Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Page 3

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Page 3
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. 3 Halla Margrét Árnadóttir og Valgeir Guðjónsson voru (ulltrúar íslands í fyrra. Nú hafa rúmlega hundrað lög borist í undankeppnina. Söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva: Rúmlega eitt hundrað lög bárust „Liðlega helmingi fleiri lög bárust í söngvakeppnina í ár heldur en í fyrra og þykja mér það miklar gleði- fréttir. Fólk ætlar greinilega að koma íslandi hærra en í sextánda sætið í næstu keppni í stað þess að gefast upp,“ sagði Björn Emilsson, upp- tökustjóri sjónvarpsins og jafnframt framkvæmdastjóri íslensku söngva- keppninnar, í samtah við DV. Rúmlega hundrað lög bárust í keppnina en skilafrestur rann út í fyrradag. Dómnefndin er skipuð full- trúum frá Félagi íslenskra tónskálda og textahöfunda, Sambandi hljóm- í keppnina plötuframleiðenda, Félagi íslenskra hljómhstarmanna og RUV og mun hún hefjast handa við að hlusta á lögin og velja þau 10 bestu úr eftir miðjan janúar. Höfundar þeirra verða kynntir seinna í mánuðinum en sjónvarpið kynnir lögin í lok mars eins og þau munu hljóma í loka- keppninni og fer kynningin fram með svipuðu sniði og í fyrra. Vinn- ingslagið fer svo til Dublin á írlandi þar sem söngvakeppni evrópskra sjónvarpsstöðva fer fram 30. apríl. -JBj Hollustuvemd ríkisins og banvænir ostar: Grannt fylgst með „tískubakteríunni“ Við fylgjumst grannt með þessu máli enda má segja að þetta sé tísku- bakterían í ár. Það er fuht af rann- sóknarstofum um allan heim sem eru að skoða þessa bakteríu," sagði Frankhn Georgsson, gerlafræðingur hjá Hollustuvernd, þegar hann var spurður um bakteríu þá sem greinst hefur í ýmsum ostategundum er- lendis á undanfórnum árum. Hún hefur fundist í osti í Sviss og þar er talið að rekja megi allt að 30 dauðs- fóh frá 1983 th þessara menguðu osta. Nú hafa borist spurnir af bakter- íunni í Danmörku og hún greinst í ostunum „Opus 84“, „Creme Royal“ og „Blue Moon“. Franklín sagði að hér væri ahs ekki um nýja tegund af bakteríu að ræöa. Nýtt er hins vegar að menn rekja sýkingartilfelh til mengaðra matvæla enda virðist sem bakterían lifl af ýmsa meðferð á matvælum. Þá er hún varasöm vegna þess að hún getur fjölgað sér í kæhgeymslu. Við hitun drepst hún hins vegar. Bakterían heitir hsteria-monocyto- genes og hefur verið þekkt í mörg ár. Erlendar rannsóknir hafa sýnt að allt að 5% heilbrigðra einstakhnga hafa þessa bakteríu í saur. Ef menn veikjast hins vegar af henni þá er dánarhlutfallið hátt eða um 30%. Að sögn Frankhns hafa komið upp sjúkdómstilfehi í Bandaríkjunum og Kanada sem rakin hafa verið til mat- væla sem menguö hafa verið af þessum gerli. Helst hefur athyghn beinst að ostum, nánar tiltekið lin- ostum, og hafa Bandaríkjamenn nú hert eftirlit sitt með innflutningi á ostum, sérstaklega með thliti til þess- arar bakteríu. -SMJ Rækjustríðið á Bíldudal: Rannsókn hafin „Lögreglunni hefur verið afhent málið og rannsókn er hafin," sagði Stefán Skarphéðinsson, sýslumaöur Barðastrandarsýslu, þegar DV spurði hann hvað liði lögreglurann- sókn þeirri sem rækjubátaeigendur á Bíldudal hafa farið fram á. Beiðn- ina um rannsókn lögðu þeir fram vegna þess að þeir telja að Rækjuver hf. á Bíldudal greiði þeim ekki fyrir ahan þann afla sem þeir landa th verksmiðjunnar. „Það voru nokkuð margir aðhar sem skrifuðu undir beiðnina um lög- reglurannsókn," sagði Stefán „en ég hef ekki töluna yfir hversu margir þeir voru. Rannsókn af þessu tagi tekur alltaf talsverðan tíma. Ég benti útgerðarmönnunum á að réttara væri fyrir þá að fá sér lögmann og láta hann leggja fram kröfu um það sem ógreitt er. Sú málsmeðferð hefði gengið fljötar. En þeir kusu að fara þessa leið. Það er útilokað að giska á hversu langan tíma rannsóknin tekur en hún er sem sagt hafin.“ -JSS Fréttir - - - 1 s .. - % % %Jv ■ w. Með haglabyssu á mávaveiðum við Slippstöðina á Akureyri: , ,Við vorum í hættu Gylfi KriBtjáruson, DV, Akuxeyri: „Ég fuhyrði að við vorum í hættu þegar skothríðin hófst en það sem bjargaði okkur var hvernig byss- unum var miðað," sagði Konráð Jóhannsson, starfsmaður Shpp- stöðvarinnar á Akureyri, í samtali við DV 1 gær en hann varð fyrir því um helgina ásamt vinnufélög- um sínum að skotið var úr hagla- byssu í áttina að þeim á vinnusvæði Shppstöövarinnar. „Við voram þrír vinnufélagarnir aö ganga frá skemmu í átt að bátn- um Hvanney, sem við vorum að vinna í. Við vorum komnir hálfa leið út á viðlegukantinn þégar við heyrðum tvo skothvehi og síöan einn strax á eftir. Einnig heyrðum við hagladrífuna skeha á skemmu- byggingunni og á planihu fyrir aftan okkur. Við hlupum þá strax austur fyrir skemmuna og sáum þar trihubát á siglinu og mann frammi á honum aö mundá byssu.“ Konráð sagði að yfirvérkstjóri hjá Shppstöðinni hefði þegár hringt á lögreglu og kært atþurðinn. Mennimir tveir á bátnufn sigldu síðan inn í smábátahöfnina nærri Shppstöðinni og þremenningamir fóru þangað. Ætluðu þeir að ræða við mennina, sem brugðustilla við, og kom tíl snarpra oröaskipta áður en lögreglan kom á vettvang. Mennimir munu hafa verið að slgóta á máva sem voru á flugi við hús Slippstöðvarinnar. Skotlína þeirra var hins vegar yfir þvert vinnusvæði stöðvarinnar og hefði getað farið hla. Á annan tug manna var að vinna um borð í Hvanney og heyrðu þeir einnig skothvellina. KÆRKOMIN NYJUNG í SKEMMTANALÍFI LANDSMANNA! Stofnun MÁNAKLÚBBSINS markar tímamót í skemmt- analífi landsmanna. MÁNA- KLÚBBURINN er einkaklúbb- ur og hafa eingöngu félagar og gestir Jjeirra aðgang að honum. MANAKLÚBBURINN er ætlaður fólki sem vill fara út að borða og skemmta sér í þægilegu umhverfi og njota Ætlar þú ekki £ góðrar kvöldstundar í góðra vina hópi eða með viðskipta- vinum. Frestur til þess að gerast stofnfélagi í klúbbnum rennur út 20. janúar næstköm- andi. Skráning félaga fer fram hjá veitingastjórum klúbbsins sem gefa allar nánari upplýs- ingar alla virka daga í símum 23333, 23335 og 29098. i slást í hópinn? Brautarholti 20, símar 23333, 23335 og 29098.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.