Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 60

Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Blaðsíða 60
60 MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987. Meiming I systrakærleik Margaret Atwood: ■ Saga þernunnar. Áslaug Ragnars islenskaði. Almenna bókafélagið 1987. Margaret Atwood lýsir í bók sinni Sögu þernunnar framtíðarþjóðfé- lagi sem skrefi fyrir aftan okkar. . Þetta framtíðarþjóðfélag er fasista- ríki og reist á rústum þess ríkis þar sem eitt sinn voru Bandaríkin. Sag- an gerist í framtíð sem ekki er svo fjarri okkur heldur í beinu fram- haldi okkar tíma. Þessu framtíðar- ríki er stjórnað af kreddufuilum kristnum bókstafstrúar karlmönn- um sem nýta sér ýmislegt úr Gamla testamentinu ásamt ýmsum þekkt- um hugmyndum og kenningum bæði fyrr og nú. Saga þernunnar er sögð frá sjón- arhóli konu í þessu framtíðarsam- félagi. Þessi kona er venjuleg kona sem orðið hefur að laga sig að óvenujulegum kringumstæðum - frá þeim aðstæðum sem við þekkj- um í nútímasamfélagi til þeirra sem lýst er í framtíðarríkinu Gíle- að. Konum framtíðarríkisins er skip- að í stéttir eftir kynhlutverki þeirra. Stéttirnar eru: ókonur, hag- konur, mörtur, þernur og frúr. Ókonur eru konur sem yfirvöld líta óhýru auga - pólitiskir andstæðing- ar, ekkjur og gamlar konur sem komnar eru úr barneign. Hagkonur eru konur fátæklinga og mörtur gegna þjónustustörfum. Frúrnar eru. æðstar. Þær eru konur hátt- settra manna, svokallaðra liðsfor- ingja. Þernurnar gegna því hlutverki að ala þeim og frúm þeirra börn. Aðferðir til æxlunar Ófijósemi af völdum efnameng- unar og geislavirkni er mikil og þess vegna eru þernumar leiddar Bókmenntir Sigríður Tómasdóttir undir hðsforingja einu sinni í mán- uði þegar hkur á getnaði eru hvað mestar. Konurnar búast klæðnaði sem hæfir stétt þeirra. Þemumar eru í rauðum kuflum sem líkjast nunnuklæðum og minna eiga á hreinlífi þeirra. I hinu gílenaska ríki er kyniíf bannað nema sem aöferð til æxlunar og þannig búið um hnútana að ekki er nokkur leið að njóta þess. Það er háð ströngum reglum og notað sem tæki til um- bunar fyrir vel unnin störf í þágu ríkisins. Þemurnar njóta samt ekki þess konar umbunar eða konur al- mennt heldur einungis karlmenn. Það er ógnarstjóm í hinu gílen- aska ríki. Fólk er óttaslegið, þorir ekki að tala saman og er bannað að tjá skoðanir sínar. Reyndar hafa fáir skoðun því búið er að útrýma allri menningu, bækur brenndar, menntamönnum útrýmt og allir hafa gengið í gegnum svokallaðar endurhæfingarstöðvar þar sem fólk er heilaþvegið. Njósnarar era á hveiju strái og fólk umsvifalaust tekið úr umferð ef það er tahð ógna öryggi landsins. Líkams- og dauða- refsingar era við lýði og hkin hengd á króka til sýnis. Kynt er enn frek- ar undir óttann með því að hylja andht fórnarlambanna. Þjóöfélag í þrot Konan í Sögu þernunnar er kona sem stendur á mörkum tveggja samfélaga. Samánburður hennar á því sem var og þeim veraleika sem hún býr við verður ádeha á það þjóðfélag sem viö þekkjum. Því gíleanska þjóðfélagið væri ekki mögulegt nema þjóðfélag okkar væri komiö í þrot á ýmsum sviðum. Samanburðurinn gegnir einnig því hiutverki að benda á þá kosti þjóð- félags okkar sem við tökum dags daglea sem sjálfsagða hluti. Konan í Sögu þernunnar hefur tekið rétt- indum þeim sem konur hafa barist fyrir á þann hátt. Hún hefur ekki tekið virkan þátt í að afla þeirra réttinda heldur nýtur þess sem móður hennar og hennar kynslóð hefur áunnist. Áróðurstækni hins gíleanska ríkis færir sér afstöðu óvirkra kvenna í nyt. Þessi áróð- urstækni felur einkum í sér blöndu nýrra og gamaha ghda. Búið er th nýtt gildismat fyrir konur þar sem steypt er saman ýmsu sem kvenna- hreyfmgar hafa barist fyrir og ýmsu úr Biblíunni. T.a.m. er hug- myndin að baki þernuhlutverkinu bein skírskotun th frásagnar Bibl- íunnar um Rakel þar sem hún býður bónda sínum ambátt sína í þeim tilgangi að geta böm. Konum framtíðarríkisins er jafnframt