Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Qupperneq 14
14
ÞRIÐJUDAGUR 12, JANÚAR 1988.
Frjálst.óháð dagblað
Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF.
Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON
Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON
Ritstjórar: JÓNAS KRISTJANSSON og ELLERT B. SCHRAM
Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELlAS SNÆLAND JÓNSSON
Fréttastjóri: JÓNAS HARALDSSON
Auglýsingastjórar: PALL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON
Ritstjórn, skrifstofur, auglýsingar, smáauglýsingar, blaðaafgreiðsla, áskrift,
ÞVERHOLTI 11, SlMI 27022
Setning, umbrot, mynda- og plötugerð:
PRENTSMIÐJA FRJALSRAR FJÖLMIÐLUNAR HF„ ÞVERHOLTI 11
Prentun: ÁRVAKUR HF. - Áskriftarverð á mánuði 600 kr.
Verð I lausasölu virka daga 60 kr. - Helgarblað 75 kr.
Mérk og dýr sjálfsblekking
Raunverulegt aðalhlutverk ríkisvalds á íslandi er að
færa fé úr sjávarútvegi til landbúnaðar. Þetta felur í sér
mesta peningaflutning í landinu. Hann nemur í ár
nokkrum Keflavíkurflugstöðvum, því að landbúnaður-
inn brennir sex milljörðum af ríkisfjárlögum ársins.
Fjárheimtan er tiltölulega einföld. Ríkið hefur tekið
sér vald til að skrá gengi krónunnar með handafli og
hagar skráningunni á þann hátt, að sjávarútvegurinn
sé rekinn á því sem næst núlli, samkvæmt umfangsmikl-
um reikningum í opinberum hagfræðistofnunum.
Þetta er samkvæmt hinni rómversku fyrirmynd í
skattheimtu að rýja þegnana, en flá þá ekki. Þjóðarauð-
urinn er að mestu upprunninn í hinni einu, sönnu
stóriðju landsins, fiskveiðunum, en er síðan dreift um
þjóðfélagið til að halda uppi velmegun og landbúnaði.
Til réttlætingar kerfinu hefur byggzt upp viðamikið
kerfi hugsjóna, er hefur byggðastefnu að þungamiðju.
Talið er þjóðlegt og mannlegt að haga málum á þennan
hátt og jafnframt er fordæmd sú auðhyggja, sem talin
er felast í gagnrýni á hið aldagamla millifærslukerfi.
Svipað ástand var fyrir tveimur og þremur öldum,
þegar íslenzkir embættismenn úr stétt landeigenda
héldu uppi einokunarverzlun konungs til að hindra
myndun lausalýðs á mölinni og draga úr atvinnufreist-
ingum, sem kynnu að magna kjarakröfur vinnumanna.
Miflifærslan hefur lifað góðu lífi öldum saman og
fram á þennan dag, af því að hugsjón byggðastefnunnar
hefur náð almennri viðurkenningu. Þurrabúðarmenn
nútímans, íbúarnir við sjávarsíðuna, taka að vísu óljóst
eftir millifærslunni, en skilja ekki eðli hennar.
Fólkið í útgerðarplássunum er að vísu stundum að
velta fyrir sér, hversu mikið af þjóðartekjunum mynd-
ist þar og hversu litlu af þeim sé varið þar. En það
dregur ekki af þessu þá ályktun, að millifærsluna eigi
að stöðva, heldur vill það fá hluta herfangsins til baka.
Hugsjóna- og hagsmunamenn byggðastefnunnar
halda stíft fram þeim áhugamálum, sem þeir segjast
eiga sameiginleg með þurrabúðarfólki. Þau felast eink-
um í að fá til sín sem mest af opinberri þjónustu, er
greiðist af sameiginlegum sjóði þjóðarinnar, ríkissjóði.
Þannig er pólitísk orka fólks í sjávarplássum virkjuð
í baráttu fyrir ríkispeningum í vegi, flugvöll, síma, raf-
magn, skóla, sundlaug og vegagöt í fjöll. Baráttan er háð
undir merkjum byggðastefnu, sem útvegar smáaura í
þetta, en dreifir alvöruupphæðum til landbúnaðar.
Sjávarsíðan fær til baka með þessum hætti aðeins
hlúta af verðmætasköpun sinni. Fyrst eru nefnilega
teknir tfl landbúnaðar og brenndir þar til ösku sex millj-
arðar króna árlega af aflafé stefnunnar. Tfltölulega lítið
verður því afgangs til annarra verkefna byggðastefnu.
Vanmáttur þurrabúðarfólks fellur í farveg andstöðu
við Reykjavíkursvæðið, þaðan sem ríkisvaldinu er stýrt.
íbúar fiskibæja heimta meira í sinn hlut, í mynd aukinn-
ar byggðastefnu. Þeir átta sig ekki á, að hagsmunir
Reykjavíkur og sjávarsíðunnar eru hliðstæðir.
