Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Qupperneq 40

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Qupperneq 40
40 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Iþróttir i m ' I w lp;jplllgllg Brasilíski snillingurinn Mirandinha, sem leikur með Newcastle, er hér í kröppum dansi við mótherja sinn, Ray Stewart frá West Ham. Mirandinha skoraði ■ ‘ ’v" * J' jfí* fyrir Newcastle en það dugði skammt þvi Lundúnaliðið vann 2-1. Simamynd Reuter Liverpool eykur enn foiystuna - með nýiri metjöfnun í ensku knattspymunni Heil umferð var leikin á Englandi um helgina og þar kom fátt á óvart. Liverpool vann enn einu sinni og jafnaði met liðsins sem spilaði 19 leiki án taps á keppnistímabilinu 1949/50, á meðan Arsenal, sem er í öðru sæti, varð að láta sér nægja eitt stig úr viðureign sinni við Everton. Nottingham Forest og Manchester United unnu á útivelli og eru í þriðja og fjórða sæti. Tottenham vann sinn fyrsta leik imdir stjórn Terry Vena- bles. Efstu liðum 2. deildar gekk flestum illa. Middlesbro náði einungis einu stigi gegn Boumemouth, en heldur snn toppsætinu því Bradford, Cryst- al Palace og Manchester City töpuðu, en Aston Villa gerði jafntefli heima. Liverpool stefnir að nýju félagsmeti Enn einn sigur hjá Liverpool, íiugsa margir er sjá úrslit leiksins, 1-0 fyrir Liverpool gegn Sheffield kVednesday. En að þessu sinni urðu eikmenn liðsins að hafa fyrir sigrin- rm því leikmenn Sheffieldliðsins /oru ekki á þeim buxunum að gefa íeitt eftir. Besti maður leiksins, Gary Megson, sem spUaði fyrir framan jögurra manna vöm Wednesday, /ar aUt í öllu hjá liðinu og var bar- itta hans félögum hans hvatning til rekari afreka. En það var miðvörö- rrinn Gary GiUispie sem skoraði ;ina mark leiksins á 76. mínútu. Ray loughton skaUaði homspymu frá John Barnes tU GiUispie sem sendi knöttinn með hægra fæti í markið af stuttu færi. Líkur Liverpool auk- ast á að verða Englandsmeistarar því á meðan Liverpool spUar ekki vel en nær öUum stigunum á ekkert annað Uð möguleika á að feUa það af toppn- um. Liverpool er nú búið að spUa 19 leiki í röð án taps og hefur jafnað félagsmet sett árið 1949/50. • Coventry náði loksins að sigra eftir tíu árangurslausar tUraunir. Og það sem meira var, sigurinn var gegn QPR á gervigrasinu á Loftus Road. Reyndar var það Mark Falco, sem QPR keypti fyrir skömmu frá Glas- gow Rangers, sem skoraði fyrsta mark leiksins, en þeir Keith Houc- hen, sem hefur átt erfitt með að ná sæti í Uðinu í haust þrátt fyrir stór- góða frammistöðu með Uðinu í ensku bikarkeppninni í fyrra, og Cyril Reg- is skoruðu mörk Coventry. Mark Dennis bakvörður, sem nýlega var dæmdur í 53ja daga bann, hefur áfrýjað dómi enska knattspymusam- bandsins og mun í framhaldi af þessari áfrýjun spUa leiki QPR um jóUn. Markvörður Coventry, Steve Ogrizovic, spilaði sinn 230. leik í röð, en hann hefur ekki misst úr leik síð- an í ágúst 1982, er hann spUaði með Shrewsbury gegn Oldham fyrir framan 3731 áhorfendur. Manchester United blómstrar loksins Þrátt fyrir að hafa haft yfirburði í mörgum jafnteflisleikjum í haust hefur Manchester United ekki tekist að nýta yfirburðina til að sigra. En í nokkrum síð.ustu leikjum sínum hef- ur liðið boðaö betri tíð fyrir aðdáend- ur sína og er sigurinn gegn Portsmouth dæmi um það. Leik- menn Portsmouth hófu mikla orrahríð að marki United þegar er flautað var til leiks en skot þeirra reyndust púðurskot er til kom. En þeir Bryan. Robson, sem skoraði mark á 35. mínútu eftir homspyrnu, og Brian McClair, sem skoraði á 49. mínútu, komu leikmönnum Ports- mouth í skilning um að þeir yrðu að gera betur til að ná stigi. Þrátt fyrir mark Kevin DUlon úr vitaspymu á 75. mínútu eftir að nýi leikmaðurinn, Steve