Dagblaðið Vísir - DV - 12.01.1988, Blaðsíða 25
i
ÞRIÐJUDAGUR 12. JANUAR 1988.
25
Tíðarandi
Reykingavamir orðnar að
hugsjón hjá mér
„Ég byrjaði að reykja þegar ég var
tólf ára en hætti því daginn sem
ég byrjaði að vinna hjá Krabba-
meinsfélaginu fyrir þremur og
hálfu ' ári,“ sagði Ásgeir Rúnar
Helgason sem er umsjónarmaður
reykingavarnanámskeiðanna sem
haldin eru á vegum Krabbameins-
félagsins.
„Þegar ég hætti að reykja notaði
ég á sjálfan mig ýmis brögð sem
' ég hafði lært meðan ég var í sál-
fræðinámi við Háskólann. Ég
myndaði reyklaus svæði í kringum
mig. Ég hætti til dæmis að reykja
heima hjá mér nema þá úti á svöl-
um og reykti ekki í vinnunni. Þegar
ég hætti alveg að reykja varð það
því ékki eins erfitt og annars heföi
orðið. Það er lítið vit í því að draga
úr reykingum með því að skammta
sér vissan fjölda af sígarettum.
Eina leiðin er að skapa sjálfum sér
reyklaus svæði.“
Ásgeir sagði að oft á tíðum væri
það erfiðari sálfræðileg raun en hk-
amleg að halda reykbindindi.
„Líkamlegu fráhvarfseinkennin
hverfa oftast á nokkrum dögum.
Menn verða gjarnan eirðarlausir,
skapvondir og vita ekki hvað þeir
eiga að gera við hendurnar á sér.
Þetta er tímabundið ástand. En ef
menn lenda í sálfræðilegum svipt-
ingum freistast þeir oft til að
kveikja sér í sígarettu. Þess vegna
er lögð áhersla á það á námskeið-
unum hjá okkur að sýna mönnum
og sanna hvað það er alvarlegur
- segir Ásgeir Rúnar Helgason hjá Krabbameinsfélaginu
Asgeir Rúnar Helgason sér um reykingavarnanámskeiðin hjá Krabba-
meinsfélaginu og notar þar ýmis brögð sem hann notaði á sjálfan sig
þegar hann hætti að reykja. DV-mynd BG
hlutur að fara að reykja aftur. Við
verðum beinlínis að hræða
reykingafólk með því að sýna þvi
staðreyndir lífsins.
Það er ljóst að í mörgum tilfellum
stytta reykingar líf fólks verulega
en í enn fleiri tilfellum leggja
reykingarnar fólk í kör síðustu ár
ævinnar án þess í rauninni að
stytta lífið svo mjög. Þetta er marg-
sönnuð staðreynd sem flest
feykingafólk veit af en megnar ein-
hvem véginn ekki að meðtaka
samt sem áður. Þess vegna er nauð-
synlegt að sýna fólki þetta svart á
hvítu og það gemm við á námskeið-
unum.“
- Hvað á fólk að gera sem viR
hætta að reykja?
„Það sem gerir þetta mál svo flók-
ið er að það eru nánast engar
algildar reglur til. Þetta er svo ein-
staklingsbundið. Sumir vilja til
dæmis halda því fram að menn eigi
að forðast kaffidrykkju en það er
heldur ekki algild regla. Ég jók til
dæmis mikið mína kaffidrykkju
eftir að ég hætti að reykja á meðan
aðrir eiga mjög erfitt með að
drekka kafíi án þess að reykja.
Einu algildu reglurnar em þær að
menn eiga að forðast þá hluti sem
þeir hafa áður tengt reykingum og
stunda meira þá hluti sem ekkert
tengjast tóbaki, svo sem líkamlega
hreyfingu. Líkamsræktin bæði
dregur úr tóbaksfíkninni og mætir
afleiðingum aukinnar matarlystar
sem oft fylgir því að hætta að
reykja."
- Er þeim sem einu sinni hefur
vanið sig af reykingum óhætt að fá
sér eina sígarettu eða vindil á góðri
stundu án þess að falla?
„Þeir sem hafa reykt án þess að
verða nikótínistar geta það en þeir
em fáir. Talið er að 85-90%
reykingamanna séu nikótínistar og
er þetta hlutfall nákvæm spegil-
mynd af drykkjumönnum og
áfengi. Talið er að 10-15% þeirra
sem nota áfengi verði alkóhólistar.
Ein sígaretta er oftast nóg til að
fella reykingamann þó hann hafi
veriö í bindindi í nokkur ár en þessi
10-15% geta leyft sér að reykja eina
sígarettu eða vindil á góðri stundu
án þess að falla með látum.“
- Heldurðu að þú sért endanlega
hættur að reykja eða óttastu að
geta sprangið einhvem tima í
framtíðinni? .
„Ég veit orðið það mikið um af-
leiðingar reykinga að ég mun ekki
byija á þessum ósóma aftur nema
að ég lendi í einhverri shkri and-
legri þrengingu eða þunglyndi aö
ég hugsi sem svo að það skipti ekki
miklu máh hvað ég sé að gera lík-
amanum. Þegar ég byrjaði hjá
Krabbameinsfélaginu tók ég þetta
að mér sem hvert annað starf en
núna veit ég það mikið um afleið-
ingar reykinga að ég get ekki annaö
en gert reykingavarnir að hug-
sjón,“ sagði Ásgeir Rúnar Helga-
son.
