Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Side 23

Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Side 23
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANÚAR 1988. 23 Fréttir Eigendur rækjubáta á Bíldudal: Viljum samkomulag en ekki hótunarbréf „Hvergi kemur fram í reglugerö að ákveðinn kílóafjöldi skuli vera í kössum og ef stjómendur verk- smiðjunnar vilja hafa það þannig hlýtur að þurfa að ná um það sam- komulagi við útgerðarmenn í stað þess að senda þeim hótumarbréf.“ Svo segir m.a. í athugasemd sem rækjubátaeigendur á Bíldudal hafa sent frá sér vegna ummæla Ólafs Egilssonar, framkvæmdastjóra Rækjuvers hf. á Bíldudal, í DV 7. janúar sl. Eins og fram hefur kom- ið í DV deila útgerðarmenn og forráðamenn Rækjuvers hf. um greiðslur fyrir rækjuafla. Telja hin- ir fyrmefndu að þeir séu hlunn- famir í þeim efnum og fái ekki greitt fyrir allan aflann sem þeir landa. Hafa þeir farið fram á lög- reglurannsókn í málinu. I athugasemdinni, sem útgerðar- mennimir hafa sent frá sér, segir ennfremur: „Samkvæmt reglugerð um með- ferð og vinnslu rækju um borð í veiðiskipum og vinnslustöðvum í landi frá 1984 segir í 1. kafla 5. grein: „Kassar til geymslu á ferskri rækju um borð í veiöiskipum og í landi skulu eigi vera dýpri en 20 sentímetrar." í 4. kafla 12. grein segir ennfrem- ur: „Eigi skal fylla kassana þannig að hætta sé á að rækjan skemmist af þeim sökum.“ Hvergi kemur fram í reglugerð- inni að ákveðinn kílóafjöldi skuh vera í kössunum og ef stjórnendur verksmiðjunnar vilja hafa það þannig hlýtur að þurfa að ná um þaö samkomulagi við útgerðar- menn í stað þess að senda þeim hótunarbréf. í samtölum okkar við fulltrúa hjá Ríkismati sjávarafurða hefur komið fram að ekki skuli hafa þykkara lag á rækju í kössum en 20 sentímetra, burtséð frá stærð þeirra. Kassar þeir sem Rækjuver hf. leggur bátunum til eru 20 sentí- metra djúpir. Séu þeir sléttfylltir án þess að rækjan sé kramin eru í þeim ca 43 kíló. Varðandi meðferð á hráefninu skal tekið fram að rækjunni er lan- dað í verksmiðjuna aöeins nok- kurra stunda gamalli og eins ferskri og hún getur verið. Það er alfariö í höndum stjórnenda verk- smiðjunnar hvemig farið er með hráefnið eftir að það er þangað komið. í lok viðtalsins í DV segir Ólafur Egilsson að þetta séu 3,3 tonn eða 175.000 krónur sem ógreitt er og skiptist á 10 báta. Það rétta er að tonnin eru 5,7 og gera samtals 285.000 krónur sem skiptist á 8 báta, frá 5000 á bát upp í 97.000 krónuf. En um þá tvo báta, sem Rækjuver gerir út, vitum við ekki annað en það að áhafnir þeirra frá gert upp samkvæmt vigtarnót- um. Ólafur segir í viðtahnu að ekki sé um háar upphæðir að ræða á hvern einstakan bát. Honum finnst tæpar 100.000 krónur ekki háar upphæðir, ef marka má ummælin. Þá hefur hann annað verðmæta- skyn en við. Peningaupphæðir eru kannski ekki aöalmálið heldur það að stjórnendur Rækjuvers hf. hafa ®ekki rétt til að búa til reglur og fá á þann hátt hráefni til vinnslu án þess að greiða fyrir það.“ -JSS Þrír af íslandsmeisturum Hvatar í frjálsum iþróttum, Pálmi Vilhjámsson, Bjarni G. Sigurðsson og Steinunn Snorradóttir. DV-mynd Baldur Daníelsson. Öflugt starf hjá Hvöt á Blönduósi Spilað af fjöri á Selfossi Regína Thorarensen, DV, Selfossi: Eldri borgarar komu saman í Tryggvaskála sl.fimmtudag og var mæting góð eins og venjulega. Gamla fólkið var ánægt að hittast á ný eftir tæplega mánaðar jólafrí. Inga Bjarnadóttir, forstöðukona öldruna- rdeildar Selfossbæjar, sagði að sér leiddist að sjá okkur ekki vikulega. Spilað var af miklu fjöri og hann Sveinn okkar Sveinsson flutti vísur dagsins eins og alltaf á fimmtudög- um. Mikil ánægja með vísumar og ætlaði lófataki aldrei að linna. Sú fyrsta var þannig. Matarskatturinn Illir þingmenn öðrum meir elska matarskattinn. Þar með era orðnir þeir öllu verri en skrattinn. Vonskuveður og mikil hálka Hólmfriður S. Priðjónsd., DV, Húsavik: Frá því um jól hefur veður verið með leiðinlegra móti á Húsavík og í nágrenni. Flesta daga hefur verið éljagangur eða skafrenningur. Á fóstudag hlánaði