Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Side 64
64
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
Jarðarfarir
Jón Jóhann Katarínusson, Stiga-
hlíð 20, lést á Hvítabandinu 11.
desember. Jarðarförin fer fram frá
Fossvogskirkju í dag, 21. desember,
kl. 13.30.
Útfor Þuríðar Guðnadóttur, fyrrum
ljósmóður á Akranesi, verður frá
Seljakirkju í Breiðholti í dag, 21. des-
ember, kl. 13.30.
Útför Þórðar Guðjóns Sigurðsson-
ar, Rauðarárstíg 11, hefur farið fram
í kyrrþey að ósk hins látna.
Þórlaug Marsibil Sigurðardóttir,
Hátúni lOa, Reykjavík, sem andaðist
14. desember, verður jarðsungin frá
Fossvogskirkju í dag, 21. desember,
kl. 15.
Snorri Þór Þorsteinsson bifreiða-
stjóri, Tryggvagötu 32, Selfossi,
andaðist í Landakotsspítala 7. des-
ember. Útförin hefur farið fram.
Sigríður Erla Eiriksdóttir, sem and-
aðist þann 14. desember, verður
jarðsungin frá Árbæjarkirkju þriðju-
daginn 22. desember kl. 13.30.
Björn Ólafsson matreiðslumaður,
Skólabraut 21, Seltjamamesi, verður
jarðsunginn þriðjudaginn 22. des-
ember kl. 15 frá Fossvogskirkju.
Jóna Oddný Halldórsdóttir verður
jarðsungin frá Reynivallakirkju í
Kjós þriðjudaginn 22. desember kl.
14.
Guðmundur Sk. Guðlaugsson,
fyrrv. forstjóri, Hvassaleiti 8, Reykja-
vík, verður jarðsunginn frá Foss-
vogskirkju þriðjudaginn 22.
desember kl. 16.30.
Egill Fr. Hallgrímsson, fyrrverandi
verksfjóri, Bragagötu 38, Reykjavík,
verður jarðsunginn frá Fossvogs-
kirkju þriðjudaginn 22. des. kl. 13.30.
Tryggvi Jónsson lést 11. desember
sl. Hann var fæddur á Drangsnesi
við Steingrímsfjörð þann 14. sept-
ember 1914. Foreldrar hans vom Jón
Brynjólfsson og Lovísa Jónsdóttir.
Árið 1951 stofnaði Tryggvi fyrirtækið
Kjöt og rengi hf. ásamt Amljóti Guö-
mundssyni og ári síðar ORA hf. með
Arnljóti og Magnúsi J. Brynjólfs-
syni. Síöan mnnu þessi fyrirtæki
saman í eitt, ORA - Kjöt og rengi
hf., og varð Tryggvi strax forstjóri
fyrirtækisins. Eftirlifandi eiginkona
hans er Kristín Magnúsdóttir. Þau
hjónin eignuðust tvö börn. Útfór
Tryggva verður gerð frá Dómkirkj-
unni í dag kl. 13.30.
Tilkyimingar
Rokkbúðin Þrek
heitir ný hljóðfæraverslun sem hefur
verið opnuð að Grettisgötu 46 í Reykja-
vík. Rokkbúðin býður upp á umboðssölu
fyrir notuð hljóðfæri ásamt nýjum hljóð-
færum og fylgihlutum. Söngkerfisleiga
verður á staðnum. Eigendur verslunar-
innar eru Jósep Sigurðsson og Þórður
Bogason.
Gjafakort á Don Giovanni
íslenska óperan hefur hafið sölu á gjafa-
kortum á Don Giovanni eftir W.A.
Mozart. Frumsýnt verður 19. febrúar nk.
Hljómsveitarstjóri er Anthony Hose,
leikstjóri Þórhildur Þorleifsdóttir. Leik-
mynda- og.búningahönnun er í höndum
Unu Collins og lýsingu annast þeir
Sveinn Benediktsson og Bjöm B. Guð-
mundsson. í helstu hlutverkum eru
Kristinn Sigmundsson, Bergþór Pálsson,
Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Gunnar Guð-
bjömsson, Elín Ósk Óskarsdóttir, Sigríð-
ur Gröndal og Viðar Gunnarsson.
Gjafakortin em til sölu í íslensku óper-
unni og einnig á eftirtöldum stöðum:
Bókaverslun Sigfúsar Eymundssonar,
Austurstræti 18, Bókabúð Máls og menn-
ingar, Laugavegi 18, Bókaverslun ísafold-
ar, Austurstræti 10, Bókaverslun
Snæbjamar, Hafnarstræti 4, ístóni hf,
Freyjugötu 1, Fálkanum, Suðurlands-
braut 8 og hjá Hinu íslenska bókmennta-
félagi, Þingholtsstræti 3.
