Dagblaðið Vísir - DV - 21.12.1987, Side 69
MÁNUDAGUR 21. DESEMBER 1987.
DV
Ólyginn
sagði...
Burt Lancaster
einn afkastamesti leikarinn
í Hollywood, er orðinn 74
ára gamall. Hann lætur há-
an aldur ekki hindra sig í
ástamálunum enda er hann
í fullu fjöri. Hann var giftur
sömu konunni í 32 ár en
þau skildu árið 1969. Þá fór
hann að vera með einni sem
var tuttugu árum yngri. Nú
er hann búinn að losa sig
við hana og búinn að fá sér
eina 35 ára sem heitir Susan
Scherer og er aðeins 39
árum yngri en hann.
Henrik prins
eiginmaður Margrétar
Danadrottningar, er tals-
verður vandræðagepill.
Hann hefur hvað eftir annað
komið konungsfjölskyl-
dunni í vandræði með
athæfum sem ekki eru sam-
boðin konungbornu fólki.
Lögreglan hefur margoft
tekið hann fyrir að keyra á
ólöglegum hraða, nú síðast
á 170 kílómetra hraða. Ef
hann væri eins og við hin
væri hann löngu búinn að
missa prófið og sæti líklega
inni fyrir öll þessi brot en
hefur sloppið með áminn-
ingar og sektir hingað til.
MelissaGilbert
sem lék Láru í þáttunum um
Húsið á sléttunni, þessi með
stóru framtennurnar, þykir
ein glæsilegasta stjarnan í
Hollywood nú. Hún hefur
síðan árið 1981 verið í nán-
um tengslum við hjarta-
knúsarann Rob Lowe, en
þegar hún fór að tala um
brúðkaup lét hann sig
hverfa. Melissa lýsti því yfir
nýlega að Rob væri hennar
eina stóra ást og hún vildi
engan annan en hann. Rob
Lowe hefur samt ekki látið
sér segjast.
Sviðsljós
Hérna eru „rónarnir“ tveir, Faye Dunaway og Mickey Rourke, ásamt höfundi bókarinnar sem myndin Barfly er byggð á.
Vandlátari nú en áður
Fremur hljótt hefur verið um leik-
konuna Faye Dunaway síöustu sjö
árin.
Á þeim tíma flutti hún aðsetur sitt
til Englands og bjó þar með ljós-
myndaranum Terry O’Neill. Nú
hefur Faye gengið í gegn um sárs-
aukafullan skilnað við hann og ætlar
sér stóra hluti í kvikmyndum á ný.
Hún tók að sér hlutverk á móti einni
skærustu stjörnu Hollywood nú um
þessar mundir, Mickey Rourke.
Hlutverk þeirra eru frekar óvenjuleg
því að þau leika bæði róna sem eru
hálfpartinn í strætinu. Myndin er
byggð á ævisögu Charles Bukowski.
Faye heldur því fram aö það hafi
verið þess virði að leika þetta hlut-
verk og myndin fær alla vega góða
dóma vestanhafs.
Faye Dunaway fékk á sínum tíma
óskarsverðlaun fyrir kvikmyndina
Network en er ekki síöur fræg fyrir
hlutverk sín í myndunum Bonnie og
Clyde, Chinatown og The eyes of
Laura Mars. Hún hefur einnig leikið
í mörgum myndum sem þóttu mis-
heppnaðar eins og The Wicked Lady
og Supergirl.
Faye Dunaway segist nú ætla að
aöeins að taka við hlutverkum sem
hafa upp á eitthvað að bjóða hvað
metnað varðar og er myndin Barfly
ágætisbyrjun á þeim ferli.
Krakkarnir jafnt sem fullorðna fólkið kunnu vel að meta það sem hljómsveitin Boney M. bauð þeim upp á. Mynd-GVA
„Bnín stúlka
Hljómsveitin Boney M. frá Vest- út af. í vor á þessu ári var þessi
ur-Þýskalandi var mjög vinsæl á vinsæla hljómsveit lífguð við og
árunum 1975-81, en síðan karl- hefur farið í hljómleikatúra víða
söngvari sveitarinnar, Bob Farrell, um lönd.
hvarf af vettvangi, lognaðist hún Boney M. náði gífurlegum vin-
í hringnum“
sældum á sínum tíma með lögum
eins og Ma Baker og Brown girl in
the Ring svo einhver séu nefnd.
Hljómsveitin söng þessi lög á
skemmtistaðnum -Evrópu fyrir
stuttu og einnig síðar með íslensk-
um skemmtikröftum á jólahátíð í
Háskólabiói fyrir ungu kynslóðina
þar sem þessi mynd var tekin.
Breyttur og
nýr
Nú dugir ekki lengur að greiða sig
á gamla mátann eins og Díana gerði
hér áður því hún virðist vera búin
að breyta um stíl. Nú sést mun stærri
hluti andlitsins og hárið tekið saman
að aftan á frekar óvenjulegan máta.
Nú er aldeilis að hafa snör handtök
og breyta um stíl en ekki er víst aö
stíll
allir hafi ráð á demantshálsskraut-
inu sem fylgir með hjá Díönu.
Þessa nýju greiðslu sýndi Díana
fyrir nokkrum dögum í konunglega
óperuhúsinu í London á sýningu um
ævintýrið um Öskubusku. Sýningin
var haldin til styrktar lungnasjúkl-
ingum í Bretlandi.
Diana sýndi nýja ifnu i hárgreiðslu fyrlr nokkrum dögum.
Simamynd Reuter