Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Side 7
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988.
7
Atvinnumál
Afleit staða ullar- og fataiðnaðarins:
Um 500 manns hafa misst
atvinnuna síðustu tvö ár
Afleit staöa íslensks ullariönaös
hefur ekkj farið framhjá neinum síð-
ustu árin og nú er svo komið að þessi
iðnaður er nánast að líða undir lok.
Það er aðeins stórfyrirtækið Álafoss
sem heldur velh og þá eftir miklar
og gagngerar skipulagsbreytingar
sem kostuðu marga starfsmenn at-
vinnuna. Hin minni fyrirtæki hafa
Fréttaljós
Sigurður M. Jónsson
hins vegar mörg hver ekki lifaö af
þessar breytingar og hafa orðið að
hætta starfsemi. Það hefur víða kom-
ið sér afskaplega illa því sums staðar
voru þau nánast eina iðnaðarstarf-
semin og skarð þeirra verður ekki
fyllt. Lætur nærri að um 500 manns
hafi misst atvinnu sína hjá ullarfyr-
irtækjum á síðustu tveim árum og
þó mest á siðasta ári.
En þaö er ekki bara í ullariónaðin-
um sem kreppt hefur aö. Annar
iðnaður og náskyldur, fataiðnaður-
inn, hefur látið verulega undan síga
og eru þau teikn á lofti að hann sé
að mestu að hverfa úr iðnaðarflóru
landsins. Fylgir þáð þróun annars
staðar á Vesturlöndum en Asía virð-
ist vera að verða einráð á þessum
markaði enda stjamfræðilegur mun-
ur á launakostnaði hér og þar. Útlit
er fyrir að þeir framleiðendur, sem
vilja halda velh, verði að láta fram-
leiöa sína vöru í Asíu. Hér ér um að
ræða vinnuaflsfrekan iðnaö og þró-
unarlönd standa auðvitað mun betur
að vígi þar.
Það er því útlit fyrir að hér sé að
hverfa úr landi iðnaður sem veitti
hátt í 1500 manns atvinnu þegar best
lét. Óvíst er að þessi iðnaður komi
til baka.
Dauðalistinn langur
Á síðustu tveim árum hefur mikill
flöldi sauma- og prjónastofa lagt upp
laupana og er því dauðalistinn lang-
ur. Samkvæmt upplýsingum Reynis
Karlssonar hjá Landssamtökum
sauma- og prjónastofa htur hann
þannig út:
Katla hf. í Vík
Sunna á Hvolsvelh
Astra á Selfossi
Framtak hf. á Selfossi
Pijónastofa Hildu á Selfossi
Dúkur hf. í Reykjavík
Garðapijón hf. í Garðakaupstað
Karitas hf. í Dalasýslu
Útskálar hf. á Raufarhöfn
Sif í Aðaldal
Viola hf. á Skagaströnd
Pólarpijón hf. á Blönduósi
Þá misstu margir atvinnu sína þeg-
ar Pijónastofa Borgarness hiætti
starfrækslu saumastofu sinnar.
Reynir sagði að hstinn væri langur
og bætti því við að hann óttaðist að
hann ætti eftir að lengjast enn frek-
ar. Reyndar barst sú frétt á meðan á
samantekt þessarar greinar stóð að
um 30 manns hefðu misst vinnu sína
þegar pijónastofan Dyngja sagði upp
starfsfólki sínu. Það er líklega tákn-
rænt fyrir ástandið.
„Það er enginn vafi á því að hrun
hefur orðið í þessum iðnaði - það
þarf engan speking til að sjá aö það
þýðir lítið að standa í þessum iðn-
aði,“ sagði Reynir Karlsson. Hann
bætti því við að samdrátturinn væri
í raun enn meiri því árin á undan
hefðu mörg fyrirtæki til viðbótar
þessum orðið að leggja upp laupana.