Skák
DV
Æsispennandi úrslitaskák í heimsmeistaraeinvíginu:
Kasparov varði tftilinn
vann síðustu einvígisskákina í 64 leikjum
Garrí Kasparov og Anatoly Karpov ræða möguleikana að lokinni 24.
einvígisskákinni í Sevilla. Kasparov vann eftir miklar sviptingar og náði
þar með að verja heimsmeistaratitilinn.
Heimsmeistaranum Garrí Ka-
sparov tókst að rífa sig upp eftir
tapið í næstsíðustu einvígisskák-
inni í SeviUa. Lokaskák einvígisins
tefldi hann óaðfinnanlega og knúði
Karpov til uppgjafar í 64 leikjum.
Er skákin fór í bið, eftir 41 leik,
hafði Kasparov peði meira en stór-
meistara greindi á um hve vinn-
ingslíkur hans væru miklar. Það
var ekki fyrr en eftir 57 leiki sem
áhorfendur skyujuðu að hann væri
að vinna. Karpov hugsaði sig þá
um í 40 mínútur og fann enga við-
unandi vöm.
Einvíginu lauk með jafntefli,
12-12, sem nægir Kasparov til að
halda titlinum. Mikið jafnræði var
með þeim félögum og skiptust þeir
á um að hafa forystuna. Undir lok-
in virtist Kasparov hins vegar
standa með páimann í höndunum,
þar til hann tapaði 16. skákinni. Þá
var eins og hann væri að bugast. í
næstu skákum tefldi hann augljós-
lega til jafnteflis og er hann svo
tapaði 23. skákinni töldu flestir
Karpov öruggan með sigur.
Þetta er í fyrsta skipti í sögu
heimsmeistarakeppninnar að
skákmeistara tekst að snúa ein-
víginu sér í vil með því að vinna
síðustu skákina. Þetta var æsi-
spennandi skák og ekki spillti
hrikalegt tímahrak Karpovs undir
lok fyrstu setu fyrir spennunni.
Spænska sjónvarpið sýndi beint frá
einvíginu í fimm stundir á fóstu-
dag. Skákhstin á nú miklum
vinsældum að fagna á Spáni og
örlagarík átök meistaranna í síð-
ustu skákunum tveim auka skák-
áhuga eflaust um heim allan.
Að skákinni lokinni sátu kapp-
arnir við borðið og ræddu mögu-
leikana. Karpov tók tapinu
íþróttamannslega, enda getur það
varla talist afhroð að tapa heims-
meistaratitli á jöfnu. Áhorfendur
létu mjög í sér heyra og fógnuðu
köppunum ákaft. „Garrí, Garrí,"
var hrópað og er Campomanes, for-
seti FIDE, birtist á sviðinu var
hann púaöur niður í tvígang.
Grunnt er á því góða milli hans og
heimsmeistarans.
Kasparov fær 1,75 milljónir
svissnenskra franka að launum
fyrir sigurinn, eða tæpar 50 millj-
ónir íslenskra króna. Hann heldur
heimsmeistaratitlinum næstu þrjú
árin en Karpov verður að láta sér
lynda að bætast í hóp sigurvegar-
anna úr áskorendaeinvígunum í
Kanada, þar sem Jóhann teflir við
Kortsnoj. Þar er teflt um réttinn til
að skora á heimsmeistarann Ka-
sparov eftir þrjú ár. Flestir búast
við því að Karpóv muni enn mæta
Kasparov að þeim tíma liðnum.
Þeir hafa nú teflt 120 einvígisskákir
innbyrðis og staðan er 601/2-5914,
Kasparov í-vil.
Þannig tefldist 24. og síðasta skák
einvígisins í Sevilla frá því hún fór
í bið á föstudag:
Hvítur hefur bersýnilega tals-
verðar vinningslíkur en hve
miklar? Þetta er spurningin sem
brann á vörum skákunnenda frá
fóstudagskvöldi og fram á laugar-
dag. Sumir sögðu helmingslíkur en
aðrir tóku dýpra í árinni. Haft var
eftir einum stuðningsmanni Ka-
sparovs að staðan væri nálægt því
að vera unnin - sigurlíkur allt að
90%. Miðað viö framhald skákar-
innar má búast við að sannleikur-
inn liggi nær seinni tölunni.
42. Kg2 g6
Þetta er áreiðanlega besta varn-
arleiðin. Með peðastöðuna
Skák
Jón L. Árnason
óhreyfða kæmist svartur fyrr en
síðar í þrot. Hvítur myndi sækja
fram með peðum sínum, koma
mönnum sínum haganlega fyrir og
brjótast svo í gegn.
43. Da5 Dg7 44. Dc5 Df7 45. h4 h5
Hindrar h4-h5 í eitt skipti fyrir
öll. Peðsleikir Karpovs liafa þó
þann augljósa annmarka aö biskup
hvíts getur nú ógnað þeim. Þvi
verður erfiðara fyrir Karpov að
tefla endataflið ef uppskipti yrðu á
drottningum.