og gerði þá mikla hálku, bæði á Húsavík og á vegunum í kring. Þrír fólksbílar og einn vörabíll fuku út af veginum sunnan við Húsa- vík á fóstudag. Þá var mikil hálka og hvassviöri. Engin slys urðu á fólki og bílarnir skemmdust lítið. Mikih og blautur snjór var fyrir utan veg- inn og mun hann hafa komið í veg fyrir slys eða veralegar skemmdir á bílunum. Auk bílanna íjögurra lentu margir vegfarendur í vandræðum vegna hálkunnar. Til dæmis var þjóðvegur-. inn á milli Húsavíkur og Akureyrar að mestu sámfellt svell. Baldur Danielssan, DV, Blönduósi: Ungmennafélagiö Hvöt á Blöndu- ósi hélt uppskeruhátíð ársins 1987 hinn 20. desember sl. í annál, sem fluttur var, kom fram að blómlegt starf hefur verið í mörgum íþrótta- greinum'. Má þar nefna að Hvöt var sigurvegari í 4. deild íslandsmótsins í knattspyrnu auk þess sem mjög öflugt unghngastarf er unnið á veg- um knattspyrnudeildarinnar. Hafm var iðkun í tveimur nýjum íþróttagreinum á árinu, júdó og körfuknattleik. Tveir flokkar frá Blönduósi keppa nú á íslandsmótinu í körfunni undir nafni USAH. Fyrir nokkru festi félagið kaup á skíðalyftu, 300 metra langri toglyftu, sem hefur verið sett upp í Þverár- fjalli, skammt frá Blönduósi. Síðast en ekki síst má geta þess aö flmm íþróttakappar úr Hvöt urðu íslandsmeistarar á árinu og voru þau sérstaklega heiðrað. Þetta voru þau Linda S. Halldórsdóttir, í spjótkasti meyja, Steinunn Snorradóttir, í 800 metra hlaupi meyja, Bergþór Ottós- son, í spjótkasti sveina, Pálmi Vh- hjálmsson, í kúluvarpi stráka, og Bjami G. Sigurðsson, í hástökki stráka innanhúss. Þá vora veitt verðlaun fyrir besta ástundun, framfarir og valinn efni- legasti leikmaður í hveijum aldurs- flokki í knattspyrnu. Knattspyrnu- maður ársins varð Hermann Arason og sundgarpur ársins Júlía Guð- mundsdóttir. Á hátíðina mættu milli 150 og 200 manns og voru veitingar veglegar. Það er óhætt að segja að útlitið sé bjart hvað varðar starfsemi Hvatar á næstunni því félagið virðist njóta mikiha vinsælda íbúa staðarins. Fyr- irtæki á Blqnduósi og sveitarsjóður hafa styrkt félagiö myndarlega. FJórir á síld frá Hornafirði Júlia Imaland, DV, Höfiu Fimm Homafjarðarbátar fengu sfldveiðheyfi en fara sennilega ekki nema fjórir. Þeir bíða nú veðurs að komast út. Saltaö verður hjá fiski- nyölsverksmiöjunni og eitthvað veröur fryst af síld, bæði flök og hefl- síld. 4700 tonn af síld vora unnin í fryst- ingu í Fiskiöju Kask í vetur og var það 730 tonnum meira en unnið var þar í fyrra. í söltunarstöð fiskimjöls- verksmiðjunnar var saltað í tæplega 23 þúsund tunnur - í fyrra var saltaö í 19 þúsund tunnur. Hjá Skinney h/f, sem byijaöi söltun í haust, vora salt- aðar 13.280 tunnur og var það þriðja mesta söltun yfir landið. Oskum eftir mönnum til loftnetsuppsetninga, helst vönum mönn- um. Næg vinna. Uppl, aðeins á skrifstofunni. Sjónvarpsmiðstöðin, síðumúia 2. Vinningstölurnar 9. janúar 1988. Heildarvinningsupphæð: kr. 5.906.029. 1. vinningur var kr. 2.956.693. Aöeins einn þátttakandi var meö fimm réttar tölur. 2. vinningur var kr. 885.339 og skiptist hann á 329 vinningshafa, kr. 2.691 á mann. 3. vinningur var kr. 2.063.997 og skiptist á 9.971 vinningshafa, sem fá 207 krónur hver. Upplýsingasimi: 685111. Gabriel HÖGGDEYFAR NÝ, STORSENDING! LÆKKAÐ VERÐ! 7 SKEIFUNNI 5A, SÍMI: 91-8 47 88 FRÖNSKUNÁMSKEIÐ ALLIANCE FRANCAISE 13 vikna vornámskeið hefst mánudaginn 25. janúar. Kennt verður á öllu stigum ásamt bókmenntaklúbbi, samtalshópi og í einkatímum. Innritun fer fram á bókasafni ALLIANCE FRANCAISE, Vesturgötu 2 (gengið inn bakdyramegin), alla virka daga frá kl. 14 til 19 og hefst fimmtudaginn 14. janúar. Allar nánari upplýsingar fást í síma 23870 á sama tíma. Veittur er 10% staðgreiðsluafsláttur og 15% stað- greiðsluafsláttur fyrir námsmenn. Greiðslukortaþjónusta. SEUABRAUT VANTAR FÓLK í EFTIRTALIN STÖRF ALMENN AFGREIÐSLUSTÖRF, HEILS DAGS OG HÁLFS DAGS EFTIR HÁDEGI ★ UNGAN MANN TIL LAGERSTARFA ★ VANAN KJÖTAFGREIÐSLUMANN ★ Frekari upplýsingar á staðnum. SEUABRAUT

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.