Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Síða 56

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Síða 56
56 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Menning Sógumeistari í fúllu fjöri Guðmundur Daníelsson: Vatnið. Bókaútgáfa Menningarsjóðs 1987. Guömundur Daníelsson er ekki dauður úr öllum æðum. Þótt hann nálgist nú áttrætt bregður hann enn á tilþrifamikinn tvileik sinn í nýrri og mikilúðlegri skáldsögu - Vatninu - og lætur hversdagsleika mengaðrar nútíðar vegast á við dularmögnin í þjóðardjúpinu - vatninu mikla - sem auðvitað verð- ur enn öllu öðru sterkara þegar á reynir. Og nú hefur hann bætt tákntafli við tvíleikinn. Þetta er því raunar þvívíddarsaga og Guð- mundur er satt að segja í essinu sínu, leikur sér að myndum og máli, leyfir sér að taka djarflega á og fer stundum á kostum í lýsing- um og líkingum. Fyrir þetta verður sagan stundum ofurlítið útsláttar- söm, kemur óþarflega víða við að manni finnst, tefur jafnvel óþarf- lega lengi í þessum skyndigististöð- um og gerist nokkuð margmál, þar sem málskrafsminni skýrsla dygði og meira en það. Þetta virðist til dæmis gerast í frásögn af réttar- höldunum og krossprófim þeirra. Þar er eins og sagan staðnæmist um sinn og bíði, jafnvel svo að það drepur áhuga lesanda um fram- vinduna á dreif. Margt kunnuglegt Þetta tekur á taugarnar, einkum vegna þess hve sögubrautin er ann- ars skýrt mörkuð og vel vörðuð, og kallar athyglina ákaft til sín, og hún haggast ekki við þetta. Erindi höfundar á hliðarstígana virðist vera annaðhvort að skýra persón- Bókmenntir Andrés Kristjánsson ur, mótunarkerfi áranna eða fá söguefninu og táknum sínum í því meiri staðfestu í landi og þjóðlífi, gera boðun sína trúverðugri með því að víkja til kunnuglegs fólks og athafna sem við könnumst við, og þessi dæmi verða stundum mjög nálæg og villa ekki á sér heimildir. Þetta hefur sitt gildi fyrir söguna og er til marks um það hve vel Guðmundur kann að semja sögur og beita þessum tvíleik dulýðgi og hversdagslífemis. Og að þessu leyti er enginn bilbugur á honum. Hon- um tekst að segja magnaða örlaga- sögu sem hlýtur að taka menn fostum tökum og haida lesendum föngnum frá upphafi til enda, ef þeir eru svo gerðir á annað borð að meinleg og mannleg örlög gangi þeim huga nær. Margt sem menn kannast viö En þessi saga er þó miklu meira en listilegt hugarflug af slíku tagi skáldskapar. Hún er gædd trúverð- ugum innviðum og höfundur kostar kapp's um að skjóta slíkum stoðum undir hana og í hana. Hún er líka gegnsýrð táknsaga og svo opinská í þessum efnum að við þykjumst þekkja okkur þama, jafnvel kannast við fólk hennar, einstaka atburði og framvindu mála, að ekki sé minnst á sögusvið- ið. Okkur finnst hvað eftir annað að þessi frásögn sé aðeins að látast vera skáldsaga. Allt þetta hefur sín áhrifatök. Tákn sögunnar flytja okkur líka kunnuglegan boðskap. Bára Álfsdóttir, getin af erlendum aðföngum, vex upp í íslenskri nátt- úra sem heldur sínu og verður sterkari í viðhorfi hennar og lífi en hið erlenda, en togstreitan milli andstæðna þessarar eðlisblöndu veldur meinlegum örlögum. Hún er fulltrúi þeirra íslensku kynslóða sem lifa í landinu um og eftir mið- bik þessarar aldar. En það er líka boðskapur um það að hvernig sem allt veltist og hvað sem að ber drekkir djúp íslenskrar náttúru og þjóðarsálar ófögnuði sínum að lok- um. Þjóðvellir og Þjóðvatn Það styrkir þessa táknsögu enn meira að sögusviðið skuli vera Þingvallasvæðið, sem hér kallast Þjóðvellir, og Vatnið mikla heföi svo sem eins mátt heita Þjóðvatn. Bæjamöfnin í sveitinni era líka býsna nærri sjálfum sér á þessum slóðum. Atburðir, persónur, mála- þras og sveitarkróníka verða líka býsna heimlegt allt saman þótt mörgu sé vafalaust í þá sögu skotið af hálfu höfundar og til tínt úr öðr- um stað. Söguvefur Vatnsins er svo margslunginn að ekki er auðvelt að fylgja mynstri hans eða greina sundur uppistöðu og ívaf, og Guð- mundur Daníelsson er svo mikill aflamaður í aðföngum og ætlar oft- ast að segja svo margt í einu að honum