Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Qupperneq 58

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Qupperneq 58
58 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Meiming A úthverfunni Halldór B. Runólfsson, Tryggvi Ólafsson og Thor Vilhjálmsson. Thor Vilhjálmsson og Halldór B. Runólfs- son - Tryggvi Ólafsson, 95 bis. Útgefandi: Lögberg & Listasafn ASÍ, 1987. Listamönnum má skipta í inn- hverfa og úthverfa persónuleika, rétt eins og öörum manneskjum. Og þar sem listin er ekki síst tjáning á per- sónuleika er ekki fráleitt að tala um innhverfa og úthverfa myndlist. Þessar tvær „hverfur" birtast með mismunandi hætti eftir því hver á heldur. Þó er trúa mín að innhverfir lista- menn hneigist til analýtiskrar (sundurgreinandi) myndlistar, með- an úthverfir listamenn fá útrás í synþetískri (samræmandi) myndlist. Sem á sæmilegri íslensku þýðir að þeir fyrrnefndu hafa tilhneigingu til að búa sér til eigin myndveröld og kryfia hana til mergjar meðan þeir síðamefndu sanka að sér efniviði og smiða úr honum myndveröld. Svo geta menn deilt um það hvor manngerðin hafi skapað djúptækari og endingarbetri myndlist. Vitaskuld eru ekki skotheld skil milli þessara tveggja heima, auk þess sem listamenn geta átt sér bæði ana- lýtísk og synþetísk tímabil, eins og sjá má á í þróunarsögu kúbismans. En þessi skipting er samt olræt, svo langt sem hún nær. Það gefur augaleið að popplistin var í eðli sínu samræmandi, þar sem hún var meðvituð endurspeglun af neyslumenningu nútíðar. Sama má segja um myndlist Tryggva Ólafsson- ar, en ekki af alveg sömu ástæðum. Efni með áreiti Tryggvi er nefnilega of vel gefinn til að taka gagnrýnislaust við send- ingum utan úr heimi og spýta þeim svo lítt umbreyttum í áhorfandann. Frá upphafi hefur hann kappkost- að að hirða og nýta aðeins það efni sem ber í sér einhverslags áreiti, eitt og sér eða í samfloti við önnur aðföng úr umheiminum. Málverk Tryggva hafa því verið nokkurs konar vakningar, bæði póli- tískar og húmanískar í víðasta skilningi, og hafa þær síðamefndu orðið ofan á í seinni tíð. Sérstaða Tryggva innan popplistar, a.m.k. hins norræna geira hennar, Bókmenntir Aðalsteinn Ingólfsson hefur einnig birst í litanotkun hans, dýpt og víddum litanna, sem fagur- kerar einir kunna að hantéra - en slík fagurfræði var ekki ofarlega á lista popplistamanna sem kunnugt er. Bæði listin og maðurinn eru upp- fuU með svona þverstæður, sem er hluti af aödráttarafli beggja. Hin þversagnarkennda afstaöa Tryggva til tilverunnar hefur einnig gert honum kleift að brúa ýmis bil sem þurftu á brúarsmiðum að halda, til dæmis milli módernisma og popp- listar, eins og minnst er á hér á undan, milli hins þjóðlega og alþjóð- lega (þotunnar og sveitabæjarins), milli málverks og tónlistar, jafnvel milli málverks og kvikmyndar. í þessu og ýmsu fleiru hefur Tryggvi vasast um dagana. Þar fyrir utan er engin leið að greina á milli lífsnautnamannsins Tryggva Ólafssonar og listamanns- ins T.Ó. Brúarsmiður Það var vel til fundið af Lögbergi og Listasafni ASÍ að gefa út bók um þennan ágæta brúarsmið, þó svo hann sé ekki kominn að fótum fram. Frank Stella var jú ekki nema rúm- lega þrítugur þegar Museum of Modem Art í New York hélt yfirlits- sýningu á verkum hans. Forlagið hefur haft fyrir sið að fela tveimur höfundum að rita um mynd- listarmenn og á þá annar að rita um ævi hans en hinn um listina. Þetta er að mörgu leyti óraunhæf skipting, stundum jafnvel til vand- ræða, því vitaskuid er enginn hægðarleikur að greina á milli lífs og listar. En í þetta sinn er skiptingin af hinu góða því höfundarnir tveir, Thor Vil- hjálmsson og Halldór B. Runólfsson, taka gjörólíkan pól í hæð Tryggva Ólafssonar og báðir hafa nokkuð til síns máls. Hugleiöing Thors er sennilegast einhver skemmtilegasti texti sem hann hefur ritað um myndlistar- mann, en í honum fléttar hann saman á þann hátt sem honum ein- um er lagið þroskasögu manneskj- unnar Tryggva, kjammiklum