Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 2
2 ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. Fréttir Fiskmarkaðimir í Þoriákshöfh og á Suðumesjum: Eifiðleikar vegna of fárra viðskiptabáta - sumir stofnenda markaðanna skipta ekki við þá í gær var í fyrsta sinn boöinn upp fiskur á fiskmarkaðnum í Þor- lákshöfn en hann er fjarskipta- markaður í samvinnu við og samtengdur fjarskiptamarkaðnum á Suöumesjum. Báðir markaðirnir eiga í nokkrum erfiðleikum sökum þess að margir aðilar, sem ýmist ætluðu að selja fisk eða kaupa á mörkuðunum, eru tregir til eða hafa hætt við að vera með. Hallgrímur Sigurðsson hjá Suð- urvör í Þorlákshöfn er talsmaður fiskmarkaðarins þar. Hann sagði að fyrst í stað myndu 6 bátar selja afla sinn á markaðnum. Það taldi hann vera of lítið, lágmarkið væru 10 bátar og að sjálfsögðu vildi hann helst að allir bátarnir seldu afla sinn á markaðnum. Þrátt fyrir þetta var á fundi eigenda fiskmark- aðarins ákveðið að hefjast handa og sjá hverju fram yndi. Ólafur Þ. Jóhannsson, fram- kvæmdastjóri fiskmarkaðarins á Suðurnesjum, sagði að ýmsir aðil- ar, sem hefðu ætlað að vera með á markaðnum, hefðu hætt við það á síðustu stundu nú í vertíðarbyrjun. Einkum væri um að ræða aðila á norðanverðum Suðurnesjum. Grindvíkingar væru aftur á móti tilbúnir til að láta allan sinn afla á markaðinn ef allir aðrir vildu vera með. „Það versta við þetta er að í raun fæst ekki rétt mynd af fiskverðinu ef aðeins hluti bátanna selur afla sinn á markaðnum. Og það sem manni þykir líka vont við þetta er ef þeir, sem ekki vilja selja afla sinn á markaðnum, ætía að miða við verðið þar og nota markaðinn þannig til að verðleggja fyrir sig,“ sagði Ólafur. Hann bætti því við að nú væru þeir fiskmarkaðsmenn að búa sig undir vetrarvertíðina og það væri mjög slæmt fyrir þá að vita ekki nákvæmlega hve margir ætluðu að vera með. í því sambandi benti hann á að það þyrfti annan og meiri undirbúning ef selja ætti 400 til 500 tonn á dag en 40 til 50 tonn. Ólafur sagði að enginn uppgjafar- tónn væri í fiskmarkaðsmönnum. Þeir þyrftu bara að vita nokkurn veginn hve mikil viðskiptin yrðu til þess að geta veitt þá þjónustu sem til væri ætlast. -S.dór IN REYKOAVIK „Vesalingarnir frumsýndir i gær- kvöldi I Reykjavík“ segir i þessari auglýsingu sem birtist í New York Times sunnudaginn 27. desember siöastliöinn. Vesalingamir slá í gegn: Sautján þús- und miðar pantaðir og seldir Söngleikurinn Vesalingamir hefur slegið í gegn í Reykjavík og hefur Þjóðleikhúsið aldrei skráð miðapantanir jafnlangt fram í tímann, að sögn Signýjar Pálsdóttur. Seldir og pantaðir iniöar eru orðnir 17 þúsund en húsið tekur 661 áhorfanda í sæti og er búið að sýna verkið 10 sinn- um. Uppselt er allar helgar fram að 7. febrúar en mögulegt er að fá góð sæti í miðri viku með stutt- um fyrirvara. Jafnvel New Yorkbúar fylgjast vandlega með gangi leikhúslífs- ins í heimsborginni Reykjavík en í dagblaöinu New York Times 27. desember síöastliöinn er sagt frá því að frumsýning á söngleiknum Vesalingunum hafi farið fram í Reykjavík kvöldið áður. Það er ekki skrítiö að Bandaríkjamenn vilji fylgjast með söngleiknum hér á landi því uppselt er á Vesal- ingana a.m.k. eitt ár fram í tímann í New York. Flugleiðir hafa hafa reynt aö vekja athygli New Yorkbúa á uppfærslu söng- leiksins í Þjóðleikhúsinu og hafa fulltrúar fyrirtækisins fyrir vest- an haf sent tilkynningar til blaða varðandi sýninguna. Fulltrúar Flugleiöa í New York segjá mikið spurt ura feröir til íslands en ekk- ert hefur veriö pantað ennþá. Bæjarstjórarnir, Vilhjálmur Ketilsson og Oddur Einarsson, á fundi sínum með Steingrími Hermannssyni og Þor- steini Ingólfssyni skrifstofustjóra í gær. DV-mynd Brynjar Gauti Suðumesjamenn leita stuðnings hjá utanrikisráðhena: Vamarliðið sjái um gerð nýrra vatnsbóla „Þetta var góður fundur með ráð- herra og hann tók mjög vel í okkar málatilbúnað,“ sagði Oddur Einars- son, bæjarstjóri í Njarðvík, en hann og Vilhjálmur Ketilsson, bæjarstjóri Keflavíkur, gengu á fund Steingríms Hermannssonar utanríksisráðherra í gær og var erindi þeirra að biðja utanríkisráðherra að flytja mál þeirra Suðurnesjamanna í olíumeng- unarmálinu. „Við