Slíkt á ekki að láta eingöngu vera í höndum fáeinna manna eða stéttar, lögfræðinganna, sem svo viðhafa alls konar „helgisiði", í stað þess að upplýsa fólk. - Þetta myndi létta undir með réttvísinni og veita lögfræðingum sjálfsagt og aukið aðhald. Þakkir til Greifanna Reykjavíkurmær skrifar: Eg vil koma þakklæti mínu á fram- færi til strákanna í Greifunum og óska þeim til hamingju með nýju plötuna þeirra. Hún er æðisleg! Það eru fjölmörg falleg lög á þess- ari plötu, eins og t.d. Nótt. - Svo er auðvitað mikið af fjörugum lögum eins og lagið Viskubrunnur. Ég vil eindregið mæla með því við alla þá sem ekki vita af þessari plötu þeirra Greifanna að þeir kynni sér Hljómsveitin Greifarnir. lögin á henni því þau eru eins og ég sagði hér áður, hreint æðisleg! HamUqJubfíf* i* .r -t U1 Ht. -.Vi '•« • UWr..u,. v.r £ . — Jb-n. - ml.n.ta Ho.bb .0 —• ^ . _ „.orr. 0.,. -«r - U - — — ^ potta er eWcert epaug... . Happiö ketaur tl Þ oenlnga, Þar ee» haalngjan er eW h.ldur .* b.W. 09 b—*• ^ ttild £ «uru». .Uil brífU. , .. ',rnK lnnon 96 t£oo. ■ ^.foruqf f- -.00» 6oU.ro. » - f- «.000 6oU.r.. „U .ftur,.f bvf ofi h.nn U.lt b.6)-.. ,0 ,frlt .f br£ffnu, V* 9-rUt 6.,.. ZZW V.O...U o, U.run.j.9. br«U v.r obrtf.6 •' ‘ t ,wrtta. bí .b.it ..M. * .«r« tll .ttln,,. o, «bu* ,r„f. truboö. i s wrt ^ J.fnv.l bo •» >“ r ’“Ut •UO'V*4 T-Á - , íkk hwfllnqjubrof dtf r W -a yf frn.tturule,*. CbrU^ « - ^ - •>n „frit af þvl og eenda fyrir erg ■ b.4 rlt.r. .Inn .6 ,.r. 20 .frtt .f pv . , h.nn 2 .UJÓnlr £ b.re.»r»ttl. ,fr„ 96 t£».| *—I n nlasti vinnuna . Selnna ran . fítlc hann betra atarf. “ ' p.s. s.ndw>.Url 9.010,.. uttu >ór - d.tf ^ f bu,- V , ‘.X BrífU vlonur r.uo,.rul«.. Bth. Brlf 16 *r r.unv.rul.,. vólrlt.4 o, „Hamingjubréf“ frá Suður-Amerfku? Keðjubréfafar- aldurinn riður yfir að nýju Viðtakandi skrifar: Það hefur svo sem skeð áður, eink- um þegar nálgast jól, að það rignir inn til manns pósti. Og hér á ég ekki við venjulegan jólapóst, kort og þess háttar efni, heldur happdrættismiða frá flestum félagasamtökum og nú eina ferðina enn - keöjubréf. Eitt fékk ég sent 15. des. og var yfir- skrift textans: „Hamingjubréf.“ Venjulega hafa þessi bréf verið upp- full af hótunum til viðtakenda um aö eitthvað illt muni henda þá ef þeir „ijúfi keðjuna" eins og það er orðað í bréfupum. í þessu bréfi er nú ekki beint hótað en svona látið liggja að því að maður gæti kannski „misst vinnuna" ef maður gerir ekki eins og um er beð- ið. Dæmi: „Arlo Dalliit skrifstofu- maður fékk bréf en gleymdi að senda það áfram innan 96 tíma. Hann missti vinnuna. Seinna fann hann bréfið aftur og sendi það áfram. Nokkrum dögum seinna fékk hann betra starf‘! Oftast byrja þessar „keðjur“ í Suð- ur-Ameríku, að sögn, og oft eru upphafsmenn sagðir vera trúboðar eða aðrir tengdir trúmálum. Þetta bréf er einmitt sagt eiga uppruna sinn í Venesúela. Það versta við þessi bréf er að sumir láta til leiðast að taka þátt í þessum leik og fara að senda bréf til vina og kunningja (hér er beðið um að senda 20 afrit til ætt- ingja og vina). Eg sendi ykkur á lesendasíðu DV mitt bréf, svona rétt til aösanna mál mitt og vona að íslendingar láti nú ekki plata sig eina ferðina enn, eins og var hér um árið þegar stór hluti þjóöarinnar sat við að skrifa og afrita bréf í von um stóra vinninginn og gekk svo langt að umferðaröngþveiti myndaðist við aðalbækistöövamar, þar sem útborgun vinninga fór fram.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.