lýsingum á persónu hans og kynnum þeirra tveggja, blandar svo með skáldlegri innlifun í verk lista- mannsins á ýmsum tímum. Margt kostulegt dettur upp úr Thor í þessari samantekt, til dæmis hef ég aldrei fyrr heyrt gleðikonu á Istedgade kallaða „kærleikssölu- boldang". Skipulegt og líflegt Þótt Halldór Björn komist ekki hjá því að rekja einhvert part af ævi Tryggva hefur þróun myndlistar hans algjöran forgang. í heildina séð kemst Halldór Björn ágætlega frá því verki. Ferill Tryggva er rakinn á skipulegan og líflegan hátt, allt frá skipamyndum hans frá Neskaupstað til þeirra margræðu pólýfónísku verka sem hann gerir í dag, og gerð er grein fyrir ástæðum þeirra breytinga sem orðið hafa á verkum Tryggva í tímans rás, helstu áhrifavöldum, hugmyndaheimi listamannsins og hvunndagslegum þankagangi. Helst þykir mér Halldór Bjöm gera lítið úr bókmenntalegri vídd margra mynda listamannsins, en sú vídd birtist jafnt í líkingamáli hans sem byggingu, eða innrími, myndanna. Soldiö fer Halldór Bjöm líka ógæti- lega með orð á stundum. Til dæmis leiðist mér alítaf þegar talað er um „afurðir" listamanna. Sömuleiðis mundi ég tæplega flokkaallan „real- isma eöa naturalisma á seinni hluta 19. aldar“ undir „náttúrulaust dudd“ eins og HB gerir. Einfaldanir Á þetta við Courbet? Eða Millet? í öðru erum við ekki alveg á sömu bylgjulengd. Ég á t.d. erfitt með að sjá tengsl Tryggva við bandaríska popplistamenn eins og Larry Rivers eða Kitaj en þykist sjá skyldleika með Tryggva og nokkrum evrópskum poppurum: Valerio Adami, Martial Raysse, Equipo Cronica. í spjalli um áhrif tónlistar á verk Tryggva einfaldar HB loks dáldið sögu tónlistarinnar í myndlistinni (sjá bls. 29). Til eru mörg þekktari dæmi um áhrif tónlistar á nútíma myndlist en „Boogie Woogie" verk Mondrians, sjá myndir Klees, Kupkas o.fl., svo ekki sé minnst á þá staðreynd að af- straktlistin var m.a. réttlætt hér forðum daga með tilvísun í „af- strakt" eðli tónlistar. En ekkert af þessu dregur úr ánægjunni yfir vel heppnaðri bók um ástsælan myndlistarmann. Prentun á myndum er ekki alltaf bókstaflega rétt en er þó alls staðar í anda hstamannsins, ef maður má nota lögfræðilega skilgreiningu. -ai Frjálsleg sagnfræði Oskar Guðmundsson: Alþýðubandalagið, átakasaga. Svart á hvítu, 1987. Átökin í Alþýðubandalaginu síð- ustu árin, sem náðu hámarki á landsfundi flokksins í haust, þegar Ólafur Ragnar Grímsson var kjör- inn formaður flokksins, eru öllum landsmönnum kunn. Þegar það spurðist út að Óskar Guðmunds- son, ritstjóri og fyrrum ritstjómar- fuhtrúi Þjóðviljans, væri að skrifa bók um Alþýðubandalagið og biði með að ljúka henni uns lands- fundurinn í haust væri afstaðinn urðu margir forvitnir, aörir hneykslaðir. Forvitnin byggist á því að Óskar þekkir innviði Al- þýðubandalagsins hin síðari ár betur en flestir aðrir og hefur fylgst afar náið með átökunum þar. Hneykslunin var byggð á því að Óskar hafði tekið þátt í og að sumu leyti verið átakavaldur í flokknum og gæti því ekki skrifað bókina hlutlaust; hann gæti ekki metið það sem gerst hafði í flokknum á hlut- lausan hátt. Því hlyti bókin að verða eins konar varnarræöa fyrir þann hóp sem Óskar hefur til- heyrt, lýðræðiskynslóðina. Hlutdræg söguskoðun Nú er bókin komin út, Alþýðu- bandalagið, átakasaga. Við lestur hennar kemur í ljós að báðir fyrr- nefndir hópar hafa nokkuð til síns máls. Þeir forvitnu geta hrósað happi vegna þess að margt forvitni- legt kemur fram í bókinni sem aðeins þeir sem úr innsta hring koma geta vitað um. Hinir hneyksl- uðu hafa einnig nokkuð til síns máls, söguskoðunin í bókinni er hlutdræg og þeim mun hlutdrægari sem nær dregur nútímanum. Óskar hefur þar frásögnina sem átökin milli krata og kommúnista eru að hefjast í Alþýðuflokknum, átökin sem leiddu til stofnunar Kommúnistaflokks íslands. Óskar velur þann kostinn, eins og raunar undirtitill bókarinnar gefur til kynna, að segja aðeins frá átökum 'í Kommúnistaflokknum, Sósíal