46. Dc6 De7 47. Bd3 Df7 48. Dd6 Kg7
49. e4 Kg8 50. Bc4 Kg7 51. De5+ Kg8
52. Dd6 Kg7 53. Bb5! Kg8 54. Bc6
Nú er ljóst hvað fyrir hvítum
vakir. Hann ætlar sér að leika 55.
Db8 og síðan 56. Db7 og bjóða
drottningakaup eða þrengja enn
meir að svörtum ella. Karpov reyn-
ir að hindra þetta með næsta leik
en án árangurs.
54. - Da7 55. Db4! Dc7 56. Db7 Dd8(?)
í raun var svartur knúinn til
drottningakaupa. Eftir 56. - Dxb7
57. Bxb7 Rd7 sleppur riddarinn út.
Það er hins vegar ljóst að hvítur á
frábæra vinningsmöguleika í þessu
endatafli, ef ekki unnið tafl. Því
hyggst Karpov freista þess að veij-
ast með drottningamar inni á
borðinu en nú verður hann mót-
spilslaus.
57. e5!
Karpov er í leikþröng. Eftir 57. -
Kh8 væri 58. Df7 afar óþægilegt og
57. - Rh7 ýrði svarað með 58. Dd7
Dxd7 59. Bxd7. Þessa stöðu ætti
hvítur að vinna létt því að riddari
svarts er lokaður inni. Peð hvíts
halda honum frá g5 og f6 og biskup-
inn valdar þriðju undankomuleið-
ina, d7-reitinn. Svartur þolir ekki
að tefla peðsendatafl og getur því
ekki sett riddarann á d7 í kóngs-
valdi. Hvítur myndi sækja fram
með kóng simi án þess aö svartur
fengi neitt að gert.
Eftir fjörtíu mínútna umhugsun
tók Karpov þann kostinn að leika
drottningunni en þá missir hann
vald af mikilvægum reit í herbúð-
unum.
57. - Da5 58. Be8! Dc5
Hvítur hótaði 59. Df7+ og vinna
riddarann.
59. Dn+ Kh8 60. Ba4!
Enn er Karpov í leikþröng. Hvít-
ur þarf aðeins að koma biskupnum
á skálínuna bl-h7. Þá gæti svartur
ekki varið g-peðið og myndi missa
annað peð í leiðinni.
60. - Dd5+ 61. Kh2 Dc5 62. Bb3!
Nákvæmast. Til að svara 62. -
Rh7 með 63. Bxe6 - drottningin
verður að valda f2.
62. - Dc8 63. Bdl Dc5 64. Kg2
- Og Karpov gafst upp. Hann get-
ur ekki hindrað Bf3-e4 og peðin á
kóngsvængnum yrðu dauöadæmd.
-JLÁ
Meiming
Hátíð í bæ
Kammersveit Reykjavíkur var
með sína árlegu jólatónleika í Ás-
kirkju í gær. Að þessu sinni voru
fluttir ítalskir konsertar, eftir Vi-
valdi, Tartini, Manfredini og
Giuliani, þar af tveir eftir Vivaldi.
Fyrst var gullfallegur konsert
fyrir tvo trompeta og strengi eftir
Vivaldi. Einleikarar voru þeir Lár-
us Sveinsson og Ásgeir H. Sigur-
grímsson og var leikur þeirra
undur hreinn og sterkur. Sömu-
leiðis var leikur Kammersveitar-
innar (konsertmeistari: Hlíf
Sigurjónsdóttir) hreinn og beinn í
þessu verki en nokkuð skorti á fest-
una í sumum öðrum verkanna á
efnisskránni.
Næst kom fagottkonsert, einnig
eftir Vivaldi, og fór Rúnar H. Vil-
bergsson með einleikshlutverkið.
Leikur hans var mjög áferðarfall-
egur og allt að því ljóðrænn en
kannski einum of hógvær til að
halda fullri athygh. En Rúnar er
greinilega prýðishlásari. Og Laufey
Siguðardóttir, sem lék einleik í
þriðja konsertinum, fiðulukonsert
eftir Tartini, er einnig ljómandi
Tónlist
Leifur Þórarinsson
hljóðfæraleikari. Samt var leikur
hennar ekki alveg í „fókus“ að
þessu sinni, hvort sem um er að
kenna æfmgarleysi eða öðru.
Reyndar grunar mig að Kammer-
sveitin hafi ekki gefið sér eins
mikinn tíma fyrir þessa tónleika
og oft áður og er það vissulega
miður því maður gerir óneitanlega
æ meiri kröfur til hennar.
Fjórði einleikskonsertinn var svo
fyrir gítar og strengi eftir M. Giul-
iani sem var reyndar samtímamað-
ur Beethovens en greinilega ahnn
Jólatónleikar Kammersveitar Reykjavíkur.
upp í annarri sveit. Arnaldur Am-
arsson lék á gítarinn en hann er
einn af okkar bestu gítarleikumm
og bregst aldrei. í lokin var svo
Concerto grosso í C dúr, „Jólakon-
sert“ og þar meö hátíð í bæ svo um
munaöi. Gleðileg jól.
LÞ