-ATA
Núna finnast mér reykingar hlægilegar
- segir Hrafn Sigurðsson sem hætti að reykja fyrir einum mánuði og ætlar ekki að byrja aftur
„Jákvæðu áhrifin af því að vera
hættur að reykja eru miklu meiri
en neikvæðu fráhvarfseinkennin.
Ég sef betur, vinn betur, hef meiri
matarlyst, betra úthald og mér líð-
ur á allan hátt mun betur en á
meðan ég reykti," sagði Hrafn Sig-
urösson, framkvæmdastjóri Sölu-
félags garðyrkjumanna, en hann
hætti að reykja fyrir mánuði og fór
á námskeið hjá Krabbameinsfélagi
íslands til að auðvelda sér reyk-
leysið.
„Ég hef margoft hætt að reykja
en hef alltaf spmngið á limminu.
Stysta reykingabindindið mitt held
ég að sé einn klukkutími. En stund-
um hef ég ekki reykt í nokkra
mánuði. Hættan hjá mér er sú að
eftir þijátil fióra reyklausa mánuði
er ég búinn að gleyma því hvað hð-
anin batnaði mikið við að hætta að
reykja og held upp á bindindið með
góðri sígarettu og þá er sagan öh.“
Hrafn sagðist hafa hætt að reykja
fyrir mánuði vegna þess að hann
var að byija í nýju starfi sem krafð-
ist allrar starfsorku hans.
„Vinnuþrekið eykst mikið þegar
menn hætta að reykja. Tími
reykingamanna er einnig ódrýgri
því þár þurfa eilíflega að vera að
fara í „smókpásur“. Mér þykir hka
óstjórnlega vænt um sjáífan mig
og þess vegna var ég oft aö hugsa
um að hhfa líkamanum og hætta
að reykja. Konan mín vissi af því
og henni þykir einnig vænt um mig
og þess vegna var hún búin að
panta tíma fyrir mig á reykinga-
varnanámskeiði hjá Krabbameins-
félaginu án þess að tala við mig.
Ég var hættur að reykja þegar ég
byrjaði á námskeiðinu en það
hjálpaði mér mjög mikið. Það vita
allir að það er óhollt að reykja. Ég
vissi það ekki síður en aðrir en þó
meðtók ég ekki sannindin að fullu.
En í námskeiðinu innprentaðist
skaðsemi reykinganna svo í mig
að ég held að það verði ekki aftur
snúið.
Ég er búinn að reykja í fiölda ára
og ég veit að ég er búinn að skaða
líkamann heilmikið með þessum
tjöruaustri. Ég veit líka að það er
ekki til neins að vera að sjá eftir
þessum árum en ég er með það á
hreinu að ég ætla ekki að eyöi-
leggja meira."
Hrafn sagði að það væri mun
þægilegra að hætta að reykja í dag
en það var fyrir tveimur til þremur
árum.
„Þá var almenningsálitið ekki
eins eindregið á móti reykingum
og það er í dag. Þá þótti það sjálf-
sagt að reykja og þeir sem kvörtuðu
undan reyk voru áhtnir einhveijir
nöldurseggir. Nú er bannað að
reykja í leigubílum, almennings-
vögnum og í opinberum bygging-
um. Enginn reykir í verslunum eða
kemur inn í skrifstofuhúsnæði og
púar þar án þess að fá til þess sér-
stakt leyfi. Heima fyrir era krakk-
arnir með áróður sem þeir hafa
lært í skólunum og það er þess
vegna óþægilegt að reykja þar.
Reykingafólk er orðið annars
flokks persónur og menn eru farnir
að skammast sín fyrir mengunina
sem þeir valda og biðjast afsökunar
á sjálfum sér og ósómanum. Til
þess að komast í betri hópinn og
teljast menn með mönnum verða
þeir því að hætta að reykja. Þetta
er mikil breyting frá því sem áður
var.“
Hrafn sagðist hafa verið rudda-
legur reykingamaður áður en hann
hætti.
„Ég reykti tvo pakka á dag og
nánast hvar sem var nema þar sem
reykingar voru beinlínis bannaðar.
Ef ég var á fundum fór ég fram á
þaö að mega reykja þó svo að eng-
inn annar reykti. Ég reykti heima
þó enginn annar reykti þar og tölu-
verð andstaða væri gegn reyking-
um mínum. Konan og krakkarnir
fóru fram á það að ég reykti ekki
í stofunni meðan alhr væru að
horfa á sjónvarpiö en ég fór ekki
mikið eftir því. Ég sat að vísu ná-
lægt dyrum og þóttist blása reykn-
um annað en inn í stofuna en þaö
var meira til að sýnast.
Núna er ég sannfærður um að ég
byija ekki aftur að reykja. Ég tel
mig hafa meðtekið fylhlega þann
hrylhng sem ég er að gera líkama
mínum með því að reykja. Mér
finnast reykingar beinlínis hlægi-
legar og asnalegar núna. Ég er
meðvitaður um það að ég er hættur
að reykja og mér hður vel með
þeirri staðreynd enda hefur líðanin
verið aht önnur og betri, bæði lík-
amlega og andlega, frá því ég hætti
að reykja,“ sagði Hrafn Sigurðsson.
-ATA
„Nei takk, ég er sko hættur og ætla aldrei að byrja aftur,“ sagöi Hrafn Sigurösson, framkvæmdastjóri Sölufé-
lags garðyrkjumanna, þegar honum var boðin sigaretta. DV-mynd BG