Miklu hagkvæmara væri fyrir íbúa fiskveiðibæja að
fá því framgengt, að gengi krónunnar verði ekki skráð
með handafli, heldur eftir framboði og eftirspurn á svip-
aðan hátt og í alvöruríkjum. Þá yrði miklu meira af
arðinum eftir heima fyrir í bæjum gjaldeyrisöflunar.
Stuðningur sjávarsíðunnar við ríkjandi byggðastefnu
og við aukna úáröflun tfl hennar er merkasta og dýr-
asta dæmið, sem til er um sjálfsblekkingu hér á landi.
Jónas Kristjánsson
„Víða eru reknar vinnustofur eða vinnustaðir fyrir fatiaöa og þýðingu þess dregur enginn í efa.“
Frá nýju vinnuborði
Lengi hefur undirritaður reynt að
fylgjast nokkuð með og hafa af-
skipti af högum og málefnum
fatlaðra og þá máske fyrst og síðast
þeim málefnum sem til kasta lög-
gjafans koma á ýmsan veg - hinni
ytri umgjörð ef svo mætti segja.
í meira nábýli
Sestur í enn meira nábýli við
þessi mál öll verður fljótlega ljóst
að af ærnu er enn að taka, á hinum
innri málum, á vandamálum dag-
anna, erfiði fótlunarinnar og
annmörkum, beinum kjörum og
aðbúnaði öllum.
Fötlun er af svo margvíslegum
toga og svo mismunandi að nafnið
eitt gefur ekki annað til kynna en
fátæklega útleggingu þess í orða-
bók og er þá ekki mikið né merki-
legt sagt. Fræöileg skilgreining er
fjarri mér. Skipting í líkamlega
fötlun eða hugfótlun víðs fjarri
einnig, en undramargt sækir á og
veldur fötlun, meðfædd getur hún
verið á ýmsan veg, sjúkdómur
valdið ellegar slys eða jafnvel fleira
en eitt samverkandi, máske allt.
Þetta á ekki aö þurfa að segja
neinum sem kominn er til vits og
ára en þó hefi ég áður haldið því
fram og geri enn - og enn ákveðnar
- aö ýmsir vilji staðla fotlun - þægi-
legra og léttbærara í sambandi við
lausnir sem eiga þá misskilningi
málsins samkvæmt að vera algild-
ar og alhæfðar og um leið „alltleys-
andi“ fyrir alla.
Á þessu bar meira að segja nokk-
uð á mínum fyrri vinnustað og verð
ég þó að segja að almennt setja
menn sig miklu betur inn í mál þar
(enda ekki þakkandi) en fólk al-
mennt gerir.
Einangrun og tjáskipti
En þegar farið er að horfa til
mála úr meiri nálægð koma hin
smærri atriði betur fram, smærri
í óskilgreindri merkingu því oft eru
þau veigamikil og afdrifarík fyrir
jafnt hópa sem einstakhnga. Ég
nefni dæmi enn og aftur um mjög
einangraðan hóp fatlaðra - heym-
arlausa - erfiðleika þeirra og okkar
varðandi öll tjáskipti ætti aö vera
óþarft að tíunda, svo augljósir eru
þeir. Þessi hópur er hins vegar fé-
lagslega þroskaður, hefur með sér
ágætan félagsskap og ekki skortir
þar andans kraft eða viljans afl.
Ríkissjónvarpið okkar tók upp - að
vísu eftir góðan áýting - táknmáls-
fréttir, næst á undan aðalfréttum
sínum og þó tími væri knappur og
ýmsu ábótavant var þarna virki-
lega um góða viðleitni að ræða fyrir
þennan hóp fólks.
En svo kom blessuð samkeppnin
því engum dettur í hug aö einka-
stöðvar gróðahyggjunnar ætli að
leyfa sér þann munað að mæta
hópum af þessu tagi. Markaðs-
hyggjulögmál þeirra blátt áfram
úthýsir þessu fólki. En nóg um það,
þó þar sé máske að kvikunpi kom-
ið í dag í víðustu merkingu:
markaðshyggju einkagróðans eða
samhjálp samfélagsins. Og Ríkis-
sjónvarpið brást þessum hópi aö
hluta fyrir hagsmuni - trúlega
Kjallaiinn
Helgi Seljan
félagsmálafulltrúi ÖBÍ
sanna - ef til vill ýkta - gæti jafn-
vel hugsast ímyndaða - í öllu
„stressinu" út af samkeppninni.
Mínúturnar fáu, sem heyrnarlaus-
ir fengu næst fréttum, urðu nú svo
óendanlega dýrar og dýrmætar að
þeim varð að fóma. Nú vita menn
aö táknmálsfréttir eru enn, rétt
fyrir sjö - samhhða stuttu frétta-
ágripi, og hvaö era menn þá að
kvarta?