Bruce, hafði haldið Mick Qu- inn í vítateignum náðu leikmenn Portsmouth ekki að ganga lengra og sigur United var staðreynd. Liöið hefur einungis tapað tveimur leikj- um í haust og er í fjórða sæti. 22 þúsund manns sáu leikinn og er það mesti áhorfendafjöldi hjá Portsmo- uth í haust. Fimm leikmennn vom bókaðir, þeir Moses og Whiteside frá United og BaU, Baird og Hardyman frá Portsmouth • Wimbledon sigraði Norwich á fóstudagskvöldiö, 1-0. John Fashanu skoraði sigurmarkið snemma í leikn- um og þar við sat. Með Norwich léku tveir nýir leikmenn, þeir Robert Flack, sem liðið keypti frá Glasgow Rangers, og John O’NeUl sem var keyptur frá Leicester. Markatalan segir ekki til um yfirburði Forestliðsins Nottingham Forest hafði algera yfirburði í leik sínum gegn Oxford en varð að láta sér nægja tvö mörk skomð en öU þijú stigin. OxfordUöið var sókndjarft í byijun en er leik- menn Skírisskógarliðsins höfðu smakkað á öUum réttum, sem í boði vom, tóku þeir til við framleiðsluna og voru sérlega hugmyndaríkir. Hver sóknarlotan á fætur annarri dundi á vöm Oxford. Á 31. mínútu var Nigel Clough skeUt í vítateignum en Peter Hucker markvörður Oxford varði góða vítaspyrnu Cloughs úti við stöng. Það vom þeir Clough og NeU Webb, besti maður leiksins, sem lögðu upp bæði mörk Forest. Fyrst skoraöi Brian Rice á 60. mínútu og síðan Calvin Plummer á 72. mínútu. Mörkin hefðu hæglega getað orðið fleiri, næg vom færin. En sóknin var svo stíf að leikmenn NottinghamUðs- ins vom famir aö þvælast hver fyrir öðrum og misnotuðu því hvert færið á fætur öðru. • Southampton tókst að skelfa Luton ærlega á heimavelU þess á KenUworth Road. Colin Clarke skor- aði tvö mörk fyrir Southampton en Mick Hartford svaraði, einnig með tveimur mörkum. -EJ Úrslit l.deild Arsenal - Everton 1 - 1 Charlton - Chelsea 2 - 2 Derby - Chelsea 1 - 2 Liverpool - Sheff. Wed 1 - 0 Luton - Southampton 2 - 2 Oxford - Nott. For 0 - 2 QPR - Coventry 1 - 2 Portsmouth - Man. Utd 1 - 2 Westham - New Castle 2 - 1 Wimbledon - Norwich 1 - 0 2. deild Aston VUla - WBA 0 - 0 Bamsley - MUlwall 4 - 1 Blackburn - Birmingham 2 - 0 Boumemouth - Middlesbro 0 - 0 HuU City - Crystal P 2 - 1 Ipswich - Shrevsbury 2 - 0 Leeds - Huddersfield 3 - 0 Man. City - Oldham 1 - 2 Plymouth - Bradford 2 - 1 Sheff. Utd - Swindon 1 - 0 Stoke - Reading 4 - 2 Staðan 1. deild Liverpool 19 14 5 0 44 - 11 47 Arsenal 20 12 4 4 34 - 15 40 Nott. Forest 18 11 4 3 38 - 15 37 Man. United 19 9 8 2 33 - 20 35 Everton 20 9 7 4 29 - 13 34 QPR 20 9 5 6 23 - 24 32 Chelsea 19 8 3 8 30 - 32 28 Wimbledon 20 7 7 6 26 - 23 28 West Ham 20 6 8 6 23 - 25 26 Luton 19 7 4 8 26 - 23 25 Southampton 20 6 7 7 29 - 30 25 Derby 18 6 6 6 17 - 21 24 Tottenham 19 6 4 9 19 - 23 25 Coventry 20 6 6 8 21 - 28 24 Newcastie 19 5 7 7 23 - 29 22 Oxford 20 6 4 10 22 - 33 22 Sheff. Wed. 20 6 3 11 20 - 34 21 Portsmouth 20 4 7 9 17 - 36 19 Watford 19 4 5 10 12 - 24 17 Charlton 19 3 5 11 19 - 32 15 Norwich 20 4 3 13 14 - 28 15 2. deild Middelsbr. Bradford Aston VUla C. Palace Ipswich HuU Blackbum Man. City MUlwall Bamsley Leeds Birmingham Swindon Plymouth Sheff. Utd Stoke Oldhám Leicéster W. Bromwich Boumemouth Huddersfield Shrewsbury Reading 24 14 6 23 14 4 24 12 8 23 13 3 23 12 24 11 23 11 24 11 24 12 23 10 5 24 24 21 23 23 24 23 22 24 24 24 24 23 35 - 40 - 35 - 48 - 33 - 35 - 30 - 50 - 38 - 8 36 7 31 - 9 26 - 8 40 - 10 37 - 12 27 - 10 24 - 11 22 - 11 29 - 13 28 - 12 28 - 13 27 - 8 13 19 - 6 14 22 - 14 48 27 46 21 44 32 42 18 42 25 42 22 40 32 39 32 39 29 35 31 35 36 33 33 31 39 30 37 23 32 30 33 24 31 23 39 23 39 22 57 19 37 17 44 15 Er vegurinn háll? Vertu því viðbúin/n að vetrarlagi. u IUMFERÐAR RÁÐ
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.