Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Side 67
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
Meiming
67
Skírlífi og
vinnusemi
Hatldór Laxness.
Dagar hjá múnkum.
Vaka-Helgafell 1987.
Út er komin ný bók eftir Halldór
Laxness nóbelsskáld. Inni í bókinni
er önnur bók frá árinu 1923 eftir
ungan mann sem haföi nýlega
ákveðið að bæta Kiljan við nafn
sitt og ganga í söfnuð kaþólskra,
kannski að einhverju leyti í yfir-
bótaskyni því að Kiljan þessi hafði
nýlega fregnað að hann ætti lausa-
leiksbarn í vændum, ávöxt verald-
legra þanka og gáleysis - ef manni
leyfist að raða saman þeim at-.
burðum sem gamli maðurinn segir
frá og setja þá í orsakasamhengi.
Hér er. í fyrsta sinn birt dagbók
Halldórs Kiljan Laxness frá fyrri
dvöl hans með Benediktsmunkum
í klaustrinu Saint Maurice í Clerv-
aux í Lúxemborg. Utan um dag-
bókina hefur Halldór Laxness tekið
saman frásögn af lífi þessa unga
manns, fyrir og eftir klausturvist-
ina. Sú frásögn er byggð á bréfum
skáldsins unga og ótraustu minni
þess gamla sem segir þó að eftir
lestur bréfanna hafi sumt orðið svo
„ljóslifandi fyrir mér að engu var
hkara en það heföi gerst í gær.“
Þarna er sagt meira en áður hefur
komið fyrir sjónir almennings en
lesandinn vill enn meira og hugsar
með sér að nú sé kominn tími til
að birta úrvalúr þeim bréfum sem
skáldið vitnar til svo að hægt sé að
komast milliliðalaust að unga
manninum með trúgirnina, skálda-
náttúruna og stóru hugsanirnar
sem áttu eftir að breytast í Stein
Elliða í Vefaranum mikla frá
Kasmír.
Lifað harðlífi
Dagbókin segir frá átökum við
munklífið, baráttu líkama og anda,
satans og drottins, þess sem heimt-
ar vellíðan strax og vill sofa út og
hins sem kýs verðlaun síðar að
verki loknu, ýmist í þessum heimi
eða í félagi engla á himnum eftir
ævilanga kvöl á jöröinni.
Ungi maðurinn hefur það mark-
mið hæst að vinna mikið, skrifa
bækur og láta ekki undan freisting-
um heimsins. Við fylgjumst með
hvernig bókin Undir Helgahnúk
kemst smám saman á pappírinn, á
milli tíu og tuttugu síður á dag sem
skáldinu þykja lítil aíköst og kvart-
ar oft yfir að verkið gangi hægt.
Stundum er það andlaust og
ómögulegt en fyrir kemur að Kiljan
hufur von um að það verði mikið
listaverk. En hefði Kiljan sett
punkt þarna - eins og vinur hans
Bengt Balhn í klaustrinu sem veik-
ist skyndilega og deyr - er óvíst að
okkur hefði þótt mikið til bókar-
innar koma. Þegar ungi Halldór
leggur á sig harðlífið og lemur sjálf-
an sig áfram til skrifta undir aga
klaustursins er afraksturinn skáld-
verkið Undir Helgahnúk sem
veldur sosum engum hvörfum en
visar fram á ýmsa ókomna snilld.
En þegar hann hefur losað sig und-
an harðlífi munkanna og hleypir
átökunum upp á yfirborðið í stað
þess að þegja þau í hel með bæna-
þulu yfir talnabandi þá verður til
sú glæsilega saga sem ásamt Bréfi
til Láru markaöi upphaf íslenskra
nútímabókmennta: Vefarinn mikli
frá Kasmír. Má kannski nokkuð af
því læra.
Barist við vindmyllur
Auk stríðsins við bókarskrifin er
spaugilegt að fylgjast meö augngot-
um þorpskvenna til skrýtna út-
lendingsins úr klaustrinu.
Samkvæmt frásögn dagbókarinnar
Bókmenntir
Gísli Sigurðsson
og bréfum Kiljans frá þessum tíma
hefur djöfullinn haft úti öll spjót
að senda honum fagrar kónur og
syndum spilltar. í kirkjunni æsa
þær hann upp og á götunum leggja
þær lykkju á leið sína til að gera
sig til fyrir honum og fanga augna-
ráð hans meö sínu. Hann má hafa
sig allan við að lenda ekki í neti
þeirra svo að lesanda dettur helst
í hug að þarna gangi mikið kyn-
tröll um götur. Enda þótt hægur
vandi sé að brosa að áhyggjum
unga mannsins kemur þarna vel
fram sú afskræming mannlegs hfs
sem kirkjuboðin kalla fram. Eðh-
legustu hlutir vaxa um of og
umbreytast í eitthvað djöfullegt
sem menn berjast endalaust við
eins og vindmyllur.
Snobb og mikilmennskubrjálæöi
virðast aftur hafa þrifist ágætlega
um daga hjá múnkum. Kiljan litli
verður foj við þegar Guðrún í Graf-
arholti auðmýkir hann með því að
biðja um grein í sveitarblaðiö Dag-
renning í Mosfehssveit - sem hann
„neitaði náttúrulega" - en þykir
hins vegar ákaflega hreint mikið
til þess koma að þekkja útlagaprins
frá Portúgal og fá að sitja til borðs
og sýna sig með frönskum prófess-
or.
„Meinlaust þvaður"
í baráttunni við guðdóminn er
veröldin aldrei langt undan. Kiljan
sér aö löng grein hans um dásemd-
ir kaþólskunnar er: „Meinlaust
þvaður. Þaö er hægast að taka
munninn fullan á meðal skoðana-
bræðra sinna!“ Hann sveiflast til
og frá, „á í geysilegum stríðum við
hégómadýrkun", er stundum
hreinn og „laus við allar girndir"
en glímir þó alltaf við hugsanir
„sem þvert ofaní vhja minn brjót-
ast inní vitund mína.“ Og þegar
hann biöur Guð „að hann gefi mér
kraft til að færa mig að fóm. Að
hann tortími því sem sjálfs mín er,
en geri smæð mína aö íbúð anda
síns“ þá er „voðalega sterk taug
sem togar mig aftur hina leiðina."
Guði sé lof að sú taug var nógu
sterk!
G.S.
Er vegurinn hall?
Vertu því viðbúin/n að
vetrarlagi ^jumferoar
Ódýri skómarkaðurinn
Hverfisgötu 89
ÍSLENSKA
SPÁDÓMSBÓKIN
Frábær bók
um SPILASPÁ, LÓFALESTUR og BOLLASPÁ.
Fæst í öllum bókaverslunum
og einnig póstsend í pöntunarsíma
62 34 33.
Útgáfufélagið BR©S
VÉLMENNI OG TÆKI
4 GERÐIR
QUICK- \
SHOT
LASER BYSSA
FALLEGAR
DÚKKUR
Tónlistarbangsi
LEIKFANGAVERSLI
ÞINGHOLTSSTRÆTI 1 - MIBA
SÍMI 24666