Hætta til aö forðast gjaldþrot
Eitt þeirra fyrirtækja, sem nú eru
að hætta, er Pijónastofan Iðunn hf.
og er aðdragandi lokunar hennar lík-
lega nokkuð dæmigerður. Að sögn
Njáls Þorsteinssonar, framkvæmda-
stjóra Iðunnar, er ekki um annað að
ræða. „Við hættum til að verða ekki
gjaldþrota," sagði Njáll og bætti við:
„Við erum orðnir of dýrir hér á landi,
það er ekki hægt að flyfla út verð-
bólgu.“ Taldi Njáh að fyrir fram-
leiðslu sem þessari væri tæplega
lengur grundvöllur hér á landi.
Þegar mest var, 1978, unnu 45
manns hjá Iðunni en nú vinna um
15 manns þjá fyrirtækinu til mars-
loka við að Ijúka verkefnum en þá
verður lokað.
Ástæðurnar margar
í skýrslu á vegum iðnaðarráðu-
neytisins, sem byggist á athugun sem
Þjóðhagsstofnun gerði á stöðunni í
ullariðnaðinum, eru ástæður slæmr-
ar afkomu taldar þessar - skýrslan
var birt í nóvember 1987:
1. Misgengi verðþróunar á erlendum
mörkuðum og innlendar kostnaðar-
hækkanir.
2. Nokkur verðlækkun á afurðum
sem stafar annars vegar af beinum
verðlækkunum og hins vegar af
lækkun á gengi dollars.
3. Miklar kostnaðarhækkanir innan-
lands.
Undir þetta tóku flestir þeirra sem
við var rætt en Jón Sigurðarson, for-
stjóri Álafoss, benti á þijár ástæður
til viðbótar sem mætti rekja til ullar-
fyrirtækjanna sjálfra: í fyrsta lagi
heföi framleiðslugetan hér byggst of
hratt upp sem hefði leitt til undir-
boða. í öðru lagi heföi á sama tíma
ekki náðst að þróa vörumar eins og
skynsamlegt mætti teljast. Hönnun
og markaðsöflun hefði ekki farið
saman. í þriðja lagi sagði Jón að ís-
land væri hálfgert villimannaland
fyrir iðnrekendur. Ofurvald fiskiðn-
aðarins væri mikið og iðnrekendur
væru fórnarlömb fastgengisstefn-
unnar.
Baldur Pétursson, deildarstjóri í
iðnaðarráðuneytinu, bætti viö þetta:
„Þróunin aö undanfómu hefur verið
sú að bilið milh þessarar iðngreinar
og sjávarútvegs hefur breikkað.
Sjávarútvegurinn hefur fengið mikl-
ar hækkanir á erlendum mörkuðum
en ullariðnaðurinn ekki.“ Baldur
taldi gengisstefnuna ekki vera aðal-
vandamálið - hún væri aðeins ein
afleiðing vandans. Hann taldi að
framleiðendur heföu ekki fengið frið
til til að sinna hönnunar- og mark-
aðsstörfum vegna 'óstöðugs efna-
hagsástands hér á landi.
Hvort sem framleiðendur hafa
fengið frið eða ekki til að sinna hönn-
unarstarfi þá hafa þeir legið undir
ámæh fyrir að framleiða vöm sem
sé svo ljót að enginn vilji kaupa hana.
Margt í framleiðslunni hefur ekki
tekið neinum breytingum í áratugi.
Ekki er hér þó átt við lopapeysurnar
sem flestum þykja klassískar, sem
bendir á þá staðreynd að þessi iðnað-
ur á líklega líf sitt undir því að geta
kynnt sig á þjóðlegum nótum. Þá
hefur veriö bent á að gæðum ís-
lensku ullarinnar hafi hrakað og hún
sé því tæpast lengur sú gæðavara
sem við viljum vera láta og byggt
markaðsstarf okkar á hingað til.
Hvaö gera verkalýðsfélögin
Nú eru kjarasamningar lausir síð-
an 1. janúar og er það hald manna
aö Iðja, félag iðnverkafólks, verði að
gera ákveðnar launakröfur. Hversu
sanngjamar sem þær verða á enginn
von á að geta borgað samkvæmt
þeim.