fórum fram á að ný vatnsból verði gerð og viö gerum kröfur til þess að vamarliðið sjái um það,“ sagði Oddur. Ráðherra hefur þegar komið þessari kröfu áleiðis til Was- hington í gegnum bandaríska sendi- herrann hér á landi. Má fljótlega búast við svörum þaðan. „Við áskiljum okkur allan rétt í málinu. Við erum að láta okkar lög- menn kanna réttarstöðu okkar,“ sagði Oddur þegar hann var spurður um hvort einnig yrði fariö fram á skaðabætur. Einu vatnsbóli við Njarðvík hefur þegar verið lokað og sagði Oddur að það væri vegna ör- yggisráðsstafana. -SMJ Snælandsskóli Arás gerð á nemendur Tuttugu til tuttugu og fimm nem- endur úr Réttarholtsskóla gerðu sér ferð í Snælandsskóla í Kópa- vogi í gær. Gerði hluti nemendanna aðsúg að Snælandsskóla, nemend- um og kennurum. Meðal annars brotnaði ein rúða í átökunum. Ráðist var á einn nemanda Snæ- landsskóla þegar hann var á heimleið. Voru honum veittir áverkar á andlit. Eftir að hafa feng- ið gert að sárum sínum á slysadeild kærði nemandinn árásina. Reynir Guðsteinsson, skólastjóri Snælandsskóla, sagði að flestir þeirra krakka sem komu í skólann hefðu verið prúðir. Það hafi verið nokkrir krakkar sem létu ófriðlega og varð að beita valdi til að koma þeim út úr skólahúsinu. Eftir því sem næst verður komist var ástæða heimsóknar nemenda úr Réttarholtsskóla aö jafna um dreng sem þeir lentu í útistöðum við á Hallærisplani um helgina. Reynir Guðsteinsson skólastjóri segir að sá drengur sé ekki nem- andi í skólanum og því hafi hefnd- arfórin verið á misskilningi byggð. -sme Ágrelningur í Framsókn Verulegur ágreiningur er á Al- þingi um frumvarp um verka- skiptingu ríkis og sveitarfélaga og lýsti einn stjórnarþingmanna, Guðni Ágústsson, Framsóknar- flokki, þvi yfir í gær að hann styddi ekki frumvarpiö og hefði miklar efasemdir um það hvort það væri til góðs. Sagði Guðni í ræðu í gær að ýmsir sveitarstjórnarmenn hefðu lýst þungum áhyggjum sínum vegna þessa frumvarps. Jafn- framt gagnrýndi Guöni nefndará- lit sem meirihluti félagsmála- nefndar hefði sent frá sér um máliö, þar sem lagt er til að frum- vai-pið verði samþykkt, en í álit- inu sagði Guðni að látið væri aö því liggja að sveitarstjómarmenn væru sammála frumvarpinu. Þegar að væri gáð segði þar ekk- ert um álit þessara aðila. Guðni sagði að ef frumvariö yrði samþykkt myndi það draga dilk á eftir sér og lýsti hann því yfir að hann gæti ekki staðið aö samþýkkt frumvarpsins í núver- andi mynd. -ój Hitalaust í hverabænum Að undanfórnu hefur borið á bilunum hjá Hitaveitu Hvera- gerðis sem erfitt hefur reynst að komast fyrir. „Hér er ekki um hönnunargalla að ræða en við höfum ekki fundið út enn hvað veldur þessu,“ sagði Björn Pálsson, verkstjóri hjá Hitaveitu Hveragerðis. Björn sagði að þaö væru nokk- ur hús sem fengju ekki nóg heitt vatn. Hann sagði að helst hefði mönnum dottið í hug að hér væri um leka að ræða en vegna hraun- jarðvegs sæist það illa, Einnig gæti hér verið um þjófnað aö ræða, að einhverjir tækju vatn í heita potta beint úr leiðslunni. Björn átti von á aö tækist að gera við þetta fijótlega í vikunni Hitaveita Hveragerðis hefur átt við margvíslegan vanda að etja síðustu árin sem stafar af mikilli kísilúrfellingu. Því hefur verið komið upp gufukerfi samhhða hinu sem menn binda miklar vonir við. Er þetta kerfl aðeins notað í Hverageröi og eru nú öll gróðurhús hituö upp með gufu. -SMJ Símakerfi landsins fór í hnút í gærkvöldi vegna gífurlegs álags þegar Stöö 2 stóð fyrir svokölluðu sjónvarpsbingói i beinni útsend- ingu um kl. 20.30. Brandur Hermannsson, deild- arstjóri tæknideildar Pósts og síma, sagði i samtali við DV í morgun að þegar stór hluti lands- manna reyndi að hringja í sama símanúmerið á sama tíma yrði mikil röskuní símakerfinu. Sagöi hann að bilunin hefði orðið í öllu símakerfinu og hefði hún teygt anga sína um allt land. Sam- bandslaust var í Breiðholti í rúma klukkustund og sömu sögu er að segja frá Akureyri. Yfirleitt stóö bilunin frá einum upp í einn og hálfan tíma. Póstur og sími reynir nú að finna út hversu umfangstnikil röskunin var og hvað hægt er að gera til úr- bóta. -JBj

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.