hættir til að drepa sögum sínum á dreif. Honum er gjarnt að þenja net sitt út til að ná sem mest- um feng í það í stað þess aö draga það saman eftir því sem líður á söguna. Þaö er eins um þessa sögu. Hún er af svo mörgum þáttum í mannlegu eðli, íslenskri þjóðarsál, íslenskri náttúra og erlendum áhrifum, að táknin nýtast ekki nógu vel og vinna stundum hvert gegn öðra. En hvað sem segja má um þetta allt saman er Vatnið í senn virkja- mikil saga, víðfeðm og aílamikil, skrifuð af þrótti og tilþrifum. At- burðarás hennar er samleikur raunsanns lífs og dularmagna þjóð- areðlis og náttúra, og loks táknsaga mn íslensk örlög. Jafnframt er þetta áktakamikil mannlífssaga með spennu og frásagnarþrótti. Sagnameistarinn er enn í fullum færum. A.K. Listaverkabók sjálfrar náttúrunnar Metnaði íslenskra bókaútgefenda virðast engin takmörk sett. Sér- hver þeirra státar nú af a.m.k. einu meiri háttar bókverki, sem kostað hefur ómælt fé í framleiðslu: ís- lenskt þjóðlíf í þúsund ár, íslensk þjóðmenning, Kvosin, Sturlunga Saga, Heimilislæknirinn. Og nú þegar við þykjumst hafa séð öll helstu afreksverkin í bóka- útgáfunni birtist ein glæný og glæsileg bók á síðustu stundu, Fuglar í náttúra íslands, eftir Guð- mund P. Ólafsson, sem Mál og menning gefur út. Hér er á ferðinni 300 síðna bók í stóru broti, sem inniheldur mörg hundrað litmyndir af öllum varp- fuglum á íslandi ásamt með öllum hugsanlegum upplýsingum um þá. Mun þetta vera viðamesta litprent sem unnið hefur verið hér á landi. Ýmislegt fleira er óvenjulegt við þessa útgáfu. Fyrir það fyrsta er höfundurinn, Guðmundur P. Ólafsson, ekki fuglafræðingur að mennt heldur líffræðingur með lífríki fjörunnar að áhugamáli. Hann er heldur ekki lærður ljósmyndari en hefur tekið um 90% hinna íðilfögra ljósmynda sem í bókinni eru. í þetta verkefni eyddi hann tveimur heilum árum úr lífi sínu. Sjálf er bókin ekki venjulegt upp- lýsingarit heldur lumar það einnig á tilvitnunum í bókmenntatexta, Rætt við Guðmund P. Ólafsson um fuglabók hans málfræði og annan „ófræðilegan” fróðleik. Tímasetning gæti verið hag- stæðari En er ekki óheppilegt að koma út með fuglabók akkúrat nú þegar bók Hjálmars Bárðarsonar er enn fersk í minni fólks og Þorsteinn Einarsson er nýbúinn aö gefa út Fuglahandbók sína? Bókmenntaviötalið Aðalsteinn Ingólfsson „Það má kannski segja að tíma- setningin hefði getað verið hag- stæðari,” svaraði Guðmundur P. Ólafsson. „Hins vegar er hér um gjörólíkar bækur að ræöa. Þótt bók Hjálmars sé mikið afrek er hún tæplega eins alhliða og þessi bók. Til dæmis er- um við með mikið af nákvæmum skýringarteikningum og kortum sem ekki er að finna í bók Hjálm- ars. Og bók Þorsteins er fyrst og fremst handbók til notkunar úti í náttúranni meðan ég er að skrifa fyrir þá sem vilja skoða íslenska fugla heima í stofunni hjá sér. En þess má einnig geta að þegar hafist var handa við þessa fuglabók Guðmundur P. Ólafsson ásamt bók sinni um islenska fugla. DV-mynd KAE var bók Hjálmars ekki komin út, þannig að við vorum aldrei að hugsa okkur að keppa við hana.” Nærmyndir Guðmundar af sjald- séðum íslenskum fuglum eru einstakar. Hvaða brögðum beitti hann til að komast svo nálægt þeim? * Þolinmæðisverk „Ég notaði aldrei felutjald heldur reyndi að dulbúa mig á ýmsa vegu og láta fuglana venjast mér. Það var oft mikið þolinmæðisverk.” Og hættulegt þar að auki. Ein af áhrifameiri myndum bókarinnar er af fálka sem leggur til atlögu við ljósmyndarann. „Jú, ég skal alveg játa að þá varð mér ekki um sel,” sagði Guðmund- ur. „Ég held ég hafi aldrei áður komið nærri svo illskeyttum fugli.” Guðmundi hefur sömuleiðis lán- ast að taka nærmynd af snæuglu. Hann vill hins vegar ekki segja frá því hvar hann fyrirhitti ugluna. „Það er ástæðulaust að auka á þann átroðning sem sjaldgæfir fuglar verða fyrir,” sagði Guð- mundur og bætti við, brosandi: „Fólk ætti frekar að festa kaup á bókinni en að eltast við þessa fugla.” Bókin Fuglar í náttúru íslands kostar um 10.000 krónur. -ai

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.