istaflokknum og síðan Alþýðu- bandalaginu. Segja má að nánast Bókmeimtir Sigurdór Sigurdórsson engu öðru séu gerð skil í bókinni en átökum milli manna, félaga og skoöanahópa í þessum þremur flokkum. Eiginlegu flokksstarfi og því sem þessir flokkar hafa komið til leiðar í þjóðfélaginu er að mestu sleppt. Hitt má til sanns vegar færa að þau hatrömmu átök, sem hafa átt sér staö í þessum þremur flokk- um, séu meira en þess virði að skýra frá þeim í bók. Engin viðbót í sjálfu sér bætir Óskar engu við það sem allir vita um átökin í flokknum, fyrr en nær dregur nútí- manum. Margar greinar og bækur hafa verið skrifaðar um átökin á vinstri væng íslenskra stjórnmála, allt fram yfir hinn margfræga Tónabíósfund hjá Alþýðubanda- laginu 1967. Eg þori ekki aðleggja dóm á pólit- íska sagnfræði Óskars fram undir 1960. Ég tel mig hins vegar dóm- bæran á margt það sem gerðist eftir Oskar Guðmundsson. það. Ég fullyrði að frásögn hans af aðdraganda og sjálfum Tónabíós- fundinum er byggð á hæpnum forsendum og ég fæ ekki betur séð en hann skorti nauðsynlegar upp- lýsingar um aðdragandann og Tónabíósfundinn sjálfan, þar sem sprakk endanlega á milli Hanni- bals Valdimarssonar og hans manna og sámstarfsmanna þeirra úr Sósíalistafokknum. Bæði þykir mér Óskar gera of lítið úr þeim fundi og afleiðingum hans á þróun stjómmála á vinstri væng og eins veit hann greinilega ekki nógu mikiö um hvað gekk á bak við tjöld- in mánuðina fyrir þennan afdrifa- faríka fund. Hann gerir Hannibal- ista að hálfgerðum píslarvottum sem lentu i klónum á vondum mönnum. Hannibalistar voru engir aukvisar í stjórnmálabaráttunni. Þeir , beittu nákvæmlega sömu brögðum og andstæðingar þeirra úr Sósíalistaflokknum. Þeir voru bara fámennari þegar á hólminn var komið og urðu því undir á fundinum. Þarna var einvörðungu teflt um menn og völd og ekkert annað, rétt eins og gert hefur verið undanfarin ár og er enn í Alþýðu- bandalaginu. Svavar gegn Ásmundi Þegar nær dregur nútímanum og Óskar fer að segja frá þeim hlutum sem hann var sjálfur þátttakandi í þykir mér hann verða hlutdrægur. Mér þykir Óskar gera hlut Svavars Gestssonar verri en hann var og verri en Svavar á skilið. Eins er ég ekki viss um að síðari tíma sagn- fræðingar geri þátt Ásmundar Stefánssonar í þeirri sundrungu, sem átt hefur sér stað innan Al- þýðubandalagsins, jafnvægan og Óskar gerir, þótt hann vissulega bendi á margt rétt. Óskar veit til að mynda fullvel hvernig Ásmund- ur vann innan flokksins gegn Svavari Gestssyni eftir að Svavar hafði betur í glímu þeirra um efsta sæti á listanum við alþingiskosn- ingarnar 1978. Óskar veit líka að það var ekki fyrr en rétt fyrir landsfundinn 1985 sem sættir tók- ust milli þeirra, „yfir kafflbolla" eins og hann rétt imprar á. Þama þykir mér Óskar gera of lítið úr þætti Ásmundar á kostnaö Svav- ars. Allt aöþví reyfarakennd Þótt Óskar reyni að lýsa bæði kostum og göllum Ólafs Ragnars Grímssonar þykir mér aödáun Óskars á honum skína í gegn. Þrátt fyrir mikla hæfileika Ólafs Ragn- ars sem stjómmálamanns er hann enginn pólitískur engfll. Sú ein- kunn, sem margir umdeildir stuðningsmenn hans fá, er líka að mínum dómi of há, stundum allt of há. Svona væri hægt að gagn- rýna ýmislegt sem kemur fram í bókinni en það yrði of langt mál upp að telja. En bókin hefur líka marga kosti. Hún er til að mynda afskaplega lip- urlega skrifuð, eins og Oskars er von og vísa. Oft á tíðum nær Óskar að gera frásögnina létta, spenn- andi, stundum allt að því reyfara- kennda. Þrátt fyrir ýmsa fyrr- nefnda galla er fengur að þessari bók. Ég þori að fullyröa að hún verður umdeild, sennilega um- deildasta bókin á markaðnum í ár og menn eiga oft og lengi eftir að déila um hana. Til hennar verður vitnað á komandi árum þegar menri ræða um Alþýöubandalagið og stjómmál á vinstri væng á ís- landi. Allur frágangur bókarinnar er góður, kápa smekkleg og prentvill- ur fáar. -S.dór
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.