tahn trú um að þetta sé gert vegna syst- urlegs kærleika. En systrakenndin er einmitt hugmynd sem höfðar ákaflega sterkt til kvenna og hefur -verið e.k. sameiningartákn margra kvennahreyfinga. Hræðilegur veruleiki Það eru atriði á borð við ofan- greind sem valda því að Saga þernunnar er ákaflega áleitið verk. Hún bendir ekki einungis á kosti þjóðfélags okkar heldur líka gah- ana. Mikið hefur áunnist í ýmsum mannréttindamálum en betur má æf duga skal. Hræðilegur veruleiki sögunnar bendir okkur á hversu auðvelt það er að koma á fót shku ríki. Vegna hinna mikiu gagna sem th era í tæknivæddum þjóðfélögum um fólk er hægt að komast í skrár sem innihalda ahar upplýsingar sem nota má í ákveðnum tilgangi og það er gert í gíleanska ríkinu. í DV Margaret Atwood. sögu þernunnar er fólginn boð- skapur sem enginn getur látið fram hjá sér fara og hann kemst til skila þótt þýðingunni sé á köflum ábóta- vant. Það skal tekið fram þýðing- unni til málsbóta að hún hefur líklega ekki verið vandalaus þar sem nöfn persónanna höfða th hlutverks þeirra. Hljóma þau ákaf- lega framandi og óíslenskuleg og merking þeirra færi fyrir ofan garð og neðan ef ekki nyti eftirmála sög- unar við. Ennfremur líta sumar setningar út fyrir að vera enskætt- aðar’ og gerir það að verkum að erfitt getur verið að ráða í merk- ingu þeirra. S.T. Bok handa harðfullorðnum unglingum Sjón: Stálnótt (skáldsaga, 103 bls.) Mál og mennlng, 1987. Alveg er það eftir ljöðskáldinu Sjóni að stríða lesendum með und- irtitli fyrstu skáldsögu sinnar: Saga. Því bókin er varla saga, miklu fremur sundurlaus drög að sögu, eins og Sjón hefur raunar sjálfur úthstað í viðtali: „Það var ahtaf mín stefna að segja frekar of htiö en of mikið. Stálnótt er í raun efniviður í 500 blaðsíðna skáldsögu eða ritröð. En ég skar þennan th- búna heim viö nögl í þeim thgangi að koma inn þeirri hugsun að bók- in birti enga endanlega niðurstöðu eða úttekt.“ (Helgarpósturinn 10. des.). Þetta er nærri lagi, hinir stuttu kaflar eru sem klippimyndir úr vísindaskáldsögu, stundum eins og stutt kvikmyndaskot. Inn í verk- ið hafa villst nokkrir æskuvinir mínir, persónur Enid Blyton; Jonn- inn, Finnurinn, Dísan og Annan. Þessir bresku hámiðstéttarkrakk- ar eiga að venjast léttrómantísku ævintýradekri og era því að sama skapi léttsturlaðir í framtíðar- breiðholti verksins. Herferð Sigurjóns í upphafi verks er töffarinn Jo- hnny Triumph einn á ferð, í gríðar- legri drossíu, eftir sjávarbotni sem leið hggúr til íslands. Það heyrist hátíðnitif úr farangursgeymslunni: þar er sendingin æghega sem mögnuö hefur verið á mörlandann. Johnny ekur framhjá flakinu af Medúsu RE 23, en Medúsa er vel að merkja nafn á súrreahstahópi sem Sjón hefur verið viðriöinn. Þar upplýsist hálfur maður á floti: „Hann er í sundur um bringspal- ir. Klæddur í appelsínugulan sjó- stakk með djúpa hettu dregna á höfuðið. Andhtið sést ekki en fram úr því skagar málmfhs eins og fuglsgoggur. Handleggimir standa stífir út frá öxlunum, fingurnir holdlausir. Hrygglengjan sveiflast undan rifnum stakknum í hehu lagi. Eftir henni endhangri og á fingranum er kös af nartandi smá- fiskum, iðandi sindrandi fjöðrum. Hann hrekst um eins og stór rauð- ur fugl í stormi." (24). Um leið og dást má að óhugnan- legu myndsæi höfundar er hægt að leiöa að því getum, með hhðSjón af ljóðum hans, að þetta sé ein af hinum kostulegu „Sjálfsmyndum" Sjóns. Djöfulgangur Sendingin, sem Johnny kemur skilvíslega fyrir á svæöi þar sem orðið hefur kjarnorkuslys, reynist vera fjögur stór egg. Úr þeim klekst hinn mesti óskapnaöur, „djöflam- ir“, einhvers konar véldýr (a.m.k. ekki samsett eftir neinum náttúra- lögmálum okkar), sem þó geta tekiö á sig mannsmynd. Johnny karhnn er khpptur út úr verkinu, enda kannski bara „fuhtrúi" eða sendi- sveinn höfundar _og_ því húinn að Bókmenntir Ástráður Eysteinsson leika sitt hlutverk. Djöflamir halda út í heiminn, væntanlega th að fjölga sér, ef marka má „erótísk" stefnumót þeirra við börnin hennar Blyton. Þeir koma kynngimögnuðum vessa í líkama ævintýrakrakkanna, inn- um ýmis hkamsop, og eitthvað fer að grassera. Krakkamir tortímast, aihr nema Annan. Þetta gæti verið samið undir áhrifum frá Ahen-kvikmyndunum, en Sjón fer hiklausri ránshendi um slíkt afþreyingarefni og speglar það í unghngsanda þessa söguheims. Þannig skapast undarlegur sam- hljómur vhhmennsku og æsku- leiks. Ákveðni greinirinn í nöfnum Blytonbamanna finnst mér undir- strika að þau era „gæludýr" höfundar, en um leið eru þau harðsvíraðir nýbylgju-djöflar, stál- hertir einmanar sem nostra við ímynd sína í klæðaburði og hta- dýrð (sem höfundur útmálar af alúð og innlifun), áður en haldið er út á lífið, út í nóttina. í tómleika sínum og máheysi eru þessir krakkar því í vissum skhningi und- ir það búnir að aðkomudjöflarnir hreiðri um sig í þeim. - Framandlegt ástalíf „Ástarfundir" þessara tveggja hópa era með undarlegu móti; einna eðhlegast er samræðið hjá Dísu og hennar djöfli (en þeir era alhr einkenndir með „0“ í kafla- heitum), nema hvað sæði hans er „nístingkalt“. Þetta er nú barnale- ikur hjá því sem gerist í kaflanum „Fomar ástir“ þar sem strákur (Jo- hnny Triumph?) hittir furðukvendi sem „náði í harðan hm hans og dró að sér, strauk varlega um gljáandi kónginn, kantaðan, flugbeittan og hvassan eins og hníf' (16-17). Drengurinn gerist nú ahur mjög göddóttur og þetta furðutippi geng- ur inní rifu, sem kvenveran býr yfir á síðunni, og alla leið í gegnum hjartað. Jasussusveiattanbara, gleðheg jól, þetta er náttúrlega mesta ónáttúra, og ekki nema fyrir harðsvíraða unglinga að lesa svona lagað. Ég þori varla að viðurkenna opinberlega að mér þykir ahur þessi gróteski kafh drepfyndinn, þótt hann hitti mig kannski ekki í hjartastað. ^ Hver og O Það era því kynjaverar í þessari bók, eins og í mörgum verkum sem kennd eru viö vísindaskáldskap. Framtíðarsvið verksins er og mót- að andstæðu tæknhegra framfara og niðumíðslu mennlegra híbýla og umhverfis, svo sem stundum tíðkast í visindaskáldsögum. Sjóni tekst í knöppum lýsingum að kaha fram viðeigandi ömurleika og ber- angursblæ á sögusviðinu. En ég er samt ekki sáttur við úrvinnslu efninsins. Sjón hefur skorið söguheim sinn of handa- hófskennt „við nögl“, svo ég vitni til orða hans hér að framan. Um miðbik verksins eru nákvæmar lýsingar á þroskaferli djöflanna og minna þær á smásmyghsúthstanir margra vísindaskáldsagnahöf- unda, sem þeir nota til að undir- byggja undarlega atburðarás eða samskipti furðuvera. En eftir að lesandi er búinn að fá „hkamlega" tilfmningu fyrir aðkomupúkum Sjóns gufa þeir einhvern veginn upp, aht eins þótt þeir gangi í skrokk á gælubömunum. Þótt lokakaflinn ýi að endurkomu þeirra, þá missir sú hrollvekja marks, vegna þess að djöflarnir virtust einungis ætlaðir fjórmenn- ingunum. Nánari útfærslu hefði þurft th að ljá þeim hið almenna ógnarhlutverk; maður fær ekki á tilfmninguna að samfélaginu sé ógnað af framandi öflum - en í því felst'iðulega lífsmagn vísindaskáld- verka. Ég tek fram að ég er ekki að af- neita (and)fagurfræði Sjóns sem slíkri. Ég fehst á þá „hugsun að bókin birti enga endanlega niður- stöðu eða úttekt“; ég er til í að fagna opnum texta og sundurlausum sem ekki lokar okkur inni í venjulegri, fyrirfram-samþykktri merkingu. Én þessi fagurfræði brotaformsins, sem Sjón beitir stundum á mjög ásækinn máta í ljóðum sínum, lendir hér í nokkurri kreppu. Sjóni hefur semsé ekki lánast sem best að koma framústefnutexta og vís- indaskáldverki í sambúð. Innan brotaforms verksins hefði Sjón þurft að nýta sér hefð vísindaskáld- sagna á víðtækari og semfelldari hátt. Hvað um það - Sjón áminnir okkur á sinn hógværa hátt að kom- inn er tími th að fleiri íslenskir höfundar daðri við þessa skáld- skapargrein, vísindaskáldsöguna, sem getið hefur af sér mörg merkis- verk í bókmenntum Vesturlanda síðustu áratugina.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.