Jú, heymarlausir halda því rétti-
lega fram að hin eðlilega tenging
við myndefnið í fréttunum sé rofin
og í öðru lagi þá eiga þeir ekki að
vera neinar hornrekur hjá þessari
stofnun ahrar þjóðarinnar, þessi
hópur er nefnilega hluti hennar.
Nú veit ég að forráðamenn Sjón-
varpsins vhja gjaman gera vel en
eitthvað heldur þó enn aftur af
þeim í þessum góða vilja. Hins veg-
ar skal því treyst að nýtt útvarps-
ráð, ásamt velvhjuðum útvarps-
stjóra, taki hér af skarið og setji
heymarlausa við sama borð og
aðra, svo sem það er unnt.
Þetta dæmi nefni ég af því að það
er á borði okkar hér sem óleyst
vandamál margra mánaða og er,
þegar grannt er skoðað, ekkert
smámál.
Vasapeningar
til „framfærslu“
Ég fór th vinkonu minnar á dög-
unum sem býr við vasapeninga
svokallaða eina sér th lífsframfæris
- að sjálfsögðu til viöbótar því
húsaskjóh, fæði og almennri þjón-
ustu er viðkomandi stofnun veitir
henni. Þrátt fyrir erfiðan sjúkdóm
og alvarlega fótlun er hún vel lif-
andi í þess orðs fyhstu merkingu,
fylgist vel með, vhl klæða sig sóma-
samlega, fara í heimsóknir, njóta
lista og menningar og sinna ýmsu
öðm sem við öh teljum sjálfsagöa
hluti en kosta sitt - kosta margir
hveijir mikið.
Veit fólk hvað þessi unga kona
hefur th ráðstöfunar th þessara
margvíslegu félagslegu þarfa
sinna, aö ekki sé minnst á klæði
sem hún fer að vísu mjög sparlega
í að endurnýja af auðskhdum
ástæðum? Upphæðin á mánuði er
nú í janúar um 4500 krónur - fjögur
þúsund og fimm hundruð krónur -
eða samtals hehdarupphæð á ári
upp á hehar 54 þúsundir - fimmtíu
og fjögur þúsund - segi og skrifa.
Og ég spurði auðvitað eins og auli:
Er þetta mögulegt? og fékk verðugt
svar:'„Nei, auðvitað ekki, fólkið
mitt hjálpar mér og svo neita ég
mér bara um hlutina og það er al-
veg að komast upp í vana - hættu-
legan vana, heldurðu ekki?“ spurði
hún í lokin. „Því annars leggst ég
einfaldlega í eymd og volæði." Og
ekki meira um þessi ósköp.
Verndaðir vinnustaðir
Ég nefni þriðja dæmi nátengt
þessu, þar sem undrun mín varð
mikh, svo meira sé.ekki sagt.
Víða eru reknar vinnustofur eða
vinnustaðir fyrir fatlaða og þýö-
ingu þess dregur enginn í efa.
Forstöðu þeirra verkefna og vinnu-
staða fylgja óhjákvæmhega ýmsir
annmarkar og erfiðleikar og vand-
inn oft ærinn við svo ótalmargt sem
ekki kemur til á venjulegum vinnu-
stað. Forstöðuaðhi shks staðar ber
hka oft meiri ábyrgð en gengur og
gerist. í einkageiranum í dag hafa
þeir menn sem þama standa sig (og
þarf jafnvel ekki th!) dágóð laun.
En því er nú aldehis ekki að hehsa
hjá þessum aðhum - forstöðu-
mönnum verndaðra vinnustaða -
með umfang, ábyrgð og ýmislegt
langt umfram það venjulega. Ef
mig misminnir ekki var verið að
tala um þriðjung þeirrar upphæðar
sem kunningi minn hafði sagt mér
daginn áður að hann hefði sem
framleiðslustjóri einkafyrirtækis.
Jú, upphæðin var eitthvað um 60
þúsund og ég undraðist þetta al-
gera vanmat á þessum vandasömu
og verðmætu störfum. hér þarf hið
opinbera sannarlega úr aö bæta ef
unnt á að vera að fá færa og góða
menn th að stjóma þessari þjóð-
félagslega verðmætu vinnu sem
þama fer fram. Hið opinbera þarf
nefnhega í þessu sem fleim að fara
að gá alvarlega að sér ef ekki á svo
aö fara að einungis miölungsmenn,
jafnvel undirmálsmenn, fáist þar
th ákveðinna starfa.
Á borðinu hjá mér er ennþá af
æmu aö taka og máski tek ég th
síðar.
Helgi Seljan
„Mínúturnar fáu, sem heyrnarlausir
fengu næst fréttum, urðu nú svo óend-
anlega dýrar og dýrmætar að þeim
varð að fórna.“