„Þessi iðngrein hefur nánast hrun-
ið og ekki ofsagt að ástandið sé
alvarlegt. Það er þó ljóst að ekki er
hægt aö bregðast, við þessu á neinn
hátt af hálfu verkalýðsfélaganna,"
sagði Guðmundur Þ. Jónsson, for-
maður Iðju. Hann játaði því að þetta
ástand veikti samningsaðstöðuna en
átti þó ekki von á sérsamningum við
þennan iönað. „Auðvitað verður
þessi grein að bjóða upp á sambæri-
legar greiðslur og aðrar iðngreinar."
Tækin seljast ekki
Þegar gjaldþrot hefur blasað við
fyrirtækjum hafa þau setið uppi með
fiárfestingu í tælflum sem þau losna
engan veginn við. Á þetta bendir
meðal annars Halldór Einarsson hjá
Henson:
„Ég bíð auðvitað verulegt tjón af
þessu gjaldþroti uppi á Akranesi.
Allt var verðtryggt í bak og fyrir.
Þama hefur verið byggt upp glæsi-
legt hús og vélakostur. Húsið stendur
auðvitað fyrir sínu en vélakosturinn
er því sem næst verölaus. Ekki er
hægt að selja hann hér á landi því
enginn getur notað þetta hér. Eini
möguleikinn er að selja vélarnar til
útlanda og þar fæst varla hátt verö
fyrir þær,“ sagði Halldór.
Því má segja að flárfesting í vélum
þessara fyrirtækja sé í raun glötuð
viö gjaldþrot þeirra. Veð, sem hafa
verið bundin við þær, munu því ólík-
lega skila veðeigendum fullu verði.
Þetta, ásamt því að allt er veösett,
gerir það að verkum að iðnrekendur
eiga erfitt með aö útvega veö.
„Þaö em mjög dýrar vélar í þessari
iðngrein og get ég nefnt sem dæmi
að ein prjónavél getur kostað á við
einbýlishús. í raunvirði em þessi
tæki hins vegar lítils virði þegar illa
árar,“ sagði Reynir Karlsson.
Njáll Þorsteinsson hjá Iðunni var
bjartsýnni á að geta selt tæki-sinnar
verksmiðju. Hann sagði að þeirra
tæki væm fullkomlega samkeppnis-
fær og átti hann von á að vel gengi
að losna við tækin. Njáll sagði reynd-
ar að svipuð vandamál væru í
nágrannalöndunum en ekki væri
mikill kostnaður því samfara að
senda tækin út.
Á þessi iðnaður framtíð hér?
Það horfir þunglega um framtíö
ullar- og fataiðnaðar hér á landi og
telja sumir að verið sé að berjast
gegn gangi tímans með því að halda
þessum iðnaði lifandi.
„Ef ullariðnaður getur byggt á sér-
stöðu íslands á hann framtið fyrir
sér,“ sagði Jón Sigurðarson. Hann
taldi að eitthvað af litlu fyrirtækjun-
um ættu framtíð fyrir sér.....þeir
sem eru dugmestir". Hann sagöi aö
þeir hjá Álafossi ætluðu ekki að auka
afkastagetu sína heldur yrði einblínt
á hönnun og markaðssetningu.
„Tvö ár eiga að segja okkur mikið
um það hvort við eigum einhveija
framtíö fyrir okkur.“ Álafoss hefur
nú hækkaö vörur sínar og sagði Jón
aö enn væri óljóst hveiju þaö skil-
aöi. Óvíst er hvemig erlendir
kaupendur taka þessari hækkun sem
er 20-30%. Aðrir framleiðendur
munu einnig vera í þann veginn að
hækka sína vöru.
„Ég efast um að þessi iðnaður, sem
nú er að hverfa á braut, komi nokk-
um tímann til baka. Þetta verður
alltaf láglaunaiðnaður og þróunin er
okkur andsnúin," sagði Njáll Þor-
steinsson hjá Iöju.
-SMJ
20001
1000-
Starfsmenn í ullariönaöi
Fækkun á milli ára
alls 500 starfsmenn
Fjöldi
1984
1987